Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Side 1
Albert vill selja 18 fyrírtæki: Frumvörp- unum illa tekiö — í röðum samráð- herra hans Fjármálaráðherra, Albert Guð- mundsson, hefur látið semja frum- vörp um sölu á át ján ríkisfyrirtæk j- um sem heyra undir hin ýmsu ráðuneyti. Viðbrögð samráðherra fjármála- ráðherra vegn framtaks hans hafa verið mjög mismunandi, að þvi er fram kemur í morgunblööunum. Sverrir Hermannsson iönaðarráð- herra kveöst sjálfur muni búa til lagafrumvörp um sölu á fyrirtækj- um sem heyri undir hans ráðuneyti og þurf i hann enga aðstoð til þess. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra segir það ekki hlut- verk fjármálaráðherra að semja sbk frumvörp. Geir Hallgrímsson segir samstarfsflokkinn mótfallinn sölu á fyrirtækjum er heyra undir utanrikisráðuneytið. Er þar um að ræða Sölunefnd varnarliöseigna og Fríhöfnina í Keflavík. Ekki tókst að ná tali af viðkom- andi ráöherrum i morgun þar sem þeir voru i móttöku, en blaðiö mun ræða siöar við þá um þetta máL -JSS Landhelgisgæslumenn stóðu heiðursvörð meðan kistur mannanna tveggja voru bornar úr varðskipinu i vikurhöfn imorgun. Þyrlan sést fjær. DV-mynd GVA ÞYRLAN TF-RAN TIL REYKJAVÍKUR Varöskipið Oðinn kom í morgun til Reykjavíkur með flak þyrlunnar TF- RÁN og lík þeirra tveggja manna sem þegar hafa fundist.. Annað varðskip er komið í Jökulfirði til að stjóma leit að þeim tveimur mönnum sem eru ófundnir. Leitað verður með þyrlu í dag ef veður leyf ir. Vika er liðin ffá flugslysinu. Þyrlan stakkst i sjóinn um klukkan 23 aö kvöldi þriöjudagsins 8. nóvember og sökk niður á 84 metra dýpi. Á miðvikudag kom þúst inn á dýptar- mæla leitarbáta. Áfimmtudag tókst að nema sendingar neyðarsendis . Neðansjávarmyndavélar staðfestu síð- an að flakið væri f undið. Flugslysanefnd stjómar rannsókn slyssins. Hún mun fá aðstoð þyrlusér- fræðings frá öryggisnefnd samgöngu- mála í Bandaríkjunum sem væntan- legur er til Islands í dag. Hérlendis er einnig staddur fulltrúi Sikorsky-verk- smiðjanna. Rannsóknin mun að líkindum taka nokkrar vikur. Mikið ríður á að komast að því hvað genst hefur því fjöldi sams konar þyrlna flýgur víða um heim. -KMU sjá einnig á bls. 2 og á baksíðu Egætlaðialltaf íbændaskóla — sjá viðtalið bls. 11 Tölvur, heimili, konur - sjá Tíðarandann á bls. 34 og 35 Ringómeð tværí takinu — sjá Sviðsljósið á bls. 36 og 37 Teinarétturí tilraunaeídhúsi — sjá Neytendur ábls.6og7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.