Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 12
DV. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER1983.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF.
Stjómarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjórj: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjó^ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjóm: SiÐUMÚLA 12—14. SIMI 86óll. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. P rentun:
Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áksriftarverð á mánuði 230 kr. Verö í lausasölu 20 kr.
Helgarblað 22 kr.
Vömfyrir
málleysingja
Gunnar Thoroddsen
Gunnar Thoroddsen var í hópi merkustu stjórnmála-
manna landsins á þessari öld. Hann var einn sá allra síð-
asti af hinum stóru, sem gnæfðu upp úr meðalmennsku ís-
lenzkra stjórnmála og gáfu þeim reisn umfram hið hvers-
dagslega.
Stjórnmálaferill Gunnars var óvenju langur, spannaði
hálfa öld. Hann var kjörinn á þing árið 1933, aðeins 23 ára,
þá enn laganemi í háskóla. Á þessari hálfu öld sat hann
samtals 43 þing og var því reyndasti þingmaðurinn.
Gunnar aflaði sér líka þekkingar og reynslu á öðrum
sviðum þjóðlífsins. Hann var lengst af prófessor við
Háskóla íslands. Einnig var hann um tíma sendiherra í
Kaupmannahöfn og ennfremur hæstaréttardómari.
Hinn óvenju næmi skilningur Gunnars á kjósendum
kom fljótt í ljós, þegar hann varð borgarstjóri í Reykjavík
árið 1947, aðeins 37 ára gamall. Þá jók hann meirihluta
flokks síns í hverjum kosningunum á fætur öðrum.
I þá daga var þröngsýni flokkanna meiri en nú. Gunnar
vék sér undan flokksaga í forsetakosningunum 1952 og
mátti æ síðan þola hatur ýmissa flokksmanna. Nú á
tímum þættu atvik af þessu tagi varla í frásögur færandi.
Hámarki ferils stjórnmálanna náði Gunnar sem for-
sætisráðherra ríkisstjórnarinnar, sem sat fram á þetta
ár. Övíst er, að nokkur ríkisstjórn hafi notið eins mikilla
vinsælda lengst af valdatímanum, þótt ósamstæð væri.
Hæfileikar Gunnars nutu sín vel í þeirri ríkisstjórn.
Meðalmennin í ráðherrastólunum vildu yfirleitt fara í hár
saman, eins og þeir höfðu áður vanið sig á, en honum
tókst með kurteisi að koma þeim upp úr slíku.
Gunnar var meiri ræðumaður en aðrir stjórnmálamenn
síðustu ára. Hann forðaðist þras og illindi og hafði lag á
að lyfta sér í orðaval, sem almenningur skildi og sam-
þykkti.
Á réttum tímamótum flutti hann setninguna: „Vilji er
allt, sem þarf”. Þessi fimm orð áttu áreiðanlega meiri
þátt en þúsund önnur í að afla skilnings á gerðum þáver-
andi ríkisstjórnar og veita henni endurnýjaðan vinnufrið.
Einnig skar Gunnar sig úr í æðruleysi. Þegar aðrir
sýndu óþolinmæöi og jafnvel angist, var hann hinn róleg-
asti. Hann vissi, að einstakir bardagar skiptu minna máli
en styrjöldin í heild og lét sér því hvergi bregða.
Þetta var þáttur í nákvæmri taflfléttulist Gunnars.
Hann hafði lag á að flétta saman leikjum og tefla skákum
í stööur, þar sem hann gat valið milli leikja, eftir við-
brögðum þeirra stjórnmálaafla, sem hann tefldi viö
hverju sinni.
Alla tíð ræktaði Gunnar önnur áhugamál en stjórnmál-
in ein. Hann var mikill tónlistarmaður og samkvæmis-
maður. Hann var menntaður í þess orðs víðasta og bezta
skilningi, enda hvatti hann stjórnmálamenn til að skilja
hiðmannlega.
