Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 16
DV. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER1983.
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Ballesteros.
Flestir
veðja á
Balle-
steros
Flestir veðja á að Spánverjinn
Severiano Ballesteros sé sigur-
stranglegastur í „World Match
Play” golfkeppninni frægu sem fer
fram i Wentworth í Englandi í
næsta mánuði, en þar koma saman
sextán bestu kylfingar heims til að
taka þátt i keppni sem er með
þannig fyrirkomulagi að tveir
leikmenn fara saman út á völl og sá
sem tapar er úr ieik en hinn heldur
áfram og kemst í átta manna úr-
slit;
Ballesteros dróst gegn Banda-
ríkjamanninum Amold Palmer í
fyrstu umferð — sextán manna úr-
slitum, en það var einmitt Palmer
sem varö fyrstur manna sigurveg-
ari í þessar keppni — 1964.
Ballesteros, sem hefur unnið sigur í
tvígang í þessari keppni, fær nú
tækifæri til að verða fyrstur manna
til að vinna keppnina þrisvar. Þess
má geta aö ellefu kylfingar, sem
hafa unnið keppnina frá 1964, eru
nú með. Aðeins einn sigurvegara
vantar — Bandaríkjamanninn
JackNicklaus.
I gær var dregið um hvaða
kylfingar mætast i fyrstu um-
ferðinni og varð drátturinn þannig:
• Ballesteros — Arnold Palmer, Tom
Welskopf, Bandarikjunum — Bernard
Langer, V-Þýskalandi — Greg Norman,
Ástraliu — Sandy Lyle, Bretlandi —
Tohru Nakajima, Japan — Caivin Peets,
Bandarikjunum — Iaso Aoki, Japnn —
Bill Rogers, Bandaríkjunum — Gary
Plyer, S-Afríku — Bob Charles, N-
Sjáiandi — Hale Irwin, Bandarikjunum
— David Grabam, Ástraiíu og Nlck
Faido, Bretlandl — Graham Marsh,
Ástralíu.
Faldo er í öðru sæti hjá veð-
möngurum í London, yfir
væntanlegan sigurvegara í mótinu.
-SOS.
David Turn-
er dæmir
Nokkrir leikir verða háðir í
Reykjavíkurmóti körfuknattleiks-
manna um helgina. Enski
dómarinn, David Turner, „happ-
drættisvinningur KKÍ manna”
ætlar að dæma einn leik í keppn-
inni. Verður það leikur ÍR og Vals á
sunnudaginn kl. 15.30.
Dagskrá helgarinnar verður
þessi:
Laugardagur.
Mfl. ka. kl. 14.00 IR-KR
Mfl. ka. kl. 15.30 Valur-lS
Mfl. kv. kl. 17.00 iR-IS
Sunnudagur
Mfl. ka. kl. 14.00 KR-Fram
Mfl. ka. kl. 15.30 IR-Valur
Mfl. ka. kl. 17.00 Valur-IR.
Fyrsti sigur
í 17 ár.
Þegar ítalska félagiö Roma vann sigur
yfir AC Mílanó, 3—0, f Róm á sunnu-
daginn, vann félagið sinn fyrsta sigur yfir
Milanofélaginu síðan 1966, eða í sautján
ár. Roma hefur unnið þrjá sína fyrstu
leiki í ítölsku 1. delldarkeppninni en því
hefur Roma áður náð, 1941. -SOS.
Viggó og Sigurður
teknir úr umferð?
— þegar Víkingar mæta norsku meisturunum Kolbotn? Víkingar verða að
vinna upp tveggja marka forskot til að komast áfram í Evrópukeppninni
' „Gífurlegur hraði, návígi þar sem
ekkert var gefið eftir, slagsmái og
munnsöfnuöur. Viðureign Víkings og
Kolbotns var hrein orrusta. Kolbotn
notfærði sér slæman kafla íslenska
liðsins í lok fyrri hálfleiks og náði
forystu sem hefði átt að nægja i 2.
umferð. En þeir náðu ekki að halda
hinu góða forskoti og ferðast til íslands
með tvö vesæl mörk til að relða sig á,”
skrifaði norska Dagbladet eftir leik
Vikings og Kolbotns í Ösló um síðustu
helgi.
Það er enginn efi á að það verður
einnig hart barist á fjölum Laugar-
dalshallarinnar á sunnudagskvöldið
þegar seinni leikur þessara liða fer
fram.
Kolbotn hefur á að skipa 8 landsliös-
mönnum sem hafa að baki samtals 337
landsleiki. Þeirra sterkustu menn eru
núverandi landsliðsmennimir Lars C.
Haneborg sem leikur á miðjunni,
sterkur skotmaöur og stjómar spili
liðsins. Hornamennimir tveir, Vidar
Bauer og Svein I. Storkaas, era báðir
geysiöflugir og skora jafnan mikiö af
mörkum. Þá er markvörðurinn Björn
Viggó.
Sigurður.
