Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER1983. Víkingur gefur út happdrættisdagafal: ANDVIRÐIVINNIN6A 5,5 MILUONIR Blakdeild Víkings hefur gefiö út happdrættisdagatal fyrir áriö 1984. Vinningar veröa dregnir út daglega allt áriö, en andvirði þeirra nemur samtals 5,5 milljónum króna. Dagatöl Víkings eru þannig úr garöi gerö að viö hvem mánaðardag er happdrættisnúmer. Á hverjum degi veröur dregiö úr númerunum hjá borgarfógeta og vinningsnúmer birt. Fyrsta hvers mánaðar verður dregin út bifreið af gerðinni Datsun Micra. Meðal vinninga eru einnig hljóm- flutningstæki, myndsegulbandstæki, íþróttavörur og leikföng svo að eitt- hvað sé nefnt. Dagatalið mun fást hjá flestum íþróttafélögum á landinu, og hefst dreifing til þeirra nk. mánudag. Einnig í bókaverslun Pennans, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og bókaklúbbi Almenna bókafélagsins. Þeir sem hafa áhuga á að panta dagatal til endursölu geta haft samband viö Bjöm Guð- bjömsson í síma 20068 eða vs. 24349. Hvert dagatal kemur til með að kosta kr. 300, en af þeirri upphæð renna 100 krónur til þeirra aðila sem sjá um söluna. Vinningsnúmer munu birtast fljótlega eftir að dráttur hefur farið fram og veröa þau meöal annars birt daglega á baksíðu DV undir heitinu „Lukkudagar”, en þaö nafn hafa Víkingsmenn gefið happdrættinu. -JSS Fyrsta hvers mánaðar verður dregin út bifreiö af gerðinni Datsun Micra sem sést hér á myndinni. Það má búast við hörku keppnl i borðtennismóti skóla og félagsmiðstöðva sem haldið verður á vegum Æskulýðsráðs á Kjarvalsstöðum í dag. Æskulýðsráð Reykjavíkur: BORÐTENNISMÓT OG HUÓMSVEITAKYNNING Á KJARVALSSTÖDUM Rússar keyptu karfa- birgðirnar — kaupa 23 þúsund tonn af frystum sjávarafurðum á næsta ári Fulltrúar SH og Sjávarafurða- deildar SÍS gengu nýverið frá samningum á sölu frystra sjávar- afuröa til Sovétríkjanna á næsta ári upp á 23 þúsund tonn, sem em efri mörk almenns viðskiptasamn- ings á milli landanna. DV skýrði nýlega frá miklum karfabirgðum í umbúðum fyrir sovétmarkað. Árni Finnbjömsson, fulltrúi SH í samningunum, sagði í viðtali við DV í morgun að allar þær birgðir og gott betur væm nú seldar þannig að svigrúm yrði fyrir þessa vinnslu eitthvað fram á næsta ár. Þá er Bandaríkja- markaður aö opnast æ meira fyrir karfaflökum. Samningurinn hljóðar upp á 17 þúsund tonn af ýmsum flökum, aöallega karfaflökum og 6 þúsund tonn af heilfrystum fiski, aðallega grálúöu og öðrum flatfiski. Að sögn Áma var verðið skaplegt þótt örlítil lækkun hafi orðið á nokkrum vöruflokkum. Samið væri í dollurum og dollarinn hefði styrkst frá því í fyrra. GS Borðtennismót skóla- og félagsmið- stöðva hefst í dag klukkan 16.30 á Kjarvalsstöðum. Mótið er liður í kynningarviku Æskulýðsráðs Reykja- víkur sem nú stendur yfir á Kjarvals- stöðum. Keppt verður bæði í stúlkna- og piltaflokkum og stendur keppnin í tvodaga. Æskulýðsráð hefur lengi boðið nemendum í grunnskólum borgarinn- ar upp á þjálfun í borðtennis og hefur sú grein verið einna vinsælust af þeim sem í boði em. Nú í vetur em 30 flokk- ar með um 400 þátttakendum. Ánnað sem er á dagskránni í kvöld er spurningakeppni félagsmiðstöðva og hefst hún klukkan 20.15. Að henni lokinni verður hljómsveitakynning. Ymsar áður óþekktar hljómsveitir koma fram ásamt gestum kvöldsins sem em Frakkamir. I hléi verður vinsældalisti Reykja- víkurvalinn. Aðgangur að öllum dagskráratriöun- umerókeypis. -sþs Tillaga um þ jóðaratkvæðagreiðslu um öl: ÓLÍKLEGT AÐ HÚN VERÐIFLUTT r FYRIR JOL — segir Stefán Benediktsson Stefán Benediktsson sagði í sam- tali viö DV að hann myndi líkast til mæla með tillögu Magnúsar H. Magnússonar og fleiri til þingsálykt- unar um almenna atkvæðisgreiöslu um áfengt öl, þar eð Magnús H. Magnússon sat aöeins á þingi sem varamaður, þegar tillagan var borin fram. Sagði Stefán Benediktsson að óvíst væri hvemær tillagan yrði tek- in fyrir og þætti honum líklegt aö það yrði ekki fyrir jól, þar sem svo mikið af öörum málum biði umf jöllunar. „Mér finnst á mönnum aö þeim þyki þessi tillaga um almenna at- kvæðagreiðslu um áfengt öl með minniháttar málum. Menn em ekk- ert ógurlega uppnæmir fyrir að þetta verði tekið strax til umfjöllunar,” sagöiStefán. — Meinarðu að það sé almennt álit- ið að langt sé í næstu kosningar? „Það má segja það,” svaraði þing- maðurinn. H.