Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 13
DV. FDSTUDAGOR 30. SEPTEMBER1983. lega en hinn meiddist ekkert, þrátt fyrir þaö aö hann færi í hrein áflog við hundinn, berhentur, og sneri hann ofan í götuna, en slík aöganga aö hundi er sú vitlausasta aðferð sem til er aö hemja hund. I slíkum áflogum er hundurinn á heimavelli og grimmur hundur svo að ekki sé talað um óðan hund, væri fljót- ur að gera hvern mann óvígan sem þannig réðist til atlögu. Frásagnir blaða sýna glögglega að hundarnir voru alls ekki óöir, en hins vegar æstir, og er þar munur á. Blöðin hafa ranglega talaö um að hundarnir hafi verið óðir. Hugtakiö óður hundur hefur alveg tiltekna merkingu í málinu og þaö er háskaleg blaðamennska að nota þetta hugtak um heilbrigð dýr, eins og Mbl. og DV gera. Með þessum hugtakaruglingi eru blööin að koma því inn hjá almenningi að til séu óðir hundar í landinu sem er alrangt, og ala þannig á fordómum gagnvart hundum. I litlu þjóðfélagi er til allrar Guðs lukku fátt um ótíðindi. Af einhverjum ástæðum telja blaðamenn alltaf meiri mat í ótíðindum en góöum fréttum. Og þá vill brenna við að notuð séu stór orð og þannig var um frásagnirnar af hundunum tveimur. En það er eins og fleiri hafi orðið offari. Samkvæmt frásögn blaða, sem studd er myndbirtingum, var annar hundurinn skotinn meðan hann liggur í götunni undir lögregluþjóni. Fumið er þannig að ekki dugar að skjóta hann einu skoti heldur þarf tvö skot. Drápið fer fram fyrir augum fjölda manna sem hafði drifið aö til þess að fylgjast með leiknum. Eg fæ ekki betur séð en lögreglan hafi þama brotið freklega gegn dýravemdunarlögum en þar er Af lögreglunni að skjóta hundinn. lögð á það rík áhersla að lóga dýmm á mannúðlegan hátt. Það er ljóst af frá- sögnum að þessi hundur var alls ekki hættulegur umhverfi sínu. Hann var kominn inn i hús og þess vegna bar enga brýna ástæðu til þess aö draga hann út úr húsinu, — miklu nær hefði verið að geyma hann þar yfir nóttina • „Blöðin hafa ranglega talað um að hund- arnir hafi verið óðir. Hugtakið óður hund- ur hefur tiltekna merkingu í málinu og það er háskaleg blaðamennska að nota þetta hugtak um heilbrigð dýr eins og Mbl. og DV hafa gert.” og láta hann jafna sig og svæfa hann síðan, ef það var talið nauðsynlegt. Og það sama má segja um hinn hundinn. Þar virðist sama óþarfa byssugleði haf a gripið um sig! Þessar aðferðir lögreglunnar, sem minna meir á framgang góðglaðra hestastráka í trypparéttum en agaða framkomu yfirvalda, eru forkastan- legar og standast tæpast lög. Hvergi heimild til þess að bana hundum Nú er þaö vitanlega rétt að nauðsyn- legt er að verjast hættulegum dýrum. Og ef lögreglan hefur grun um að óðir hundar gangi lausir verður vitanlega að taka þá úr umferð. En það má alls ekki drepa þá á staönum eins og lögreglan gerði. Annaðhvort verður að geyma hundana til þess að sjá hvort þeir séu óðir, en það leynir sér ekki, eða taka verður sýni úr hundunum til þess að vita hvort dýrið sé sjúkt. Það var hvorugt gert, heldur var hræjun- um brennt á þess að nokkuð væri kannað. Verður því að álykta sem svo að lög- reglan hafi verið sannfærð um að hundarnir væri ekki óðir. En ef þeir voru ekki óðir þá var óheimilt að skjóta þá. Hundar eru háðir eignarrétti eins og önnur húsdýr. Hundar geta verið mjög verðmætir og þar fyrir utan eru þeir tengdir eiganda sinum sterkum tilfinningaböndum. Menn verða ekki sviptir eigum sínum nema með dómi. Hafa yfirvöld verið dæmd til að greiða skaðabætur vegna þess að hundum var lógað. Engum manni dytti í hug að drepa kött, sem klórar, eða hest sem sparkar frá sér vegna þess að komið er við nára. Og sama regla á vitanlega að gildaumhunda. Talað er um að hundahald sé ólöglegt í Reykjavík. En er nema von að menn fái sér hund þegar alþingis- menn, borgarfulltrúar og jafnvel ráöherrar eiga hund án þess að lög- reglan geri nokkuö í þeirra málum? Haraldur Blöndal. Aðgerðir ríkisst jórnar Minnkandi kaupmáttur I fyrri grein ræddi ég lítillega um viðbrögð verkalýðs,,forystunnar” við aðgerðum ríkisstjórnarinnar til lækk- unar verðbólgu. Það kann að vera, þrátt fyrir mikil skrif í blöðum sem benda á réttmæti þessara aðgerða, að margir kunni enn að spyrja. „Hvemig er hægt að blessa aðgerðir sem svipta menn áunnum kaupmætti?” Jú það er hægt ef menn skoða hvað veldur verð- bólgu. Afleiðing ofneyslu Nokkur einföldun á flóknu hagfræði- dæmi er að segja að verðbólga sé afleiðing ofneyslu. Hún er afleiðing ofneyslu almennings og hins opinbera. Hver er þá skýringin á ofneyslunni. Hljóta menn ekki aö haga neyslu sinni eftir því sem þeir hafa í höndum? Svarið er, ef