Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Page 3
DVl LAUG ARDAGUR17. DESEMBER1983., 3 SKATTAFRADRÁTTUR AF FJÁRFESTINGUM (ATVINNUREKSTRI Ríkisstjómin lagði í gær fram tvö frumvörp um breytingar á skattalög- um sem ætluð eru til að örva f járfest- ingu og eiginfjármyndun í atvinnu- lífinu. I frumvarpi um breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt er gert ráð fyrir að fenginn arður af hlutafjáreign verði frádráttarbær hjá einstaklingum allt að 10% af nafnverði einstakra hlutabréfa. Hámark frádráttar er þó sett við 25 þúsund krónur hjá einstakl- ingi og 50 þúsund krónur hjá hjónum. Hliðstæö ákvæði eru í gildandi lögum en mörkin eru hækkuö. Þá er lagt til að heimilt verði að draga hlutabréfaeign og innistæður á stofnfjárreikningum einstaklinga frá eignum þeirra við ákvörðun á eignaskattsstofni, alit að 250 þúsund krónum hjá einstaklingi og 500 þúsund krónum hjá hjónum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fymingar verði hækkaðar þannig að fymingar af skipum verði nú 10% í stað 8%, af verksmiðjuvélum og iðnaðarvélum 15% í stað 12%, af vélum ,og tækjum til mannvirkjagerðar og jarðvinnslu, bifreiðum og tölvubúnaði verði 20% í stað 12% og af mannvirkj- um verði fymingar 2 til 10% í stað 2 til 6%. Ljóst er að einhver lækkun verður á tekjum ríkissjóös af þessum sökum þótt ekki verði séð á þessu stigi hversu mikil hún verður. Frumvarp um frádrátt frá skatt- skyldum tekjum manna vegna fjár- festingar í atvinnurekstri gerir ráð fyrir að kaup á hlutabréfum séu frá- 'dráttarbær frá skattskyldum tekjum. Forsendur þess em þó þær að um sé að ræða aukningu á fjárfestingu í at- vinnurekstri, að hlutafé fyrirtækisins sé ekki minna en 10 milljónir króna með ekki færri en 100 hluthöfum og að engar hömlur séu lagðar á viðskipti með hlutabréf fyrirtækisins. Ríkis- skattstjóri mun halda skrá yfir þau hlutafélög sem fullnægja þessum skil- yrðum. Jafnframt gerir frumvarpið ráð fyrir að fjárframlög í starfs- mannasjóöi, sem ætlaðir eru til kaupa á hlutabréfum, og framlög á stofnfjár- reikninga, sem ætlaðir era til stofnun- ar atvinnurekstrar, verði frádráttar- bærtilskatts. ÓEF. / ■ Myndlistar- sýning í Hafnarfirði Hjónin Sigrún Guðjónsdóttir og Gestur Þorgrímsson hafa opnað sýningu i vinnustofu sinni aö Austurgötu 17 í Hafnarfirði og verður sýningin opin fram yfir helgi. Sýningin er í þrennu lagi. Sigrún sýnir myndir málaðar á leir og pappír og Gestur sýnir högg- ■myndir. Þá sýna þau leirmuni sem þau hafa unnið saman, þannig að iGestur hefur unnið formiö en iSigrún málaö. Eldvarna- kerfiðíhúsi gamla fólks- ins í gang - vegna tóbaksreykinga Eldvamakerfið á Droplaugarstöð- um við Snorrabraut, þar sem ibúöir aldraöra eru, fór í gang um kl. 1.50 i fyrrinótt. Kerfið er tengt beint við slökkvistöð- ina og fór slökkviiiðið því þegar af stað og var fljótt á staöinn enda stutt að fara. Engan eld var aftur á móti að finna í húsinu en þegar farið var að kanna málið nánar kom í ljós að eld- varnakerfið hafði farið í gang vegna tóbaksreykinga. Getur slíkt komið fyr- ir ef mjög heitt er inni í herbergi og þar mikið reykt að auki. -klp- Hrísey: Snæfell land- aði 50 tonnum Frá Valdísi Þorsteinsdóttur, frétta- ritaraDVíHrísey. Togarinn Snæfell landaði 50 tonnum á fimmtudag eftir 6 daga útivist og er heiidarafli hans frá áramótum orðinn 2115 tonn. Þess má geta að togarinn fór í 12 ára klössun á árinu og var frá veið- um í 6 vikur vegna þess. Togskipið Sólfeli mun hefja línu- veiðar eftir áramótin en þaö er núna í slipp. Heildarafli þess frá áramótum er 1060 tonn en þar af eru 540 tonn síld sem ekki var landaö hér í Hrísey. -GB Hljómtœkjasamstœður með öllu Z-15 system - kr. 26.435 stgr. Z-35 system - kr. 31.200 stgr. JAPIS hf. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 27133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.