Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1983, Blaðsíða 14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER1983.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Kirkjubraut 3 Njarðvík, fer fram á
eignlnni sjálfri að kröfu Útvegsbanka Islands, Verslunarbanka Is-
lands, Guðjóns Steingrímssonar brl., innheimtumanns ríkissjóðs, Guð-
jóns Á. Jónssonar bdl. og Haralds Blöndal brl. föstudaginn 9. des. 1983
kl. 15.00.
Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Barrholti 23, Mosfellshreppi, þingl. eign
Emils Adolfssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 7.
desember 1983 kl. 16.30.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Keflavík
Auglýsing um tímabundna umferðartakmörkun í
Keflavík;
Frá fimmtudeginum 8. desember til laugardagsins 31. desem-
ber 1983, að báðum dögum meðtöldum, er vöruferming og af-
ferming bönnuð á Hafnargötu á almennum afgreiðslutíma
verslana.
Á framangreindu tímabili verða settar hömlur á umferö um
Hafnargötu og nærliggjandi götur ef þurfa þykir, svo sem tek-
inn upp einstefnuakstur eða umferð ökutækja bönnuð með
öllu. Verða þá settar upp merkingar er gefa slíkt til kynna.
Keflavík. 5. desember 1983.
LÖGREGLUSTJÓRINNIKEFLAVÍK.
A THUGIDI
JÓLAGJAFAHANDBÓK II
fylgir á fimmtudag
Menning Menning Menning
Djöfulskapur
í bragga
Einar Kárason.
Þar sem djöflaeyjan rís.
Skáldsaga.
Mál og menning, 1983
Fyrsta skáldsaga Einars Kárasonar
Þetta eru asnar Guðjón vakti verðuga
athygli fyrir ferskan stíl og röskleg
efnistök. Að því leyti bregst Þar sem
djöflaeyjan rís ekki vonum manna.
Frásögnin er iðandi af lífi, krafti og
fjöri; málfariö frumlegt, óheflaö og líf-
rænt. Höfundur hefur sótt á brattann
og færist nú meira í fang en áður.
Metnaðurinn augsýnilega nægur.
Einar sækir efni sitt til 6ta áratugar-
ins og lýsir mannlífi í kampi, bragga-
þyrpingu sem herinn skildi eftir í lok
stríðs. I sögumiðju er fjölskylda
„Gamla hússins” sem er fáránlegur
húskumbaldi í braggahverfinu miöju.
Þar búa Karólína spákona og Tommi
kaupmaður ásamt sæg af börnum á
öllum aldri. Strákar eru ærið
rúmfrekir í sögunni. Fyrst smápattar
og hrekkjusvín. Síðan gæjar og rokkar-
ar. Að auki kemur fjöldi persóna við
sögu, margar hverjar harla skraút-
legar. Gott dæmi er Hreggi kúluvarp-
ari, sem setur heimsmet með of léttri
kúlu, eöa hjónin Tóti og Fía, sem eiga
milljónir í erlendum bönkum en tíma
ekki að éta. Allar tengjast þessar per-
sónur „Gamla húsinu” og íbúum þess
á einhvern hátt. Það er einskonar afl-
miðja braggalífsins og þar með sög-
unnar.
Höfundi tekst vel upp í lýsingu eldra
fólksins. Mynd þess er skýrari og dýpri
én til dæmis rokkaranna sem aðeins
birtast í töktum, orðum og æði. Sögu-
efni eins og Diddi, sem styttir sér
aldur, og Grjóni, verðandi lögreglu-
skelmir, eru lítiö nýtt. Ekki er laust viö
að sagan setji ofan við það því
braggabarniö og rokkarinn eru ólíkt
áhugaverðari en aldamóta- og kreppu-
kynslóðir sem fengið hafa fyrir ferðina
svo áratugum skiptir í íslenskum bók-
menntum.
Bókmenntir
Matthías V.
