Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 8
DV. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER1983.
Gunnar Thoroddsen tH hægri
ásamt bróður sinum, Vaigarð.
Myndin er iikiega tokin 1912
þegar Gunnar var á öðru ári
en Valgarð var 4 árum eldri.
Gunnar og Vala ásamt börnum
sínum. Fremstar eru dæturnar
Dóra og Maria Kristín en fyrir
aftan standa synirnir Sigurður
og Ásgeir.
Systkinahópur Gunnars. Frá vinstri: Valgarð, Kristin Kress, Sigriður
Thoroddsen, Jónas Thoroddsen, Mergrét Thoroddsen og Gunnar. Myndin
ertekin 1928eða 1929.
4. april 1941 kvæntist Gunnar Völu Ásgeirsdóttur og þá varþessimynd tek-
in.
7. febrúar 1942 fæddist Gunnarl og Völu sonur sem skírður var Ásgeir.
Myndin er tekin að vortagi 1942.
Gutmar Thoroddsen borgarstjóri gengur i forarbroddi skrúðgöngu 17.
júní 19BS i Reykjavík. Vala gengur honum á hœgri hönd en sonurinn
Ásgeir heMur á Maríu Kristinu.
SVIPMYNDIR
ÚR LÍFI
GUNNARS THORODDSENS
Dr. Gunnar Thoroddsen
kom víða við á ferli sínum
eins og ljósmyndirnar hér
á opnunni bera með sér.
Þó er hvergi nærri að öllu
hugað, heldur aðeins stikl-
að á stóru og margt er
undan skilið sem þó hefði
verið fengur að kynnast.
Elsta myndin var tekin
1912 þegar Gunnar var á
öðru aldursári. Sú yngsta
var tekin af ljósmyndara
DV nú í sumar í bústað
þeirra hjóna á Þingvöll-
um. Vala Thoroddsen
leyfði DV vinsamlegast að
velja myndir úr mynda-
albúmum þeirra Gunnars
og eru flestar myndanna
þaðan fengnar. Kunnum
við henni bestu þakkir fyr-
ir. Hinar myndirnar eru
teknar úr ljósmyndasafni
blaðsins.
-BH
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri
opnar Árbæjarsafn formlega árið
19S7.
Gunnor Thoroddsen setur Reykjavikursýninguna
1949. Gunnar hafði þá gegnt borgarstjórastarfi í
tvö ár og var þetta mjög umfangsmikil sýning, tíl
húsa í Þjóðminjasafninu.
Gunnar Thoroddsen var um skeið sondiherra ís-
lands i Danmörku og var þá oft ærið gestkvæmt i
sendiherrabústaðnum. Það er Gunnar Kvaran
sem horfir svo kankvís i myndaválina.