Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Á Yalta-róOstefnunni í febrúar 1945 talaOI Churchlll um heiOur Breta í tengslum viO harmsögu Póllands. Stalín sagOi aO fyrir Sovétríkin veeriþaO ekkispurning um heiOur heldur um tif og dauOa. KALDA STRÍÐ- IÐ OG UPP- HAF ÞESS Utvarpsfrétt í ríkisútvarpinu hófst einn morgun fyrir skömmu á því að nú væri hafiö kalt stríö á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Var sú frétt eflaust í tengslum við slitj samningaviöræöna stórveldanna í| Genf um meöaldræg kjamorkuvopn. Áöur en vikið er aö orsökum kalda stríösins sem nú hefur varaö í nær fjóra áratugi meö þíöuhléum, má benda á aö stríö þetta endurspeglast m.a. í túlkunum byggðum á skynjun- um annars aðilans á fyrirætlunum hins. Svo tekið sé dæmi, þá koma strax fréttir í erlendum stórbiöðum eftir slit samningaviðræðnanna í Genf þar sem spáð er í fyrirætlanir Sovétríkjanna. Miklar vangaveltur eiga sér t.d. staö nú um hvernig inn- byrðis pólitískt ástand í Sovét- ríkjunum gæti hugsanlega haft áhrif á utanríkisstefnuna. Méð öðrum oröum, það spennuá- stand sem fylgir hinu stöðuga kalda stríöi er magnaðara nú en endra-', nær, sem er afleiðing aukinnar ó- vissu um viðbrögð mótaðilans. I verki sínu um sögu kalda stríðsins segir Louis J. Halle að á vissan hátt sé kalda stríðið eins og síðari heimsstyrjöldin tilraun Vesturveldanna til að bjarga Pól- landi eöa tilraun sem reyndist þeim um megn! Þessi skýring er eins góð og hver önnur. I tveimur setningum er í raun og veru dregin saman ein meginorsök harmsögu samskipta stórveldanna eftir stríð. Eitt erj öruggt að ekkert hefur sett eins mik-; inn svip á alþjóðastjórnmál undan- fama áratugi og kalda stríðið. Því er ekki úr vegi að lita aftur og rifja upp þá atburði er leiddu til þessa á- stands. Innra óöryggi eða draumur keisaranna Fyrir meira en öld spáði heim- spekingurinn Alexis de Toqueville aö þessi tvö ríki, þ.e. Bandaríkin og Sovétríkin, ættu eftir að skipta heim- inum upp í tvær valdablokkir. En á- tök milli þessara tveggja aðila eru ekkert ný af nálinni og um síðustu aldamót háðu þeir baráttu um yfir-; ráð í Mansjúríu. Skýringar á orsökum kalda stríðsins eru margar og marg- breytilegar. Sumir segja að rætur þess liggi í afneitun Vesturveldanna á stjómkerfi bolsévíka eftir 1918. Flestir telja þó langsótt að leita svo langt aftur til að útskýra kalda stríðiö og láta nægja að horfa til síöari heimsstyrjaldarinnar. Þótt orsakimar teygi rætur sínar lengra, aftur er augljóst að með skiptingu Þýskalands og með óbeinni „innlimun” Austur-Evrópu í Sovét- ríkin öðlast kalda stríðið nýja vídd. Osigur nasista og hrun þýska ríkisins lagöi grundvöllinn að skipt- ingu Evrópu í áhrifasvæði austurs og vesturs. Þessi skipting átti eftir að festast rammlega í sessi í storma- sömum samskiptum kaldastríðsár-j anna sem á eftir fóru. Stalín hafði oft gefið það í skyn á meðan á stríðinu stóö að Sovétríkin myndu gera allt í sinu valdi til að hafa áhrif á stjórnmálaþróun í, Austur-Evrópu er stríðinu lyki, m.ö.o. að koma á fót ríkisstjórnum vinveittum sovéskum stjómvöldum’ í þessum löndum. Réttlæting þeirrar fyrirætlunar kemur fram í svari. Stalíns við ávítum Churchills síðar, þ.e. á Yalta-ráðstefnunni 1945, þegar Churchill taiaöi um heiöur Breta í tengslum við harmsögu Póllands og Stalín svaraöi aö bragði að fyrir’ Sovétríkjunum væri slíkt ekki spum- ing um heiður heldur h'f eða dauða. Þetta hfsspursmál Sovétríkjanna varðandi stjórnmálaþróunina í Austur-Evrópu áttu Vesturveldin erfitt með að sætta sig við sem endurspeglast í þeirri þróun sem kölluö er kalda stríðið. Þeirri spurningu reynist víst seint fuilsvarað hvort hægt hefði verið aðl afstýra þeirri þróun sem þarna átti sér stað. Slíkt hefur veriö reynt en þaö verður ekki tíundað hér. Sumir kenna Sovétmönnum um hvernig fór. Aörir benda á að eftir Miinchen- samningana hafi Hitler verið gefnar frjálsar hendur í Austur-Evrópu og| hann hafi fengið tíma og svigrúm til að undirbúa innrás sína í Sovétríkin. Stríðið kostaði Sovétmenn tuttugu mihjón mannslíf og segir þessi kenning að með því móti hafi Vestur- veldin afsalað sér ábyrgð á þessum heimshluta. Árið 1944 skrifaði George Kennan, þá starfsmaður bandaríska sendiráðsins í Moskvu, að bak við ósveigjanlega