Sæmundsson
I sögunni eru litríkar lýsingar á sam-
skiptum braggabúa innbyrðis og við
umheim sem stendur ógn af kampin-
um enda almælt að þar búi aöeins
misindismenn, drykkjurútar, mellur
og brjálæðingar. Kampurinn er
líkastur bannsettri veröld — djöflaeyju
— enda er tilvera hans infernal í aðra.
röndina. I sögunni býr ærsladraugur
líkt og í fyrri skáldsögu Einars en vald
hans er þó takmarkaö því harmleikur-
inn er ætíö skammt undan. Persónurn-
ar lifa á ystu nöf. Skítur, örbirgð, of-
beldi og geðveiki eru daglegt brauð',
.þeirra, hluti af hvunndeginum. Barn
fargar sjálfu sér, geðsjúk kona brennir
sig inni, kvenmanni er nauðgað og þar
fram eftir götunum. En um leið býr
kampurinn yfir vissum töfrum sem
menningarlegri samfélög hpfa ,ekki.
Mannlíf hans er frumstætt, grósku-
mikið og f jölskrúöugt, mannfólkiö meö
lit. Höfundur dregur ekki dul yfir
skuggahlið braggalífsins, sársaukann
og viðbjóðinn, en sýnir jafnframt
kraftinn sem í því býr.
Málflaumur
og mynd
1 Þar sem djöflaeyjan rís reynir
Einar Kárason að draga upp raunhæfa
og breiða mynd af ákveðnu tímabili
sem heldur hefur verið hljótt um.
Sögulegur áhugi hans veldur því að á
köflum bera upplýsing og fræðsla
annað ofurliði. Þó er saga hans hvorki
andlaus eftirlíking né lipur frétta-
mennska. Hann hleður saman efni og
bindur það á fagmannlegan hátt, stíl-
færir atburði og persónur, og sýnir
dirfsku í málnotkun. Hann fer frjáls-
lega með sögutíma, bregður stundum
á leik sem minnir á Hundrað ára ein-
semd og slíkar sögur. En engu að síður
þykir mér gæta listræns stefnuleysis í
byggingu verksins, oft er því líkast
sem frásögnin sé spunnin án leiðar-
ljóss eöa innra samhengis.
1 upphafi fellir höfundur frásögn sína
að mynd: „Gamla húsið” er kjarni eða
miöja hrings, ljós í miðju myrkurs sem
er braggahverfið: Og þarna var ljósið:
I gluggum þessa gráa húss sem hét
Gamla húsið alveg frá þeim degi, þeg-
ar það reis upp af mölinni”.
Frásagnarefnið bendir á og nýtur góðs
af geómetrískri mynd með almenna ef
ekki goösögulega merkingu. Höfundur
tákngerir frásögnina og gefur henni
dýpt í líkingu við þá sem einkennir
suður-amerískt tilfinninga- og furðu-
raunsæi. En þegar frá líður týnist
þetta form í frásagnarflaumnum með
þeim afleiöingum að textinn verður
heldur einfaldur og skýrslukenndur á
köflum. Höfundi tekst ekki aö endur-
nýja raunsæisformiö þrátt fyrir aug-
ljósa viöleitni í þá átt. Engu að síður er
Þar sem djöflaeyjan rís krefjandi
skáldsaga sem fengur er að á bóka-
markaði þessa árs. MVS
Hann mætti gjarnan halda oftar á...
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Hó-
skólabíói 1. desember.
Stjórnandi: Klauspeter Seibel.
Einloíkari: Jean-Pierre Wallez.
Efnisskrá: Johannes Brahms: Sinfónía nr. 3 í F-
dúr op. 90; Fiðlukonsert í D-dúr op. 77;
Akademiskur hátíðarforleikur op. 80.
I tvennum skilningi var það vel
viöeigandi að setja Brahmsdagskrá
Sinfóníuhljómsveitarinnar á fyrsta
desember. Ekki vantar nema dag upp
á eitt hundrað ára afmæli Þriðju
l sinfóníunnar, sé miðað við frumflutn-
ing og Akademiski forleikurinn
hljómar sjaldnar betur en á þessum
degi hvers helgi stúdentar hafa varð-
veitt öðrum Islendingum betur.
