Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER1983. Útlönd Útlönd Utlönd Utlönd Umsjón: Herdís Þorgeirsdóttir Vill stefnu um „minni hefnd” gegn kjamorkuárás — um hugmyndir McNamara, fyrrum vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, í afvopnunarmálum Þaö hefur víst ekki farið fram hjá neinum aö afvopnunarmál eru efst á baugi á vettvangi alþjóöastjórnmála um þessar mundir. Meö tilliti til þeirrar staðreyndar aö mannkynið býr við tilvist 40 þúsund kjarnaodda hafa margir lagt hönd á plóginn til aö setja fram hugmyndir sem leitt gætu til einhverrar lausnar á sviöi afvopn- unar. Einn þeirra manna er Robert McNamara, sem var vamarmála- ráöherra í tíö Kennedys og Johnsons. Hann hefur sett fram nokkrar til- lögur sem hann telur aö gætu veriö spor í áttina að afvopnun þótt hann taki þaö skýrt fram aö slíkt gerist ekki í einu vetfangi. McNamara segir að gengið sé út frá þeim forsendum aö kjamorku- vopn séu til staðar í pólitískum til- gangi, ekki hernaöarlegum annars vegar, og hins vegar að hvorki Bandaríkjamenn né Sovétmenn vilji gera nokkuö sem dragi úr stöðug- leika sem hvor aöili um sig grund- vallar fráfælingarmátt sinn á. Því næst segir McNamara aö meö þessar forsendur í huga skuli afvopnunar- viðræður grandvallaöar, sem og allar áætlanir í hemaöi, stríöi, skipu- lagningu herafla og vopnasmíði. Tillögur McNamara verða reif- aöar lauslega hér. Hann gerir annars vegar ráö fyrir að þær gætu oröið að leiðarljósi í afvopnunarviöræðum og hins vegar era þetta hugmyndir sem hann telur Bandaríkjastjóm geta staðið aö einhliöa eöa í samvinnu við bandamenn sína í Atlantshafsbanda- laginu: 1. Viöræöur um að draga úr hlut- falli kjarnaodda, miðaö viö skot- palla, meö það takmark aö hvert vopn hafi eigi meira en ehu kjamaodd. Því fleiri kjarna- oddar sem hver aöili býr yfir, sé forsendan um nákvæmni til staðar, því meiri möguleiki að ef annar aðili skyti fyrst og grandaði skotpöllum hins og drægi því úr endurgjaldsmögu- leika þess sem fyrir árásinni verður. Þannig segir McNamara aö Sovétríkin gætu freistast til að sk jóta fyrst en ef hvor aðili byggi aðeins yfir eins kjarnodds vopnum væri þessi áhætta úr sög- unni. 2. Hafna þeirri stefnu að endur- gjald fylgi þegar í kjölfar viövörunar um kjamorkuárás. McNamara segir aö þaö sé engin hætta á aö ekki sé hægt aö endurgjalda árás síðar, en viövörun um árás geti verið slys eöa misskilningur. Hann segir að Scowcroft-nefndin svo- kallaöa hafa sýnt fram á þaö að vopnakerfi Bandaríkjanna séu ekki eins berskjölduö og áöur var haldið fram, því aö þótt kjam- orkuvopnum á landi væri grand- aö gæti Bandaríkjastjórn enn byggt endurgjaldsgetu sína á Pólariskafbátunum og sprengi- flugvélum. 3. Gefin sé út yfirlýsing að ekki veröi um endurgjald árásar aö ræða fyrr en upptök hennar séu augljós, stærð hennar og mark- miö árásaraðila. McNamara kallar þessa stefnu „ekkert endurgjaldþartil...” 4. Styrkja stjómunar- og eftirlits- kerfi. Þetta er mjög mikilvægt atriöi, segir McNamara, og bendir á aö þau skref sem Banda- ríkjastjóm hafi tekið í þessum tilgangi séu aðeins brot af því sem þurfi að gera — því aö þaö sé grandvallaratriði að hafa stjóm á heröflunum óháð því hversu mikla árás er um aö ræða. 5. Hafna „aftökustefnunni”, þ.e. nauösynlegt, segir McNamara, aö gefa út yfirlýsingu þess efnis aö stjómunar- og eftirlitsstööv- um andstæöings veröi hlíft — meö slikri yfirlýsingu er hægt aö draga úr þeirri „freistingu” aö verða fyrri til að gera árás og jafnframt aö gefa honum mögu- leika á aö ljúka kjarnorkustriði, sé sh'kt hafið á annaö borö. 6. Styrkja heföbundna herafla. Þrátt fyrir tímabil efnahags- öröugleika segir McNamara að meö samþykkt NATO um aukna fjárveitingu til hemaðar sé sá möguleiki til staðar að efla hefö- bundnar varnir svo aö um muni. Telur McNamara slíkt mikil- vægt, þar sem það hækki kjarn- Robert McNamara, fyrrum varnar- málaráðherra Bandarfkjanna. Pólaris-eldflaug 1 . .....................’