Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 6
C'K'r cr TT’I O >'5 DV. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Rannsókn haf- in á Kielland Rannsókn lögreglunnar um borö í borpallinum Alexander Kielland hófst Póstverkfall íFrakklandi Póstmálaráðherra Frakklands, Louis Mexandeau, fundar nú meö verkalýös- leiötogum um verkföll póstmanna sem hafa komið sér ákaflega illa fyrir flesta Frakka síöustu tvær vikur. Verkföllin uröu umfangsmeiri í fyrra- dag þegar hiö kommúníska verkalýðs- félag CGT hóf þátttöku í verkfallinu meö verkalýössamtökum sósíalista, CFDT. VerlrföUin eru köUuö í mót- mælaskyni við áætlanir ríkisstjómar- innar um aö endurskoöa vinnutUhögun viö póstflokkun í spamaðarskyni. síðastUðinn miövikudag eftir aö hreinsun og undirbúningsvinnu lauk á þUfari. Beinist rannsóknin einkum að bíó- og matsölum pallsins þar sem giskað er á að rúmlega 100 manns hafi veriö staddir er slysið varö. Aöeins 31 var bjargað úr sölunum og er því gert ráö fyrir aö þar séu einhver hinna 33 líka sem ófundin em. Nú þegar hafa fundist 3 lik um borð, hiö síðasta á miövikudaginn. Hið fyrsta sem fannst var af Breta frá Newcastle en ekki hafa veriö borin kennsl á hin tvö. Kielland rannsóknarnefndin tekur viö aö loknu skráningarstarfi lögregl- unnar og mun meö tímanum skUa skýrslu um orsakir slyssins og hvers- vegna paUinum hvolfdi jafn fljótt og raun bar vitni. -Pá, Osló. Breskir jaröfræðingar fundu leifar risaeðla í Suövestur-Englandi. Ero þær taldar meir en 130 miUjón ára gamlar en einmitt á þeim tíma er talið aö Evrópa hafi að mestu veriö undir vatni. BUl Wimbledon prófess- or, sem stjómaöi uppgreftrinum, sagöi viö fréttamenn aö hér væri um aö ræöa safn risaeöluminja á Utlu svæði, sem umkringt væri minjum um sjávarlíf. Hann sagöi að risaeöl- urnar heföu verið í Evrópu þar til fyrir 200 mUljónum ára að hækkandi sjávarborö rak þær á brott. Þessi fundur virðist gefa í skyn að eðlur hafi snúiö aftur til Evrópu áður en sjávarborð var aö fullu komiö í eöU- legt horf. Fundist hafa leifar fjögurra risa- eðla, kjötætunnar Megalosarus og grasætanna Iguanadon, Cetiosaurus og Diplodocus. Þá fundust einnig leifar Pterosaur, sem var kjötæta, tvær tegundir krókódíla, fomleg tré og áöur óþekkt tegund af ferskvatns- snigU. Vaxandi ólga á Filippseyjum Stúdentar ráðgera skipulagðar mót- mælaaögerðir gegn stjórn Marcosar í dag í miðborg ManUa og búast þeir viö aö safna saman mesta fjölmenni síöan í síðustu viku. I mótmælunum þá voru tíu menn drepnir og 150 særöir. Yfirvöld höf uöborgarinnar hafa veitt leyfi tU útifundarins sem er einn liöur í vaxandi mótmælaöldu gegn Marcosi forseta. Salvador Laurel, einn leiötoga stjórnarandstöðunnar, spáir því að stjómarandófið, sem blossaöi upp eftir morðið á Benigno Aquino á dögunum, eigi eftir að magnast á komandi vUtum. „Marcos hefur bófana, byssurnar og gulUð en við höfum fólkið. Hann knýr okkur út á byltingarbrautina,” sagöi Laurel, sem síöan eins og fleiri varar Reagan BandarUcjaforseta við aö gera alvöru úr fyrirhugaðri heim- sókn tU FiUppseyja í nóvember, því aö þá muni hann mæta enn magnaðri mótmælum. I gær lagði um þúsund manna skrif- stofulið í aðalkaupsýsluhverfi höfuöborgarinnar niður vinnu. Yfirvöld lokuðu í gærkvöldi rit- stjórnarskrifstofum eins vikublaös stjórnarandstæöinga sem í skrifum sinum hefur borið á herinn aö hafa skipulagt moröiö á Aquino. Um 70 þúsund sjálfboðaUöar úr stjómmálasamtökum sem kaUast Bamagays hafa látiö skrá sig sem varaUð hjá lögreglunni í höfuðborginni og veröa þeir vopnaðir kylfum, ef til uppblásturs kemur. Annars er þeim aöallega ætlað njósnahlutverk og að svipast um eftir róttæklmgum. Stela sér Lögreglan í höfuðborg Paklstan skýtur táragasi að hópi mótmælenda. 