Mesta lán Gunnars var að vera kvæntur Völu Ásgeirs-
dóttur, sem stóð við hlið hans í blíðu og stríðu og naut per-
sónulegrar hylli í svipuðum mæli og hann sjálfur. Hún
átti mikinn þátt í að gera heimili þeirra að miðstöð í þjóð-
lífinu.
Við andlát og útför Gunnars Thoroddsen vill DV flytja
Völu og börnum þeirra, öðrum ættingjum og vinum sér-
stakar samúðarkveðjur og minna um leið þjóðina á síð-
ustu hvatningu Gunnars: „Hið mannlega sjónarmið
verður að fá að njóta sín.”
Jónas Kristjánsson.
Hundaæöi er einn skelfilegasti sjúk-
dómur sem menn geta orðið fyrir og
var banvænn fyrr á öldum, en varð
læknanlegur á síöustu öld vegna upp-
götvana Pasteurs. Þó getur sjúk-
dómurinn enn verið banvænn.
Sjúkdómurinn er landlægur í sumum
nágrannalöndum okkar og getur borist
með fleiri dýrum en hundum, t.d. með
refum. Ekki er vitaö til þess að hunda-
æði hafi borist til Islands, svo að
öruggt sé, en Vilmundur landlæknir
hefur þó leitt mjög sterk rök að því að
hundaæöi hafi borist til Austurlands
um miöja sautjándu öld, en sjúk-
dómurinn verið svo bráður að hann dó
útaf sjálfusér.
Miklar vamir eru í öllum löndum
heims gegn hundaæði og eru þess
vegna takmarkanir á flutningi hunda á
Haraldur Blöndal
milli landa til þess að koma í veg fyrir
smit.
Vegna sjúkdómsins hefur upp-
hrópunin „Oður hundur” óhuggulegan
hljóm og fólk verður eðlilega skelkað
þegar hún er notuð.
Voru alls ekki óðir
A föstudagskvöldið skaut lögreglan í
Reykjavík tvo hunda vegna þess að
þeir höfðu glefsað í fólk, en engan bitið
alvarlega. Ástæður glefsins voru í
stuttu máli þær að drukkinn maður var
búinn að æsa hundana upp með þvi að
reyna að siga þeim saman. Hundamir
glefsuðu í þá sem ætluðu að taka þá
með valdi og fóru fruntalega að þeim
og glefsuðu m.a. í tvo lögregluþjóna.
Annar lögregluþjónanna rispaðist lítil-
Nú skulum við leggja
söluskattinn niður
A hverjum degi tapar íslenska ríkiö þessa undanskots verða tekjur ríkis-
gífurlegum tekjum vegna þess hve sjóðs minni, og það verður aö leggja
margir skjóta undan söluskatti. Þetta hlutfallslega hærri skatta á launa-
vita flestir, og ýmsir hafa tekið þátt í mennina, sem engu geta stungið und-
leiknum. Hér era á ferðinni svik, sem an.
ráðamenn loka augum fyrir. Margir Og þaö taka fleiri þátt i þessari
viðurkenna þessa pretti, sem þátt í svikamyllu. Rafmagnsmaðurinn, sem
vamarbaráttu gegn ranglátum skatti,
og öðram þykja þessi undanskot bæði
sjálfsögöogeðlileg.
Eitt er víst; núverandi söluskatts-
kerfi er úrelt. Meginástæðan er sú, að
söluskatturinn er orðinn alltof hár
(23,5%) og hér hafa ekki veriö teknar
upp aðferðir, er tryggja örugga inn-
heimtu hans. Á meðan þetta ástand
rikir veröur söluskatturinn hvati til
svika. Það á því að leggja hann niður í
núverandi mynd og taka upp virðis-
aukaskatt.
IMokkur dæmi:
Það brotnar girkassi í 3ja ára
gömlum bíl af vandaöri tegund.
