Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 32
32 DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983. TÖLVARI Reiknistofnun Háskólans óskar aö ráða tölvara. Starfsreynslu er ekki krafist en umsækjendur þurfa að hafa stúdentspróf eöa hliðstæða menntun. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofnun fyrir 28. desember. Reiknistofnun Háskólans Hjarðarhaga 2 Reykjavík sírni 25088. HLJÓMPLATA f SÉRFLOKKI „Einstaklega gott samræmi milii lags og IjóAs." „Krydda textar plötunnar túnlist hennar vel og innilega.' „Ingvi Pór er vafalaust á réttri leið." A.H. — Timinn SER - DV ESE — Dagur, Ak. „Tíðindalaust. . . er sjarmerandi plata. . . Gott framtak Tiðindalaust." A — Þjóðviljinn „Þægileg softrokkplata með jassívafi." IÞK ÁD - DV SKÍFAIM Ingvi Þór Kormáksson MEIRA EN MEÐ SANYO—CADNICA HLEÐSLURAFHLÚÐUM í LEIFTURLJÖSIÐ. 500 HLEÐSUUR LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF LAUGAVEGI 178-P.O. BOX 5211-125 REYKJAVÍK mimmmmmmmmiT MARGFALT MEIRI END- ING MEÐ SANYO-LITHI- UM RAFHLÖÐUM, Í FLESTAR GERÐIR MYNDAVÉLA. Jólaferöir íslendinga: 200 halda jólin á Kanarí, 50 í skíðabrekkum Alpanna Nokkur hópur Islendinga kýs aö fara í frí til útlanda um jólin. Þannig munu um tvö hundruð landar vorir fiatmaga á Kanaríeyjum yfir hátíðirnar. Um fimmtíu ætla að renna sér í skíða- brekkum Alpafjalla. Ennfremur munu einhverjir ætla að dvelja á Miami, Costa del Sol og í nokkrum stórborg- um. „Þaö er ívið minni þátttaka núna,” sagði Helgi Daníelsson hjá Samvinnu- ferðum / Landsýn og kenndi um efna- hagsástandinu. „Fólk er orðið varara um sig. Menn eru hættir að skelia sér. Núna plana menn ferðir,” sagði Helgi. „Eg myndi áætla að 30 til 40 prósent samdráttur væri í svokallaðar pakka- ferðir,” sagði Örn Steinsen hjá Ferða- skrifstofunni Utsýn þegar hann var spurður hvort minni þátttaka væri nú en áður í jóla- og áramótaferðir til út- landa. Sameiginlegt leigufiug nokkurra feröaskrifstofa til Alpaf jalla hefur ver- ið fellt niður vegna dræmrar þátttöku. Farþegum verður þess í stað komið með áætlunarflugi. Straumurinn liggur til Kanaríeyja. 150 manns fóru þangað í jólaferö á dögunum með Flugleiðavél. Þá munu um 40 manns fara meö Amarflugi til Kanarí um Amsterdam. „Otrúlega margir fara til Kanarí- eyja um jólin,” var sagt hjá Amarflugi. Hjá Ferðaskrifstofunni Urvali var sagt að farþegafjöidi til Kanaríeyja væri svipaður og áður. -KMU DC—8þotur Flugleiða munu fíjúga frá Lúxemborg til Bandaríkjanna átján sinnum i viku næsta sumar. Sætaf ramboð Flugleiða á Norður-Atlantshafsleiðinni eykst um 22 prósent: Átján ferðir til Ameríku í hverrí viku Flugleiöir verða með átján áætlunarflug til Bandaríkjanna í viku hverri næsta sumar, á tímabilinu frá miðjum maí fram í miöjan september, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk frá Sigfúsi Erlingssyni, forstööumanni markaðssviös félagsins. Tíðni flugferða á Atlantshafsleiðinni hefur aðeins einu sinni verið meiri í sögu Flugleiða. Það var á árunum 1974 til 1975 er yfir tuttugu flug voru í viku. „Það er ekki aðeins að við séum að f jölga feröum heldur erum viö einnig að lengja háannatímann,” sagði Sigfús. Áætlaði hann að sætaframboð Flugleiða á þessari leið yrði um 22 prósent meira á næsta ári en þetta ár. Af þessum átján ferðum milli Lúxemborgar og Bandaríkjanna verða sjö til New York, sjö til Chicago, þrjár til Baltimore og ein til Detroit, sem er nýr viðkomustaður. Á leiðinni vestur. um haf .veröur alltaf höfð viökoma í Keflavík. Á austurleið verður fjórum sinnum í viku flogið beint yfir hafið án millilendingar. Að sögn Sigfúsar verður sá háttur hafður á eingöngu til þess aö þrjár DC-8 þotur geti annað þessu flugi. Auk þeirra véla munu Flugleiðir hafa aögang að fjórðu vél- inni tilvara. Samkvæmt áætluninni næsta sumar munu Flugleiöir geta flutt tæplega níu þúsund farþega yfir Atlantshaf á viku. Á þessu ári hefur farþegum félags- ins á þessari flugleið f jölgaö mjög. Frá áramótum til 11. desember sl. flutti félagið 216 þúsund farþega e'n 175 þúsund f arþega á sama tíma í fy rra. -KMU. ATHUGASEMDIR VIÐ VERDJÖFNUNARGJAU) —frá Rafmagns- veitum ríkisins DV hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Rafmagns- veitum ríkisins Innheimt verð- jöfnunargjald Mkr. 1980 44,2 1981 66,9 1982 123,7 1983 266,0 1) 1984 358,2 1) V erð jöf nunargj ald skv. f járlögum Mkr. 38,8 63,0 90,2 120,0 240,0 Þær fullyrðingar sem fram koma í forsíðufrétt DV14. desember og haföar eru eftir Stefáni Benediktssyni al- þingismánni eru á misskilningi byggðar. Auðveldast er að átta sig á þessu með því að líta á eftirfarandi tölur: Eins og sést á þessari töflu hefur þetta gjald öll árin verið vanáætlað af fjárlögum, en þó aldrei eins mikið og á þessu ári. Talan 240 Mkr. í því frum- varpi, sem nú er tii umræðu, er van- áætluð um 118,2 Mkr. miðaö Við að gjaldið veröi áfram 19%. Ef verðjöfnunargjald á raforku verður lækkað frá því sem nú er mun það óhjákvæmilega þýða minni tekjur hjá þeim aöilum sem þess njóta. Að sjálfsögðu er hægt að lækka þetta gjald, ef fundnar verða betri leiöir til aö tryggja fyrirtækjunum þessar tekjur með öðrum hætti. Verði gjaldið hins vegar lækkaö án þess að fyrirtækjun- um séu tryggðar tekjur á móti mun það einfaldlega auka rekstrarhallann sem þessu nemur. Þá er einnig rétt að leiðrétta það sem látið er að liggja í fréttinni að verðjöfn- unargjald sé einungis lagt á raforku til heimihsnota. Hiö rétta er að gjaldiö er lagt á alla raforkusölu nema til hitunar. EA-BLOKKSUKKULAÐiÐ er sænsk gæðavara Ekta át- og suðusúkkulaði. Ódýrasta súkkulaðið á markaðnum. Varist samanburð við súkkulíki. SOLIDO, Bolholti 4. Símar: 31050,38280.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.