18 drepnir í átökum Átján manns létu lífið í átökum sem uröu í Smo-héraði í Pakistan í fyrsta áfanga kosninga þar en þar hafa stjómarandstæðingar hvatt tU aUs- herjarverkfalls í andófi gegn herfor- ingjastjórn landsins. Hermenn skutu sautján menn tU bana og særðu 48 í þorpinu Chandio þar sem kom tU átaka en víöa hefur fólk sniðgengið kjörstaðina aö áskorun bandalags stjómarandstöðuflokkanna (MRD) sem eru bannaöir. — Stjómar- andstæðingar halda því fram aö 37 manns hafi veriö drepnir og yfir 150 særðir í átökunum. Áður höföu vopn- aðir menn veitt herflokki fyrirsát, drepið einn hermann og sært annan. Þessi átök þykja þau alvarlegustu sem upp á hafa komið í mótmælaaö- geröum stjómarandstæöinga en á þeim hefur nú gengið í nær sjö vUcur. Til verkfaUa kom í mið- og noröur- hluta Sind til þess aö mótmæla kosn- ingunum þar sem hinum bönnuöu stjómarandstöðuflokkum leyfist ekki aö bjóöa fram. Á þéttbýlustu stööunum var kosningaþátttaka dræm en sumstaöar í dreifbýli var hún engin. Fjölmiðlar þess opinbera héldu því fram að kjörsókn væri víða mikil og ríkisútvarpið sagði aö kosningarnar færu fram „í sátt og samlyndi”. — Kvisast hefur aö yfirvöld leggi fast að dagblööunum aö birta ekki yfirlýsing- ar MRD-bandalagsins. Kvittur er á kreiki um að yfirvöld muni fresta eöa aflýsa síöari hluta sveitarstjómakosninganna sem eiga annars aö halda áfram á sunnudag. Umdeildur innan Stjórnarandstæðingar á Filippseyjum brenndu veggspjöld stjórnarsinna í kaupsýsluhverfi Manila i síðustu viku en eftir útif undinn sótti hópur í átt að forsetahöllinni og lenti í skærum við lífverði. Kostaði það tíu manns lifið. ríkisráðherra Fundu minjar risaeðla á Þingsályktunartillaga hefur veriö lögö fram í bandaríska þinginu þess Verkfall hjá atvinnu- flugmönn- umíUSA Félag atvinnuflugmanna (ALPA) í Bandaríkjunum hefur ákveðiö aö boða til verkfalls í samúöarskyni meö flug- áhöfnum hjá Continental Airlines sem er áttunda stærsta flugfélag Banda- ríkjanna. Flugfélagiö hefur lýst sig gjaldþrota og fækkaö flugliöum úr 12 þúsund i 4.200 og lækkaö kaup flugmanna. Framkvæmdaráö ALPA samþykkti einróma aö leita verkfallsheimildar hjá félagsmönnum en sennilega veröur byrjaö með klukkustundarlöngu skæruverkfalli um helgina. efnis aö James Watt innanríkisráð- herra Bandaríkjanna skuli veröa rek- inn úr embætti vegna ummæla sem hann lét falla í síðustu viku. Þá sagöi Watt um nefnd sem skipuð var til að rannsaka embættisfærslu hans að í henni væru: „Negri, kona, tveir gyð- ingar og einn krypplingur”. Watt bað Reagan Bandaríkjaforseta afsökunar í bréfi í síðustu viku og sagði þá að athugasemd sín hefði veriö óheppileg. Reagan sagöi að hann teldi ekki að Watt heföi látiö þessi orö falla vegna fordóma og féllst á afsökunar- beiöni hans. Talsmaöur Hvíta hússins sagöi í fyrradag aö Reagan líti svo á aö þessu máli væri lokið. Þingsályktunartillagan sem nú ligg- ur fýrir fulltrúadeild bandaríska þingsins er lögö fram af þingmönnum úr báöum flokkum. til matar í Brasilíu I fyrradag var maöur skotinn til bana þegar hópar íbúa í fátækra- hverfum Sao Paulo í Brasilíu réöust inn í verslanir. Þessir hópar, sem oft töldu tugi manna, þar á meðal konur og börn, rændu fýrst og fremst mat- vælum í ránsferöum sínum en ránin voro aðallega framin í úthverfum borgarinnar. Hinn látni var skotinn af verslunareiganda, sem vildi verja eigur sínar. Ríkisstjórnin í Sao Paulo, Franco Montoro, sagöi aö samkvæmt vitnis- burði hinna handteknu, væro ráns- ferðir þessar famar af atvinnulausum og þurfafólki. Fyrr í þessum mánuöi gekk svipuö ránalda yfir næststærstu borg Brasiliu, Rio de Janeiro. I Brasilíu er nú þriöja kreppuárið. Atvinnuleysi er mikiö og fer vaxandi. Englandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.