Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983. „ Winston sat i sæluleiðsíu og veitti þvi ekki eftirtekt þegar hellt var i glas hans. Hann var ekki á hlaupum eða að kal/a fagnandi lengur. Hann var aftur staddur i Ástarráðuneytinu og allt var fyrirgefið, sál hans hvit sem mjö/lin. Hann gekk eftir ganginum með hvitu disunum, fannst hann vera á gangi i sólskini, og á eftir hon- um gekk vopnaður varðmaður. Kúlan langþráða var á leið tii heila hans. Hann leit upp á andlitið mikla. Fjörutíu ár hafði hann verið að komast að þvi, hverskonar bros leyndist undir yfírskegg- inu. Ó, grimmilegi, þarfíausi misskilningurl Ó, þrákelknislegi, sjáHdæmtM útiagi frá hin- um elskandi barmil Tvö brenniv'msilmandi tár læddust niður með nefí hans. En það gerði ekkort til, það var nltt i lagi, baráttan var á enda. Hann hafði unnið sigur á sjálf- um sér. Hann elskaði Stóra Bróðurl" iÞýð. Hersteinn Pálsson, Thorotf Smith.) Með þessum orðum endaði George Or- well skáldsögu sína „1984”. Eftir hroöalegar pyndingar hafa harðstjór- ar valdsins brotið á bak aftur hið sjálf- stæða manneöli Winston Smith og þeg- ar dauðastundin rennur upp er lægingin fullkomnuö — hann er farinn að elska hið illa goö, Stóra Bróður. Sagan gerist í Lundúnum árið 1984, en efniviðurinn er sóttur til þeirra ríkja heimsins sem hafa orðið svo ólán- söm að falla í krumlur sósíalismans. Harðstjórarnir stýra örlögum undirsátanna og innræta þeim fárán- legar kreddur en það eru alltaf ein- hverjir sem efast. Winston Smith er einn þeirra. Hann vill rísa gegn ofrík- inu en hann á erf itt um vik því aö fylgst er með undirsátunum hvar sem þeir fara með sérstökum sjónvarpsbúnaði, svokÖUuðum firðtjöldum sem eru hvarvetna uppi, jafnt á heimilum — ef heimili skildi kalla, vinnustöðum, göt- um og torgum. Óhugnanleg bók 1 framtíðarríkinu leggja harðstjór- arnir sérstakt kapp á að berja niður kynhvatir undirsátanna og konum er innrætt sú dy ggð að sneiða hjá f ullnæg- ingu og helst að sneiöa hjá samförum yfirleitt; en svo heppilega æxlast mál- in hjá Winston Smith að hann kemst í rjár viö þróttmikla stúlku, Júlíu að nafni, sem vílar ekki fyrir sér að þver- brjóta reglur flokkins og sefur hjá karlmönnum er henni þóknast: „Ungur, styrkur líkami hennar, ósjátf- bjarga i svefninum, vakti með honum meðaumkunarkennda löngun til að vera henni vemd. En angurbfíðan, sem hafði sveipazt um hann, þegar hann hlýddi á söng þrastarins, lót á sór standa. Hann fíetti samfestingnum ofan afhenni og virti fyrir sór hvítan, mjúkan Hkama hennar. Áður fyrr, hugsaði hann, virti maður fyrir sór líkama stúfku, og sá að hann var gimi- legur, og siðan ekki sögtma meir. En nú á dögum var ekkert tH, sem hát sönn ást eða ómengaðar fýsnir. Engin tilfinning var hrein og ómenguð, þvi að ótti og hatur blandaðist öllu. Faðmlög þeirra höfðu verið fangbrögð, orusta, alsæian sigur. Þau höfðu greitt Fkjkknum högg. Þetta var pófítískur verknaður." IÞýð. Hersteinn Pálsson, Thorotf SmithJ Winston Smith og ástkona hans, Júlía, ákveða að gera mann að nafni O’Brian aö sínum trúnaöarmanni og ganga í lið meö hinum mikla óvini flokksins, Emmanúel Goldstein. Síðan dynur ógæfan yfir. O’Brian reynist annar en sýnist og Winston og Júlía eru höndum tekin. Winston er pyndaður