Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 4
DV. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER1983., „Ekki kominn yfir þetta ennþá” — segir Sigurður Ingi Ingólfsson netagerðar- maður „Eg er nú bara ekki kominn yfir þetta ennþá,” sagði Sigurður Ingi Ingólfsson netamaður. „Það stóð í blöðunum að Þórður fengi eins leiks bann fyrir leikinn við Val og það hefur sjálfsagt ruglað allt. ' Eg Held að þeir hjá KSI ættu að flýta sér hægt. Hvers vegna sluppu til dæm- is Valsmenn í fyrra með atvinnumann- inn Albert Guðmundsson? Hann var jú ólöglegur en þeir misstu samt aðeins eitt stig úr tveim leikjum og þeir voru ekki dæmdir frá keppni. Annars er þetta staða sem aldrei átti að koma upp. Mér finnst liggja í aug um uppi að hér er ekkert svindl á ferö- inni, aðeins mannleg mistök. Auðvitað verðum við að taka út ein- hverja refsingu. En þeir hefðu átt að : ,naáhð með því að fjölga um eitt uu i deildinni. Allt annaö er ósann- gjamt.” „Framkomaaga- rmfndar furðuleg” - sfegir Einar Hjartarson vóistjcii „Þetta er óafsakanlegur aulaháttur og framkoma aganefndarinnar í þessu máli ei furðuleg,” sagði Einar Hjartarson véistjóri. „Það virðist ekki vera sama hvaða félag á í hlut hér á landi. Valsmenn sluppu með ólöglegan leikmann í þrem leikjum í fyrra. Þeim var ekki vísað úr keppni. Svo er það kærumálin á Skalla- grím í Borgarnesi í sumar. Eitthvaö er nú meira en lítið gruggugt þar á ferð. Ég sárvorkenni þessum ágætu mönnum hér að veröa fyrir því að senda liöið niður í 2. deild, eða jafnvel neðar, en því er nú einnig hótað núna.” „Við höfum áður séðþað svart” — segir Ása Ingibergsdótt- ir verslunarmaður. „Þetta eru mannleg mistök og ég er eins og allir hér mjög leið yfir þessu,” sagði Ása Ingibergsdóttir verslunar- maöur. „Eg vona bara að þetta þjappi okkur saman. Eg trúi þvi ekki að við Eyja- menn gefumst upp þrátt fyrir þetta. Við höfum áöur séð það svart.” „Dauðvorkenní strákunum” —segir Ása Sigurjónsdóttir húsmóðir „Ég verð nú að viöurkenna að ég Fréttarítarí okkar i Vestmannaayjum, FríObjörn Ú. Valtýsson t.h., þurfti ekki aO hafa mikiO fyrír því aO fá fóik tíl aO tjá sig um brottrekstur liOs ÍBV úr 1. deiidinni i knattspyrnu. Í Eyjum er um fátt annaO talaO þessa dagana og UOur sjálfsagt langur timi þar tíl Eyjaskeggjar hafa jafnaO sig á þvi. DV-myndir: GS Vestmannaeyjum. Eyjarskeggjar lamaðir eftir brottreksturinn úr 1. deild Um fátt hefur verið meira rætt aö undanfömu en brottrekstur Iþrótta- bandalags Vestmannaeyja úr 1. deild Islandsmótsins í knattspymu nú í vik- unni. Eyjaliðið lék við Breiðablik á föstu- daginn var og var það síðasti leikurinn í 1. deildar keppninni í ár. Nægði Eyja- mönnum jafntefli til að tryggja sér áframhaldandi veru í 1. deild, og jafn- teflinu náðu þeir í þessum leik. En þegar til kom nægði það ekki. Þeim höföu orðið á þau mistök að láta leikmann sem dæmdur hafði verið í þriggja leikja keppnisbann taka þátt í leiknum en hann hafði aöeins tekið út einn leik í bann af þessum þrem. Þessi mistök fóru að fréttast um Eyjarnar strax eftir leikinn en enginn vildi þó trúa því að þau yrðu þess valdandi að liðið yrði dæmt úr keppni. Menn vom þó í óvissu og biðu spenntir eftir úrskurði aganefndar KSI sem kom á þriðjudaginn var. Þar var lið IBV dæmt úr keppni í 1. deild og sá úr- skuröurstendur. 1 Vestmannaeyjum var fólk nánast lamað eftir þessar fréttir og þar hefur ekki verið um neitt meira talað nú síð- ustu daga. Sýnist að sjálfsögðu mönn- um sitt hvað um það og úrskurðinn og eiga margir erfitt með að sætta sig við þessi málalok. Fréttaritari DV í Vestmannaeyjum, Friðbjörn 0. Valtýsson og ljósmynd- ari okkar þar, Guðmund Sigfússon, ræddu við nokkra Eyjaskeggja um þetta mál nú í vikunni. -klp- fylgist ekki mikið með fótboltanum en þegar svona lagað kemur upp á finnst mér eins og öllum sönnum Eyjamönn- um þetta vera mikiö mál og mikil von- brigði,” sagði Asa Sigurjónsdóttir hús- móöir. ,,Ég dauðvorkenni strákunum að lenda í þessu og vona bara að þeir og við náum að rífa okkur upp úr þessu leiðindamáli sem allra fyrst.” „Sorglegt að þetta skuli hafa lentáþessum mönnum” — segir Ragnar Guðmunds- son rakari „Eg tel lítið unnið eftir mikla bar- áttu, og við verðum nú í lokin að gjalda fyrir mannleg mistök,” sagði Ragnar Guðmundsson rakari. „Það er sorglegt að þetta skuli hafa lent á þessum mönnum sem hafa lagt svo mikið á sig fýrir knattspymuna hér í Vestmannaeyjum. Álit mitt á þessum aganefndarmál- um hefur lítiö breyst við þetta. Eg tel að dómarinn hverju sinni eigi að hafa klárt eftirlit meö því hvort leikmenn eiga rétt á að leika eða ekki. Þetta skeyta-system er alveg út í hött. Ur þessu er þó ekkert annaö hægt að gera en að safna liði og hefna Björns bónda.” Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Stjörnufákur stjórnmálanna kvaddur t dag verður kvaddur síðasti virki stjórnmálamaðurinn, sem tilheyrði kynslóð stjórnmálamanna, sem tóku út þroska sinn á hinum þrasgjama vettvangi um það bil, sem íslending- ar vom að komast út úr járnöldinni og inn í nútímann. Þeir sem eftir lifa af þessari glæsilegu kynslóð stjóm- málamanna, en á eftirlaunum, em Eysteinn Jónsson, Gylfi Þ. Gislason og Lúðvík Jósepsson, allt fyrrver- andi ráðherrar. Dr. Gunnar Thor- oddsen, fyrrverandi forsætisráð- herra, sem verður hafinn út í dag, var sá síðasti af kynslóðinni tU að hverfa af beinum vettvangi stjóm- málanna. Um dr. Gunnar Thorodd- sen verður eöUIega margt skrifað á þessum degi. Stjórnmálastarf sitt vann hann innan Sjálfstæðisflokks- ins, og var þar jafnan í fremstu röö, en samt sem áður aldrei einn þeirra, sem fór alfarið með málefni flokks- ins, heldur aðeins tU hUöar, en sú langa viðureign, sem hann átti við flokksfomstu síðustu tvo áratugina, endaði með stjórnarmyndun hans 1979. Sú ríkisstjóra fær nú heldur erf- itt eftirmæU, en einhvem veginn er þaö svo, að þau eftirmæU hrína ekki á minningunni um dr. Gunnar Thoroddsen, svo merkUegan ferU skUur hann eftir sig. BorgarstjóraferU sinn í Reykjavík endaði hann með því að skila af sér tíu borgarfuUtrúum Sjálfstæðis- flokksins, sem er stærri meirUiluti en náðst hefur fyrr eða síðar, ef miðað er við aðstæður og mannfjölda. Þannig sýndi dr. Gunnar að hann var sérstaklega hæfur stjómmálamaöur hvað fylgi fólks snerti og sá áhrifa- ríkasti á því sviði, sem flokkurinn hefur nokkm sinni haft innan sinna vébanda. Og i forsætisráðherratíð sinni naut hann fylgis flokksmanna sinna langt út fyrir þau mörk, sem hinn opinberi klofningur gaf tU kynna. Þetta sýnir eitt með öðra að dr. Gunnari var hvergi fisjað saman sem stjómmálamanni. Hitt er svo kunnugari manna að tíunda hver af- rakstur hefur orðið af stjóramála- starfi dr. Gunnars á langri ævi. Við fráfall dr. Gunnars kólnar svolítið um fylgendur hans í Sjálf- stæðisflokknum. Búist hafði verið við því að hann hefði nokkra fomstu fyrir þeim á komandi landsfundl. Stjómmálasviðið verður einnig aUt svipminna við fráfaU hans. Minna verður um þann menningarlega blæ, sem aUtaf fylgdi dr. Gunnari við stjóramálastörf. Sem boðberi mann- úðar átti hann fylgi fólksins í land- inu, en mannúðarstefnu geta fylgt erfið reikningsdæmi, einkum ef óvandaðir aðUar notfæra sér sjónar- mið mannúðarmannslns tU van- verka. Dr. Gunnar Thoroddsen var gæddur rUculegri listrænni gáfu, sem gerði honum fært að snúast við mörgum vanda af mælsku og skáld- skaparlegu innsæi. Aftur á móti var hann aldrei sá harði stjóramálamað- ur, sem naut þess að láta andstæð- ingana liggja eftir. Hans tök vora hin mjúku glímutök, sem fengu stundum á sig næsta ljóðrænan svip. Dr. Gunnar var því næsta sérstæður meðal stjórnmálamanna, og þess er ekki að vænta, að íslendingar eignist annan honum líkan í bráð. Þegar hlustað var á ræður dr. Gunnars var auðheyrt, að þar fór maður, sem heyrði tU annarri kyn- slóð en því þyrsta fólki í völd og skemmtanir, sem nú cr að taka við stjóra og starfi í landinu. Mál hans var vandað og faUega flutt, svo ljóst var að ræðumaður bar virðingu fyrir orðum og framsögn, sem er undir- staða þess að geta komið hugsunum sinum á framfæri svo viðunandi sé. TUvitnanir lágu honum lausar á tungu. Það vora ekki tUvitnanir í efnahagsstagl og prósentur, heldur í þann skáldskap sem lifir með þjóð- inni, hvort heldur rennur upp vinar- dagur á næstunni, eða Móría kætist, mörg sem á dárabörn. Okkur, sem hirðum meira um hinn menningar- lega þátt stjórnmálanna en prósentu- potið, finnst sjónarsviptir að dr. Gunnari. Við fundum í honum marga bestu eiginleUca hins menningarlega stjórnmálamanns. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.