Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983. 15 verðum að vera nær markaðnum.” Fleiri jám eru í eldinum hjá þessum athafnamönnum. Eitt járnanna er alhliða kjötvinnsla á Hellu í náinni framtíð í samvinnu við fleiri aðila á staönum. „Þetta er hugsjón, miklu frekar en allt annað.” Gunnar hefur orðið. „Við viljum vinna kjötið hér heima í héraði. Ætlunin er aö vinna þar kjötið eins og við teljum að eigi að vinna þaö. Viö fáum, þegar þar að kemur, mann hingað frá Bandaríkjun- um til að leiöbeina okkur. Ég er ný- kominn frá Bandaríkjunum og þar er margt ööruvísi við slátrun og slátur- vinnsluenhér.” Borðleggjandi happdrættisvinningur Við setjumst aftur inn á skrifstofu Gunnars, þar sem spjallið hófst. Og taliö berst að kj úklingastofninum. „Við flytjum inn stofnegg frá Noregi, stofninn þar er nokkuð hreinn en aftarlega hvað aðra afkastameiri stofna snertir,” segir framkvæmda- stjóri Holtabúsins. „Ef viö fengjum aö flytja inn afkastameiri stofna fyrir kjúklingaræktina væri hægt að lækka kjamfóðurkostnað til muna. Sá kostnaður er hjá okkur á ári, sex til sjö milljónir. Það væri borðleggjandi happdrættisvinningur aö flytja inn aðra afkastameiri stofna. Önnur lönd í Evrópu flytja á milli sín stofna og rækta nýja. Það er í raun enginn hreinn stofn til í dag, því þetta eru allt kynbættir stofnar. En hér er talaö um sýkingarhættu ef breytt yrði til, sú hætta er hverfandi lítil, nánast engin.” Stuðningsmenn eggjadreifingar- stöðvarinnar hafa sumir hverjir í sínum málflutningi bent á að hvorki Flugleiðir né Vamarliöið á Keflavíkur- flugvelli kaupi egg frá hérlendum framleiöendum. Þetta hefur þótt styðja málstaðinn því að úrbóta væri þörf á eggjaframleiðslunni, bæði að auka hreinlæti og gæðaeftirlit. Eins aö þessir tveir aðilar fái egg á hagstæð- ara verði frá erlendum framleiöendum. Um þetta segir Gunnar: „Eg held að skýringin sé einfaldlega bara verðiö hjá Flugleiðum. Síðast þegar hér var eggjaskortur, fengu þeir tímabundið leyfi til aö flytja inn egg. Leyfið er löngu runniö úr gildi en ég hygg að enginn hafi beitt því valdi sem þarf til að stööva þennan eggjainn- flutning Flugleiöa. Þeir bera líka fyrir sig að þeir telji hættu á að þeir fái blóö- hlaupin egg frá innlendum framleiðendum. Sú hætta er ekki fyrir hendi þar sem eggin eru gegnumlýst, eins og hér hjá okkur. Eg fullyrði að þeir fá ekki betri egg að utan.” „Hjá Varnarliðinuá Keflavíkurflug- velli kannaði ég þetta mál fyrir einum fimm árum. Þá taldi sá sem ég átti viðræður við aö þeir gætu fengið marg- falt betri egg hér en aö utan. Þeirra egg koma um langan veg, sum fúl, sem þykir nú ekki hágæðavara. Eins er rýrnunin í flutningum hjá þeim mikil. Þeir voru tilbúnir að reikna með í dæminu rýrnunarþáttinn sem er um tuttugu prósent. Ég gat uppfyllt öll skilyrði hvaö snertir hreinlætis- og gæöakröfur þeirra. Þeir voru tilbúnir til aö versla með eggin ef ég gæti mætt þeim í verði, en það gat ég ekki. Flutningar aliir til og frá landinu, svo og öll aðföng til Varnarliösins eru greidd úr stóra sjóðnum í