Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 26
34
DV. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER1983.
Andlát
Hans Guðnason bóndi lést 22. septem-
ber. Hann fæddist aö Eyjum í Kjós
hinn 27. ógúst 1911, sonur hjónanna
Guðrúnar Hansdóttur Stephensen og
Guðna Guðnasonar. Hans lauk
búfræðinámi á Hvanneyri. Eftirlifandi
eiginkona hans er Unnur Hermanns-
dóttir, reistu þau nýbýlið Hjalla úr
landi Eyja. Þeim varð níu barna auðið.
Utför Hans verður gerð frá Fossvogs-
kapellu í dag kl. 13.30.
Slgurgeir Jónsson, Melteigi 8 Keflavík,
lést af slysförum þann 27. september.
Matthildur Olgeirsdóttir, Strandgötu 6
Akureyri, andaðist í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri 28. septem-
ber.
Helgi Helgason, Þóristúni 17 Selfossi,.
sem andaðist 25. september, verður
jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar-
daginn 1. október kl. 10.30. Jarðsett
verður í Hraungeröi.
Steingrímur örn Björnsson skipstjóri,
Kirkjulundi: Vestmannaeyjum, verður
jarðsunginn frá Landakirkju laugar-
daginn 1. október kl. 14.
íþróttir
Knattspyrnudeild Fram
Innanhúsæfingar veturinn 1983—84.
Meistaraflokkur: mánudaga kl. 21.45—23.00,
Seljaskóla.
2. flokkur: miðvikudaga kl. 20.30—22.10.
3. flokkur: laugardaga kl. 13.00—14.15.
4. flokkur: sunnudaga kl. 9.40—11.20.
5. flokkur: sunnudaga kl. 13.50—15.05.
6. flokkur: sunnudaga kl. 15.05—16.20.
Kvennaflokkur: laugardaga kl. 13.00—14.40,
Hliðarskóla.
Æflngamar eru í iþróttahúsi Álftamýrar-
skóla nema annað sé tekið fram. Allir vel-
komnir.
Knattspymudeild FRAM.
Æfingatafla yngri flokka
handknattleiksdeildar FRAM
þriðjud. 21.45—23.00
Mánud. 18.00-19.40
Fimmtudagur 21.45—23.00
Fimmtud. 20.30-21.45
Laugard. 15.30—17.10
Þriðjud. 20.30-21.45
Föstud. 20.05-21.20
Þriðjud. 18.00—19.15
Föstud. 18.00—19.15
Laugard. 17.10-18.50
Þriðjud. 18.00—19.20(Höll.)
Fimmtud. 18.00-19.15
Föstudagur 18.30—19.20(Höll.)
Sunnud. 11.20-12.35
3. fl. kvenna Föstud. 19.15—20.05
Sunnud. 12.35—13.50
1. fl. karla
2. fl. karla
3. fl. karla
4. fl. karla
5. fl. karla
6. fl. karla
2. fl. kvenna
Æfingatafla yngri flokka
handknattleiksdeildar FRAM
1. flokkurkarla: Þriðjud. 21.45—23.00.
2. flokkurkarla: Mánud. 18.00—19.40.
Fimmtudagur 21.45—23.00.
3. flokkurkarla: Fimmtud. 20.30—21.45
Laugardagur 15.30—17.10
4. flokkurkarlar: Þdðjud. 20.30—21.45
Föstudagur 20.05—21.20'
5. flokkur karla: Þriðjud. 18.00—19.15
Föstud. 18.00-19.15
6. flokkurkarla: Laugard. 17.10—18.50
2. flokkur kvenna: Þriðjud. Höll 18.00—10.20
Fimmtudagur 18.00—19.15
Föstud.Höll 18.30-19.20
Sunnud. 11.20-12.35
3. flokkurkvenna: Föstud. 19.15—20.05
Sunnud. 12.35—13.50.
Skólamót KSÍ1983
Ákveðið er að auglýsa eftir þátttöku í skóla-
móti KSl 1983. Keppni verður með svipuðu
sniði og undanfarin ár.
Mótið er vinsælt og hefur þátttaka verið
jöfn og mikil undanfarin ár. I fyrra tóku 24
karlalið og 12 kvennalið þátt í mótinu en
kvennalið höfðu ekki áður keppt í skóla-
mótinu.
Umsjónarmaður mótsins er Ingvi
Guðmundsson og verður hann á skrifstofu
mótanefndar á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 18.00—19.00, sími 84925.
Heimasími Ingva er 53543. Rétt til þátttöku
hafa lið frá öllum f ramhaldsskólum landsins.
Þátttökugjald er kr. 1000,- fyrir hvem flokk
og sendist með þátttökutilkynningunni fyrir
30. sept.
