Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 5
r wj'n i'O'TC'íJti o * i’rr * rrrr»' ^-i f?rr DV. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER1983. 5 „áfallfyrir knatt- spyrnuna HéríEyjum” — segir Magnús Grímsson netamaður „Það er hörmulegt hvernig málun- um er nú komið h já okkur í knattspym- unni og þetta er rosalegt áfall fyrir íþróttina hér í Eyjum,” sagði Magnús Grímsson netamaður. „Maður er ekki enn búinn aö átta sig almennilega á þessu og veit eiginlega ekki hvað skal segja. Það er óskiljan- legt hvemig þetta gat komið fyrir.” „Það erekki hægt aðásaka einn eða neinn” — segir Maríanna Sig- urðardóttir verkakona „Mér finnst þetta aiveg grátlegt fyrir strákana okkar. Það verður óskemmtilegt fyrir þá aö koma heim frá Þýskalandi og fá þetta í andlitið,” sagði Maríanna Sigurðardóttir verka- kona. „Þetta hljóta að vera mannleg mis- tök og það er ekki hægt að ásaka einn eða neinn. Þessir menn eru búnir að fórna svo miklu við að halda uppi heiðri Vestmannaeyja í knatt- spyrnunni. Eg vona að fólk standi áfram meö þeim og hjálpi þeim að komast yfir þetta.” „Ruddamennska afverstugerð” — segir Bjarnhéðinn Elías- son verkstjóri. „Þetta er helvítis ruddamennska af verstu gerð. Þeir ætla ekki að láta það nægja að senda liðið i 2. deild heldur er og hótað að reka það úr keppni, sem er framkoma fyrir neöan allar hellur,” sagði Bjamhéðinn Elíassson verk- stjóri. „Annars þorir maður lítið að segja um þetta mál, kjaftagangurinn er svo mikill. Ég er bara mest hræddur við að margir af strákunum okkar hætti í knattspyrnunni eftir þessa uppá- komu.” „Hissaáað knatt- spyrnuráðinu skylduverðaá þessi miklu mistök” — segir Þórarinn Guðjóns- son lundakarl „Þetta nær ekki nokkurri einustu átt. Eg er mest hissa á að starfsmaður Knattspyrnusambandsins sem hér var staddur skyldi ekki leiðrétta málið í tæka tíð,” sagði Þórarinn Guðjónsson lundakarl. „Það er lítið hægt að gera úr þessu en ég verð að viðurkenna að ég er svo- lítið hissa á því að þessu ágæta knatt- spyrnuráöi okkar skyldu verða á þessi miklumistök. Eg vona svo aö okkur takist að gleyma þessu leiðindamáli sem allra fyrst og berjast svo áfram til sigurs.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.