Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER1983. 15 Menning Menning Hcnni Onnu þykir svo vænt um Inngafa sinn. Anna og langafi bralla og malla Langafi druilumallar. Texti og myndir: Sigrún Eldjárn. Iflunn, Reykjavfk, 1983, Sigrún Eldjám er einkar snjall og hugmyndaríkur teiknari. Hún sendir nú ungum bókaormum skemmtilega myndabók sem heitir Afi drullumallar. Langafi er næstum blindur en hann passar önnu Utlu 4 ára á daginn þegar pabbi og mamma eru í vinnunni og til þess nýtur hann aðstoöar hundsins Jakobs. Þessi þrjú bralla ýmislegt saman en hámark frásagnarinnar er drullumall langafa og Önnu. „Anna sér strax aö langafi er alveg frábær drullu- kökubakari. Hann býr ekki til neitt venjulegar drullukökur heldur alveg æðislegaflottar.” Anna hefur langafa útaf fyrir sig, hann segir sögur og tekur þátt í leikj- um. Bam sem hefur slíkan félaga er ekki á flæðiskeri statt, það er gamall langafi sem hefur barn aö passa ekki heldur. Það eru víst margar litlar Önn- ur og margir gamlir afar í þjóðfélag- inu sem væra ánægðari með h'fið ef þau hefðu tækifæri til þess aö vera saman og passa hvort annað eins og Anna og Bamabækur Hildur Hermóðsdóttir langafi gera. Þessi bók minnir okkur á það. Texti bókarinnar er hvorki marg- brotinn né langur en ber vott um góðan skilning á hugarheimi barnsins og hæfir vel í myndabók. Eg kom aðeins auga á einn hnökra í málfari hans. Samkvæmt minni máltilfinningu er rangt aö segja svona: „Jakob ratar hvert hann á aö fara”. . . Er ekki talað um að rata einhver ja leið eða aö öðmm kosti vita hvert á a ö f ara? Myndirnar í bókinni eru eins og textinn í léttum dúr og vinnsla þeirra og mótíf einföld. Þær eru skýrar og ná örugglega vel til þeirra sem þær eru ætlaöur. Pappír bókarinnar er góður og mun duga vel litlum fingrum. HH. HVER VAR HANN? Leer-Slavesen, Paul: TIL FUIMDAR VIÐ Jesú frá Nasaret. íslensk þýðing: Rúna Gísladóttir. Rvik, Æskan, 1983. Bókaútgáfa Æskunnar hefur hafið útgáfu á bókaflokki sem nefndur er Til fundar við.. .. , sem ætlaður er börn- um og unglingum. Ætlunin er aö þess- ar bækur f jalli um fólk sem haft hefur mikil áhrif á aðra sem víðast um heim- inn á ólíkan hátt og á mismunandi tím- um. Það sem þessir aðilar eiga allir að eiga sameiginlegt er að áhrifa þeirra gæti enn þanri dag í dag. Jesú frá Nasaret er söguhetja fyrstu bókarinnar í þessum flokki. Það er enginn vafi á því að hann hefur haft gífurleg áhrif á fólk um allan heim og áhrifa hans gætir enn þann dag í dag. Þau eru siðferðilegs eðlis fyrst og fremst og líklega endurspeglast mikil- vægi hans í þeirri staðreynd aö fjórir menn sáu ástæðu til að skrá frásagnir af lífshlaupi hans hér á jörð sem eru eins og allir vita innihald Nýja testamentisins. Bókin um Jesú er norsk og höfundur hennar er guðfræöingur þar í landi, Paul Leer—Salvesen aö nafni. Hann hefur starfað sem fangaprestur og auk þess skrifað nokkrar bækur fyrir ung- menni. Þar á meöal er bókin Vængbrotinn sem hlaut verölaun norska menntamálaráöuneytisins árið 1981. Höfundur fylgir nokkurn veginn þræði frásagnarinnar af lífshlaupi Krists hér á jörö eins og því er lýst í Biblíunni. En munurinn er fyrst og fremst sá á þessari lýsingu og lýsing- um biblíunnar aö höfundur leitast við aö skýra ýmis atriði sem lesendur biblíunnar leiöa kannski ekki hugann að, og krakkar skilja kannski ekki eöa vita ekki. Höfundur reynir að lýsa því aö Kristur hafi verið maöur, ósköp venjulegur maöur í útliti a.m.k., en hann hafi búiö yfir einstökum eigin- Puul Leer- SuJvesen ; ÆSKAN leikum sem geri það aö verkum að hans sé minnst enn þann dag í dag sem eins áhrifamesta einstaklings mann- kynssögunnar. Utgáfa ævisagna fyrir börn og ungl- inga hefur ekki mikiö verið stunduð hér á landi. Þó minnist ég bókaflokks sem Setberg gaf út og fjallaði um merka menn. Þess vegna áUt ég gagn- legt og skemmtilegt að reyna að fylla aðeins upp í það tómarúm sem fyrir hendi er á markaðinum. En það veröur aö segjast eins og er aö það aö ætla aö gera jafnstórbrotnum og áhrifamikl- um manni, eins og Kristur hlýtur að hafa veriö, á 104 blaösíöum, skil. er mikil bjartsýni. En áhrif bókar-_ innar hljóta að vera þau aö lesendur velti þessum manni fyrir sér og reyni að gera sér einhverja grein fyrir hon- um og því hvaða áhrif hann hefur haft á heimsbyggðina. Þýðing Rúnu Gísladóttur er aö minni hyggju allgóö, en aöeins virðist mér þó bera á stirðu málfari sums staðar. En slíkt er kannski óeölilegt aö gagnrýna, aö frumtextanum óséðum. sh Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 92. og 95. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni hesthúsi við Kaldárselsveg Hafnarfirði, tal. eign Hallgríms Jóbannessonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar og Péturs Kjerúlf hdl. á eigninni sjálfri f östudaginn 9. desember 1983 kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 87., 92. og 95. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni fasteign við Krisuvikurveg Hafnarfirði, tal. eign Gísla Þorkelssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri f östudaginn 9. desember 1983 kl. 14.15. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 92. og 95. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni fasteign við Krísuvikurveg Hafnarfirði, tal. eign Fisko hf„ fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri föstudaginn 9. desember 1983 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 92. og 95. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni fjárhúsi við Kaldárselsveg Hafnarfirði, tal. eign Trausta Tómassonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri f östudaginn 9. desember 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. DREKAROG smAfuglar NÝ SKÁLDSAGA EFTIR ÓLAF JÓHANN SIGURÐSSON driíkar 0(í SMÁFUGLAR ■ í þessari miklu skáldsögu leiðir höfundur til lykta sagnabálk sinn af Páli Jónssyni blaðamanni, sem hófst með Gangvirkinu (1955) og hélt áfram með Seiði og hélogum (1977). Einn örlagaríkasti tími í sögu þjóðarinnar er magnaður fram í andstæðum fortíðar og nútíðar, þjóðhollustu og þjóðsvika. Lesendur fá loks að vita full deili á Páli Jónssyni og um leið er brugðið upp margbrotinni mynd af íslensku þjóðlífi á fimmta áratugnum þar sem kímilegar persónur og atvik fléttast inn í alvöruþrungna samfélagskrufningu. Ritsafn Ólafs Jóhanns Sigurðssonar ómissandi í bókasafnið. Mál cjefum qóðar bcekur og menning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.