Þ. Stefán Benedlktsson alþinglsmaður. í dag mælir Dagfari_____________j dag mælir Pagfari ______ I dag mælir Dagfari Fyrsti des. og fullveldið Einu sinni endur fyrir löngu var fyrsti desember þjóðhátíðardagur íslendinga. Það var meðan þjóðin mundi eftir því aö hún hafði einu sinni orðið fullvalda. Hátíðardagur- inn þótti tUvalið tækifæri að egna með þjóðinni hatur á Dönum og stappa þjóðemishroka í tslendinga. Nú er Danahatur að mestu fyrir bí og fuUveldið löngu gleymt. Síðasta ára- tuginn hefur fyrsti desember verið prívat eign nokkurra háskólastúd- enta, sem hafa rifist um það í sand- kassa, hver skyldi halda ræðu á sen- unni í Háskólabíói. Þeir hafa meira að segja efnt tU kosninga um ræðu- mennina og Morgunblaðinu og ÞjóðvUjanum hafa það þótt meiri- háttar pólitísk tíðindi í hvert skipti sem þeirra maður hefur troðið upp. Heldur hefur þó hallað á Mogga í þeim efnum síðustu árin og þjóðin hefur fyrir löngu sætt sig við að hlusta á frústreraðan kommalýð berja bumbur sinar í Háskólabíói þennan dag. Þannig hefur fuUveldið að mestu horfið niður um munngáttina á trúbadorum og trúboðum Marx og Lenins og þjóðin er hálfpartin farln að trúa því að sjálfstæðisbaráttan og lýðveldiö sé þeim að þakka. Þjóðsöngurinn hefur þokað fyrir Nallanum og hvorki forseta tslands né rektor Háskólans hefur þótt taka því að eyða eftirmiðdegi í bíóinu tU að hiusta á kommúnískan heUaþvott. En svo spurðust þau tíðindi ein- hvern tímann í haust, Morgunblað- inu tU ómældrar gleði, að vinstra liðið í Háskólanum hefði gieymt að passa upp á fyrsta desember með þeim afieiðingum að vökustaurar báru þá ofurliði í kosingum með einu atkvæði. Og nú skyldi hátíð haldin og bíóið fyUt. Nú mátti aftur endurreisa fuU- veldið og frelsishetjurnar íslensku, án þess að Karli Marx væri blandað í það mál. Borgarstjórinn í Reykjavik var fenginn tU aö halda hátíðarræðu. Matthías Johannssen var beðinn um að lesa upp úr verkum sinum og ungt tónlistarfólk, sem áreiðanlega er af góðum íhaldsættum komið, iék verk eftir Edgar og Scott Joplln með því viðeigandi heiti: The easy winners. Stjórn Vöku, sem samanstendur af fimm góðum sjálfstæðisatkvæðum, flytjendur ásamt eiginkor.um og starfslið Valhallar mætti prúðbúið tU samkomunnar. Börn voru höfð tll uppfyUingar i sæti tU vonar og yara. Rektor mættl á nýjan Ieik og for- stjóri íslenska álfélagsins lagði lelð sína í Háskólabíé málstaðnum tU fuUtingis. Ekkert vantaði sem sagt upp á, að tU væri tjaldað því sem ihaldlð getur best boðið upp á. Og þarna biðu fulltrúar fuUveldis- ins og blðu. En ekki bólaði á þjóðinni. Sætin stóðu auð. Davið flutti ræðu um hvað friður- inn væri góður en friðarhreyfingar vondar. Matthías las upp eftir stór- skáldin, sjálfan sig og Tómas. Músikantar spUuðu Easy winners, og eiglnkonurnar klöppuðu. Þjóð- söngurinn var rif jaður upp. A meðan sátu háskólastúdentar úti á safni og biöu eftir fimm-bíói. Þjóðin slökkti á hátiðarútvarpinu og kveikti á Rás 2. Þar spUaði Þorgeir Astvaldsson Staying aUve úr Flash- dance og gerði fuUveldinu skU með poppþætti. Að aUri þessari uppákomu lokinni er vert að velta því fyrir sér, hvort ekki hefði verið ódýrara fyrir Vöku og hagstæðara fyrir fuUveldið, éf þetta eina atkvæði í kosningunum í haust hefðl setið heima. Þá hefði að minnsta kosti verið hægt aö halda því fram áfram, aö kommarnir væru búnir að eyðUeggja fyrsta des. án þess að nudda Davíð og Matthíasi upp úrþvílíka. Dagfarl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.