Eigandinn veit að viðgerðin kostar um
30 þúsund krónur á verkstæði innflytj-
anda bílsins. Fjárráðin era óvenjulítíl
um þessar mundir, og það er ákveðið
Ámi Gunnarsson
• „Gæslumenn ríkissjóös hafa nefnt tölur
um tap þeirrar botnlausu hítar vegna
söluskattsvika. Klókir og vísir menn hafa nefnt
mun hærri tölur.”
að fara með bílinn á annað verkstæði,
sem þrír félagar reka. Það er sagt, að
þeir séu ódýrir. Reikningurinn er
rúmar 20 þúsund krónur, — fyrir utan
söluskatt. Söluskatturinn er liölega
5000 krónur. Bíleigandann munar um
þessa f járhæð, og eru það ekki mann-
leg viöbrögð, þegar hann ákveður að
sleppa öllum reikningum og þar meö
að greiða söluskattinn? Það getur hver
litið í eigin barm.
En þarna glatar ríkið ekki eingöngu
söluskattstekjunum, heldur glatar það
hluta af þeim tekjuskatti, sem
viðgeröarmennimir hefðu átt að
greiða. Og í raun gerist fleira. Vegna
dregur í nýjar rafleiðslur í gömlu húsi
og verkkaupandinn. Hann fær greitt,
án þess að reikningur sé skrifaður.
Sama gildir um pípulagningamanninn,
sem gengur frá nýju handlauginni.
Skyldu ekki einhverjir kaupmenn hafa
látið freistast? Þannig má lengi telja.
Fyrirtæki af ýmsu tagi leika þennan
leik, og stór hluti þjóðarinnar spilar
með.
Nú skyldu menn forðast að draga þá
ályktun, að hér sé verið að alhæfa um
þær stéttir, sem nefndar hafa verið.
Þaö er heldur ekki verið að fullyrða, að
þjóðin vinni að því baki brotnu allan
daginn að svíkja undan skatti. En sölu-
skattssvik og almenn skattsvik era
engu að síður fyrir hendi, og þá
staðreynd þekkja allir.
Rangir skattar burtl
Oft era vond lög og vondar reglur
verri en engar. Of hár söluskattur er
heimskulegur skattur. Hann er orðinn
svo hár, að hann er hættulegur. Hann
hvetur til svika, sem menn geta
jafnvel haft samúð meö og skiliö, þótt
ekki væri nema vegna mannsins með
brotna girkassann. Og þegar heimilis-
tekjur dragast verulega saman og
kaupmáttur rýrnar, eins og þessi
misserin, þá er ennþá meiri hætta á
því en ella, að viöskiptavinurinn „láti
háan söluskatt til helv... ríkisins fara í
kolgrænan sjó”.
Gæslumenn rikissjóös hafa nefnt
tölur um tap þeirrar botnlausu hítar
vegna söluskattssvika. Klókir og vísir
menn hafa nefnt mun hærri tölur. Hver
sem upphæðin er, þá eiga stjórnvöld
ekki að viðhalda kerfi, sem þau vita,
aö er í grundvaliaratriöum rangt og
ýtir undir spillingu.
Sama um
tekjuskattinn
Tekjuskattur einstaklinga er einnig
ranglátur skattur, sem ber að fella
niður. Þann tekjupóst verður að inn-
heimta með óbeinum sköttum. Þegar
tekjuskattinum var komiö á, var hann
bæði réttlátur og eðlilegur. Hann
stuðlaði að tekjujöfnun í þjóðfélaginu.
Þessi tilgangur er löngu fyrir bí.
Tekjuskatturinn er nú eingöngu
launamannaskattur. Hann eykur ekki
jöfnuð, einfaldlega vegna þess, að stór
hópur manna getur skotið tekjum und-
an skatti, ákveöiö laun upp á eigin
spýtur og tekiö veralegan hluta af
þeim í fríðindum. — Tekjuskatturinn
er því úreltur og ber að leggja niður.
Til að koma nú í veg fyrir misskiln-
ing, þá er ekki veriö að agnúast út í
skattyfirvöld. Hér era á ferðinni mál,
sem löggjafinn verður að taka á af
mikiili festu. I leiðinni mætti reyna að
grisja eitthvaö þann ólukku skóg
skattalaga, sem er mörgum illfær
myrkviður.
Árni Gunnarsson,
fyrrverandi aiþingismaður.