.......1 Bandarískur M1 skrfðdreki á æfingu í Vestur-Þýskalandf. orkuþröskuldinn og dragi úr líkum á þvi aö kjarnorkuvopn veröi notuð þegar í upphafi árásar inn í Vestur-Evrópu. 7. Gefa strax út yfirlýsingu þess efnis að kjarnorkuvopn verði ekki notuð fljótlega né fyrst í heraaðarátökum. Segir McNamara aö eins og málum sé nú háttaö, þ.e. hvemig kjam- orkuvopn era staösett á austur- vígstöðvum í Vestur-Þýskalandi og í því felist sú áhætta aö þau verði notuð fljótlega í upphafi heraaöarátaka. McNamara segir aö nauösynlegt sé aö gefa út yfirlýsingu þess efnis aö hefö- bundinni innrás verði mætt af hálfu NATO meö hefðbundnum herafla. Kjarnorkuvopnin veröi síðan notuö þegar eða ef hefö- bundnar varnir bresta eöa sem lokaúrræöi. Segir McNamara að stjómmálamenn í Evrópu skilji ekki rökin fyrir slíkri yfirlýsingu og telji aö meö þessu móti sé hefö- bundinni innrás Sovétríkjanna hreinlega boöiö heim. Bendir hann á aö sú stefna aö kjarnorku- vopn verði ekki notuð fljótlega, þ.e. fyrr en hefðbundnar vamir bresta, sé liður af hemaðar-1 stefnu NATO um sveigjanleg við- brögð (eöa ,/lexible response”, þótt sú stefna geri ekki ráö fyrir aö það sé yfirlýst stefna aö.NATO verði ekki fyrra til aö grípa til kjamorkuvopna — innskot: H.Þ.). Þá bendir McNamara á aö sú hemaðarstefna sem NATO bygg- ir á, þ.e. „sveigjanleg viðbrögö” hafi upphaflega gert ráð fyrir miklu sterkari hefðbundnum her- afla en raunin hefur orðið á. 8. Tiiíaga um að leiðtogar NATO- rikjanna gefi yfirlýsingu þess efnis að innan fimm ára veröi hefðbundinn herafli bandalags- ins þaö sterkur aö hægt verði aö taka upp þá stefnu aö NATO verði ekki fyrra til aö nota kjara- orkuvopn í stríði. > McNamara viöurkennir að þessi tillaga feli í sér ákveðnar þversagnir, þar eö, ein grund- vallarhugsun virkrar fráfæling- ar sé óvissan um hvort NATO veröi fyrra til aö grípa til kjara- orkuvopna ef átök hafa brotist út. Engu að siður segist McNamara ekki telja slíka frá- fælingu mjög trúverðuga, þar eð allir viti hversu mikil endur- gjaldageta Sovétríkjanna sé og þar af leiði sú hugsun að fárán- legt væri að grípa til kjamorkuvopna sem myndi leiða yfir ríki bandalagsins gereyö- ingu. Segir McNamara að æ minni fráfæling sé fólgin í ögrun- inni um gagnkvæmt sjálfsmorð. 9. Bandarikjastjóra ætti að ráðfæra sig við bandamenn sína og aftur- knlln síðan heiming þeirra sex þúsund kjarnaodda sem nú eru til staðar í Vestur-Evrópu. 10. Taka upp þá kjaraaodda, sem staðsettir eru á austurvígstöðv- unum, og staösetja þá innar eöa aftar. Með þessu móti eru kjam- orkuvopnin ekki eins berskjölduð í upphafi sovéskrar árásar inn í Vestur-Evrópu, segir McNamara. Auk þess er minni hætta á að ákvarðanatökuaðilar innan NATO verði fyrri til að nota þau fljótlega eða áöur en þeim veröur grandað. 11. Að fá Sovétmenn til að sam- þykkja það i viðræðum að komið verði upp kjaraorkuvopnalausu svæði á tæplega 100 kílómetra svæði beggja vegna austurvíg- stöðvanna . Segir McNamara að slík hugmynd virki sannfærandi á báöa aðiia um aö hægt sé aö hafa meiri stjóm á hlutunum. 