Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1983, Blaðsíða 30
38 DV. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER1983. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur ÉG ER eftir dr. Benjamín Eiríksson Dr. Benjamín stundaði öll algeng störf, eyrarvinnu og sjómennsku framan af ævi meðfram glæstum námsferli við sex erlenda háskóla, og þessi víðfeðmu kynni af lífi eigin þjóðar og stórþjóða móta öll efnistök hagfræðingsins; hann horfir á þjóð sína undan mörgum sjónarhornum, og er þó allra manna íslenskastur. Meðal efnis bókarinnar eru öll hin stórsnjöllu skrif hans um þjóðmálin síðustu þrjú ár. Doktomum er gefin sú gáfa að reiða fram flókin trúar- og hagfræðimálefni á svo ljósu og kjarn- yrtu alþýöumáli, og raunar mein- fyndnu, að auöskiljanlegt veröur hverju mannsbami. Meira en helm- ingur bókarefnisins er áður óbirt, en dr. Benjamin dvaldi við háskóla i Berlín og Moskvu á umbrotatím- um nasisma og kommúnisma. A þeirri dvöl reisir hann kynngimagn- aða úttekt sína á nasismanum (Hefndin og endurkoman) ' og kommúnismanum (Dýriö), og skipar í guðfræðiiegt samhengi, en yfir- burðaþekking dr. Benjamíns á guð- fræði, ein sér, er allrar athygli verð og kemur í opna skjöldu. Bókin er fjögur hundruð blaðsíður, auk sextíu myndasíöna úr einkalífi og starfsferli doktorsins. Ef einhver rödd getur kallast rödd hrópandans í eyðimörk- inni í íslensku samfélagi um þessar mundir, þá er þaö rödd dr. Benja- míns. Arnartak gefur bókina út. Prent- smiöja Áma Valdimarssonar prentaði og hún er bundin i bókbandsstofunni örkinni. . ErikNerlöe ASTOG BLEKKING Euo5teen Hnnn Hom umnon Ást og blekking eftir Erik Nerlöe Einmana eftir Else-Marie Nohr Hann kom um nótt eftir Evu Steen Rauðu ástarsögurnar eru spennandi og vel skrifaðar skemmtisögur eftir kunna og vinsæla höfunda. Ut eru komnar hjá bókaútgáfunni Skuggsjá, Hafnarfirði, þrjár nýjar bækur í þessu vinsæla safni: Ast og blekking eftir Erik Nerlöe, Einmana eftir Else-Marie Nohr og Hann kom um nótt eftir Evu Steen. Ast og blekking eftir Erik Nerlöe fjallar um Súsönnu, foreldralausa stúlku, sem fellir ástarhug til Torbens, ungs manns. Hún verður ófrísk og þeim er stíað í sundur og barniö á aö setja í fóstur. Súsanna er send til Eng- lands og loks fer hún til Frakklands. Þar giftist hún Victor Renard verk- fræðingi. Dag einn fréttir Súsanna af dreng, sem er á sama aldri og drengur- inn hennar, ber sama nafn og er frá sama bæ og hún hafði áður búið í. Hún kemst að því að þetta er drengurinn hennar og einnig aö hún og Torben, ungi maðurinn sem hún haföi unnað svo heitt, höfðu verið blekkt á ósvífinn hátt og svikarinn var maöurinn sem hún hafði gifst.. . Einmana eftir Else-Marie Nohr segir frá Lónu Hartmann, 17 ára stúlku. Henni er rænt og faðir hennar neitar að greiða lausnargjald en fær lögregluna til að sjá um málið. Ræningjarnir ákveöa þá að myrða Lónu en einn þeirra er á móti því og hann hjálpar henni til aö flýja. Þau fella síðan hugi saman og Lóna verður barnshafandi en ýmsir erfiðleikar steöja að.. . Hann kom um nótt eftir Evu Steen segir frá Bellu Dalton sem vaknar við það eina nóttina að inni hjá henni er vopnaöur maður. Þetta er morðingi sem flúið hafði úr ríkisfangelsinu og var nú leitað af ríkislögreglunni. Þessi