Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 9
DV.. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983. 9 Bjartn Benemktsson Því haföi veriö spáö aö mjög mundi draga úr bókaútgáfu fyrir þessi jól. Kom þar bæöi til aö marg- ar bækur fóru flatt á síðustu bóka- vertíð, seldust bæöi seint og illa, og einnig hitt að bækur eru tiltölulega dýrar og ekki líklegar til sölu þegar aö þrengir hjá hinum almenna borg- ara. Svo hefur þó farið að nýtt bókaflóö hefur risið, engu minna en hin fyrri. Kynstrin öll af ritsmíöum og bókum dengjast yfir landslýö og verður engri tölu á þá útgáfu slegið enn sem komiðer. Kennir þar margra grasa eins og gengur, og þótt innan um sé sjálfsagt að finna harla ómerkilegt taö, bæöi að útliti og innihaldi, þá er einnig á boöstólum margt öndvegisrita. Merkar bækur Ýmis verk merkra rithöfunda eru endurútgefin og ber þar helst aö nefna Gerska ævintýri Laxness, rit- skoöaö og endurbætt af honum sjálf- um, en sú bók hefur verið ófáanleg um margra ára skeið. Þá hlýtur þaö aö teljast til tíöinda í hvert skipti sem Olafur Jóhann Sigurðsson sendir frá sér nýja skáld- sögu og bók Kristjáns Eldjárn um Amgrim málara er án alls vafa vönduð og merkileg frásögn, bæði vegna þess hver skrifar og um hvem. Ýmsir ungir og upprennandi rit- höfundar kveöja sér hljóðs á þessari vertíö, slíta bamskónum og sanna aö fyrstu verk þeirra gáfu vonir sem nú era að rætast. Hættan er hins vegar sú að slíkar bækur drukkni í því aug- lýsingaflóöi, sem ærir óstöðugan bæði í blööum og sjónvarpi. Þær bækur sem eru fyrirferðarmestar í auglýsingum eru ekki endilega þær sem helst skyldu lesnar. Ævisögur stjómmálamanna Það sem er þó athyglisveröast í bökaflóðinu er hlutur ævisagna. Sú þróun er áberandi, og á sér eflaust skýringu í áhuga Islendinga á slikum bókum og sölugildi þeirra. Þar er þáttur stjómmálamanna og frásagn- ir þeirra eöa af þeim ekki minnstar. Fyrir nokkrum árum var ástæöa til aö kvarta undan því hve fátítt þaö var aö íslenskir stjórnmálamenn rit- uöu endurminningar sínar og mátti telja þá á fingrum annarrar handar sem létu skrá ævi sína og stjórn- málaferil til opinberrar útgáfu. En nú hefur oröiö breyting á, og enginn þarf að kvarta um þessi jól. Ut hefur veriö gefið mikið afmælisrit um Olaf Jóhannesson, ágæt bók hef- ur veriö tekin saman í ritgerðar- formi um þá stjórnmálamenn sem settu svip á öldina, Guölaugur Gísla- son sendir frá sér endurminningar og nýtt bindi er komiö út með frá- sögn Einars Olgeirssonar. Vilhjálm- ur Hjálmarsson hefur skráö sögu Ey- steins Jónssonar eftir viötölum við þann síðamefnda og síöara bindi ævisögu Ingólfs á Hellu er komið á markaðinn. Síðast en ekki síst hefur Almenna bókafélagið látiö taka sam- an ritgeröir og svipmyndir úr ævi Bjarna Benediktssonar. Bjarni Benediktsson Aö öllum öðrum ólöstuöum verður Bjarni talinn í hópi mestu stjórn- málaleiðtoga Islands á þessari öld, og þó lengra væri leitaö. Hann var borgarstjóri, ráöherra, ritstjóri og sterkur foringi í stóram flokki. 'En það sem gerir hann eftirminnilegri en flesta aöra var persónuleikinn sjálfur. Sá persónuleiki gleymist aldrei þeim sem einu sinni komust i einhver kynni viö Bjarna. Hann var sérstæður maður í útliti, lágur vexti en samanrekinn, álútur og hallaði undir flatt. Hann var smástígur en hraðskreiöur, stuttaralegur en áhrifa- mikill. Höfuðiö var stórt og andlitið svipsterkt með afbrigöum. Bjami var ekki fríður sýnum, en samt var hann fallegur, ekki síst vegna augn- anna, sem endurspegluðu alla hans kosti: gáfumar, skapiö, hjartahlýj- una, frekjuna, mannþekkinguna og lífsreynsluna. Átrúnaðargoð og syndahafur Bjarni Benediktsson var dýrkaöur sem leiðtogi. Hann var átrúnaðar- Laugardags- pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar goö samherja sinna, ókrýndur kon- ungur í sinum flokki, dáður og virtur. Bók Almenna bókafélagsins ber þess merki. Þar skrifa sextán menn mismunandi langar ritgerðir af kynnum sinum og samstarfi við Bjarna. Allir vora þeir samflokks- menn hans, að undanskildum einum, og er þaö ljóður á bókinni. Meir vildi maður fá aö vita hvemig Bjarni Ben- diktsson kom andstæöingum sínum fyrir sjónir, ekki síst þar sem sjálf- stæöismönnum hættir enn til aö minnast Bjama i dýröarljóma og meðsáramtrega. Með því er