Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983. I dag er kvikmyndin Skilaboð til Söndru frumsýnd. Kvikmyndin er byggð á samnefndu verki Jökuls Jakobssonar. 1 tilefni sýningarinnar náðum við tali af Guönýju Halfdórs- dóttur, sem samdi handrit og var framkvæmdastjóri verksins, og Krist- inu Pálsdóttur, sem var leikstjóri. Hvað gerir leikstjóri svona kvik- myndar? Kristin: „Lcikstjórinn leiöir saman alla þá er vinna að gerð kvikmyndar- innar. Hann ber í raun og veru ábyrgð á myndinni tæknilega og listræ'nt þeg- ar upp er staöiö. En það eru náttúr- lega ótal margir sem leggja hönd á plóginn og gera myndina aö því sem hún er. Sumir segja aö leikstjóri sé höf- undur myndar. Eg lít ekki þannig á málin. Myndin er ekki mitt einka- barn.” Hvernig unnuðþiötværsaman? Guðný: „Það byrjaöi allt á því að einn lægðardag í janúar hringdi ég í Kristínu og segi: Kristín. Nú gerum við mynd. Þú leikstýrir og ég skal pródúsera.” (Viö Kristinu) „Þúsagð- ir Jájájájá já.” Kristín: „Viö vorum búnar aö tala um þetta áður. Það vantaöi bara aö kýla á það.” Guðný: ,,Ariö áöur höföum viö ver- ið fullar niöri á Torfu aðspá í þetta.” Kristín: , ,Við sátum við gluggann. ” Keyptum kindaskrokka Þiö fenguö styrk frá kvikmynda- sjóöi í apríl til að gera þessa kvik- mynd? Kristín: „Já, G00 þúsund og þó það sé ekki nema sjöundi hluti þá er þaö opinber viðurkenning á verkefninu og eftir það þýöir ekki að snúa aftur. Þá verður að ná afgangnum af peningun- uminn meölánum.” A hverju byrjarkvikinyndafólk sem fær styrk einn góðan veðurdag? Guðný: „Við fórurn beint niður í Sláturfélag Suðurlands, Skúlagötu og keyptum okkur kindaskrokka. Þeir voru síðan étnir í sumar.” Hvað er þaö aöallega sem á eftir að valda metaðsókn að þessari mynd? Kristín: „Þetta er svo mannleg mynd. Bessiersvogóöur.” Guðný: ,,Hann er gegnumgangandi í allri myndinni. Hinir karakterarnir koma inn í lif hans og hafa áhrif á þaö á þessu sumri í ævi hans.” Nú leikur Bryndís Schram heims- konu og Bubbi Morthens glæpon. /A ^ÁÁicúJuO bii ouiiani. u Halldérsdéttur og Krí Háljjdwtur um nivndina Skilabod til Söndru jríSverdúr frumsýnd í dag Guðný Halldórsdóttir flytur Kristinu Pálsdóttur skilaboð. DV-mynd E.Ó. „!\ií gernm við myncl” Frá upptöku á myndinni i sumar. Lengst til hægri standa Bessi Bjarnason og Ásdis Thoroddsen, en þau leika Jónas og Söndru. Hvernig völduð þiö leikarana? Kristín: „Þetta er allt sviðsvant fólk þó það sé ekki beinlínis þrautþjálf- aðir leikarar. Það var valið vegna reynslu þess og útlits. Hvernig það hentaði í hlutverkin? Flest af þessu fólki er heldur ekki mikið áberandi í leikhúslífi borgarmnar.” Hver er fléttan í myndinni? Guðný og Kristín: „Myndir. fjallar um Jónas. Skáld sem fær stóra hlut- verkið í lífi sínu. Að skrifa kvikmynda- handrit um Snorra Sturluson fyrir er- lent kvikmyndafélag. Hann hefur fengist eitthvað við skriftir áður en þetta er stóra tækifæriö og hann á aö bera hróður Islands um víöa veröld. Bókmenntaarfinn og það allt saman. A sumrinu sem hann er að vinna aö þessu koma svo margir örlagavaldar inn í líf hans, fulltrúar hinna ýmsu afla í samfélaginu, að ætlunarverk hans að bera hróður Islands út um víða veröld tekst á þann hátt að hann ber vissu- Bryndís Schram sem letkur Eyritnu, vinkonu rithöfundarins: „Eg leik Eyrúnu, gamla vinkonu, sem rithöfundurinn og aðalpersónan Jónas hittir í Naustinu,” segir Bryndis Schram sem leikur í Skilaboðum til Söndru. „Eyrún er gift Bandaríkja- manni. Hann er lamaður. Það er allt slétt og fellt á yfirboröinu en hún er slóttugri en ætla mætti í fyrstu. Jónas var mjög ástfanginn af þessari stúlku forðum daga. Hún var einskonar draumadis. Hún og maöur hennar bjóða Jónasi heún á samastaðsúin hér á Iandi. Það dregur dilk á eftir sér,” segir Bryndís leyndardómsfull. Hvemig er að leika í kvikmynd? „Maöur fær svo sem ekki leikræna útrás i kvikmynd. Þetta er allt saman tekiö í stuttum atriðum ólikt leikhús- um þar sem leikarúin vex með hlut- verkinu. I kvikmynd þar sem atriði raðast ekki rétt saman verður leikar- inn frekar að ímynda sér hvemig hann upplif ir hlutina í staö þess að vera. Eg kem þrisvar fram í myndinni og í eitt skiptið held ég að mér hafi tekist aö vera alveg einlæg. Eg upplifði eitt- hvað. Það er kannski vegna þess að það atriði var tekið uppi í Naustinu að nóttu til og maður er kannski næmari á þeim tíma sólarhringsins.” Ertu búúi aðsjá útkomuna? Eyrún tekurámóti Jónasi i örlagarikt parti. „Þaö er svolitið skrýtið aö leika í svona kvikmynd. Það er ekki eins spennandi og aö leika á sviði. En ég hlakka mikið til að sjá myndina og hvemig til hefur tekist. Ég vona að þetta gangi vel. Það em ungar stúlkur sem gera myndina sem ég hef unnið með í sjónvarpúiu og hef trú á. Ég vona að þetta verði byrjunin á farsæl- um ferli þeúra. Það er líka gaman aö það hittist svo á aö Jökull heföi orðið fúnmtugur á þessu ári,” segir Bryn- dís. SGV „Nei, og ég veit ekki ernu srnni hvort ég treysti mér til að sjá myndina. Þó að ég sé vön að sjá sjálfa mig í sjón- varpi er það svolítiö annað en að koma fram í gervi annarrar konu. Eyrún er kannski svolítið ólík mér. Til dæmis er hún alltaf vel til höfð og klædd sam- kvæmt nýjustu tísku. Eg er smeyk um að mér finnist ég heldur fráhrindandi í myndinni.” Er þetta fyrsta myndin sem þú Ieik- urí? „Nei, að vísu ekki,” segir Bryndís. „Eg lék f jallkonuna '74 í myndinni Em eftir aldri eftir vin múin, Magnús Jóns- son. Hún er eiginlega gleymd og graf- in. „Sléttugrí en ætla mættí í fyrstu”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.