látlaust uns ekkert er eftir af því sem kalla mætti hin mannlega reisn, og síðan er hið mannlega rekald tekiðaflífi. „1984” er óhugnanlegasta bók sem ég hef lesið og kannski er hún óhugnan- legasta ritverk allra tíma — sá sem eitt sinn hefur lesið hana verður aidrei með öllu laus undan töfravaldi hennar og honum er gefin sýn tii að skyggnast GÆTUM OKKAR „Of mikið vald kann að safnast á of fáar hendur, sem þá kynnu að freistast til þess að hugsa fremur um sinn hag en hag heildarinnar,” segir Gylfi Þ. Gíslason George Orwell var skáld — og spámaður. Með leiftrandi hugarflugi lýsti hann ógnum þess þjóöskipulags, þar sem allt vald er á einni hendi. Hann flutti háalvarlegar aðvaranir gegn einræði í stjómmálum í formi gamansamrar hæönissögu. Skáldið George Orwell sagði í sögunni Nítján hundruö áttatíu og fjögur meiri — og beiskari — sannleika en visindamaöur- inn Friedrich Hayek í bók sinni Leiðin til ánauöar, sem komiö haföi út nokkru áður og hlaut líka heimsfrægö. Hayek taldi allsherjar þjóðnýtingu og mið- stýröan áætlunarbúskap hljóta að leiöa til einræðisstjórnarfars. En í Sovét- ríkjunum sigldi ginræði ekki í kjölfar þjóðnýtingar og áætlunarbúskapar, heldur þjóðnýtingin og áætlunar- búskapurinn í kjölfar einræðis kommúnistaflokksins. Þar var því ekki og er ekki að leita sannana á kenn- ingum Hayeks. En þar og í öðrum ein- ræöisríkjum endurspeglast myndir úr skáldsögu Orwells. Sá, sem þetta ritar, er jafnaðar- maður — eins og George Orwell var. Ég er andstæður einræði af sömu ástæðu og hann. Þaö eyðileggur mann- inn, spillir öllu góðu í honum. Ég er líka andstæður allsherjar þjóðnýtingu og miðstýrðum áætlunarbúskap, ekki vegna þess að afleiðingin hljóti að verða einræði, heldur vegna hins, að slíkt hagkerfi er ófullkomið, veitir ekki þau lífskjör, sem völ er á, og stuölar ekki að þeim framförum, sem mögu- legar eru. Eg tel, aö efnahagslíf eigi í meginatriöum aö mótast af markaös- viðskiptum. Meö því móti hagnýtist framleiðsluskilyrði bezt, þá veröi hag- ur manna beztur og framfarir mestar. En ég tel ekki markaösviðskipti leysa allan vanda í efnahagsmálum. Meö aðferðum þeirra verða fiskstofnar ekki verndaöir, ekki komið í veg fyrir mengun, sjúkdómum ekki útrýmt, bágstöddum ekki hjálpað. Hér verður ríkisvald aö koma til skjalanna. Það verður líka að tryggja, aö markaðsöfl fái í raun og veru að njóta sín. Þau séu ekki heft eöa misnotuð. George Orwell brá upp ógleyman- legri mynd af einræðisríki, mynd, sem hefur haft áhrif á skoðanir milljóna manna. Það hefði veriö gaman að lesa lýsingu frá hans hendi á nútíma lýð- ræðisríki. Eitt af einkennum þess eru mikil ríkisafskipti af efnahagsmálum. Ég er ekki þeirra skoöunar, að þeirra vegna sé einræöisstjórnarfar á næstu grösum. En vissir þættir þess þjóð- félags, sem með sanni mætti nefna frjálst, eru í nokkurri hættu. Viö hlið lýðræðisstjórnarfars mótast slíkt þjóö- félag af þáttum, sem nefna mætti fjölræði. Einstaklingar og hópar, sem hafa ólíka hagsmuni og skoðanir, njóta frelsis til athafna og skoðanaskipta, ákvörðunarvald dreifist í ríkum mæli milli ríkisvalds, sveitarfélaga, fyrir- tækja, heimila og ýmiss konar sam- taka. Ríkisvaldiö má ekki veröa til þess aö draga úr slíku fjölræði. En Af öllum umdeildum