ekki sagt að minningar samherja hans sem í bókina eru skráöar séu ekki raunsannar. Þvert á móti, að þeim öllum er fengur því þar er viöast leitast viö að varpa ljósi á þá hlið Bjama Benediktssonar sem minna hefur veriö sinnt, það er manneskjuna á bak við grímu stjórnmálamannsins. En hvert er mat stjómmálaandstæðinga á þeim manni sem var syndahafur og ásteytingarsteinn þeirra i tugi ára? Hvernig meta þeir hlut Bjarna í Is- landssögunni? Hver eru eftirmæli ; mótherjanna um manninn sem var : rægöur og rakkaöur niöur, meir en nokkur annar i hita leiksins; sem stóð i stafni sjálfstæöisskútunnar þegar harðast var sótt aö henni? Eða geta þeir enn ekki, frekar en samherjamir, vegið og metiö Bjama Benediktsson nema aö láta tilfinn- ingarnar og heita pólitíska strauma ráöa dómum sínum? Kannske var öldudrótið og brim- gnýrinn í kringum Bjarna Benedikts- son slikur stórsjór aö langur tími þarf enn aö líða þar til hlutlaust og óbrenglaö mat veröur lagt á störf hans og ævi. Aö minnsta kosti er víst, að áhrifin vora mikil og afdrifa- rík af Bjama þætti Benediktssonar í sögu þjóöarinnar. Svo mikill var hann, bæöi í vörn og sókn. Orlögin voru ráðin Frásögn Ölafar Benediktsdóttur, systur Bjama, er tvímælalaust skemmtilegasta og fróðlegasta rit- gerðin í bókinni. Þar segir hún frá æskuheimili hans, bernskuárum, skólagöngu, þroskaferii og fyrstu ár- um í pólitík. Hulu er svipt af fyrra hjónabandi Bjarna. Ekkikemurþaö á óvart að fráfall Valgeröar Tómas- dóttur, ungrar og glæsilegrar konu, hafi oröið þungt áfall fyrir Bjarna, svo tilfinningaríkan og heilsteyptan mann. öll er frásögn Olafar frábær- lega úr garöi gerö og dýrmæt fyrir alla þá sem heilluðust af honum á seinni árum ævi hans. Sömuleiðis er frásögn Matthiasar Johannessen hvort tveggja í senn, fréttnæm og hugljúf. Matthias segir frá því tímabili þegar Bjami var rit- stjóri Morgunblaösins, vinnubrögð- um og verkstjórn. Þar kemur glöggt f ram aö hugur Bjama stóð til þess aö dvelja í ritstjórnarstólnum, enda kunni hann vel viö sig i þvi hlutverki og „vildi helst halda þar áfram”. En Bjarni gat ekki flúið örlög sín. Sjálf- stæðisflokkurinn og þjóðin þörfnuö- ust hans til annarra og stærri verka, og eins og Bjami sagöi oft viö undir- ritaöan, þá átti hann ekki annarra kosta völ. Skyldan kallaöi, örlögin voru ráöin, hverjar svo sem hans eigin langanir vora. Persónuiegar frásagnir Meö Bjama og Matthíasi hefur augljóslega veriö mikil og náin vin- átta. Kemurþaðvíöaframífrásögn Matthíasar þar sem hann rif jar upp samverustundir, viðbrögö, eigin- leika og ummæli Bjama viö hin ýmsu tækifæri einkafunda, sem alla- . jafna eru ekki á borö borin, en eru því verömætari en ella. Önnur sambærileg ritgerð í bók- inni er kaflinn eftir Pétur Olafsson í ísafold. Pétur bregður þar upp mynd af spilafélaganum Bjama Benediktssyni og rifjar upp marga atburði á góðri stund. Þar er enn brugðiö upp mynd af söguhetjunni, sem ekki tengist stjórnmálaatburð- um eða stórtíöindum. Bæði í ritgerð Matthíasar og Pét- urs er iöulega vitnaö i nákvæm um- mæli eða setningar haföar eftir Bjarna. Þaö sama má segja um 1 aðra kafla bókarinnar. Svör hans eöa athugasemdir standa enn skýr- um stöfum í huga þeirra sem segja frá. Það ber vott um þá virðingu sem menn báru fyrir Bjarna og þann þunga sem orðum hans fylgdi. Hann . var aldrei margmáll, en orö hans stóðu, og því era þau minnisstæðari fyrir vikið. Hér veröur ekki skrifaður ritdóm- ur og of langt mál er aö gera öllum köflum bókarinnar skil. En hún er kjörgripur fyrir alla þá sem þekktu Bjarna og hlýddu forystu hans. Og þeir eru margir. Hún er ekki sagn- fræðirit, ekki ævisaga eða pólitískar endurminningar. Bókin er persónu- leg frásögn nokkurra vina og aödá- ' enda Bjama Benediktssonar, sem eru samdóma um aö sögupersónan hafi mildast með árunum. Orðið þýöari í skapi, mannlegi þátturinn í fari hans hafi notið sín betur eftir þvi sem aldurinn færðist yfir. Sú staö- reynd segir sína sögu og endurspegl- aðist raunar í opinberum stjórn- málaafskiptum Bjama. Mann- eskjan og stjómmálamaðurinn Bjarni Benediktsson var sífellt aö þroskast til betri áttar. Þannig er honum lýst, og i því ljósi er hans minnst. Betri vitnisburö getur eng- innmaðurfengið. EUert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.