Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER1983. 11 íslandssögukennsla í grunnskólum: Gloppur í sögunni stafa af fjárskortl — segir Kennarasamband íslands Islandssögukennsla í grunnskólum hefur veriö nokkuö til umræðu aö und- anförnu og því haldið fram aö stórum hlutum sögunnar sé nú sleppt úr við kennslu. Á blaðamannafundi sem Kennara- samband Islands hélt í gær kom fram að umræður þessar hafa ein- kennst af þekkingarleysi, hleypidóm- um og rangfærslum. Það sanna í málinu sé aö á undanförnum árum hafi nýtt námsefni í Islandssögu verið að koma á markaðinn en vegna fjárskorts hafi enn ekki tekist að spanna yfir öll tímabil sögunnar. Þar sem þessar gloppur eru verði kennarar að notast við gamlar og úreltar Islandssögu- bækur og þar sem þær uppfylla ekki nútímakröfur sem gerðar eru til náms- efnis sé alltaf hætta á að þessi svið sögunnar verði útundan. Ennfremur var bent á aö það sé ekki nein nýlunda að einhverjum köflum sögunnar sé sleppt í kennslu, slíkt hafi tíðkast í áraraöir enda ógjömingur að gera allri Islandssögunni skil. Hvaða kafla Islandssögunnar sé lögð áhersla á sé undir hverjum og einum kennara komið. Varöandi nýja námsefnið var bent á að það sé þannig úr garði gert aö það hvetji lesandann til frekari kannana á efninu upp á eigin spýtur og jafnframt til umræðna. Þarna sé mikill munur á miöaö viö gamla námsefniö sem sé að mestu í upptalningarformi og höfði því ekki lengur til nemenda. Þá kom fram aö fyrir spamaðar- sakir sé þaö liðin tíð að hvert eitt barn eigi sína kennslubók heldur séu þær til staðar í skólunum og nýttar þannig ár eftir ár. Þetta hafi vissulega í för með sér að foreldrar fylgist ekki eins vel með hvaö verið sé að kenna baminu og gæti eitthvað af fyrmefndum misskiln- ingi um Islandssögukennslu í grunn- skólum verið sprottinn af þessum sökum. -SþS. Fri vigsluhátlðinni á laugardag. Náttúrufrœðistofan er i kjallara hussins að Digranesvegi 12. D V-mynd: Einar Ólason Náttúruf ræðistofa Kópavogs vígð: Hef ur að geyma stærsta skeljasafn landsins Náttúmfræðistofa Kópavogs var opnuð viö hátíðlega athöfn um helgina. Náttúrufræðistofan er í kjallaranum að Digranesvegi 12. Það var forseti bæjarstjórnar Kópavogs, Bjöm Olafs- son, sem opnaði hana formlega. Aödragandi að stofnun Náttúru- fræðistofunnar má segja að sé frá árinu 1976, þegar Kópavogsbær keypti mikið safn skelja og kuöunga af Jóni Bogasyni. 1 safninu eru á annað hundraö nýjar tegundir skelja sem fundist hafa hér við land. Þær hafa ekki sést á söfnum hérlendis áður. Skeljamar og kuðungarnir í safninu eru einnig erlendis frá. Mun safnið vera það stærsta sinnar tegundar hér- lendis og þótt víðar væri leitað. Náttúrufræðistofan mun standa í nánum tengslum við skólana í Kópa- vogi. Forstööumaður þess er Arni Waag, líffræðikennari í Kópavogi. -JGH JOLA- TILBODIN HUOMAVEL -en hvernig hljóma „græjurnar"? NAD - hljómtækin sem hin tækin eru dæmd eftir! NAD5120 Plötuspilari PERFORMANCE TABLE 123456789 Ðuild quality Armquality Feedback isoiaton Ease of use Appearance& tinish PERFORMANCE TOTAL SOUND QUALITY VALUE FOR MONEY 94% 94% NAD7120 Magnari PERFORMANCE TABLE 123456789 Build quality Power output FM sensitivity Ease of use Appearance & finish PERFORMANCb TOTAL SOUND QUALITY ~ VALUE EOR MONEY Popular Hi-Fi Magnarar ársins í Danmörku s.l. 3 ár. I--s_ n Ö Ö Rhss|P?©hb <ö Grand Prix sigurvegarar s.l. 4 ár. •aðöoo: Hvers vegna mæla allir með Boston Acoustic? „Boston Acoustic A40 eru litlir hátalarar sem veita mikiðfyrir lágt verð“. Audio „Boston Acoustic A40 standast fyllilega samanburð við margfaldlega stærri hátalara í mikið hærri verðflokkum". NewYorkTimes „Boston Acoustic A40 eru tvímælalaust einhverjir allra hagkvæmustu hátalarar sem við höfum kynnst í lengri tíma“. stereo Review Sound Quality Value for £ Boston Acoustics A40 90% 93% Popular Hi-Fi VL Þeir sem gera kröfur til tónlistar versla við okkur. TRIMMGALLAR í MIKLU ÚRVALI LOS ANGELES, verð 1.955,- Hettugallar í stærðum 34— 36. Litir: blátt, Ijósblátt, gult, rautt. SANTA PÓLÓ, FIMM í SETTI, verð 2.686,- Jakki, buxur, vesti, bolur og stuttbuxur. StærðirS —XL. Litir: grátt/gult, grátt/blátt/grænt. Einnig fyrirliggjandi skór l stíl. SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA38 SÍMI 83555.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.