litið er fram hjá neyslu með afborgunum, sem komið verður að siöar, jú. Menn haga neyslu sinni eftir því fé sem þeir hafa í höndum. Hvers vegna er það verðbólguhvetj- andi? Jú, vegna þess að það fé sem menn hafa undir höndum er ekki fengið eftir réttum leiðum. Fé þetta byggist á óraunhæfum kaupmætti. Þegar árum saman er samið um kauphækkanir sem ekki eru bornar af aukinni framleiðni, þ.e. auknum verð- mætum í þjóðfélaginu, þá verður til falskur kaupmáttur. Þessi óraunhæfu laun verða til aukn- ingar á tekjum hins opinbera sem fer á velmegunarfyllirí með almúganum., Nú skal taka stór skref fram á við,t.d. með byggingu heilsugæslustöðva,! útþenslu opinberra stofnana til þess að mæta auknum þörfum almennings fyrir fyrigreiðslu á öllum sviðum. Þannig verður falskur kaupmáttur til þess að skrúfa upp verðbólguna. Hver kannast ekki við að fullyrðing- ar um að kaup á litsjónvarpi sé ekkert mál? Afborganir af því verði greiddar með verðbótum sem koma á miðju. afborgunartímabili. Fólk hugsar ekki út í það að verðbætumar, sem það fær, fara I hækkað verð á almennri neyslu- vöm. Kaup með afborgunum er partur af dæminu. Þetta fyrirkomulag í viðskiptum býr til aukinn kaupmátt á fölskum forsendum. Niðurstaðan er því sú, með mikilli Bankarnir aiga að taka við hlutverki sölumannsins. . . • „Hver kannast ekki við fullyrðingar um að kaup á litsjónvarpi sé ekkert mál? Af- borganir af því verði greiddar með verðbótum sem koma á miðju afborgunartímabili.” Kjallarinn einföldun eins og áður segir, aö aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem koma fram í „skerðingu” kaupmáttar, em í raun aðgerðir eða öllu heldur tilraun til þess að ná þjóðinni niður á jörðina, láta renna af henni, eftir flug sem fyrr en seinna hefði endað með brotlend- ingu. Sársauki eða andlát Það verður að linna aðgeröum atvinnuverkalýös- „forystu” til þess að skrúfa upp laun á fölskum forsend- um. Við getum ekki lengi lifað á peningum sem ekki em í raun til sem verðmæti, heldur einungis sem fallega litprentaðir seðlar. Þetta er sárt meðan það gengur yfir en það ætti að vera hverjum manni ljóst að yfirlýs- ingar verkalýðs,,forastunnar” um sár manna vegna aðgerða ríkisstjórn- arinnar hefðu að óbréyttu orðið and- látsfregn. Við getum ekki lifað á verð- mætum sem ekki eru til. Menn kunna nú að spyrja hvort greinarhöfundur treysti mönnum ekki til að kaupa „sjálfsagða” neysluvöra með afborgunum. Svarið er nei. Neytendum í þjóðfélagi þar sem óða- verðbólga geisar er ekki treystandi til Jón Gauti Jónsson þess að nota þennan viðskiptamáta. Það sanna bunkarnir af kaupsamn- ingum sem vegna vanskila lenda á skrifborðum lögfræðinga. Fólk hefur einfaldlega ekki getu til þess að meta raunhæft kaupmátt sinn í verðbólgu sem eryfir 10%. Neytendur sem fá á sig hækkanir viðstöðulaust, minnkandi niðurgreiðsl- ur, eða auknar niðurgreiðslur, vita aldrei hvað er til skiptanna á morgun. Launin sem þeir fá í dag kunna að virðast há, en eftir hálfan mánuð era þau lítils virði. Afborganaviðskipti ætti þvi að banna á tímum vaxandi verð- bólgu. Bankarnir eiga að taka við hlutverki sölumanns hljómflutningstækja. Þeir eiga að vera ráðg jafar neytandans um kaupgetu hans m.t.t. viöskipta hans við bankann. Það kann að vera aö bankakerf ið í dag sé ekki fært um þetta hlutverk. Þessu atriði verða ekki gerð frekari skil hér, það er of mikið mál til þess að skjóta inn á milli greinaskila i almenn- um hugleiöingum sem þessum. Margt til ráða Hvað getur ríkisstjómin gert til að lina þjáningar manna þegar rennur af þeim, og þeir uppgötva að þeir hafa keypt „farmiða” til paradísar í fylliríi? Það er margt sem er til ráða. Svo margt að þvi verða ekki gerð skil í greinarkomi sem þessu svo vel fari. Þó skal nefnt hér mikilvægt atriði. Ríkisvaldið getur hætt að troða upp í þegnana „socialhjálp” án tillits til getu manna. Það getur hætt að greiða mönnum sem hafa yfir meðaltekjum barnabætur og hækkaö þessar sömu bætur hjá fólki sem virkilega hefur þörf fyrir þær. Það getur hætt að skikka sveitar- félög til að niðurgreiða þjónustu, svo sem dagvistun bama, svo dæmi sé nefnt, til allra án tillits til tekna og getu til þess aö greiöa raunhæfan kostnað. Þessum kostnaði verða sveitarfélögin að mæta með álögum á borgarana með brúttóskatti sem lendir hiutfallslega með sama þunga á alla án tillits til getu. Eg mun ekki frekar fara út í þessa sálma hér, heldur ítreka ábendingar um að ríkisvaldið geti eftir margra ára óstjórn efnahagsmála gert margt sem linar þjáningar manna á þessum erfiðu tímum. Jón Gauti Jónsson bæjarstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.