Bandaríkjunum. Flutningskostnaður þeirra er ekki tekinn inn sem rekstrar- kostnaður, f yrir honum er sérstök fjár- veiting. — Þar strandaði málið. Forsaga og staðan í dag Nú lokum viö hringnum, byrjum á sama umræðuefninu og byrjaö var á í upphafi heimsóknarinnar, eggja- dreifingarstöðinni. I mars síðastliðnum var eftirfarandi tillaga samþykkt á fundi Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins: „Framleiðsluráö landbúnaðarins viðurkennir Samband eggjaframleið- enda sem heildsöluaðila fyrir egg sam- kvæmt 36. gr. laga nr. 95/1981 um Framleiðsluráð landbúnaöarins, verð- skráningu, verðmiðlun, sölu á landbúnaöarvörum o.fl. Jafnframt samþykkir Framleiöslu- ráð lög Sambands eggjaframleiðenda og treystir því aö félagsmenn sambandsins hlíti ákvæðum þeirra. Framleiðsluráð leggur ríka áherslu á að eggjaframleiðendur sameinist um uppbyggingu og rekstur fullkominnar pökkunar- og heildsöludreifingarstöðv- ar, sem fái fjárhagslegan stuðning til að fullnægja sanngjömum kröfum eggjamarkaðarins og tekur leyfið gildi þegar slík stöö hef ur starfsemi sína. Samhliöa verði komið á skipulegri stjórn eggjaframleiðslunnar svo hún fullnægi eftirspurn á eggjum, án þess að undirboð í verði þurfi til að fram- leiðslan seljist.” Landbúnaöarráðherra hefur ákveð- ið, aö fengnum tillögum frá Framleiösluráöi landbúnaöarins, að veita styrk úr Kjarnfóöursjóði til stofnunar eggjadreifingarstöövar eða eggjasamlagsins. Sú upphæð er 5,3 milljónir miðaö við verðlag í nóvem- ber. „Það er ljóst að hugmyndin aö baki skattinum á kjarnfóðrinu, sem fer í kjarnfóðursjóð, er aö halda niðri ákveöinni framleiðslu. Taka peninga Bftírþvottinn eru eggin gegnumlýst og sfðan fara þau ifram i pökkun. ÞaA er GarOar sem gætir þeirra. frá ákveðnum búgreinum til að styðja aðrar búgreinar,”hefur Gunnar Jóhannsson um þetta að segja. „Þvi það er ljóst aö þeir sem fara með völdin í framleiðsluráði eru ekki egg ja- framleiöendur. Það eru sauðfjár- og mjólkurframleiöendur. Þeir hafa misnotaö sitt vald, með stuðningi alþingis. Þaö er jafnvel aö þetta jaðri við stjórnarskrárbrot, það er bannað samkvæmt stjórnarskránni að færa til fjármagn svona á milli stétta. Þaö eina sem er réttlætanlegt við slíka skatt- lagningu er ef skatturinn er lagður beint í ríkissjóð, eins og aðrir skattar. En að ein stétt hafi slikan skatt til ráðstöfunar án þess að hann fari í gegnum ríkissjóö, án reglugerðar, hlýtur að jaðra við stjórnarskrár- brot.” Ekkert á móti eggjadreífingarstöð „Ef smærri eggjaframleiðendur sjá Úr pökkunarvéfinni fara eggin áfram i færibandi i vigtun og merkingu. sér ekki fært að dreifa sínum eggjum . öðruvísi en að stofna eggjadreifingar- stöö, sjáum við ekkert á móti því að þeir geri þaö. En við erum alfarið á móti því að þeir fái eitthvað meira fram yfir aðra, það er að segja að þeir fái fjármagn úr kjamfóðursjóði, sem aðrir eigi ekki tok á að f á. Við erum líka á móti einokunarað- stööu dreifingarstöðvarinnar. Það | hefur alltaf staðið til að veita stöðinni > einokunarsöluleyfi.” „Framleiðsluráð viöurkennir