maður þvingar Bellu með sér á flótt- anum næstu sólarhringana. En á þessum tíma kynnist hún syni morð- ingjans, Róbert, sem er algjör and- stæöa fööurins. Bella verður ástfangin af Róbert. .. . Ást í skugga óttans eftir Anne Mather Prentver hefur sent frá sér bók- ina Ast í skugga óttans eftir Anne Mather. Höfundurinn er geysivinsæll um allan hinn enskumælandi heim og hafa bækur hennar verið á metsölu- listum i Englandi um langt skeiö. Ast í skugga óttans er spennandi saga um ástir og örlög ungrar konu sem giftist rosknum manni. En hvers vegna? Sagan er full af dularfullum atburð- um sem halda athygli lesandans til bókarloka. ðST 15KTOA ÓTMN5 RÓMAN J PRENTVE8 Fjórar bækur eftir Sven Hassel Ægisútgáfan hefur endurútgefið fjórar af bókum Sven Hassel, eru það bækurnar Barist til síðasta manns, Martröð undanhaldsins, Monte Casino og SS-foringinn. Barist til síðasta manns er um her- sveit hinna fordæmdu. öllum var sama hvort þeir lifðu eða dæju. Þeim var h'ka sama hver mundi vinna stríðið. Það eina sem þeir stefndu að var að lifa hörmungamar af til stríös- loka. Þeir börðust eins og dýr, ekki bara við óvininn heldur líka hver við annan. Hitler kom þeim ekkert við. Þýskaland kom þeim ekkert við enda kæröi sig enginn um þá. Martröð undanhaldsins er um þegar hersveit hinna fordæmdu er send í hina brjálæðislegu ormstu á víglínunni í Rússlandi. Yfirmenn þýska hersins vildu hafa þá fremsta því enginn hafði áhyggjur af þeim. Þeir voru meöhöndlaðir eins og dýr og höguðu sér eins og dýr. Þegar undanhaldið hófst þjáðust þeir mest því síöast var hlúö að þeim. Hér er lýst hrikalegum en sönnum atburöum frá lokaátökunum í Rússlandi. Monte Casino er talin ein sú besta af bókum Sven Hassel. I hersveit hinna fordæmdu, sem samansett var úr úrhraki þýska hersins, voru hka „menn” sem vildu hfa en ekki deyja. Þeir fórnuðu öhu til þess, en þeir virtu ekki reglur hersins og létu Ula að stjóm. Þeir vom ætíð í fremstu víglínuogþarmeðínávígi. .. SS-foringinn: Fyrir þýska herinn er sat um Stalingrad voru hvatning- arorð Hitlers: „berjist tU síöasta manns, þar til síðasta skot hefur verið notað,” sem var staöfesting á því að þeir væra dauðadæmdir. Her- inn var gjörsamlega búinn að vera. Veturinn hafði tekið sínar fómir og þeir sem Ufðu hann af vora ekki lengur færir um að berjast. Hungraöir, útkeyröir og niðurbrotnir biðu leifar þýska hersins dauöa síns, þar til SS foringinn, ein af hetjum Hitlers kom... Komiði sæl! Hressileg samtalsbók við Sigurð Sigurðsson. Bókaútgáfan Vaka hefur sent frá sér hressilega viötalsbók við Sigurð Sigurösson, fyrrum íþróttafréttamann útvarps og sjónvarps. Það er VUhelm G. Kristinsson sem skráð hefur bók- ina sem heitir Komiöi sæl! Á bókarkápu er minnt á að ávarpið „Komiði sæl!” hafi verið eins konar vöramerki Sigurðar Sigurössonar öll þau ár sem hann starfaði viö frétta- mennsku og þáttagerö hjá ríkisfjöl- miðlunum. I bókinni Komiði sæl!, sem er tæpar þrjú hundrað síöur að stærð, er víöa komið við á hfsferli Sigurðar Sigurðs- sonar undanfama áratugi, enda af mörgu að taka. Frásögnin er ekki síst opinská varð- andi það, sem gerðist á bakvið tjöldin í rikisfjölmiðlunum og kemur þar að sögn Sigurðar fram margt, sem ekki var hægt að segja í hljóðnemann. Sigurður