Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER1983.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Allir gluggar opnir og Þarmagustar gefa frá sár þrumu „sound". Hljómsveitina skipa talið frá vinstri: Haiidór Jónsson bassi, Sólon Ragnarsson
synthesizer (hljóðgervill), Rikharð Fleming Jensen trommur, Ingólfur Örn Steingrimsson gitar og Pótur Jónsson gítar.
ÞARMAGUSTAR SPILA
ÚT í VEÐUR OG VIND
— „skothelt” viðtal við Þarmagusta úr Kópavogi
Þaö veröur aö viöurkennast að
Dægradvölin kváöi þegar hún heyröi
fyrst minnst á hljómsveitina Þarma-
gusta úr Kópavogi. Og ekki varö hún
minna undrandi er í ljós kom aö eitt
laga sveitarinnar heitir Ot í veður og
vind.
Þetta var eitthvaö fyrir Dvölina.
Upp á Þarmagustum varö hún aö hafa.
„Þeir eru á æfingu núna í Þinghóls-
skóla,” var okkur sagt. Við þangað.
Þegar viö mættum var alit á útopnu.
Sveitin greinilega í stuöi, „og jú, jú,
þeir vorutilírabb”.
„Ja, nafnið. Þaö kom bara skyndi-
lega upp á,” svöruöu þeir örlítið undr-
andi. „Var þaö ekki annars Pétur sem
kom meö þaö? ” bætti einn þeirra viö.
Byrjaði sem „skólaband"
Þarmagustamir eru fimm talsins,
allir úr Kópavogi. Þeir stunda nám í
Þinghólsskólanum í áttunda og níunda
bekk. Og „bandiö” byrjaði líka einmitt
sem „skólaband”.
Hljómsveitina skipa Rikharö
Fleming Jensen trommur, Sólon
Ragnarsson synthesizer (hljóðgervill),
Pétur Jónsson gítar, Ingólfur öm
Steingrímsson gitar og Halldór Jóns-
son bassi.
Hljómsveitin var stofnuð fyrir þrem-
ur mánuðum. „Þetta átti upphaflega
aö vera flippband og risaband, skipaö
um tólf mönnum meö tvö trommusett,
f jóra gítara og allt í þeim dúr.”
„En æfingarnar fóru eingöngu í að
stilla gítara þannig aö þetta datt upp
fyrir og við ákváðum aö fækka í hljóm-
sveitinni.”
í grúppunum Sex, IMippon
og Te fyrir tvo
Þeir hafa allir veriö í öörum grúpp-
im áður eins og til dæmis Sex, Nippon
og Pétur er reyndar enn trommuleik-
ari hljómsveitarinnar Te fyrir tvo.
En hvaö æfa Þarmagustamir oft?
„Þaö er nokkuð misjafnt. Stundum á
hverjum degi en stundum koma hlé á
milli. Viö æfum þó örugglega um tólf
kvöld í mánuði.”
Nokkrir þeirra eru stundum í hand-
bolta, einn í hestamennskunni og þá
grípa þeir oft í borðtennisspaöa. „En
hljómsveitin er þó aöalhobbíiö okkar.”
Eitt laga Þarmagusta nefnist 17—11.
Sú nafngift kom er þeir Rikki og Ingó
voru aö spila borðtennis í „opnu húsi” í
Þinghólsskóla.
Pétur kom aö og kallaði til þeirra
hvort þeir heföu ekki gott nafn á tak-
teinum. Þeir Rikki og Ingó héldu aö
hann væri aö spyrja um stööuna og
svömöu 17—11. Þar með var nafniö
komiö.
Lög Þarmagusta eru „instru-
mental"
„Þú mátt endilega geta þess aö þaö
var ég sem var yfir,” skýtur Rikki inn
í.
. Lög Þarmagusta eru „instru-
mental” eins og það er kallað. Ekkert
sungið. — Hvers vegna?
„Viö höldum því nú fram aö þaö sé
ekki til nógu góöur söngvari fyrir
okkur.”
I sömu andránni og þetta var sagt
mátti heyra raul ungmenna fyrir utan.
„Þarna sérðu. Þeir em margir sem
vilja komast aö sem söngvarar.”
— Hvaöa tónlistarstefnu hefur
flokkurinn? „Þaö hefur verið deilt um
hvers konar tónlist viö spilum. Sumir
hafa kallað þaö þarmarokk.”
Hlustum mikið á Bítlana
„Okkar stefna er þó einfaldlega sú
aö spila eins melódíska músík og við
getum. Hafa þetta eitthvaö sem hlust-
andi erá.”
— Einhver erlend fyrirmynd? „Nei,
engin sérstök. Viö höfum allir gaman
af léttri popptónlist, hlustum til dæmis
mikiðá Bítlana.”
— Nú var talsverður hávaöi þegar
þiö spiluöuö áöan. Menn ekkert aö
veröa heymarlausir?
, ,Haaaa, haaaa, hvaö sagöirðu? ”
Léttir strákamir í Þarmagustum og
við óskum þeim alls hins besta í fram-
tíðinni og birtum hér myndir af þeim í
„tónum og tali”. -JGH
Hór eru það þeir Pótur, Dóri og Sólon sem „senda tóninn", Lagið sem verið
var að spila hafði ekki hiotið nafn. Menn voru þvi snarir i nafngrftunum.
Dœgradvöl skyldi það heita.
Eftir lagið Rósareggi fór illa fyrir
einum kjuðanum hans Rikka eins
og sjá má. Brotnaði og verður ekki
notaður meira. „Gefur sig með
timanum þegar slegið er fast."
DV-myndir: GVA.
Trukk sett á tækin og lagið Út i veður og vind hljómar fallega. Ekki vantar tHþrifin hjá þeim Rikka og Ingó.
Þess má geta að öll lögin, sem sveitin spilar opinberlega, eru eftir þá Þarmagusta. Sannkölluð gustukaverk.
Kærustur þeirra Póturs og Ingó, þær Halla Hilmarsdóttir og Auður Jónas-
dóttir, voru á staðnum, nýkomnar af snyrtinámskeiði. Og þvi ekki að æfa
sig iþvi á meðan karipeningurinn sér um tónana. Með þeim á myndinni er
einn kunningi þeirra Þarmagustsmanna, ívan Burkni ívanson, að fyigjast
með. En sjálfur spilar ívan mikið á gitar.