Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 14
EUROCARD. STRASYKUR PÚfil)RSYKUR-L3ÖS ! PÚCURSYKUR- DötOT □ PfRLUSYKUR □5KRAUTSYKUR □ y/ANIUUSYKUR SfRÖP NOU&AT MARSÍPAN HUEITI , RÚGMJÖL I- J HEILHVElTI KARTÖFIUMTÖL HRÍSMJÖL MAISENAMTÖL HAFRAMTÖL suðusukkueapi SÚKKULÍKI HTÚPSÚKKULAPI SÚKKULAWSmUT SUKKULABBPÆNIR SÚKKAT ORANGFAT KÖKU5KRAUT ÖOCTAILBER kökukrem LYFTIDUFT PURRGER PERLUGER PRESSUGER RABBABARASULTA KOKOSMTÖL U SVESKtfUMAUK E6G □ BLÖNDUB SDLTA HEILAR MÖNDLUR □ KARDEMOMMUR u afhýddarmöndujrli brúwköicukrydd MÖNDLUFLÖ6ÚR □ MÚSKAT HAKKA6AR MÖNDLURI ALLRAHANDA MÖNDlUSTRIMLAR □ EGGTA6ULT I J HESUHNETUKJARWAR U KANILL [j VALHNETUKJARNAR □ ENGIFER ÖORDSMTÖRLlkl ljnegull Bökunarsmtörlíki n hjartarsalt TURTASMTÖRLÍKI u MATARSÖDI JURTAFEITI □ 'A.LFORM 5MTÖR □ KÖKUFORM || IJ PRE5SADAR DÖDLUR 1 ) 5MAKÖKUMÖT LJ 5KORNAR DÖDLUR L ] PENSLAR || HEILAR DÖÐLUR LJ ALPAPPÍR |Í 6RAF/KTUR □ 5MTÖRPAPPÍR RÚSÍWUR □ KÚRENUR IJ MATARUTUR i I KÖKOPROPAR [] JjÍ í dag kynnum við I | jólahangilgotið | frábæra | úr Þykkabænum (Að sjálfsögðu af nýslátruðu) Opið til kl. 20.00. lÁRMÚLA 1a EÐISTORG111 18. DESEMBER1983. Einar Benedikts- son er bátur (svar til Ellerts B. Schram) Tilefni þess að viö, tveir nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð, setj- umst niður og festum orö á blað, er hluti „Laugardagspistils” Ellerts B. Schram ritstjóra sem birtist í Dag-. blaöinu — Vísi þann 19. nóvember sl. Umræddur hluti pistilsins ber yfir- skriftina „Ljóöiö er á undanhaldi”. Þar koma fram ýmsar einarðar og á köflum einstrengingslegar skoðanir Ellerts svo að á köflum jaðrar við þröngsýni og fordóma: „ef mælt er af hreinskilni þá er skáldskapurinn oftast torskilin samsetning frumlegra orða sem raðað er í línur, eins og þeim sé kastaö inn á síðurnar af tilviljun. Bragarhættir eru virtir að vettugi, stuðlar og höfuðstafir nánast horfnir og brageyra er eitthvað sem enginn þarf á aö halda. Nútímaljóð flokkast fremur undir prósa, tjáningarform sem á að koma hugsun skáldsins til skila, án þess þó að lesandinn sé nokkru nær. Satt að segja og með allri virðingu fyrir skáldskapnum ber aö játa, að íslensk ljóöagerð sem höfðar til lesandans eöa nær tii fjöldans er á hröðu undanhaldi. Bæði að efni og formi” (tilvitnun úr áðumefndri grein). „Það er bara svona,” sagði Bessi Bjarnason í sjónvarpsauglýsingu H.H.I. fyrir hartnær tíu árum. Við tökum undir með Bessa. Hér mitt á meðal vor er risinn nýr spámaður, nýr arftaki þekkts stjómmálamanns sem var upp á sitt besta fyrir u.þ.b. 40 árum. Nýr maður til aö boöa þjóðinni réttsýni í listum, kenna okkur hvað sé „góð” og hvað sé „vond” list. Ætlunin er ekki að per- sónugera Ellert B. Schram í gervi þessa manns en vissulega er iUt í efni þegar menn koma fram á sjónarsviðið og boöa afturhvarf til annarra skeiða bókmenntasögunnar. Það yröi nú eitthvaö sagt ef vísinda- menn boðuðu afturhvarf til gufu- vélarinnar eða stjómmálamenn vildu hverfa aftur til þjóðfundarins. Allt er breytingum undirorpið og hlutimir verða að fá að hafa sína þróun. Það er okkur óskiljanlegt hvemig Ellert getur sagt að íslensk nútímaljóðagerð höföi ekki til fjöld- ans eða að lesandinn sé engu nær eftir lestur. Varla er Ellert B. Schram fjöldinn? Ellert segir að skáldskapurinn sé torskilin samsetning frumlegra orða, eins og þeim sé kastað af tilviljun inn á síðumar. Vel kann að vera að svo sé í nokkmm tilfeUum, en hvað almennan skilning ljóða varðar viljum við leyfa okkur að vitna í nýlega bók eftir Baldur Ragnarsson, LjóðUst: „er það svo með ljóðUst eins og aörar Ustir aö hún er öörum þræði íþrótt, orðlistar- íþrótt. Næmi manna og nautn af Ustum í þeim skUningi er þvi hægt aö auka meö kunnáttu og þjálfun í aðferðum og reglum. Hér gildir reyndar hið sama og um íþróttir í venjulegri merkingu, sá sem þekkir aUar reglur knattspymu eða dans- listar út í æsar nýtur þess meir að horfa á knattspyrnuleik eða dans- keppni og er dómbærari um hæfni þátttakenda en sá sem fátt eða ekkert þekkir tilsUks.” (bls. 192). Þar sem EUert er formaður Knatt- Kjallarinn Eggert Jónasson spyrnusambands