Sam- band eggjaframleiöenda sem heild- söluaðila fyrir egg og hefur samþykkt 'lög okkar. Ein grein í okkar lögum segir aö stjórn sambandsins geti veitt öðrum aðilum heildsöluleyfi þegar aðstæður þykja. Það er stjórnin sem hefur heimild til þessa. Nú hafa f jörir eggjaframleiðendur sótt um heildsölu- leyfi til stjórnar Sambands eggjafram- leiðenda sem hefur veriö veitt. Ekkert svar hefur heyrst frá Framleiösluráð- inu um veitingu heildsöluleyfa til þess- ara aöila. Við vorum tuttugu og fimm félagsmenn í Sambandi eggjafram- leiöenda sem undirrituðum frá- ivísunartillögu á félagsfundi í síöasta mánuði. I henni lýsum viö því yfir að við teljum meö öllu óréttmætt að stofnuö veröi af okkar sambandi, dreifingarmiðstöð fyrir egg með einka- leyfi til dreifingar á eggjum. Viö teljum að meö þessum hætti væri brotið gegn þeim meginreglum um atvinnufrelsi sem hafa ber í heiöri og fyrir er mælt um í stjórnarskrá. Einnig 'teljum viö óréttmætt að stöðin verði reist fyrir fé úr Kjamfóöursjóði.” „Staðan í málinu í dag er sú aö við göngum úr Sambandi eggjaframleiö- enda, verði samþykkt á aðalfundi að standa að stofnun eggjasamlagsins,” segir Gunnar, sem gegnir formennsku um stundarsakir í Sambandinu. Við höfum vitnað hér í fund eggja- framleiðenda sem haldinn var í nóvember. Þar var frestað aö taka endanlega ákvörðun um stofnun dreifingarstöðvar með þeim for- merkjum sem áður er getiö. Nú er aöalfundur Sambandsins fyrirhugaöur á milli jóla og nýárs, að sögn Gunnars. Ef þeir eggjaframleið- endur sem stóðu að frávísunartillög- unni á fundinum í nóvember hyggjast ganga úr Sambandi eggjaframleið-' enda, veröur þaö að gerast fyrir ára- mót. En í ákvæði um úrsögn úr Sambandinu í lögum þess, segirsvo. Næsta skref í þessu mikla hitamáli, ^ verður því tekiö innan skamms. Við höfum tekið okkar lokaskref í þessari heimsókn austur í Rangárþing — reyndar mjög hress í bragði yfir því að mæta þar atorkufólki „á kreppu- öld”. -ÞG ÓTRÚLEGT ÚRVAL JOLAGJAFA Ferðaútvarp................frá kr. 880,- Stereoútvarp m/kassettu .. frá kr. 6.980,- Kassettutöskur............ frá kr. 225,- Kassettustatíf.............frá kr. 170,- Opingrill..................frá kr. 1.980,- Lóðboltar..................frá kr. 390,- Tin-sigur..................frá kr. 605,- Útvarpsklukkur............frá kr. 1.300,- Sjónvarpsleiktæki.........frá kr. 1.480,- Bílútvörp m/kassettu......frá kr. 4.585,- Plötutöskur...............frá kr. 395,- Plötustatíf............ frá kr. 325,- Microphones...............frá kr. 960,- Vasadisco ................frá kr. 2.250,- Vasadisco, hátalarar.......frá kr. 2.200,- Vasastereo, útvarp........frá kr. Heyrnartóls-stereo-útvörp.. frá kr. Heyrnartól.................frá kr. Plötur — kassettur.........frá kr. Allt þetta ásamt mörgu f leiru — bjóðum við í hinni nýinnréttuðu verslun okkar að Ármúla 38. Greiðslukjör á öllum dýrari tækjum. Kreditkort og Visa þjónusta. • i siaaE i r ÁRMULA 38 (Selmúla megin) 105 REYKJAVÍK SIMAR: 31133 83177 POSTHOLF 1366

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.