Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER1983. 15 Menning Menning Menning Menning Aðventutónleikar Mótettukórsins Tónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju í Kristskirkju 4. desember. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Einsöngvarar: Margrót Bóasdóttir, Elfsabet Waage, Garðar Cortes, Halldór Vilhelmsson. Konsortmeistari: Rut Ingólfsdóttir. Á ofnisskró: Aðventusálmar, latneskar lof- gjörðarmótettur og kantatan: Schwingt froudig ouch ompor, eftir Johann Sebastian Bach. Þegar aö aðventu líöur færist mikið fjör í allan kirkjusöng. Aðventukvöld í nærri öllum kirkjum, þar sem kórinn og organist- inn bera hita og þunga dagsins, eru auglýst vítt og breitt. En aðeins fáir halda sérstaka aðventutónleika. Mótettukór Hallgrímskirkju, sem starfað hefur undir væng Listvinafé- lags Hallgrímskirkju um skeiö hélt aðventutónleika sína i Kristskirkju í Landakoti, ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum. Á skömmum tíma hefur Hörður Áskelsson drifið upp góðan kór. Virðist kórinn að hluta skipaður allreyndu fólki. Radd- imar eru öruggar, sérstaklega undirraddir, en sópran verkar ekki jafn-styrkur. Kom það þó ekki fram nema tvívegis, í Lofsöng Maríu eftir Johann Eccard og í upphafskór Bachkantötunnar. Þegar kórinn var endurtekinn í lok kantötunnar bar ekki á veikleikum sópransins og þykir mér því líklegt að minni reynsla þeirra en annarra radda hafi valdið. En stíll og söngmáti kórsins Tónleikar Eyjólfur Melsted bera með sér að þar er unnið bæði af viti og alúð. Hljómsveitin skilaði sínu verki snyrtilega. Henni var ekki ætlað áberandi hlutverk, en hennar stuðn- ingur reyndist góður. Oboe d’amore, tvö sem nýkomin em til landsins, voru á köflum fullhávær, en það hlýtur að breytast þegar menn átta sig á notkun þeirra. Margrét Bóasdóttir, sem hljóp í skarðið fyrir Sigríði Gröndal, skilaði sínu hlutverki með sóma. Li.mdum minnir rödd hennar mig á bjartan drengjasópran — nokkuð sem af mörgum er talið afar eftir- sóknarvert til kantötu- og messu- söngs. — Elísabet Waage fór einnig vel með sitt litla en kref jandi althlut- verk. Halldór söng léttilega og þar með skemmtilega og beinlínis lék sér í hæðinni. Söngur Garðars verkaði aftur á móti svolítið yfirdrifinn, einkum í byrjun, en Garðar söng annars af öryggi. Mótettukór Hallgrímskirkju sýndi að af honum er mikils að vænta, haldi hann áfram á sömu braut. Þegar Hallgrímskirkja verður loks' fullsmíðuð þarf þá ekki að kvíða þeirri hliö sem söngmál nefnast þar á bæ. -EM. 500 HLEÐ5UIR SPARNAÐUR ÞÆGINDI CADMCA VönduÓ teppi í úrvali 100% ullarteppi Lengi má prýöa fallegt heimili 100% gerviefni Blanda af ull og acril komid tfppa rupim sjón er OG SKODID SÍÐUMÚLA 31 - REYKJAVÍK • SÍMI 84850 SÖGU RÍKARI iT%Mföstudaga kl. 9—20, UHIt* manud--f,mmtud- kL9“ 19-[ laugardaga kl.9-16. I HELGAB Matinn X b“ &T A/lar vörur á markaðsverði. JL-PORTIÐ NÝ VERSLUN ALUÍGARNI GRILLRÉTTIR ALLAN DAGINN RETTUR DAGSINS OPIÐ Á VERSLUNARTÍMA GLÆSILEGT ÚRVAL HÚSGAGNAÁ TVEIMUR HÆÐUM RAFTÆKI - RAFLJÓS og ráfbúnaður. Raftækjadeild | II. hæð. ve fnín Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála NYJUNG! EUROCARD Jli ' Jón Loftsson hf. /A A A A A A * I ÍU L_ Ci Ú1 ZO ;f.T Iílqcccj LJ L- U □! VllJ' iiuiuriMMtaiiwuiii Hringbraut 121 Sími 10600 LUGTIR á/eiði ástvinanna Kerti fyrir/iggjandi. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er Raftækja- verzlun Kópavogs h/f Hamraborg 11 Kópav. Sími43480.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.