Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 11
\JfJ JWfóf í* SRTOA(V H.'íT.W DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER1983. 11 HEKLA OGHOF Vegna hæstaréttardóms hefur Hótel Hekla við Rauöarárstíg nú breytt nafni sínu í Hótel Hof. Þrátt fyrir nafna- breytinguna munu hjónin Áslaug Alfreösdóttir og Ólafur örn Olafsson halda áfram aö reka hóteliö en á því hafa verið gerðar verulegar breytingar innanhúss að undanfömu. Kaffiteríu hefur veriö breytt í vistleg- an veitingastaö sem tekur 40 manns í sæti. Þar er lögö áhersia á framreiöslu ódýrs en góös matar en einnig kaffi og heimabakaö meölæti. Á Hótel Hofi eru 31 tveggja manna herbergi og í desember býður hótelið upp ó sérstakt kynningarverö í tilefni af nafnbreytingunni. Tveggja manna herbergi meö morgunveröi veröur boðið á 650 krónur og telja hótelhaldar- arnir þetta kjöriö tækifæri fyrir alla landsmenn aö bregöa sér til Reykja- víkúr, versla og hafa þaö huggulegt fyrir jólin. Híöh-Tech 260 (pOLBY Btíh Ný háGróuð hljómtazkjasamstæða fynr kröfuharðan nútímann Já, hún er stórglæsileg nýja SONY samstæðan. Fyrir aðeins 32.750,- stgr. gefst y^^ur tækifæri til að eignast þessa stórglæsilegu samstæðu, eða notfæra y^kur okkar hagstæðu greiðslukjör. Magnari 2x35 sinus wött (2x60 músík- vött) með fullkomnu tónstillikerfi SOUND EXCHANGER. Steríó útvarp með FM, MB og LB. Tveír 60 vatta hátalarar. Og rúsínan í pYlsuendanum, kassettutæk- ið tekur að sjálfsögðu allar gerðír af kass- ettum. Leitari fram og til baka. Dolby B og það nýjasta Dolby C. Mjög vandaður skápur með glerhurð og á hjólum. JAPIS hf BRAUTARHOLTI 2 Akranes: Stúdíóval. Akureyri: Tónabúðin. Borgames: Kaupfélagið. Eskifjörður: Pöntunarfélagið. Hafnarfjörður: Kaupfélagið, Strandgötu. Hella: Mosfell. Homeifjörður: Radíóþjónustan. ísafjörður: Eplið. Keflavík: Stúdíó. Neskaupstaður: Kaupfélagið. Reyðarfjörður: Kaupfélagið. SeyðisQörður: Kaupfélagið. Tálknafjörður: Bjamar- búð. Vestmannaeyjar: Músík og Myndir. „ Vildi aldrei gera neitt annað” — segir Guðrún Tryggvadóttir sem var valin besti nemandinn í listaakademíunni í Munchen Guörún Tryggvadóttir, sem undan- farin fjögur ár hefur stundaö nám viö listaakademíuna í Miinchen, hefur veriö útnefnd annar tveggja bestu nemenda skólans og er hún fyrsti út- lendingurinn sem sá heiður hlotnast. Af þessu tilefni verður haldin sýning á verkum Guðrúnar í sýningarsal skólans dagana 12.—16. desember, auk þess sem hún fékk fimm þúsund mörk til að láta prenta sýningarskrá. Við náðum tali af Guörúnu í Múnch- en og spurðum hana hvort hún þakkaöi þennan heiður vandaöri vinnu. ,,Eg get ekki þakkað það ööru,” sagði hún. ,,Ég var meö vinnustofu í skólanum alveg frá byrjun og þaö er mjögsjaldgæft.” Allt útlit er fyrir að Guörún verði jafnframt síöasti útlendingurinn sem veröur valinn besti nemandi skólans því útnefning hennar vakti mikla reiði í þýskum ráöuneytum. Astæðan var einfaldlega sú að hún er útlendingur. Reglum um þetta hefur því nú er veriö breytt. Guörún var þá spurö hvort hún væri nokkuö á leiöinni heim. ,,Nei, ég vona ekki. Eg ætla að halda þessa sýningu og s já hvað kemur út úr henni.” — Er mikill munur á aö vera lista- maöur í Þýskalandi og Islandi? „Það finnst mér. Heima liður manni eins og maöur sé að gera eitthvaö af sér. Maður er ekki tekinn alvarlega og það er litiö á mann eins og hvem annan krakkagrisling. Þar með er ég ekki að segja aö hér sé einhver draumaveröld en andinn er allt annar. Þaö er borin virðing fyrir manni sem listamanni. ” — Er hægt aö skilgreina verkin sem þú málar? „Nei, ég vona ekki. Þau breytast á hverjum degi.” — Nú er mikiö talað um nýja mál- verkiö, eru þín verk eitthvaö í ætt við það? ,,Eg veit ekki hvaö fólk er aö tala um þegar þaö talar um nýja málverkið. Þetta er hugtak sem kom fram fyrir fjórum árum og í hverri grein um myndlist, sem maður les á Islandi, er talaö um nýja málverkið, en hvaö er það? Eg á bágt með aö sætta mig viö aö myndlist sé flokkuð.” — Hvenær byrjaðir þú aö fást við aö málaogteikna? ,,Eg var í 2. bekk í gagnfræöaskóla. Eg vildi aldrei gera neitt annað, og ég ætla aö halda áfram aö mála,” sagði Guörún Tryggvadóttir myndlistar- maður. -GB. „Heima liður manni eins og maður sé að gera eitthvað afsér. / Þýskaiandi er borin virðing fyrir manni sem listamanni," segir Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.