12. Stuðla beri að einhliða stöðvun á þróun vopna sem auki á óstöðug- leika og hafa ekkert fráfælingar- gildi. Undir slík vopn flokkar McNamara nifteindasprengjuna, MX eldflaugina, sem hann telur hafa of marga kjamaodda, og Pershing n, sem hann segir ógna stjórnunar- og eftirlitsstöðvum í augum Sovétmanna. Ostöðug- leiki þessara vopna, samkvæmt skoöun McNamara, er aö Sovét- menn telji þau svo ögrandi aö þeir gætu freistast til aö granda þeim. 13. Viðræður um bann vopna í geimnum. McNamara telur aö nógu erfitt sé aö hafa stjórn á gangi mála hér á jörðu niöri þótt vígbúnaðarkapphlaupið teygi ekki anga sína einnig út í geim- inn. Bæöi tengir hann aukinn kostnað sem og aukinn óstööug- leika þessum þætti. 14. Kjaraaoddar. t þeim tilgangi aö enginn gæti skotiö kjarnaoddi nema meö ákveðinni raf- eöa tæknistýringu sem kæmi beint frá forseta. Segir McNamara aö væri þessum útbúnaði komið fyrir í kjamorkuvopnakerfum bandamanna yröi næsta skref að fá Sovétmenn til aö koma viðlíka búnaöi upp í sínum vopna- kerfum. 15. Að taka upp viðræður við Sovét- ríkin um alhliða bann á prófun kjarnorkuvopna í staö takmark- aös banns sem nú er í gildi frá 1963. Slíkt bann meö tilheyrandi eftirlitsráöstöfunum mun auka öryggi Bandaríkjanna og ann- arra aöila NATO, segir McNamara. 16. Styrkja allar áætlanir um stöðv- un dreifingar á kjaraorkuvopn- um. Segir McNamara aö bæði NATO-ríki og Sovétríkin veröi aö spyma á móti því að hryðju- verkasamtök komist yfir kjarn- orkuvopn. Hann segir að aukiö aðhald veröi aö vera meö útflutn- ingi á tækniþekkingu frá NATO- ríkjum til ríkja sem enn ekki búa yfir kjarnorkuvopnum. Segir McNamara Sovétríkjunum það til hróss aö í þessum málum hafi þau staðið sig betur en Vestur- veldin. 17. Ræða möguleikann á því að koma upp sameiginlegri miðstöð margra ríkja til að veita upplýs- ingar og hafa stjóra á spennu- ástandi. Vísar McNamara á hug- mynd Sam Nunn, öldunga- deildarþingmanns frá Georgíu, um slíka miðstöö. Er hér um að , ræöa hugmynd um miöstöð, þar sem saman era komnir sérfræö- ingar frá aöildarríkjum beggja hernaöarbandalaganna. Miöstöö þessi væri opin allan sólarhring- inn allt áriö um kring og á þann hátt gæti verið beint samband milii stöðvarinnar og stjórnvalda viökomandi ríkja. Slík „varö- hundastöð” mundi draga úr spennu í samskiptum stórveld- anna um leiö og hún mundi draga úr þeirri hættu sem t.d. kjarn- orkusprenging á alþjóöavett- vangi gæti orsakað, að sögn McNamara. 18. Setja fram stefnu um „minni hefnd”. Hér vísar McNamara til hugmyndar fyrrum samstarfs- manns síns á Kennedy-tíma- bilinu, McGeorge Bundy, sem segir aö kjamorkuárás skuli mæta með minni hefnd, í staö þess aö refsingin jafngildi glæpn- um. Rökin fyrir þessari hug- mynd er aö allt veröi að gera til aö stöðva k jamorkustríö og þessi stefna mundi koma í veg fyrir að um stigmögnun stríðsins yröi aö ræöa. Meö því aö styrkja stjóm- unar- og eftirlitsstöðvar og bíða meö aö svara árás þar til upptök hennar eru ljós, er hægt að bregðast við af skynsemi, segir McNamara. Ef stefnan um „minni hefnd” en árás yröi yfir- lýst stefna mundi þaö ekki draga úr fráfælingarmætti NATO, aö mati McNarpgra, á þeirri for- sendu að sá skaöi sem Sovétríkin (eöa annar hugsanlegur árásar- aðili) biöi við endurgjald, þótt í minna mæli væri, hefði meiri kostnaö en ávinning af árás í för með sér. Þessar hugmyndir Roberts McNamara eru ekki tíundaöar hér vegna þess að þær þyki í einu og öllu raunhæfar, heldur til að varpa ofurlitlu ljósi á þær marg- víslegu spurningar sem tengjast afvopnunarvandanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.