útþenslustefnu kommúnista byggi aldagamalt óöryggi. Landamærí Sovétríkjanna í vestri eru ekki vel faUin tU varna frá náttúrunnar hendi. Enda hefur saga þessa ríkis einkennst af mörgum og blóðugum innrásum. Vegna þeirrar stöðugu innrásarhættu sem Rússar hafa búið við í gegnum tíðina hafa þeir leitast við að tryggja öryggi sitt með ítökum í ríkjum sem liggja að eða nálægt landamærum þeirra. Þetta kemur fram í Munchen- samningunum m.a. og tilboði Stalíns 1941 tU ChurchUIs um viðurkenningu á gagnkvæmum hagsmunasvæðum beggja. ChurchiU féllst síðar á að samþykkja það sem breski forsætis- ráðherrann sagði Bandaríkjastjóm að væri aðeins bráðabirgöafyrir- komulag vegna styrjaldarinnar. Fyrirkomulagið var fólgið í að viður- kenna óbein yfirráð Sovétríkjanna á 90 prósentum af Rúmeníu, 80 prósentum af Búlgaríu og Ungverja- landi, tU helminga á móti Bretum í Júgóslaviu og að Bretar réðu 90 prósent í Grikklandi. Otþenslustefna Stalíns var þannig ekki grundvölluö á marxískri hug- myndafræði heldur var hún aðeins í samræmi við aldagamlan draum rússneska keisaraveldisins. Þetta kemur glögglega fram þegar borg- arastyrjöld geisaði í Grikklandi og Bretar börðu á kommúnistum á götum Aþenu en hinir hugmynda- fræðUegu skoðanabræður þeirra í Kreml lyftu ekki litla fingri tU að- stoðar vegna fyrrgreinds sam- komulags þeirra við breska heimsveldið. Ennfremur þegar Rauði herinn á innreið sinni í Austur- Evrópu „tafðist” við árbakka fljótsins Vistulu á meöan nasistar murkuðu lífið úr Pólverjum í Varsjá. Sáðkorn fyrir 3. heims- styrjöldina? Fyrrnefndur George Kennan ritaði grein í tímaritið Foreign Affairs í júh' 1947 sem hann undirritaði „Mr. X”. Sú grein varð víðfræg, enda endur- speglaöi hún stefnu bandarískra stjórnvalda til aðgerða Sovét- ríkjanna í Austur-Evrópu. Þessi stefna er köUuð Truman-kenningin og er fólgin í að stemma stigu við út- þenslu kommúnista með því að beita „óstöövandi, stöðugum þrýstingi til að ná því markmiði”, eins og kemur fram í hinni frægu grein Kennans. I samræmi við þessa stefnu var svo- nefnd Marshall-aðstoð 1947, sem fyrst var veitt Grikkjum og Tyrkjum. Þótt skipting Evrópu mUU austurs og vesturs ætti eftir að fest- ast í sessi áttu Bandaríkin erfitt með að sætta sig viö formlega viður- kenningu á henni tU að byrja með. Þótt George Kennan hefði haldið því til streitu að því fyrr sem skipting Evrópu ætti sér staö og stefna væri mótuð á þeim grundveUi því betra — voru mótrökin þau að með viður- kenningu slíkrar skiptingar væri sáökomum fyrir þriðju heims- styr jöldina sáð. Til að gera langa sögu stutta fannst Bandaríkjastjórn að Sovét- menn hefðu komist létt frá Póllandi og fannst ýmsum það mælikvarði á áhrifamátt Bandaríkjastjórnar eöa skort á áhrifamætti í að eiga við Sovétmenn þá. Spurningin var hvort Sovétmenn myndu ganga á lagiö, þ.e. hvort eitt varnarbelti ríkja myndi duga eða hvort það yrði aðeins stökkpallur til árásar inn í Vestur-Evrópu. Áriö 1944 þurfti Roosevelt einnig að hafa í huga sex miUjónir atkvæða pólskra Ameríkana í kosningabaráttunni. Þannig var þegar búiö að lýsa því yfir áður en striðinu lauk að Banda- ríkjamenn myndu ekki láta þá þróun sem þarna ætti eftir að eiga sér stað afskiptalausa, eða m.ö.o. huga eingöngu aö hagsmunum sínum i Norður- og Suöur-Ameríku. Þannig var fljótt ljóst að markmið þessara baridamanna í stríöinu gegn nasistum fóru á engan hátt saman, hvorki í orði né á borði. Það fyrirkomulag sem þróaðist upp í Evrópu á eftirstríösárunum í tog- streituandrúmslofti kalda stríðsins náði engu að síður að festast í sessi og verða grundvöllur að þeirri tví- hliða valdaskiptingu sem raun varð á. Sjálft kalda stríðið tók á sig ákveðna mynd og varð vígvöllur vesturs og austurs. Þar háðu baráttu sina annars vegar öfl kapitalisma, frjálsrar markaðshyggju, lýðræðis og kristindóms og hins vegar kommúnisma, einræðis og guöleysis. Sautjándu aldar lögmáhð um „cujus regio, ejus religio” fékk aukið sannleiksgildi, þ.e. trú yfirboöara varð trú þegna, sér í lagi í austur- blokkinni. Hernaöarbandalög voru stofnuð og sú einvígisstaða sem enn stendur varhafin. -H.Þ. Berlinarmúrinn frægi — eitt besta tákn um kaida strlOiO og skiptíngu Evrópu i óhrifasvœði austurs og vesturs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.