Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 18
DV. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER1983. víð f sen f . BUeigendur —■ seljum efni tíl að þrifa bílinn, svo sem bón o. fí., sem nánast vinna sig sjálf, þú ert aðeins þátttak- andi. Leitaðu upplýsinga Alsprautum, blettum og réttum bíla. Sérhæfum okkur í að gera bíla söluhæfa. Ef þú átt einn slíkan, komdu þá með hann ímeðferð hjá ÁFERÐ. Þú færð það margfa/t ti/baka. Greiðsluskilmálar. 10% afsláttur af alsprautun i desember og janúar. ÁFERÐ H/F Heildsala-smásala Funahöf öa 8. SÍMI 85930 Verð sem erfitt er að trúa — en er samt rétt. Baldwin Orsel 2 borð og pedall með innibyggðum skemmtara Verð frá kr. 23.500- STG. Verö Opið frá kl. 13-18 m Hljoötæraversiun Æ PdimRS ÆRNh H-f1 -L- ÁRMÚLA38 —SÍMI 32845 Við erum ekki stærstir en stærsti þáttur okkar er persónuleg þjónustá Drífa Skúladóttir. Hún er einn starfsmanna okkar sem sér um heimilistryggingar og ökutækjatryggingar og farangurstryggingar og svo framvegis. Hafðu samband við Drífu umtryggingu. Það hefur kosti í för með sér að eiga viðskipti við lítið tryggingafélag með persónulega þjónustu. % HAGTRYGGHVG HF Suóurlandsbraut 10,105 Reykjavik, sími 85588. TAKTU TR/GGINGU - EKKIÁHÆTTU Menning Menning Menning Fátt af einum Fátt af einum. Höfundur: Geirlaugur Magnússon. Útgefandi: Skókprent, Reykjavik 1983. Ekki veit ég hvort Geirlaugur beinir tali sinu til gagnrýnenda þegar hann gefur 5. bók sinni heitið Fátt af einum. Víst gæti það veriö því að þótt Geir- laugur hafi nú gefið út fimm ljóðabæk- ur og birst hafi eftir hann ljóð og þýðingar hefur fátt heyrst af einum á þeim vettvangi sem fjallar um skáld og yrkingar þeirra. Ekki veit ég hver er ástæðan. Hugsanlega er hluta skýringarinnar aö leita í því að Geir- laugur hefur ekki róið á miö viður- kenndra aflaforlaga ljóðabókamiö- anna. Sumar bækur sínar hefur hann gefið út sjálfur og þessi er útgefin af Skákprentil Hvað sem því h'ður er víst að taka ber yrkingar Geirlaugs alvarlega og af léttúð því það gerir hann sjálfur. Hann hefur margt til að bera sem skáld sem akkur er í og sumt fágætt. Bókmenntir Bergþóra Gísladóttir Reynsluheimur Geirlaugs Ljóö Geirlaugs segja frá sérstakri reynslu hans. Og það getur verið jafn- forvitnilegt fyrir þá sem að einhverju leyti deila þeirri reynslu með honum og hina að kynnast þeirri veröld sem skáldskapur Geirlaugs dafnar í. Hinir fyrmefndu eiga ef til vill einhverjum erindum þar ólokiö. Hinir síðamefndu þurfa á þvi að halda til að vera betur undir það búnir að skilja meöbræöur sína (og kannski meðsystur.) Geir- laugur hrærist í útjaöri sléttunnar miklu sem róttæklingar sjötta ára- tugarins tjölduöu á. Of skáldlegur til að vera róttækur á þann máta er þá átti við og of róttækur til að vera eigin- legt skáld. Mörg ljóða hans lýsa vist- inni í þessum tjaldbúðum. Geirlaugur er í skáldskap sínum í senn leitandi að sjálfum sér og orðum og formum til að segja það sem er ill- segjanlegt vegna þess aö það er kannski frekar grunur en vissa. Mikið Sígildar unglingabækur Vaia og Dóra, saga fyrir börn og unglinga. Höfundur: Ragnheiöur Jónsdóttir. Útgefandi: löunn, Reykjavík 1983. Bókaforiagiö Iðunn hefur nú um nokkurra ára skeið sent frá sér endurútgáfu á bókaflokki Ragn- heiðar Jónsdóttur um þær stöllur Dóru og Völu. Bókin í ár heitir ein- mitt Vala og Dóra. Þar sem í hlut á einn af okkar allra fremstu bama- bókahöfundum, langar mig að f jalla Utillega um bækumar og höfund þeirra ef verða mætti til upprifjunar fyrir þá, sem eins og ég lásu bækum- ar sem böm og til fróðleiks fyrir hina sem yngri em og eru nú að kynnast þeim í fyrsta skipti. Ragnheiöur Jónsdóttir (fædd 1895 og dáin 1967) skrifaöi skáldsögur fyrir böm og unglinga auk leikrita og smásagna. Eftir hana Uggja einnig verk ætluö fullorðnum. Bækumar um Völu og Dóru greina frá lífinu í Reykjavík um og eftir stríð. Þær eru samtímasögur sem lýsa umhverfi og viöhorfum síns tíma. Og þær gera meira en að lýsa því að þær taka til umfjöUunar ýmis brennandi mál samtíöarinnar svo sem fátækt og það misrétti sem af henni leiðir. Sérstaklega er henni hugleikið að fjaUa um þaö ranglæti sem felst í misjafnri aðstöðu bama til náms og mennta. Bækur Ragn- heiðar eru því á sinn hátt virkt inn- legg í þjóðmálaumræðuna og það er augljóst hverjir eiga samúð höfund- ar. Þroskasaga ungra stúlkna Bókaflokkurinn um Dóru og Völu og vandamenn þeirra hefur aö geyma 8 bækur. Sex eru sagöar frá sjónarhóU Dóru og tvær frá sjónar- hóU