Islands þá ætti hann að kunna reglur íþróttarinnar og vonandi skUur hann þá sam- líkingu þá er kemur fram í textan- um. Við mælum semsagt með því svo að mælt sé af hreinskilni, að Ell- ert B. Schramreyni aðauka með sér kunnáttu og þjálfun í aðferðum og reglum ljóölistarinnar. Það er illt aö komast aðeins stutt inn á tuttugustu öldina vegna þekkingarskorts. I LjóðUst segir ennfremur: „Ljóö eru ólík og misjöfn í kröfum sínum til les- andans. Lesendur eru líka ólíkir og þeim henta mismunandi aðferðir. Sami lesandi getur einnig verið mis- fær að skUja og njóta ljóös eftir að- stæðum, vel ort ljóð er listaverk sem krefst ekki aðeins kunnáttu lesand- ans, heldur einnig næmleika og tíma.” (bls. 192). Sjálfsagt er EUert tímasnauður maður og þegar það fer saman viö kunnáttuleysi, þá er ekki erfitt að senda frá sér hvatskeytleg- ar niðurstöður eins og koma fyrir í greininni. Kynni nú einhver að hugsa með sér að þeir er grein þessa skrifi hljóti aö vera fræðimenn í ljóðlisL Því er víðs f jarri, við erum aðeins tveir af fjölmörgum sem kunna að meta nútímaljóöUst, leitum svara við inni- haldi kvæðanna, reynum aö öðlast skUning á þeim og eyðum tU þess tima og umhugsun. Slikt hiö sama ætti EUert að gera, kynnast eigend- um nútímaljóðsins með yfirsetu og umfram aUt þoUnmæði. Og EUert mun sem aðrir uppskera rikulega. Hvað þennan þátt í málflutningi EUerts varðar, langar okkur að lok- um að vitna enn frekar í hina stór- merku bók Baldurs Ragnarssonar, LjóðUst: „tjáning í ljóði getur verið svo myrk eða knöpp að ljóð sé lokaö lesanda viö fyrsta lestur. Þá verður hann að varast aö stimpla þaö ljóö sem markleysu eða merkingarleysu aö óathuguðu máU, heldur reyna að kanna ljóðiö betur, velta því fyrir sér eðaræðaviðaðra.” (bls. 193). En EUert heldur áf ram: „Haft er fyrir satt aö ljóð þjóð- skáldanna séu ekki lengur kynnt í grunnskólum, hvað þá að kröfur séu gerðar til þess að nokkur maður kunni þau. SennUega er að ÞórSandholt vaxa upp í þjóöfélaginu kynslóö og komin á miöjan aldur sem aldrei hefur lesið eöa lært Gunnarshólma eða Ohræsið.” (Tilvitnun í um- ræddagrein). Ef sú er raunin á að breytingar séu eða hafi átt sér staö í ljóðakennslu í grunnskólum landsins þá höldum viö það sével. Vissulega er það öUum nauðsyn- legt að læra og lesa eitthvað af kveðskap hinna gömlu skálda. En með hvaða hætti hefur slíkt verið kennt hingaö til? Þegar við vorum við nám í grunnskóla, og það er ekki svo ýkjalangt síöan, tíökaðist aö nemandinn lærði vísuna eins og páfa- gaukur heima, kom svo daginn eftir þuldi hana upp og punktur. Enginn skUningur, enginn hagnaður. Þaö hefur mun meira bókmenntalegt gildi að kenna ljóðgreiningu og almennan skUning ljóða fyrr í skólakerfinu en áður var. Þarna er kannski komin skýringin á því hvers vegna Ellert kann ekki að meta nútímaljóðlist, hann hefur máske einungis lært Gunnarshólma og sh'k verk utanað og þegar skáld fara að bregða fyrir sig í auknum mæU myndmáli og lik- ingum þá er hann skák og mát. Það er vissulega rétt, að rímið hefur ver- ið á undanhaldi, en þó Ellert B. Schram segi að ljóðið sé það h'ka, segjum viö nei. EUert, þetta er því miöur útbreiddur misskUningur. Megum viö ungmennin ekki minna þig á fornt japanskt spakmæli sem segir: „Þúgeturekkiséðallanheim- inn í gegnum bambusrör.” Ellert B. Schram. Það eru miklar líkur til þess að núna eftir áramót verði kenndur áfangi hér í Mennta- skólanum við HamrahUð sem ber nafniö Islenska 462. I honum er fjaUað ahnennt um ljóðUst, en þó mest áhersla lögð á nútímaljóðUst. Við viljum því skora á þig (án þess þó aö hafa umboö til þess frá læri- feörum okkar) að víkka sjóndeUdar- hring þinn og setjast tneð okkur á skólabekk 4 tíma á viku og upp- fræðast um íslenska nútímaljóölist. Eöa eins og gríska leikritaskáldið Aiskylos sagði: ,JVIaður er aldrei of gamaU tUaðlæra.” Með vinsemd og virðingu Eggert Jónasson Þór Sandholt. A „Þaö hefur mun meira bókmenntalegt W gildi að kenna Ijóðgreiningu og almennan skilning ljóða fyrr í skólakerfinu en áður var.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.