Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 34
DV. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER1983. 42 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DANSOG BORÐTENNIS í jólaskapi í jólamánuði, segjum við í DvöUnni nú þegar aðeins sextán dagar eru tU jóla. Og að sjálfsögðu bjóðum við ykkur góðan og þægUegan fimmtu- dag, félagar og vinir góðir. Við dönsum í kringum borðtennisborð að þessu sinni, fjöllum um dans og borðtennls. Hvort tveggja iþrótt sem mUljónir manna stunda sem dægradvöl. Fyrst lítum við inn í Broadway og tökum Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur, dans- kennara og danshöfund, tali. Hún er ásamt vinkonu siimi, Herborgu Beradsen, höfundur dans sem nefnist cobra. En sá dans hefur vakfð mUda athygU að undanförnu. Þá er það ping-pongið. Við förum í Laugardalshöllina á æfingatima ungs fólks í borðtennisfélaginu Erninum. Fullt af fjörugu fólki sem slær hvitu kúluna yfir netið. Texti: ién G. Hauksson Myndir: Einar Ólason og GunnarV. Andrésson Barátta i öllum borðum hji unglingunum i borðtennisfólaginu Erninum i Laugardalshöll. Starfsemi Arnarins er gróskumikil og margt áhugasamt borðtennisfólk er nú að koma fram á sjónarsviðið. Þjálfari unglinganna er Gunnar Finnbjörnsson. D V-mynd: G VA Þær voru ekki i vandræðum með að svara fyrir sig i borðtennisnum, þær Anna Lára Þórisdóttir og Hanna Arnardóttir. Hér er„sú hvita"send tilbakameð tilþrifum. DV-mynd: GVA „Mjög skemmtilegt” — fylgst með þeim Önnu Láru Þórisdóttur og Hönnu Amardéttur í „ping-ponginu” Þær Anna Lára Þórisdóttir og Hanna Arnardóttir létu sig ekki muna um það að bjóöa tveimur ungum herra- mönnum byrginn í borðtennis er Dægra- dvölin skoraöi á þær að gera slíkt. Þær tóku „spöðum saman”, ef svo má segja, og síðan var kúlan látin „hafa sinn gang” með snúningum og „smössum”. „Eg byrjaði í borðtennis er ég var á Landspítalanum. Þar er borðtennis- borð sem varö til þess að kveikja áhugann. Eg ákvað svo aö fara hingaö í unglingatímana hjá Erninum í haust,” sagði Anna Lára. Hún sagðist ekki vera í neinum öðr- um íþróttum. „Læt borðtennis duga í bili.” Um það hvort hún ætlaði að vera í borðtennis áfram sagðist hún búast við því. „Þetta er skemmtileg íþrótt. ” Hanna Amardóttir byrjaði í borö- tennis í nóvember í fyrra. Hún er aðeins 10 ára gömul. „Nei, nei, þaö er ekkert borðtennis- borð heima. Eg fékk áhuga á borð- tennisnum er ég fór að fylgjast með vinkonu minni sem æfir hér hjá Ernin- um. Eg fór þá bara líka. Sannarlega kraftmiklar og líflegar stúlkur, Anna Lára og Hanna. -JGH Spilum í frímínútum — rætt við Gunnar Þér Valsson, tvöfaldan Reykjavíkurmeistara íborðtennis „Besti vinur minn æfði borötennis hér hjá Eminum og hann fékk mig út í þetta,” sagði Gunnar Þór Valsson, 14 ára, er við trufluðum hann í borðtenn- isnum. Kunningi Gunnars þarf örugglega ekki að sjá eftir því að hafa fengið hann í borötennis. Gunnar varð nefni- lega tvöfaldur Reykjavíkurmeistari í borðtennisnýlega. Gunnar er úr Garðabænum. Og það er með hann eins og Jón H. Karlsson, hann byrjaði að fikta í borötennis í skólanum, Garöaskóla. Borðtennis hjá Erninum hefur hann æft í sex til sjö mánuði. „Það er svo mikill áhugi núna, þegar við spilum í írímínútum, að maður nær ekkiborðilengur.” Gunnar er ekki aðeins í borðtennis. Hann spilar líka handbolta og fótbolta meö Stjömunni í Garöabæ. Reyndar á hann ekki langt að sækja iþróttaáhugann. Faðir hans, Valur Tryggvason, spilaði knattspymu í Val og bróðir hans, Valur Valsson, er meistaraflokksmaður í knattspym- unni. Auðvitað í Val. -JGH í> Gunnar Þór Valsson er ekki i vandræðum með þessa sendingu. Gunnar er sonur Vais Tryggvasonar, fyrrum knattspyrnumanns í Val. DV-mynd: GVA. Lipur piltur, Jón H. Karlsson. Hór undirbýr hann „smash". Þess má geta að Jón er sonur Karls Jóhannssonar sem lengi spilaði handknatt- leik með KR. D V-m ynd: G VA „Borðtennis og golf fer mjög vel saman” —segir Jén H. Karlsson sem spilar golf, handbolta og borðtennis „Eg er búinn að spila borötennis í um þrjú ár og hef mjög gaman af þessari íþrótt,” sagði Jón H. Karlsson, einn af unglingunum sem æfa borðtennis hjá borðtennisfélaginu Erninum. Jón er aðeins 14 ára og þykir vel liö- tækur borötennisleikari. Hann er sennilega þó þekktari fyrir árangur sinn í golfíþróttinni. En þar þykir hann mjög efnilegur, er með 8 í forg jöf. En hvernig fer golfið og borðtennis saman? „Mjög vel finnst mér. Það er ákveöin mýkt í báöum íþróttunum.” Jón sagðist oft spila borötennis í skólanum, Breiöholtsskóla, og þar byrjaði áhuginn. „Leikum oft borö- tennis í frímínútum.” Heima hjá sér spilar hann viö föður sinn og bróöur. En þess má geta að fað- ir hans er Karl Jóhannsson, fyrrum handknattleiksmaður í KR. Því má svo bæta við í lokin að Jón spilar einnig handbolta með IR. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.