Steive margreyndur landsliðsmaður
og erfiður viðureignar. Liðið er sterkt
varnarliö og þar eru hlutimir ekki
teknir neinum vettlingatökum.
Það má reikna með því að
Norðmennimir bregði til þess ráðs að
taka þá Sigurð Gunnarsson og Viggó
Knapp
gerir
það gott
Enski knattspymuþjálfarim
Tony Knapp, fyrrum lands
liðsþjáifari tslands, hefur stjórnaí
norska félaginu Fredriksstad ai
undaufömu. Félagið tryggði sér 1
deildarsæti að nýju um sl. helgl
Knapp mun ekki vera áfram mei
félagið því að við hans starfi tekni
Jan Aas. Eins og DV hefur sagt fri
þá hefur 2. deildarliðið Vidar fri
Stafangri ráðið Knapp sem þjáU
ara næsta keppnistímabil.
-SOS
1
I
I
I
Sigurðsson úr umferð, en þeir voru at-
kvæðamestir Víkinga í leiknum úti.
„Æft upp leikkerfi"
„Við höfum æft af kappi undir viður-
eignina í Höllinni, verið að bregðast við
ýmsum vanköntum sem komu upp í
leiknum í Noregi. Viö höfum æft upp
leikkerfi þegar þeir taka tvo úr umferð
og einnig að loka fyrir homamenn
þeirra og þétta vöm okkar. Við
stöndum nær góöum leik hér heima en í
Noregi og erum tilbúnir að taka á móti
þessu norska liði,” sagði Hörður
Harðarson einn leikmanna Víkings-
liðsins. Höröur sýndi góðan leik úti og
vonandi tekst honum vel upp þegar út í
slaginn er komið.
Leikurinn á sunnudagskvöldið hefst
kl. 20.00. Forsala aðgöngumiða hefst á
laugardaginn kl. 13.00 til 16.00 og á
leikdaginn frá kl. 17.00. -AA.
Hraði, hörð návígi, slagsmál og munnsöfni
Víkings og Kolbotns í fyrri leik liðanna í Evró
liða í handknattleik. Á myndinni sést Stei
„Verðum að
en við gerðui
— sagði Rudolf Havlik,
þjáifari Víkings
„Leikmenn Kolbotn eru stórir og
sterkir. Þeir búa yfir miklum skot-
krafti og leika grófan vamarleik. Ef
okkur á að takast að komast áfram í
Evrópukeppninni verðum við að leika
öUu betur en við gerðum í Noregi. Þar
lékum við fyrstu tuttugu min. leiksins
við eðUlega getu en eftir það varð sókn-
arleikurinn óagaður og sem dæmi
fengum við fjögur mörk á okkur síð-
Hér á myndinni sést Goikoetxea (t.v.) brjóta á Maradona eftir að Argentinumaðurinn var búinn að leika á
hann. Gðikoetxea sparkaði Maradona nlður. Þar sem myndin er mjög dökk höfum við teiknað útlinur Mara-
dona.
ustu mínútur fyrri hálfleiks án þess að
geta svarað og lékum þó einum fleiri
þann tima. í leiknum hér heima tel ég
að hlutur áhorfenda gæti skipt sköp-
um. Ef við fáum góðan stuðning og
áhorfendur verða vel með á nótunum
efast ég ekki um að það hleypir enn
meiri kraftl í okkar menn og það eykur
mögulelkana á sigri okkar,” sagði
Rudolf Havlik, tékkneski þjálfari ts-
landsmeistara Víkings i handknatt-
leik.
Á sunnudagskvöldiö verður skorið úr
um hvort islensku meistaramir Vik-
ingur eða norsku meistararnir Kolbotn
komast í 2. umferð í Evrópukeppni
meistaraliða. Kolbotn kemur hingaö til
lands með 2 mörk í forskot. Fyrri leikn-
um ytra lauk með sigri þeirra, 20—18,
og Víkingar þurfa að vinna með
þriggja marka mun eða tveggja
marka mun ef markaskorunin verður
lægri en tölurnar 20—18. Fleiri mörk
skoruð á útivelli ráða þá úrslitum.
„Það skiptir einnig máli hvemig
dómaramir veröa. I leiknum í Noregi
voru sænskir dómarar viö dómgæsluna
og vora þeim oft mislagðar hendur
heimaliöinu í hag. Hér heima verða
danskir dómarar. Af þeim hef ég mjög
góða reynslu og vona að þeir verði rétt-
látir í dómum sínum,” sagði Havlik.
-AA.
Fékk 18 leik ja
keppnisbann
Spánski leikmaðurinn Andoni
Goikoetxea, sem braut gróflega á
Argentinumanninum Diego Mara-
dona, var í gær dæmdur í 18 leikja
keppnisbann sem samsvarar rúmlega
fjögurra mánaða keppnisbanni. Goiko-
etzea er leikmaður með Atletico
Bilbao. -SOS
Hlutu
urtii:
þjálfi
Iþróttir
Iþróttir
(þróttir
íþróttir
íþrótt