Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER1983.
13
Um helgina var mest rætt um svörtu
skýrsluna og innrætinguna. Nýjar fisk-
tegundir eiga aö koma í staöinn fyrir
þorskinn og innræting, eöa marxisk
innræting í staöinn fyrir Fomíslend-
inga og hetjur. Olöf ríka fær nú loks
makleg málagjöld.
Og þótt undirritaöur geti sagt eins og
presturinn í hinni bönnuðu bók, Þjófur
í paradís, aö hann ætli ekki aö fara að
karpa viö menn út af Paradís, þá list
almenningi fremur illa á þessi nýmæli
í sögukennslu, sumsé þá, aö kennarinn
hafi ekki sömu sagnabækur og
nemandinn, því þaö þýðir einfaldlega
þaö, aö foreldrar geta ekki lengur
fylgst meö sögulærdómi barna sinna.
Þetta minnir einna helst á þá myrku
daga, þegar guö talaöi aðeins latínu á
Islandi og þá presturinn líka, meöan
almúgi kunni ekki aðra tungu en ís-
lensku, og gat þá ekki lesið um guð
sjálfur eöa helgar bækur, heldur átti
allt sitt, sáluhjálp sína og æru, undir
þeim er rausuöu rétta latínu.
En hinum latneska guði fylgdi völd
— og auöur, -og á sama máta mun rétt
innræting í sagnfræði leiða til hentugr-
ar f áfræöi í sögu, er smám saman mun
mola þá undirstööu er íslensk
þjóöemisvitund hvílir nú á.
Fengum við af þessu nokkum smjör-
þef í útvarpinu um helgina, þegar Njáll
á Bergþórshvoli var orðinn að homma
og ýmsar dáöar kvenpersónur Islands-
sögunnar virtust einkum orönar
viötalshæfar fyrir Helgarpóstinn.
Viðbára kennara er einkum sú, aö
svo mikiö hafi bæst við sögu, eöa Is-
landssögu, aö óhugsandi sé aö kenna
hana eins og Helgakverið lengur. Ekki
hefur þessi viöbót þó veriö skilgreind
neitt nánar, enda hafa kennarar nú
aðrar bækur en þjóðin, eins og var,
meðan guð mælti á latínu. Og því fer nú
sem fer, að meðan foreldrar halda upp
á glæpamenn í sögu, munu börnin
, gæða sér á innrætingunni, þeirri
' viðbótaríslandssögu, sem hentar
Alþýöubandalaginu svo vel.
Ennógumþað.
Fiskiþing var haldiö í fyrri viku, og
niöurstaöa þess virðist vera í réttu
samhengi viö þá stefnu, er sjávarút-
vegsráðherra hefur boðað, að togurum
Reykvíkinga, eöa þéttbýlissvæða skuli
lagt, því þar sé svo gott aö fá vinnu við
annað. Virðist nú sem þaö sé ætlunin
aö ganga milli bols og höfuðs á þeirri
einu útgerö í landinu, sem ekki er þeg-
ar komin á vonarvöl Fiskveiðasjóðs og
■ ríkisfjárhirslunnar.
Smám saman viröist innrætingaröfl-
um byggðastefnunnar sumsé hafa tek-
ist aö afla viðurkenningar á einkaleyf-
um til fiskveiða; að fremja þá
kenningu, aö auölindir hafsins séu ekki
auölindir þjóöarinnar allrar, heldur
einstakra kjördæma. Hin gömlu vís-
dómsorð: Þeir fiska sem róa, á aö
leggja af, og er þegar búið að leggja af.
Leyfi eru gefin fyrir skelfiski, leyfi
fyrir síld, leyfi fyrir humri, leyfi fyrir
þessu og hinu. Og nú skal þorskurinn,
. sem hingaö til hefur verið sameign,
háöursérleyfum.
