Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER1983. 13 þau ævintýrafyrirtæki sem eru aðeins til í krafti þess að þau geti fengiö vinnuafl okkar á niðursettu verði. Og hvað um það? Vinnutímabrjálæðið Síðara aðalmarkmið launafólks er aö vinnutíminn sé innan hæfilegra marka, þannig að það geti notið eðli- legs fjölskyldulífs, félagsstarfa og annarra tómstunda. Ohóflegur vinnu- tími hefur lengi dulið þá staðreynd að svonefnt „ófaglært fólk” fær alltof lág laun, dulið þann gífurlega launa- mun sem ríkir hérlendis. Hvað er það annað en svínarí að einn maður skuli þurfa aö vinna 16 tíma á sólar- hring til að fá helming eöa fjórðung tekna annars manns, jafnvel þótt sá síðamefndi hafi setið nokkrum árum lengur á skólabekk eða standi ofar í snobbstiganum? Þriðja afleiðing Guðmundur Sæmundsson A „Þá er komið að okkur, þessum ræfils al- mennu félögum, sem aldrei nennum að mæta á sýningarfundi embættismannakerfis- ins.” vinnuþrælkunarinnar hefur verið sú að við erum 50 árum á eftir ná- grannaþjóöunum í húsnæöismálum. Og fleira má vafalaust tína til. Allt þetta eru vissulega næg rök til að sú krafa verði sett á oddinn að laun fyrir dagvinnu hækki stórlega svo að yfirvinna geti lagst niður. En þaö kemur annað og meira til. Vax- andi tölvu- og tæknivæðing styttir vinnutímann sjálfkrafa. Þess er þegar farið að gæta að fyrirtækúi' þurfi færri hendur til að afkasta jafn- miklu eða meira en áður. Fylgi þess- ari vinnutímastyttingu ekki stór- hækkun dagvinnulauna mun það valda gífurlegri kjaraskerðingu og fátækt fjölda fólks og koma á lagg- irnar hróplegri stéttarskiptingu en hér hefur áður þekkst. Nýtt embættismannakerfi Aðalmarkmiðin tvö hafa í sjálfu sér oft komið fram. En hvers vegna hefur þá hvorki gengiö né rekið að nálgast þau? Þessu má kannski svara á ýmsa vegu. En ég hef mitt svar á reiðum höndum, og ég held aö þaö sé hreint engin einkaskoðun mín. Þær stofnanir og þau kerfi sem hafa tekið að sér að vinna að fram- gangi hagsmunamála okkar hafa ekki aöeins farið rangt að og oftlega mótað ranga stefnu. Þau eru sjálf þyggð á röngu skipulagi, skakkri verkaskiptingu og hafa gjörsamlega misst sjónar á tilgangi sínum. I eðli sínu áttu þessi fyrirbæri að auka lýðræði, færa valdið í síauknum mæli frá örfáum ráðamönnum til fólksins. En það hafa þau ekki gert. Þvert á móti hafa þau þjappað valdinu saman inn í sín eigin embættis- mannakerfi þar sem örfáir einstaklingar hafa öll völd. Lýðræðið hefur snúist upp í andstæöu sína. En jú jú sei sei, nafninu skal. samt haldið. „Lýðræöi” skal það heita, rétt eins og „Lýðræðislega mið- stjómarvaldið” í Sovétríkjunum og leppríkjumþeirra. íslenska Solidarnosc Verkafólk í Póllandi fann sér leiö út úr andstæðunni, stofnaði sina „Solidarnosc” — sína eigin verka- lýðshreyfingu, utan við flokksmýlt embættismannakerfi þeirrar sem fyrir var. Ef til vill erum við ekki komin á það stig hérlendis að slik aðgerð sé nauðsynleg. En heiti hinna pólsku samtaka felur í sér leiðsögn til okkar. Við getum hafnað and- stæðunni í islenskri launþega- hreyfingu einmitt meö samstöðu. Ekki þeirri tegund samstöðu sem embættismannakerfið básúnar og felst í samstöðu toppanna og sam- stöðu við „þjóðarhag” og pólitíska flokka. Nei, með samstöðu