Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 8
DV.'ÞRIÐJUDA'GUR 6. DESEMBER1983:' Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd ANDROPOV SAGÐ- UR Á BATAVEGI OG BYRJAÐUR AÐ VINNA Háttsettur Kremlverji sagöi í gær aö Yuri Andropov, forseti Sovétríkj- anna, væri á batavegi eftir veikindi. Ekkert lét hann þó uppi um hvenær Andropov kæmi fram opinberlega næst. Andropov hefur ekki sést í þrjá mánuöi. Leonid Zamyatin, yfirmaöur alþjóð- legu upplýsingadeildar flokksins, sagöi á blaöamannafundi aö Andropov væri aftur byrjaöur störf. Var þetta síðan eftir honum haft í sjónvarpinu í aöalkvöldfréttunum. — Annars er sjaldan vikiö aö heilsufari leiötoga Sovétríkjanna í ríkisf jölmiölunum. Ekki vildi Zamyatin fara frekar út í þessa sálma undir spumingum erlendra blaðamanna og vísaði til fyrri fregna um aö Andropov hefði verið kvefaður. Sagöist hann hafa þar meö sagt allt sem unnt væri aö segja opin- berlega um máliö. Vakti þetta nokkra undrun erlendu fréttamannanna sem höföu búist viö aö óhætt væri aö taka fram aö Andropov yröi á sovéska þinginu sem kemur saman 28. desember. Enn ein bílasprengjan var sprengd í íbúðarhverfi í Beirút í gær en um 80 var bjargað særðum úr brakinu fyrir myrkur. Krefjast brott- farar útlendinga frá Ubanon — og sprengdu 300 punda sprengju við f jölbýlishús til að fylgja kröfunni eftir Af og til kvað við stórskotahríð í höfuðborg Líbanon í gærkvöldi aö liönum degi þar sem aö minnsta kosti 14 manns létu lífið í öflugri bíla- sprengingu sem komið haföi veriö fyrir við fjölbýlishús. Um miönættiö dró að mestu úr skot- hríðinni sem áður haföi lýst upp f jalls- hlíðamar suðaustur af Beirút. I tvær klukkustundir í gær haföi veriö linnu- laus skothríö milli stjómarhers Líban- onsogdrúsa. Undir nóttina haföi björgunarsveit- um tekist aö finna 14 lik og 80 særöa i rústunum eftir sprenginguna í gær- morgun. Dularfull samtök, sem kenna sig viö baráttu fyrir brottför allra út- lendinga úr Líbanon, hafa lýst sprengjutilræði þessu á hendur sér. Segjast þau vilja fylgja eftir kröfunni um brottflutninga sýrlenska herliösins úrlandi. Menn minnast þessara samtaka frá bílasprengjum, sem sprengdar vom fyrir utan skrifstofur skæruliöasam- taka PLO, áður en Þjóðfrélsishreyfing Palestínuaraba flutti frá Beirút sumarið 1982. Bandaríkjastjóm hefur ítrekað að gæslulið hennar muni verja hendur sínar í Líbanon þótt hún vildi síöur dragast inn i átökin þar. George Shultz utanríkisráðherra sagöi að órækar sannanir væru fyrir því aö Sýrlending- um heföi verið vel kunnugt um aö þeir skutu á bandarískar könnunarflugvél- ar á laugardag og haföi þeim áöur veriö tilkynnt um flug vélanna og að þær væru óvopnaðar. Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuöu þjóðanna, skoraði á alla málsaöila í Líbanon aö hætta aö beita hervaldi og treysta heldur friöinn. Trudeauá fríðarferð ísrael fordæmt ffyrir meðferð borgara á her námssvæðunum Ein af nefndum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sakar Israel um stríðsglæpi gagnvart borgurum á her- numdu svæðunum. Stjórnmálanefndin afgreiddi ályktun með 93 atkvæðum gegn tveim (USA og Israel), þar sem sagt var aö Israel væri bert að grófum brotum á Genfarsáttmálanum frá 1949 um vernd óbreyttra borgara á stríöstímum. Var þeim lýst sem stríösglæpum og alvarlegum brotum gagnvart mann- kyninu. Tuttugu ríki sátu hjá við atkvæða- greiöslu þessarar ályktunar, sem er ein af mörgum þar sem fjallað er um framkomu Israels á hernámssvæðun- um. Ein málsgrein ályktunarinnar, þar sem tilgreind voru sérstaklega 14 atriöi sem Israel er fordæmt fyrir, var samþykkt meö 85 atkvæðum gegn 20 á meðan 10 sátu hjá. Þar á meðal var innleiðing hemámshéraða í Israelsríki og vond meðferð og pyndingar á fólki í varðhaldi. .. .ein af nefndum allsherjarþings Sameinuöu þjóðanna fordæmdi í gær ísraelsstjóm fyrir vonda meðferð á borgurum á heraumdu svæöunum og þar með brot á Genfarsáttmálanum um öryggi óbreyttra borgara á ófriðar- timnm Um helgina tilkynnti Pierre Tradeau, forsætisráðherra Kanada, á ferö sinni um ríki Persaflóa aö hann ætlaði aö stuðla að því aö meiri þrýst- ingi yrði beitt á stórveldin í baráttu til aðtryggja friöinn. I Kuwait sagöi Trudeau aö það yröi aö beita meiri þrýstingi á Bandaríkin og Sovétríkin til aö árangur næðist í afvopnunarviðræðum. Trudeau hóf í október áróðursher- ferö í þeim tilgangi aö draga úr spennuástandinu á alþjóðavettvangi. Megin markmiö baráttu Tradeaus er aö fá Bretland, Bandaríkin, Frakk- land, Sovétríkin og Kína til aö hefja allsherjar viöræöur. Trudeau sagöi að honum heföi verið boðið bæði til Moskvu og Washington en hann ætlaði að fresta heimsóknum þangaö til niöurstöður lægju fyrir á ráöstefnu utanríkismálaráöherra At- lantshafsbandalagsins í næsta mánuði. Herforingjarnir afsalasér völdum í Argentínu Herforingjastjórn Argentínu hefur nú leyst sjálfa sig frá störfum og falið Reynaldo Bignone forseta fullt valda- umboö áður en hinn nýkjömi forseti Raul Alfonsin sver embættiseiö sinn á iaugardag. Yfirmenn landhers, flota og flughers komu saman í gær til að undirrita skjöl þar sem formlega var leyst upp herfor- ingjaráðið er sett var á laggirnar eftir valdarániö 1976. Þetta var þó ekki til- kynnt opinberalega því aö bíða skal þess að þingiö samþykki formlega hinn nýkjörna forseta. Yfirburöasigur Alfonsin í kosningunum 30. október var slíkur aö enginn vafi leikur á því að þingið sam- þykki kjör hans. Bignone forseti mun síðan af sala sér völdum í hendur Alfon- sin á laugardaginn næsta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.