Utanáskriftin er:
Skólamót KSI
Knattspyrnusamband Islands
Iþróttamiðstöðin, Laugardal
Pósthólf 1011
Reykjavík.
Æfingatafla
Knattspyraudeildar Vikings
Laugardagur
12.00-13.50
13.50-14.40
14.40-15.30
15.30—16.20
4. flokkur
6. flokkur B
6.flokkurA
Yngri flokkur kvenna
Sunnudagar
9.30-11.10
13.00-14.40
14.40-16.20
16.20-17.35
17.35—18.50
Meistaraflokkur kvenna
5. flokkur
3. flokkur
2. flokkur
Old Boys
Allar æfingar fara fram í Réttarholtsskóla.'
Nýju eigendurnir að veitingahúsinu Skiphóli i Hafnarfirói verða með boð
inni í kvöid i tiiefni af breytingunum.
DV-mynd Heigi.
Ætla að ná upp gömlu
Skiphólsstemmningunm
Um síðustu mánaðamót urðu
eigendaskipti á veitingahúsinu Skip-
hóli í Hafnarfirði. Tóku þá viö rekstrin-
um Birgir Tómasson og Ema Jóhanns-
dóttir og Olafur Theodórsson og Ást-
hildur Kristjánsdóttir.
Ýmsar breytingar eru fyrirhugaðar
á rekstrinum til að ná aftur upp hinni
gömlu góðu Skiphólsstemmningu.
Verður m.a. lifandi tónlist á dansleikj-
unum í vetur, boðið verður upp á Skip-
hólskabarett og einnig er fyrirhugað
að vera með jass- og blues-kvöld á
sunnudögum svo og gömlu dansa
kvöld.
Breytingar á salarkynnum verða
ekki miklar til að byr ja með en í bígerð
er að breyta bamum á neðri hæðinni í
svokallaða bjórkrá og ná þar upp
„pub” stemmningu. Þá verður salur-
inn leigður út í vetur fyrir alls konar
mannfagnaði og sú nýbreytni tekin
upp að brúðkaups- og fermingarveisl-
ur sem þar veröa haldnar eru teknar
upp á myndband fyrir þá sem þess
óska þeim að kostnaðarlausu.
Formleg opnun veitingahússins und-
ir stjórn nýju eigendanna verður í
kvöld, föstudaginn 30. september.
Verður öllum gestum boðið upp á
„hanastél” frá kl. 21.00 og hljóm-
sveitin Upplyfting mun síðan leika
fyrir dansi og sjá tii að aliir lyfti sér
upp í tilefni dagsins. -klp-
I gærkvöldi
I gærkvöldi
ENGIN ÆÐRITÓNLIST
- ÞVÍ MIÐUR
Ég varð skúffaður í gærkveldi
þegar ég leit yfir útvarpsdagskrá
kvöldsins og sá að ekki vom ætlaðar
nema 25 mínútur undir æðri tónlist
þaö kvöldið. Þó má segja útvarpinu
það til hróss að ekki heyrði ég
popptónlist heldur. Þó það sé i sjálfu
sér gott finnst mér útvarpið hafa
bmgðist skyldu sinni með því að láta
líða svo heilt kvöld aö ekki heyrðust
nema 25 mínútur af æðri tónlist í dag-
skránni. Að s jálfsögðu spilaði Joseph
Ka Cheung Fung ákaflega vel á
gítarinn. En þó finnst mér þessar
traktéringar hafa verið heldur fá-
tæklegar.
1 júlí 1976 missti ég af þætti sem
nefndist Vökumaður á nýrri öld sem
var dagskrá um Guðjón Baldvins-
son. Því miöur missti ég aftur af
þessari ágætu dagskrá í gærkveldi af
óviðráðanlegum orsökum sem ekki
verða nánar tiigreindar hér og er því
litlu nær um Guðjón þennan, utan
hvað ég þykist vita að hann hafi ver-
ið merkismaður því annars hefði
ekki verið dagskrá um hann í útvarp-
inu.
Það fór svo í verra þegar kom að
þeim dagskrárlið sem ég haföi
ákveðið að hlusta á meðan ég reykti
síðustu sígarettu kvöldsins. Rétt í þvi
sem Sigurður Pálsson átti aö fara aö
lesa eigin ljóð í þætti sem kallaöur
var ,,Eg spila alltaf sömu tölur i
Lótó”, hringdi i mig maöur utan úr
bæ og hélt uppi samræðum lengi vel,
bévaður. Þannig missti ég af
menningarviðburði. Annars hélt ég
lengi að í nafni þáttarins fælist prent-
villa og þátturinn ætti að heita „Eg
spila alltaf sömu tölur i Lúdó”.