Stundum gæti maður haldið að
mönnum þætti Þriðja sinfónía Brahms
þeirra ómerkilegust vegna þess að hún
er styst. Eða hvernig á annars að út-
skýra þá skavanka sem fram komu í
flutningi hennar, og urðu til þess að
skemma annars heldur góöan heildar-
svip. Það voru til dæmis hrein óþarfa
mistök hjá homaliðinu, þyngdin á
botni lúðranna, sem ekki voru beinlínis
á eftir en héngu á köflum á slaginu, og
óskiljanleg ósamstilling í flautum og
reyndar hálfgerður tætingur í trénu
öUu, sem oUi því að hin vel úthugsaða
túlkun Seibels naut sín ekki sem
skyldi.
Hafi einhverjum tónleikagesta ekki
veriö kunnugt um sniUd fiðluleikarans
Jean-Pierre WaUez fyrir, þá voru þeir
víst ekki í nokkrum vafa að tónleikun-
um loknum. Það var því Ukast að
maðurinn hefði sáralítið fýrir fjölgrip-
um og erfiðum hlaupum og öðrum
þeim steinum sem Brahms leggur í
götu fiðlungsins. Og ekki er tónn
snUUngsins af verri sortinni — þéttur,
safaríkur og hlaðinn mýkt. En það er
Tónlist
Eyjólfur Melsted
eitt sérstakt og heldur óvenjulegt við
þennan snjalla fiðlara. Hann spilar
með hljómsveitinni. Hann lætur sig
semsé varða hvað er að gerast hjá lið-
inu fyrir aftan sig á sviðinu og lætur
velþóknun í ljós ef honum þykir
stuðningurinn góður. Þess þarf tæpast
að geta að sUkir menn hrífa hljóm-
sveitina með sér til hins hæsta flugs.
Strengirnir voru kannski íviö of
dempaðir í meðleiknum í fyrsta
kaflanum, en muna verður Uka að
sjaldan er of varlega fariö þegar
hljómur Háskólabíós er annars vegar.
í feikna ham
I upphafi miðkaflans sýndi hljóm-
sveitin hve firnavel hún getur spUaö.
Ber þar einkum að nefna þá sem mest
bar á, leiðandi óbóleikara, aöra tré-
blásara og svo homin. 1 heUd var þetta
magnaður flutningur á Fiðlukonserti.
Brahms.
Svo þegar kom að Akademiska for-
leiknum var hljómsveitin komin í
feikna ham. Hún spilaði aUvel.
Hljómur lúðranna, sem nú njóta þess
að mega blása út, var voldugur og
breiður, en þeir ekki að sama skapi
léttstígir. Klauspeter Seibel er stjóm-
andi sem hefur góö tök á hljómsveit-
inni og hann er íslenskum tónleika-
gestum mjög aö skapi. Hann mætti •
gjaman halda oftar á písknum — ég
meina tónsprotanum, frammi fyrir
hljómsveitinni okkar. eM
BÚUM SYSTKINUM OKKAR SAMASTAÐ
Þriðjudaginn 6. desember kl 21 - GAMLA BÍÓ: KLASSÍSK TÓNLIST - flytjendur: PÉTUR
JÓNASSON gítar - SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR fiðía - GARÐAR CORTES - JEAN
BENNETT GIORGETTI - KRISTINN SIGMUNDSSON ásamt kór og hljómsveit íslensku
óperunnar - hljómsveitarstjóri: MARC TARDUE - kynnir: GUÐMUNDUR JÓNSSON
/ ..
SÓLHEIMAR í GRÍMSNESÍ
Verð aðgöngumiða: Kr. 250.-
S ÖFNUNA RNEFNDIN
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA í SKÍFUNNIOG GAMLA BÍÓI
ALLT LISTAFÓL.KIÐ GEFUR VINNU SÍNA
YFIRUMSJÓN: ÓTTAR FELIX HAUKSSON
PÁLMI GUNNARSSON