Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 1
Samband eggjafram- leiðenda mun klofna — við treystum ekki orðum Framleiðsluráðs, segir Gunnar Jóhannsson „Mér virðist málin hafa skipast þannig að Samband eggjaframleið- enda klofni og við sem erum andstæðir stofnun eggjasamlags stofnum nýtt félag. >að er ljóst að við munum ganga úr Sambandi eggjaframleiðenda ef það sam- þykkir að standa að stofnun eggja- samlagsins,” sagði Gunnar Jóhanns- son, eggjabóndi á Ásmundarstöðum, ísamtaliviöDV. Ákvörðun um stofnun eggjasam- lags var frestað á fundi sambandsins sem haldinn var i síðasta mánuði og ákveðið að taka máliö á dagskrá aöalfundar sem fyrirhugað er aö halda um miðjan þennan mánuð. Beðið var eftir umsögn Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins um hvort það ætlaöi að veita Sambandi eggjaf ram- leiðenda einkasöluleyfi á eggjum eða hvort aðrir aðilar gætu stofnað annað eggjasamlag og fengið sams konar fyrirgreiðslu og fjárveitingu úr kjamfóðursjóði. Framleiðsluráð hefur nú svarað aö þaö muni aöeins veita sambandinu heildsöluleyfi en ekkert svar hefur borist um hvort aðrir geti fengið sams konar fyrir- greiðslu. .í'ramleiðsluráð segist ekki ætla að beita einokunarheimildinni en það er bara skrípaleikur,” segir Gunnar Jóhannsson. ,,1 öllum bréfum sínum fram til þessa hefur Framleiðsluráð- ið vísað til þess að þaö ætli að veita Sambandi eggjaframleiðenda einka- söhdeyfi og ég treysti ekki á að þaö muni ekki nýta sér lagaheimild sína til þess. Sambandiö hefur ekki leitað eftir heildsöluleyfi til sölu á eggjum en samt er búið að veita því það. Hins vegar hafa fjögur eggjabú óskað eftir heildsöluleyfi, Vallá, Holtabúið, Reykjagarður og Nesbú. Af hverju sannar Framleiðsluráö ekki mál sitt með því að veita þessum búum heildsöluleyfi?” sagði hann. Gunnar sagöi aö Framleiðsluráð væri skipað sauðfjár- og kúabændum sem hefðu allt of mikið vald og hefðu kúgaö aðrar búgreinar með því að leggja á þær kjarnfóðurskatt sem notaður væri til að hygla öðrum en þeim sem skattinn greiddu. ÓEF. Kasparovvann biðskákina — sjá bls. 5 Pólska stjómin skopast aðWaíesa — sjá erlendar fréttir bls. 8 — 9 Banaslys á Gunnars- holtsvegi Maður á sjötugsaldri beiö bana á Gunnarsholtsvegi í gær er jeppi sem hann ók fór út af veginum. Ok maðurinn eftir Gunnarsholtsvegi i átt að Suðurlandsvegi og var sonur hans með honum i bíln- um. Hann missti vald á bílnum á beinum kafla á veginum og fór út af. Mun hann hafa kast- ast út úr bílnum og lent undir honum. Sonur hans slapp aftur á móti ómeiddur úr slysinu. -klp- Jólaundirbúningur er nú haf- inn iríðast hvar, enda ekki seinna vænna þar sem nú eru ekki nema 18 dagar til jóia. Starfsmenn borgarinnar voru önnum kafnir viö að reisa þetta myndarlega jóla- tró á Mikiatorgi í gær þegar ijósmyndari DV átti ieiö þar um. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.