Nú á líka að úthluta honum í veiði-
hólf stjórnmálaflokkanna eöa í kjör-
dæmin. Þetta er háskaleg stefna fyrir
Suðurláglendið og Reykjavík, sem lagt
hefur þjóðinni til obbann af þeim
vertíðarfiski, sem verið hefur undir-
staöa þorskaflans frá því aö útgerð
hófst á Islandi. Á einföldu máli þýðir
þetta einfaldlega þaö, aö rækju-, skel-
fiskmiö og síldarmið veröa áfram sér-
eign kjördæmanna, en afli þéttbýlis-
togara verður hér eftir geröur aö
skiptri sameign, meö skömmtunar-
seölum.
Það skal fúslega viðurkennt, aö nú
syrtir í álinn á Islandi og aðgerða er
þörf. En ef sú regla veröur aflögð, aö
þeir fiska sem róa og í staðinn kemur,
aö þeir fiska, sem til þess hafa tilskilin
leyfi, þá líst gömlum vertíðarmönnum
ekki á blikuna. Þetta eru nefnilega at-
kvæðaveiðar fremur en fiskveiöar, eöa
verða þaö, þegar fram líöa stundir. Og
raunar gengur þetta þvert á þær hug-
myndir, lög og sáttmála, er hér eiga aö
vera í gildi; aö rétturinn til jaröar-
innar og fiskimiðanna skuli vera jafn.
Eignarrétturinn er nefnilega friöhelg-
ur á Islandi ennþá, og fiskimiöin eru
því ennþá í óskiptri sameign. Og þyrfti
endilega aö láta reyna á þaö fyrir
dómi, hvort sjávarútvegsráðuneytið
getur starfað meö þeim hætti, sem það
hefur gjört undanfarin ár í nafni
vísinda og atkvæöaveiöa.
Við, sem eldum upp úr Þjóöviljan-
um, höfum nefnilega talsveröar
áhyggjur núna af innrætingu í fiskveið-
um og sögu.
Jónas Guðmundsson
rithöfundur.
Úr klóm
nýlendu veldisins
Einræöisherrann Gairy, sem NJM
steypti af stóli 1979, var upphaflega
skipaöur forsætisráðherra 1967 af
breska nýlenduveldinu. Baráttan fyrir
sjálfstæði eyjarinnar var hörð og vax-
andi og tengd róttækniþróun meöal
æskufólks. Meginhluti sjálfstæöis-
hreyfingar sameinaöist 1973 í myndun
NJM. Margir félaganna voru marx-
istar, aörir fyrst og fremst undir áhrif-
um baráttuhreyfingar svartra í
Bandaríkjunum (Grenada er nær ein-
göngu byggö svörtu fólki). NJM skipu-
lagöi fjöldaaðgerðir. Gairy forsætis-
ráðherra kom upp hefndarsveitum til
að hafa hemil á fjöldahreyfingunni.
Meöal þeirra sem myrtir voru af
þessum útsendurum Gairys var faðir
Maurice Bishops, Rubert. Prentfrelsi
varafnumiö.
1 febrúar 1974 fékk Grenada sjálf-
stæði. Kosningar voru haldnar og tókst
Gary aö vinna þær meö stórfelldu
kosningasvindli, þó aöeins meö 340 at-
kvæöa mun. Nýlendustjórinn Gairy
ríkti áfram sem einræöisherra en veg-
ur NJM óx sem valkosturinn gagnvart
harðstjórninni.
Úr klóm harðstjórans
Gairy stjórnaði ríki sínu meö aðstoð
hermdarverkasveitarinnar (Mongoose
gang), sem ofsótti og myrti pólitíska
andstæöinga hans. Stjórnin þjónaöi
stórgróöahagsmunum Gairys og nokk-
urra annarra ríkisbubba á Grenada,
undir handarjaöri og í þjónustu
breskrar og bandarískrar heimsvalda-
stefnu.
Þegar forystumenn NJM komust að
því i mars 1979 aö Gairy hafði
skipulagt aö morösveitir hans skyldu
myröa þá meðan hann sjálfur var á
feröalagi erlendis, biðu þeir ekki boð-
anna en komu í veg fyrir f jöldamorðin
meö því aö hrifsa völdin úr höndum
Gairys. Þeir tóku útvarpsstööina m.a.
og hvöttu til þess að harðstjórinn yröi
rekinn frá völdum. I algerri einangrun
sinni var herinn lamaöur. Einn maður
féll við valdatökuna. Byltingunni var
fagnaö meö fjöldaaögerð stórs hluta
eyjaskeggja.