Nú koma tölur Lúdó lítið við, eins
og allir vita, en ég haföi ímyndað
mér, að þar tæki Sigurður sér
skáldaleyfi. Nú er mér sagt að Lótó
sé einskonar happdrætti í Frans.
Skiljanlegt að Sigurður spili í happ-
drættum. A þessum kjara-
skerðingartímum er ekki önnur leið
til þess aö hafa í sig og á en með
happa- og glappaaðf erðum. ÓBG.
Æfingatafla
Blakdeildar Víkings
Meistaraflokkur karia:
mánudaga Hvassaleitisskóla kl. 19.30—21.20
miðvikudaga Hagaskóla kl. 20.20—21.45
föstudaga Réttarholtsskóia kr. 18.40—20.30
Meistaraflokkur kvenna:
mánudaga Réttarholtsskóla kl. 22.00—23.00
miðvikudaga Hvassaleitisskóla kt 1840—20J0,
föstudaga Réttarholtsskóla kl. 20.20—22.10
Kvennatimar:
mánudaga Hvassaleitisskóia kl. 21.10—23.00
miðvikudaga Hvassaleitisskóla kL 20.30—2210
Tilkynningar
Félag einstæðra foreldra —
framhaldsflóamarkaður
Vegna áskorana og eftirspurnar verður
framhaldsflóamarkaður í Skeljahelli, Skeija-
nesi 6, laugardaginn 1. okt. og sunnudaginn
2. okt. frá kl. 14. Mikið hefur bæst við, svo
sem keramik, kerti, blóm, leirtau og fleira.
Jólakort fýrri ára seld á spottpris. Nýr og
notaður fatnaður, allar stæröir. Húsgögn:
glæsilegt sófaborð, hægindastólar, rúm,
svefnbekkir, radíófónn og fl. ATH. Ekkert
kostar meira en 100 kr.
Sjáumst. Flóamarkaðsnefndin.
Sími AA-samtakanna
Eigir þú við áfengisvandamál að stríða þá
er sími samtakanna 16373 milli kl. 17 og 20
daglega.
Alþýðubandalagið
í Reykjavík
Breiðholtsdeiid með dagskrá í menníngar-
mlðstöðinni Gerðubergi
Laugardaginn 1. október nk. verður dag-
skrá í menningarmiðstöðinni við Gerðuberg í
Breiðholti undir heitinu List á laugardegi.
Þeir sem koma fram eru: Páll Páisson, rit-
höfundur, sem les úr nýrri bók sinni um
Hlemm-æskuna, Símon Ivarsson leikur á
gítar, Elísabet Þorgeirsdóttir les frumort
ljóð, Ölafur Haukur Símonarson rithöfundur
les úr nýrri skáldsögu sinni Vík milli vina og
Sigrún V. Gestsdóttir söngkona syngur við
undirleik Hrefnu Eggertsdóttur. Kynnir
verður Vernharður Linnet.
Dagskráin hefst kl. 15 og er opin öllum.
Aðgangseyrir verður 20 kr. fyrir fullorðna en
frítt fyrirbömogunglinga.
Dagskráin List á laugardegi er undirbúin
af Breiðholtsdeild Alþýðubandalagsins í
Reykjavík.
Kór Landakirkju
í Vestmannaeyjum
í tónleikaferð
Helgina 7.-9. okt. nk. heldur kór Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum tvenna tónleika
uppi á fastalandinu. Föstudaginn 7. okt. kl. 21
í Selfosskirkju og laugardaginn 8. okt. kl. 17 í
Háteigskirkju í Reykjavík. Flutt verður
, JiELSON”-messan eftir Joseph Haydn og
fjórir helgidúettar eftir Heinrieh Schiitz, fyrir
söngraddir, orgel og selló, sem ein-
söngvararair með kómum flytja. Þeir eru
Sigurður Bjömsson óperusöngvari, Sigríður
Gröndal sópran, Anna Júh’ana Sveinsdóttir
alt og Geir Jón Þórisson baríton. Bryndís
Gylfadóttir leikur á selló. Undirleik annast
kammersveit, skipuð 21 hljóðfæraleikara.
Stjórnandi er Guðmundur H. Guðjónsson.
Kórinn flutti „NELSON”-messuna í sam-
komuhúsinu í Vestmannaeyjum 3. júlí sL í
tilefni af 10 ára goslokaafmælinu. Húsið var
þéttsetið og þótti flutningurinn takast sérlega
vel.
Sýningar
Málverkasýning f
Eden, Hveragerði
Frú Christiane von Geyr-von Beshwitz sýnir í
Eden í Hveragerði frá 30. september til 11.
október.
Happdrætti
Útdregnir vinningar
í bílbeltahappdrætti
Umferðarráðs 28. sept. 1983:
Nr. 24943 Tveir „Good year” hjólbarðar /
Hekla hf. (kr. 6.000,-), nr. 44589Endurryðvöm
á bU / Ryðvarnarskáhnn (kr. 3.000,-), nr.