talar einnig tæpitungu- laust um íþróttahreyfinguna og rifjar upp sitt af hverju úr keppnisferðum íslenskra íþróttamanna til útlanda á ýmis norræn og evrópsk stórmót og einnig á ólympíuleika. Þetta er fyrsta bók Vilhelms G. Kristinssonar, en hann starfaöi lengi við blaöa- og fréttamennsku, og vann meðal annars með Sigurði Sigurðs- syni í rúman áratug á fréttastofu út- varpsins. Bókin Komiði sæl! er sett, filmu- unnin og prentuð hjá Prentstofu Guðmundar Benediktssonar, en Bók- fell hf. sá um bókband. i| 'sá i m-Ph Beðið eftir strætó eftir Pál Pálsson Iðunn hefur gefið út nýja skáldsögu; eftir Pál Pálsson. Nefnist hún Beðiö eftir strætó og lýsir lífi unglinga í Reykjavík samtímans sem leita sér æsilegrar lífsreynslu í heuni fíkniefn- anna. I formála, „Til lesenda”, segir höfundur um söguna á þessa leið: „Beðið eftir strætó er skrifuð eftir frá- sögnum ungra Reykvíkinga á aldrinum þrettán til tuttugu og eins, og standa í þeim sporum sem sagan reynir að máta sig í. Allt sem hér fer á eftir hefur gerst — og er enn að gerast á einn eða annan hátt — í raunveruleik- anum. Persónur sögunnar eru hins- vegar skáldskapur og sá sem þykist þekkja einhvern annan en sjálfan sig í biðskýlinu gerir það á eigin ábyrgð.” — Eftir Pál Pálsson hefur áður komið út sagan Hallærisplanið. Beðið eftir strætó er 96 blaðsíður. Anna Gunn- laugsdóttir teiknaði myndir og kápu. Oddi prentaði. Njósnari Lincolns eftir Louis A. Newcome. Ut er komin hjá Prentveri sagan Njósnari Lincolns eftir Louis A. New- come. Þetta er önnur útgáfa en sú fyrri seldist upp á fáum dögum fyrir allmörgum árum. Efni bókarinnar er endurminning- ar úr borgarastyrjöldinni í Bandaríkj- unum. Louis Newcome höfuðsmaður var 14 ára þegar styrjöldin hófst og það kom í hans hlut að inna af hendi þýð- ingarmikið starf í þágu upplýsinga- þjónustunnar — hann var bara ber- fættur og rauðhærður strákur — hver hefði trúað því aö hann væri njósn- ari? Hann rataði í margan og mikinn háska en hann slapp heill á húfi úr hverri hættu og missti aldrei móðinn. Það er ekki fyrr en á efri árum sín- um sem hann verður viö hinum mörgu tilmælum um að bókfesta endurminningar sínar frá þessum við- burðaríku æskuárum. Hann lýsir at- burðunum eins og hann man þá, mörgum árum eftir að þeir gerðust, og bókin bregður upp, auk þess sem á daga Newcomes dreif, fagurri mynd af einum mesta manni Bandaríkj- anna, Abraham Lincoln. Á brauði einu saman eftir Mohamed Choukri. Nýlega kom út bókin Á brauði einu saman eftir Mohamed Choukri. Choukri er Marokkómaður og rekur hann í bókinni uppvaxtarár sín í skuggahverfum tveggja stórborga í Marokkó. Hungur, ofbeldi, eiturlyf, vændi og glæpir varpa skugga á líf hans en hann reynir aö lifa eins og manneskja þrátt fyrir þessar erfiðu aöstæður. Bókin er spennandi og tæpitungulaus, en hún hlýtur að verða íslenskum lesendum sérstak- lega minnisstæð af því að hún lýsir menningarheimi sem okkur er fram- andi. Sakir hreinskilni sinnar hefur bókin ekki fengist útgefin í arabalönd- unum. Halldór B. Runólfsson þýddi sögu Chourkris og hannaöi kápu. Bókin er gefin út hjá Svörtu á hvítu og unnin hjá Guðjóni 0 og Félagsbók- bandinu. Hún er 200 bls. aö stærð og kostar590krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.