Völu. Lesandinn fær að fylgjast með uppvexti þeirra, við leik og störf. ' Ragnheiður karni vel að nýta sér þá eiginleika sem frásagnarmáti bókaflokks býður upp á. Persónur hennar þroskast með hverri bók, rétt eins og maður getur ímyndað sér að eigi sér stað meö lesandann. Aðal- persónurnar Vala og Dóra búa við ólík kjör. Dóra er sólskinsbarn. Hún er einkabam vel stæðra foreldra, heilbrigð, glöð og kraftmikil stúlka. Og það sem mestu máU skiptir á hún tU aö bera heUbrigt verömætamat, þrátt fyrir aUt dekrið og drambiö, sem hún elst upp við. Foreldrar Dóru eru ekki óUk Arlandshjónunum í Atómstöð Halldórs Laxness. Pabb- inn athafnamaöur, sem græöir m.a. á stríðinu en stendur á vissan hátt föstum fótum í tilverunni varðandi veigamikil atriöi. Móöir hennar er aftur á móti raunveruleikafirrt kona sem á sér ekki annan tilgang með h'f- inu en að njóta ávaxtanna af ,,dugn- aði” bónda síns. Hún er snobbuö, smámunasöm og upptekin af sjálfri sér. Kjölfestan í uppeldi Dóm er föður- amma hennar sem býr á heimiUnu. Hún hefur ekki sagt skUið við verðmætamat bernsku sinnar en það dugir henni. Vala býr við óh'kar aðstæður. For- eldrar hennar eru fátækt verkafólk. Omegð þeirra vex með hverju árinu sem Uður. Sagan gerist á þeim tíma Bókmenntir Bergþóra Gísladóttir Ragnheiður Jónsdóttlr. þegar enn var talað um heiðarlega fátækt. Viðhorfin gagnvart fátækt voru þannig önnur en nú. Enda birt- ist hún sjónum manna á annan máta. Eitt dæmi úr bókinni Vala sýnir okkur þetta glögglega. Þar segir frá því þegar Helga gamla nágranni Völu hittir hana í fiskbúöinni. HeimUi Völu er bjargarlaust og hún hafði hugsað sér að biðja fisksalann um lán en kjarkinn brestur þegar á á aðherða. (bls. 11) — Eg hef enga aura, segir Vala kjökrandi. — Hefurðu enga aura, vesUngur- inn, segir Helga og opnar budduna sína. — O, farðu með brönduna, hróið mitt, segir Einar gamU. — Eg þekki upphafiö á þér. For- eldrar þínir eru sómafólk, og ég var með honum afa þínum tíu vertíðir á skútu. Það var nú karl í krapinu á þeim dögum og er reyndar enn. Og þá er ekki að tvUa handbragðið, hreinasta dægrastytting að rölta upp í holt og líta á steinana hjá honum. Og Einar gamli heldur áfram aö tala á meöan hann stingur vírnum í gegnum augun á þorskinum. — Þurrkaðu af þér skælurnar, rýj- an mín, segir Helga á heimleiðinni. Heiðarleg fátækt er ekki neitt til aö skammast sín fyrir. En ekki þar fyrir, það er oft erfitt að hafa litið handa á mUli. Og Helga gamla heldur áfram að rausa um dýrtíð og atvinnuleysi, alveg þangaö til þær koma heim að dyrum.” En tímamir hafa breyst. I vel- ferðarþjóðfélagi nútímans er það látið heita svo að enginn þurfi að líða skort sökum fátæktar. Af því leiðir að ef einhver nú engu að síður líður skort hlýtur eitthvað athugavert að vera við hann sjálfan. Ráðstafanirn- ar sem samfélagið gerir eru eftir því. I stað ölmustugjafa krepputím- ans kemur persónuleg og lærð ráð- gjöf. Þar sem velferðin hrekkur ekki til taka félagsráðgjafar, sálfræðing- ar, læknar og fleiri og fleiri við. En fólkiö hennar Völu veit ekki hvaö vel- ferð er. Fátæklingar þess tíma trúa því statt og stööugt að bættur efna- hagur og réttlæti sé aUt sem þarf. Þótt aöalpersónur sögunnar til- heyri tveim svo gjörólíkum heimum, er ekki hægt að segja að höfundur geri upp á mUli þeirra. Ragnheiður málar ekki svarthvítar myndir af andstæðum lífskjörum og þaðan af síður af manneskjum. Hún predikar ekki. TU þess er hún of mikUl kennari og sannur uppalandi. Hún veit hvemig best er að fá fólk til að opna hug sinn fyrir sannleika þótt erfiður sé. Fólk verður einfaldlega að fá að uppgötva hann sjálft. En þaö skiptir máli hvemig hlutirnir eru sagðir og hver segir þá. I bókaflokki Ragn- heiðar er það oftast Dóra sem miölar vitneskju um misréttið í samfé- laginu. Og hún gerir það á þann hátt að ekki verður á móti mælt. Athuga- semdir hennar virðast hrjóta um- hugsunarlaust og þeim er aldrei fylgt eftir eða reynt að draga af þeim einhvem stóra-lærdóm. Slíkt lætur hún lesandanum eftir. Samtíð verður saga Breytingar á högum Islendinga hafa verið svo örar síöustu áratugina að það sem var samtímalýsing fyrir nokkrum áratugum verður eins og fjarlæg aldarfarslýsing í augum þeirra sem yngri em. Það er augljóst að bækur Ragnheiðar Jónsdóttur snerta böm á annan hátt en þær gerðu fyrir u.þ.b. 30 árum. En ég er nokkuö sannfærö um aö þær snerta og það er kannski það sem mestu máli skiptir í sambandi við bók- menntir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.