Frá fyrsta degi hóf byltingarstjórnin
umbætur, allt frá því að afnema bann á
prentfrelsi, bæta heilbrigðisþjónustu
og skólamenntun, tryggja rétt verka-
lýösfélaga, bæta hag smábænda og
setja lög um jafnrétti kynja yfir í þaö
aö tryggja grundvöll efnahagslegrar
framþróunar.
40% íbúa voru ólæsir (70% kvenna).
A stuttum tíma tókst aö koma ólæsi
niöurí2%.
Landi í eigu ríkisins var breytt í
samyrkjubú.
Ráöherrum var fækkaö, laun þeirra
lækkuö og þau skattlögö.
Heilbrigðisþjónustan var stórbætt
og látin ná til allra íbúanna. Fjöldi
lækna óx úr 1 á hverja 4000 íbúa í 1 á
hverja2700íbúa.
Ogþótt einkaaðilarhélduinn-ogút-
flutningsverslun áfram í eigin höndum
tókst meö inn- og útflutningseftirliti aö
lækka verö á öllum brýnustu nauðsynj-
um.
Atvinnuleysið, sem haföi verið 49%
fyrir byltingu, var komiö í 14% í apríl
1980.
Kaupmáttur jókst jafnt og þétt.
Lög voru sett um sömu laun fyrir
sömu vinnu og fæðingarorlof.
Lýðréttindi voru aukin með ýmsu
móti. Lög voru sett m.a. sem skylduðu
atvinnurekanda aö viöurkenna verka-
lýðsfélag sem 51% starfsmanna hans
voru í. Þeim sem voru í verkalýðs-
félögum fjölgaöi úr 30% í 90%.
Töluvert haföi áunnist í að auka
þátttöku og eftirlit almennings í
opinberum málum. Skipulagöar voru
almennar umræður (meö fjöldaþátt-
töku) um fjárhagsáætlun ríksins svo
eitthvað sé nefnt.
Áriö 1981 yoru sett á laggimar 6
héraösráö þarsem umræður fóru fram
mánaöarlega um tillögur og áform
stjómvalda. Þessum héraösráöum var
skipt í 30 svæðisráö sem aftur var skipt
í smáeiningar, þorp og hverfi.
Sú skipan lýðræöis sem var að
þróast og festa rætur áöur en innrás
Bandarikjanna var gerð fólst í því að
kosiö væri til þorpsráöa almennri
kosningu, sem aftur kysu til svæðis-
ráöa, en svæðisráðin kysu úr sínum
hópi fulltrúa til þjóöþings. Heildar-
skipan stjómarfars, sem átti aö
byggja á þessum grundvelli, átti aö
festa í sessi meö gerö stjórnarskrár
semvarívinnslu.
Innrás gegn framförum
Þaö var sú þróun sem hér hefur veriö
lýst, sem Bandaríkin stöövuðu með
innrás sinni í Grenada. Hversu lengi
Bandaríkjunum tekst aö bæla niður
þau þjóöfélagsöfl, sem leyst höföu úr
læðingi á Grenada í uppbyggingu nýs,
réttláts þjóöfélags, skal engu um spáö.
Allar tilraunir þjóða Karíbahafsins,
Mið- og Suður-Ameríku til að skapa sér
líf án efnahagslegrar og pólitiskrar
ánauöar bandariska risans hafa veriö
kæföar í blóði, ef undan eru skilin Kúba
ogNicaragua.
Grenada var veikasti hlekkurinn í
keðju þeirri sem myndast haföi í
Karíbahafinu og Mið-Ameríku gegn
ánauö Bandarík janna og leppa þeirra.
Hemaöarlegar ofsóknir byrjuöu
nánast strax eftir valdatöku NJM árið
1979.
Kröfum sendiherra Bandaríkjanna á
hendur Grenadastjóm að slíta stjóm-
málasambandi við Kúbu var fylgt eftir
meö vopnuðum hefndarárásum eins og
þeirri sem gerö var í júní 1980 á full-
trúa NJM á opinberum fundi.