16938 Tudor-rafgeymir / Skorri h.f., (1.500,-)
, nr. 30632,29295 , 27461, 46672 „Bílapakki” til
umferðaröryggis / bifreiðatryggingafélögin
(1.163,-), nr. 41973, 24407 , 29396, 23288, 16991
„Gloria” slökkvitæki og skyndihjálparpúði
RKI / olíufélögin (812,-).
Verðmæti vinninga samtals 19.212,- kr. Fjöldi
vinninga 12.
I dag var dregið í síðasta sinn í „Bílbelta-
happdrætti” Umferðarráðs. Jón Helgason
dómsmálaráðherra dró út vinningana á skrif-
stofu sinni.
IMýjar bækur
Úr fluginu
I næsta mánuöi er væntanleg á bóka-
markaðinn önnur minningabók Jóhannesar
R. Snorrasonar flugstjóra, en fyrri bók hans,
Skrifað í skýin, kom út árið 1981 og var með
söluhæstu bókum það ár. Þessi bók, sem ber
sama nafn og fyrri bókin, er 335 blaðsíður og
prýdd miklum fjölda mynda, þ.á m. mörgum
fögrum Utmyndum frá Grænlandi. Efni þess-
arar bókar hefst þar sem frá var horfið í fyrri
bókinni, árið 1946, og nær allt fram til upphafs
sjöunda áratugarins.
I þessari bók er m.a. fjaUað um upphaf
mUUlandaflugs Islendinga og greint frá
nokkrum ævintýralegum ferðum á frum-
býUngsárum þess, tveim eftirminnUegum
sjúkraflugum, lendingu á hafísnum nálega
miðja vegu mUU Grænlands og Islands,
birgðaflutningum upp á hájökul Grænlands
og upphafi Grænlandsflugsins á Katalinaflug-
bátunum, svo eitthvað sé nefnt. Bókin er
prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf„
kápan gerð á teiknistofu Gísla B. Björnsson-
ar. Snæljós sf. gefur bókina út.
Tapað -fundiö
Lítill kettlingur týndur
Litfll svarlur kettlingur, (merktnr, týndist sL
föstudaginn í grennd við Laugameshverfi.
Þeir sem hafa orðið varir við hann vinsamleg-
ast hafi samband við Kattavinafélagið.
Ýmislegt
Skrifstofa
fatlaðra
Frá og með 1. september sl. tók gUdi nýr
opnunartími á skrifstofu Iþróttasambands
fatlaðra. Framvegis mun skrifstofan að
Háaleitisbraut 11 verða opin sem hér segir:
Mánudaga kl. 16.00-18.30
Þriðjudaga kl. 16.00—18.30
Miðvikudaga kl. 16.00—18.30
Fimmtudaga kl. 16.00—18.30.
Síminn á skrifstofunni er 91-86301. Þó svo
að skrifstofan sé tU húsa að Háaleitisbraut 11
þá vUjum við sem fyrr að bréf til sambands-
insverðistíluðá:
Iþróttasamband Fatlaðra,
Box 864,
Iþróttamiðstöðinni Laugardal,
104 Reykjavík.
Stjórnunarfélagið
Tölvunámskeið á haustmisseri.
Hér að neðan verða taUn þau tölvunámskeið
sem fyrirhuguð eru á næstu vikum og
mánuðum.
Grunnnámskeið I 35., 38., 41., 44. og 47. viku
kl. 13.15-17.15,4 dagar.
Grunnnámskeið II 36., 39., 42., 45. og 48. viku
kl. 13.15-17.15,4 dagar.
Basic 36., 42. og 48. vUtu kl. 9—13,3 dagar.
Visicalc 37. viku kl. 9—13,3 dagar.
Multiplan 43. og 49. viku kl. 9—13,3 dagar.
Dbase II38. og 44. viku kl. 9—13,4 dagar.
Bókhald með smátölvum 40., 43. og 46. viku
kl. 9—13,3 dagar.
Ritvinnsla 37., 40., 43., 46. og 49. viku kl.
13.15- 17.15,4 dagar.
Forritun á smátölvur 41. og 47. viku kl. 9—13,
5 dagar.
Rekstraröryggi tölvukerfa 37. og 46. viku kl.
13.15— 17.15,4 dagar. '
Notkun gagnabanka 36. og 44. viku kl. 9—13,2
dagar.
80 ára er i dag föstudaginn 30.
september. Kristín Guðmundsdóttlr,
EUiheimilinu Hraunbúðum, Vest-
mannaeyjum. Hún tekur á móti
gestum að heimili dóttur sinnar að
Kirkjuvegi 67 Vestmannaeyjum.