Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER1983. 17 Lesendur Lesendur Þessi maður nr greinilega að leita að spólu með efni frá heimsmeistara- keppninni i knattspyrnu sem var haldin i Englandi 1966, en það er bréfritari líka að gera. Knattspyma á myndbandi E. J.skrifar: Viö erum hér nokkrir áhugamenn um knattspyrnu sem eigum viö vanda- mál aö glíma. Eins og margir vita, sem fylgjast með þróun í videomálum, þá hafa þegar komiö á myndbönd spól- ur meö hinum ýmsu heimsmeistara- keppnum í knattspymu og einnig Evrópumeistarakeppnum og öörum knattspyrnumyndum. Nú höfum viö áhugamenn um knattspyrnu áhuga á aö vita hvort einhver myndbandaleiga hefur til leigu spólu með heims- meistarakeppninni í Englandi 1966. Þess má geta aö mynd um þessa heimsmeistarakeppni var sýnd i Stjömubíói í gamla daga og hét GOAL. Einnig væri gaman aö vita um mynd- bandaleigu sem hefur margar knatt- spymumyndir á boðstólum. Skipt um dekk á augabragði Björg Jónasdóttir skrifar: Fyrir nokkrum dögum keypti ég mér snjódekk sem ég þurfti svo að láta negla og setja undir bílinn minn. Þar sem ég á nú heima í vesturbænum fór ég meö dekkin á hjólbaröaverkstæði Jóns Olafssonar á Ægisíöunni. Þar sögöu þeir mér bara að skilja dekkin eftir og koma svo seinna þegar þau væm tilbúin. Þegar ég svo kom nokkm seinna var mér sagt að aka inn á verk- stæöiö. Þar var bílnum lyft upp, aö honum stukku menn með borvélar og skrúfuöu dekkin undan. Sumardekkin vora fjarlægö og nýju vetrardekkin sett undir. Allt skeöi þetta hraðar en orð fá lýst, einna helst líktist þetta meöhöndlun þeirri sem kappakstursbílar hljóta i keppnum í útlandinu. En einn var galli á gjöf Njaröar, morguninn eftir var annaö nýja dekkiö loftlaust. Ekki tókst mér með nokkm móti aö losa þaö undan og skipta um dekk. Því hringdi ég á fyrrgreint hjólbarðaverkstæði og sagöi farir mínar ekki sléttar. Þar var brugöið skjótt við og áður en ég var komin út aftur hafði loftlausa dekkiö verið tekið undan og varadekkiö sett í staðinn. Pilturinn frá verkstæðinu tók nýja dekkið og fór meö þaö meö sér og sagöi mér aö koma og sækja þaö þegar mér hentaöi. Þegar ég kom svo seinna um daginn var búiö aö laga dekkiö og þaö var sett aftur undir meö sama hraöa og áöur. Ekki tóku verkstæðis- menn nokkra greiðslu í mál. Eg vildi bara koma þessu á framfæri vegna þess aö yfirleitt sér fólk bara ástæöu til að amast yfir því sem illa fer. En þarna fékk ég þjónustu sem vert er að minnast á og sendi þakklæti til starfs- manna verkstæðisins sem veittu þessa góöu þjónustu. NÝJUSTU TEPPAFRETTIR BERBER I BYGGINCflVÖBUR Hringbraut 120 / (aökeyrsla frá Sólvallagötu) Harðviðarsala . 28-604 Byggingavörur .28—600 jFlísar- og hreinlætistæki. . .28-430 Sölustjóri. . .. 28-693 Gólfteppi. . . .28-603 Málningarvörur og verkfæri. 28-605 jskrifstofa. . . ■ 28-620, OPIÐÍ DESEMBER: , Mánud. — fimmtud. kl. 8—18, ' föstud. kl. 8—19 — laugard. 10 das. kl. 9—18, laugard. 17. des. kl. 9—22, Þorláksmessu kl. 8—19. Lokað aðfangadag og gamlársdag. gólfteppi á ótrúlega hagstæðu verði. Vegna sérstaklega hagstæðra magninnkaupa bjóðum við BERBER gólfteppi á aðeins kr. 390,- m2. Dæmi: Þú kaupir 40 m2, heildarverð ca kr. 15.600,-, þú greiðir aðeins kr. 3.000,- í útborgun og eftirstöðvar færðu lánaðar 16 mánuði. MAGNÚS EIRÍKSS0N - MANNAK0RN ásamt Jóhanni Helgasyni og hljómsveit Gunnars Þórðarsonar Ennfremur: Egill Ólafsson, Ásgeir Óskarsson og Magnús Þór Sigmundsson í GAMLA BÍÓI í KVÖLD KL. 21 Al/t listafólkið gefur vinnu sína Verð aðgöngumiða: kr. 250,- Yfirumsjón: Óttar Fe/ix Hauksson Söfnunarnefndin Pálmi Gunnarsson Sólheimar í Grímsnesi F0RSALA AÐGÖNGUMIÐA í SKÍFUNNI 0G GAMLA BÍÚI BÚUM SYSTKINUM OKKAR SAMASTAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.