Snemma á þessu ári fletti banda-
ríska stórblaöið Washington Post ofan
af áætlun CIA, sem komiö var í fram-
kvæmd sumarið 1981, um að skapa
efnahagsleg vandamál á Grenada í
þeirri von aö grafa undan pólitískum
ítökum Maurice Bishops.
Sumariö 1982 var haft eftir Reagan:
„Grenada er meö stimpil Sovét-
ríkjanna og Kúbu, sem gefur ærna á-
stæðu til aö ætla að hún muni dreifa
þessum vírus meðal nágrannaþjóða
sinna.”
Reagan í mars 1981: „Það er ekkert
'smáræði sem er í veöi í Karíbahafinu
og Miö-Ameríku. Þaö er hvorki meira
né minna en þjóðaröryggi Banda-
ríkjanna”.
Um þessi síðustu ummæli Reagans
sagðiMauriceBishop: „Þessiummæli
Reagans eru eins nálægt því aö vera
yfirlýsing um stríö eins og þau geta
veriö, án þess aö vera bein stríðsyfir-
lýsing. Bandarískir heimsvaldasinnar
reyndu aö byggja upp áróðursstríð á
Grenada. Þeir reyndu árás á efnahag
lands okkar. Þjóðin hratt þessum
árásum gersamlega. Svo nú verða þeir.
aö grípa til vopnaðrar árásar.”
Innrás Bandaríkjanna var þraut-
undirbúin og þaulæfö, m.a. með
prufuinnrás á aöra eyju. Aöeins var
beðiö heppilegs færis.
Tækifærið kom þegar Bernard
Coard o. fl. hófu aðförina aö Bishop,
sem leiddi til aö herforingjar undir for-
ystu Hudson Austin hrifsuöu völdin
eftir aö hafa drepið Bishop og leystu
NJM upp. Þetta bakaöi Austin og
stjóm hans slíkar óvinsældir að hún
varö aö lýsa yfir útgöngubanni. Henni
hefði verið steypt af stóli fljótlega af
þeirri fjöldahreyfingu sem vildi halda
áfram á þeirri braut sem NJM og
Bishop höföu markaö.
Þetta tækifæri gripu Bandaríkin,
áöur en ný forysta þjóöarinnar haföi
myndast sem haldið gæti áfram þeirri
uppbyggingu til hagsældar og frelsis
semhófstmeðbyltingunni 1979.
Jafnaugljóst og þaö var, aö Banda-
ríkin ætluöu inn í Grenada, er að þau
stefna á innrás í Nicaragua og á frels-
uöu svæðin í E1 Salvador og síöan á
Kúbu. Því eins og Reagan oröaöi það,
eru þessi lönd og svæöi „ógnun við
þjóðaröryggi Bandaríkjanna”.
Hvílík „ógnun” þessi lönd eru sést
best á því að sigrar og framfarir í
kjölfar þjóöfélagsbyltinganna þarna
eru ekki aöeins hvati til annarra undir-
okaöra á svæðinu heldur í vaxandi
mæli orðin fyrirmynd atvinnulausra
og kúgaöra í Bandaríkjunum sjálfum.
Berjumst gegn áframhaldandi
innrásarfyrirætlunum Bandaríkjanna
í Mið-Ameríku. Almenningsálitiö í
heiminum getur skipt miklu.
Krefjumst tafarlauss brottflutnings
Bandaríkjahers frá Grenada, alls er-
lends hers, svo íbúamir fái ráðið sín-
um málum sjálfir. Tökum þátt í for-
dæmingu heimsins á Bandaríkjunum
fyrir innrásina, til aö þeir vogi sér
siður aö hefja slík árásarstríö fram-
vegis.
28. nóv. 1983,
Ragnar Stefánsson
jarðskjálftafræðingur.
• „Þær ástæður sem Bandaríkin gáfu fyrir
innrásinni. Fréttir þeirra hluti af
hernaðaráætluninni, til þess gerðar að rugla
almenningsálitið í heiminum í ríminu.”