fólksins sjálfs um sínar eigin kröfur og um endurreisn lýöræðis í sínum eigin samtökum. Fyrstu stig slíkrar bar- áttu gætu t.d. verið þau aö svipta embættismannakerfi launþegasam- takanna réttinum til að ráðskast með kjör fólks í samningarviðræðum í lokuðum sölum ríkissáttasemjara í Reykjavík og taka samningamálin í eigin hendur. Þetta má gera með einföldum fundarsamþykktum í hverju einstöku félagi, en þaö kostar þá lika þaö aö hafa sig á slikan fundi og vera ófeiminn við að ganga gegn skoðunum foringjanna. Þeir eru ekki heilagir þótt þeim finnist það kannski stundum s jálfum. Getur Alþingi bætt úr? Á siðari stigum baráttunnar þarf svo að gjörbreyta öllu skipulagi launþegahreyfingarinnar og þeim reglum sem gilda um starfsemi innan hennar. Eg hef því miður ekki lengur neina trú á að slík skipulags- breyting verði að veruleika á meöan núverandi flokksnjörvað embættis- mannakerfi ræður þar ríkjum. Sjálfs síns vegna vill þetta kerfi sem allra minnstar breytingar í lýðræðisátt. Eg hlýt því að styöja það að löggjafinn taki hér í taumana. Þeir sem þar sitja ættu ekki síður að vera „full- trúar fólksins” en embættis- mennimir í launþegahreyfingunni. Og alþingismenn hafa þó þann kost umfram embættismenn launþega- kerfisins aö þeir þurfa af og til aö sækja sér stuðning almennings í kosningum. Slík fim heyra mjög til undantekninga hjá verka- lýðsforkólfunum eins og alþjóð veit. Guðmundur Sæmundsson verkamaður. aö ekki var til þeirra ráöa gripiö sem hann taldi nauðsynleg og svo er kom- iðsemkomið er. Ekki var síöur raunalegt hverjar viötökur aðvaranir hins hógværa og hámenntaða vísindamanns, dr. Vil- hjálms Skúlasonar, fengu. Þegar hann skýrði frá niðurstöðum vísinda- manna sem höfðu rannsakað áhrif kannabisefna og komist aö þeirri niðurstöðu að vemleg neysla þeirra leiddi í mjög mörgum tilfellum til neyslu sterkari eiturlyfja og hefði raunar ein sér stórskaðleg áhrif á neytendurna stóð ekki á andsvörum. Otal málsvarar eiturlyfjanna skrif- uðu langhunda í blöö með háðsyrðum um viövaranir vísindamannsins, og fæstir fjölmiðlar sáu nokkra ástæðu til þess að gera honum og sjónarmiö- um hans hærra undir höfði en þeirra sem vitað var að stunduðu dreifingu eiturlyfja og neyslu enda sumir þeirra tengdir fjölmiðlum. Þáttur fjölmiðla Störf þeirra manna, sem við fjöl- miðlun vinna, em geysilega ábyrgöarmikil. Allir sem til nútíma- f jölmiölunar þekkja vita hve áhrifa- mikil og miskunnarlaus hún getur verið. Þeir menn sem við f jölmiðlun starfa gera iðulega allt i senn, ákæra menn, dæma þá og framfylgja dómi> Stundum em bæði ákæra og dómur á þann veg að veiklundaðir menn geta ekki risið óskemmdir undir. Menn geta aö vísu leitað réttar síns gegn þessum sjálfskipuðu dómurum fyrir öðrum dómstólum, en oftast eru þeir litlu nær, niðurnítt mannorð rís ekki að nýju viö meiöyröadóm. Þannig em þessir menn oft á tíðum jafnáhrifamiklir gagnvart einstakl- ingnum og dómari í réttarsal. Þó er engrar sérstakrar skilgreindrar menntunaraf þeim krafist og þaðan af síður eru gerðar til þeirra skil- greindar siöferðiskröfur. Þeim leyfist að ganga á skítugum skónum, yfir mannorð manna, aðeins ef þeim þóknast það. Nú má enginn skilja orð mín svo að ég sé að láta að því liggja að