valdastofn- unum þjóðfólagsins er Alþingi sú umdeildasta. Gylfi Þ. Gislason er einn af djúpvitrustu stjórnmála- mönnum landsins — hann sat lengi á þingi en hefur nú helgað sig kennslu og fræðistörfum. óneitanlega hefur stefnt í þá átt í þeim þjóðfélögum, sem þó vilja vera frjáis. Ríkisvaldið hefur ekki látið sér nægja að setja almennar reglur, sem eftir skuli farið í efnahagslífinu, heldur hefur haft bein afskipti af því á ýmsum sviðum, með boðum og bönnum meö skömmtunaraðferðum. Getur verið, aö við, í frjálsu þjóðfélögunum, séum á leið til þjóöfélags, þar sem of mikið vald sé í höndum lítils hóps stjórn- málamanna, atvinnurekenda og verkalýðsleiötoga? Á árinu 1984 þurfum við sem betur fer ekki að óttast þá andlegu eyðilegg- ingu, sem hlytist af einræði. En ættum við ekki að gæta okkar á því, að of mik- ið vald safnist ekki á of fáar hendur, sem þá kynnu að freistast til þess að hugsa fremur um sinn hag en hag heildarinnar? Gylfi Þ. Gíslason. Stöndnm vörð uni frelsið „Enginn vill eftirlit með eigin persðnu, en allir vilja að litið sé eftir liinuin,” segir Einar Bjarnason, f ormaður Lögregluf élags Reyk javíkur Þótt framtíðarsýn Orwells sé djöful- leg er hún samt heillandi lesning — og engin bók hefur vakið mér fleiri áleitn- arspumingar. Maður spyr sig: er þetta hægt? Mér finnst það fjarstæða og þó vitum við öll að í heimi óhugnanlegrar tækni og tölvuvæðingar er fátt ómögulegt. Þess vegna er kannski unnt að stofnsetja þann óskapnað sem Orwell lýsir. Hins vegar hlyti hann að brotna niður nokk- uð fljótt eöa í síðasta lagi eftir fáeinar kynslóðir. Sagan sýnir að þjóðfélag fámennrar yfirstéttar sem mergsýgur fjölmenna lágstétt (Sparta, Rómaríki) getur ris- ið og dafnað um stund. Sagan sýnir h'ka að í brjósti shkrar yfirstéttar á mannsandinn ekki langvarandi þroskamöguleika. Slíkt ríki hlýtur að brotna innan frá fyrr eða síðar sökum andlegs dauöa. Sagt er að við byltingu th einræöis þurfi skapsterka menn og ósvífna en miklar gáfur séu ekki nauðsynlegar. TU þess að reisa og viðhalda Eyjaáhu Orwells þyrfti grúa af slíkum mönnum en einnig marga meö yfirþyrmandi gáfur. I Eyjaálfu er það ekki bara andi lág- stéttarinnar sem er kúgaður. Hugsun yfirstéttarinnar er drepin, engin gagn- rýni þrífst. Þar með er líka þroska- möguleikinn horfinn. Skiljanlegar bók- menntir eru ekki lengur til, jafnvel tungumáhð er gert óhæft til vitrænnar hugsunar. Völdin erfast ekki bein- Unis en ganga tU hæfustu eftirkomend- anna. En hvar yrði hæft fólk að finna hjá t.d. þriðju kynslóð, sem ekki ætti not- hæft tungumál og hugsaði meö skýrslutáknum? Fjórða kynslóðin yröi svo apasam- félag sem hyrfi aftur tU trjánna. En á hvaöa leið erum við? Eftirlit með einstaklingnum hefur aukist — stefnum viö þá ekki til Eyjaálfu? Er ekki Stóri Bróöir meöal barna vorra? Enginn viU eftirht með eigin persónu, en aUir vUja að litið sé eftir hmurn. FUcniefnasalinn vUl athafna- frelsi en eru mæöur barnanna sem hann skiptir við á sama máU? Skatt- svikarinn vUl ekki láta rýna í sitt eigið framtal — en er verkakonan sem greiðir gjöld hans samþykk? Það ergir fólk að þurfa að færa ökutæki til skoð- unar — en hversu mörgum mannsUf- um hefur það þyrmt að druslurnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.