Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Síða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER1983. 3 60 TONN AF SÍLD TIL PÓLLANDS Hjálparstofnun kirkjunnar sendi í síöustu viku 60 tonn af síld og 4 tonn af nýjum fatnaði auk hreinlætisvara áleiðis til Póllands. Gert er ráð fyrir að pólska kirkjan annist dreifingu á sendingunni þegar hún nær til Pól- lands, líklega um næstu helgi. Verð- mæti sendingarinnar er rúmar tvær milljónir króna. Skipadeild SlS flytur vörumar endurgjaldslaust og Reykvisk endur- trygging gaf allar nauðsynlegar trygg- ingar, að því er segir í fréttatilkynn- ingu. Sildarsendingin er fjármögnuö með samvinnu Hjálparstofnunar og Alkirkjuráðsins, en Aikirkjuráðið hefur haft yfirumsjón með hjálpar- starfi við Pólland á meðal mót- mælendakirkna. Islenskir fatafram- leiöendur gáfu tvö tonn af fatnaöi, s.s. skóm, buxum og lopapeysum. Fíla- delfíusöfnuðurinn gaf einnig tvö tonn af fatnaði og hreinlætisvörum. Beiðni barst til Hjálparstofnunar kirkjunnar frá pólsku kirkjunni um 50 tonna síldarsendingu í febrúar á næsta ári. — á vegum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar Efnahagsástandið í Póllandi er mjög slæmt, skortur er á flestum nauðsynj- um og verðlag er hátt á því sem til er. HÞ. Kaupa erlendir aðilar hlutafé í Stálfélaginu? Stálfélaginu hf. hafa borist tilboð um kaup á hlutafé frá erlendum aðilum, að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu. I tilkynningunni segir að samkvæmt endurskoðaðri áætlun sé talið að unnt sé að reisa stálverksmiðju hér á landi fyrir um þriðjung þess sem áður var áætlað, eða um 200 milljónir i staö rúmlega 600 milljóna. Vegna þess ástands sem nú ríkir á stálmarkaönum er hægt aö kaupa hluta tækjabúnaðar af erlendum aðilum sem eru að leggja niður vinnslu sína vegna slæms markaðsástands heima fyrir og byggja síðan upp aftur hér á landi með því að nota rafmagn í staö olíu. I til- kynningunni segir að félagið hafi feng- ið forkaupsrétt á hluta vélakosts frá Svíþjóð og tilboöa verið aflað frá Þýskalandi, Bandaríkjunum og Japan. Frá sumum þessum aðilum hafa einnig borist tilboð um kaup á hlutafé í Stálfélaginu hf. Stálfélagið mun innan skamms hef ja framkvæmdir í landi Hvassahrauns á Vatnsleysuströnd, þar sem verksmiðju félagsins hefur verið valinn staður. Fyrsta byggingin er 600 fermetra skrifstofu- og þjónustuhús sem reist verður úr einingum sem Byggingariðj- an hefur steypt. Á framkvæmdatíma munu verktakar fá þar húsnæði fyrir starfsemi sína. Síöan verða þar skrif- stofur félagsins, rannsóknastofa, mötuneyti og hreinlætisaðstaða fyrir starfsmenn verksmiðjunnar. Bygging þessi mun væntanlega verða reist um áramótin, en Almenna verkfræðistof- an vinnur nú að hönnun lóðar og út- boðsgagna fyrir lóðaframkvæmdir. ÓEF 7Ef þu kaupir málningu fyrir 1.500 kr. eða meir færðu 5% afslátt. 2Ef þú kaupir málningu fyrir 2.200 kr. eða meir færðu 10% afs/átt. O Ef þú kaupir málningu fyrir 3.600 kr. ^ eða meir færðu 15% afslátt. A Ef þú kaupir málningu i heilum tunnum, " þ.e. lOOIitra, færðu 20% afslátt og i kaupbæti frian heimakstur hvar sem er á Stór-Reykjavikur&væðinu. Auk þess ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar. Ath.: Sama verð er i versluninni og málningarverksmiðjum. Hringbraut 120 HVER BÝÐUR BETUR? BYGGINGAVÖRUR (aðkeyrsla frá Sólvallagötu) Haróviðarsala . 28-604 MÁLNINGAR NU geta allir farið að mála Hér kemur tilboð sem erfitt er að hafna Arngrímur málari — eftir Kristján Eldjárn komin út I dag kemur út bók um Amgrím Gíslason málara (1829—1887) eftir Kristján heitinn Eldjárn, en í dag, bríðjudaginn 6. desember, er einmitt afmælisdagur höfundar. Hafði Kristján nýlega lokið við að skrifa bók- ina áður en hann lést. Bókin er jafnt ævisaga listamanns- ins Amgríms Gíslasonar og umf jöllun um verk hans. Er gerð grein fyrir störfum hans sem sundkennara, tón- listarmanns og bókbindara og síðan starfi hans að myndlist, og þá sérstak- lega vinnu hans við að mála altaristöfl- ur, en af þeim málaði Arngrímur tíu og hafa átta þeirra varðveist. I bókarauka eru svo húskveðja og likræða séra Kristjáns Eldjáms Þórarinssonar yfir Amgrími látnum, en hvort tveggja em ómetanlegar heimildir um listamanninn. óbg. Á mölinni mætumst með brosávör — ef bensíngjöfin er tempruð. yUMFERDAR RAD Frú Halldóra Eldjára, Þórarinn Eldjára og Valdimar Jóhannsson á blaðamannafundi þegar bókin um Aragrím málara var kynnt. Byggingavófur.28 -600 Flisar og hreinlælistæki. . .28-430 Sölustjóri. . .. 28-693 Gólfteppi. . . 28-603 IWálningarvörur og verkfæri. 28-605 Skrifstofa. . . . 28-620y • GERIÐ VERÐSAMAIMBURÐ • GÓÐIR SAMNINGAR • BETRA VERÐ POSTSEIMDUM HAFNARSTRÆTIH • RVIK ■ S13469 ÚTSÖLUSTAÐIR: RÓM — KEFLAVÍK. AMARÓ —AKUREYRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.