stétt blaöamanna sé eitthvert samansafn óþokka. Því fer fjarri, enda eru þetta yfirleitt bestu menn og vel vaxnir starfi sínu. Eg er aðeins aö benda á þá einföldu staðreynd að þaö hefur myndast óbrúað bil milli áhrifavalds þeirra og þeirra grundvallarkrafna sem gerðar eru til annarra þegna þjóðfélagsins sem svipuð áhrif hafa. Þetta bil getur reynst hættulegt og hefur orðið þaö í vissum tilvikum. Fjölmiölamenn láta gjarna svo sem þeirra hlutverk sé ekki að dæma, heldur sjá til þess aö sjónar- miö komist á framfæri. Þetta er dula sem yfirleitt glittir í gegnum. Hver einasta ákvörðun þeirra er í raun ákveðinn dómur, ákveðin vísbending til annarra þegna þjóðfélagsins. Því get ég þessa þegar eiturlyfin ber á góma aö ég minnist þess aö eitt sinn fyrir fjölmörgum árum, þegar nokkrir góðir menn héldu aö unnt væri að nota fjölmiðla til þess að vara við hættunni af ófögnuðinum, þá spuröi ég einn af ráðamönnum fjölmiðils hvernig á því stæði að þeim skyldi ávallt hleypt aö sem reyndu að rífa viðvaranirnar niður. „Það er engin ritskoðun hjá mér,” svaraði hann stoltur á svip. Satt er það að ekki er ritskoðun góð — en mér er nær að halda að hún sé ekkert verri en eiturlyfjafár. Og með „frjálslyndi” sínu átti þessi áhrifamaður þátt í því að brjóta nið- ur tilraunir manna sem sáu hvað koma myndi. Mér er nær að halda að hlutur fjölmiðla sé litlu betri í því eiturlyfjafári sem nú gengur yfir en sinnulausra löggæsluyfirvalda. Nú á að skipa nefnd Og nú er komin fram á alþingi til- laga þingmanna úr öllum flokkum um aö skipa nefnd í málið. Sú nefnd á víst að vera einhvers konar sam- starfsgrundvöllur löggæsluaöila. Við því er ekki nema gott eitt aö segja. En ef háttvirtir þingmenn halda að þeir geti eitthvað friöaö samvisku sina eða haft áhrif á þróun mála með sinni gamalkunnu aðferð að skipa nefnd, þá eru þeir á herfilegum villi- götum. Líklega þarf allt annað frek- ar að gera í þessu máli en að skipa nefnd. Það er verið að afgreiða fjárlög. Hvað skyldu þessir fulltrúar allra flokka leggja til aö lagt veröi fram af fjármunum á næsta ári til þess að annast löggæslu á þessu sviði? Skyldi verða hægt að tvöfalda tölu hasshundanna, hafa þá tvo? Það er fróðlegt að sjá hverja þörf háttvirtir telja á því að finna eitthvað af eitur- lyfjunum áður en þau leggja ung- menni i gröfina, eða hvort nefndar- skipunin ein á að duga. Þaö eru líka býsna áleitnar spurn- ingar sem vakna þegar fréttir berast af lokum eiturlyfjamála. I raun virðist það svo að sömu eiturlyfja- smyglaramir séu í sífelldum förum milli landa. Fyrir því virðist ekki haft að taka þá úr umferö, og ein- hverjar undarlegar reglur virðast gilda um ákvörðun refsinga. Erlend- is fá menn því þyngri dóma hlutfalls- lega sem afbrotið er stærra. Hér gantast löggæslumenn með „magn- afslátt” ef nógu miklu er smyglaö. Það er kominn tími til þess að menn geri sér grein fyrir því að fólk sem smyglar eiturlyfjum í stórum stíl til landsins er ekki bara vandræðamenn á villigötum. Þetta eru stórglæpamenn, sem setja á á bekk með morðingjum og þeirra lík- um, enda leiðir verknaðurinn oft til manndráps, ekki endilega að yfir- lögðu ráði heldur í hagnaöarskyni. Magnús Bjarnfreðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.