Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 4
4 DV.fóu&ÁffóÁ6%á 17. Í)ÉSÉtóBEttlé83.v’ Flugleiðaþota kom skökk inn á Kastrupflugvöll tvisvar í röð: Tókst ekki að lenda fyrr en í þriðju tilraun Flugleiðaþota, full af farþegum, hætti tvisvar í röð á síðustu stundu við lendingu á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum vikum. Þaö var ekki fyrr en í þriðju tilraun sem lent var. Samkvæmt lýsingu eins farþega var þotan, Boeing 727, komin niður undir flugbraut þegar hreyflum var skyndilega gefiö fullt afl. Þotan klifr- aði upp, flaug hring en hóf síðan aðflugáný. 1 annarri tilraun fór á sama veg. Rétt áöur en þotan átti að snerta flugbrautina var hætt við lendingu og klifrað upp á nýtt. Talsverður órói varö meðal far- þega. Kliöur fór um farþegarýmið. 'Grátur heyrðistfrá fullorðnu fólki. Flugvélin sveimaði nokkra stund í nágrenni flugvallarins áður en reynt var í þriðja sinn. Þriðja aðflugið hófst. Að þessu sinni gekk allt að ,óskum og þotan lenti. Frá Flugleiöum fengust þær upplýsingar um atburð þennan að hætt hefði verið við lendingu í bæði skiptin vegna þess að þotan hefði 'komið skökk inn. Aðstoðarflugmaðurinn mun hafa reynt þessar lendingar. Samkvæmt heimildum DV tók flugstjórinn við áður en þríðja tilraun var gerð. Veöur á Kastrup var hið þokkaleg- :asta. Skyggni fyrir þotuaöflug var sæmilegt. Sú flugbraut sem best er búin tækjum, var ekki i notkun vegna viðgerðar. Flugvélar urðu því að not- ast við aðra braut sem, að sögn Flug- leiðamanna, hentaöi ekki eins vel miðaö við aðstæður. -KMU. Þorskveiðar á næsta ári 220.000 tonn — þýðir að aðeins má veiða 66 milljónir þorska i stað 87 milljóna í ár Á næsta ári má veiða allt að 220 þús- und tonn af þorski, samkvæmt ákvörð- un sjávarútvegsráöherra. Hann fór að tillögum ráögjafanefndar sem meöal annars er skipuð fulltrúum hagsmuna- aöila og Hafrannsóknastofnunar. Sú stofnun hafði þó upphaflega lagt til 200 þúsund tonna hámark. Þetta þýðir ef eftir fer miklu minni veiði á þorski á næsta ári en í ár. Áætlað er að þorskveiðin verði 290 þús- undtonnáárínu. Ymislegt getur haft áhrif á þorsk- gengd á næsta ári sem endra nær. Þó er varla búist við verulegri göngu iþorsks frá Grænlandi fyrr en 1985 og er Nú getur þú notað eitt oq sama VISA kortið hér neima og erlendis. 0 u \ W \ Y Breyttarreglurum VISAgreiðslukort \/|CA kortpru pfnroirlrl á veitaþér nu heimild til að notakortið í *Korí u a!9re,aci a verslunumog þjónustustöðum hér 40 afgreÍÖSlUStÖOUíTI vtsA^íortið giidir einnig víðast hvar Landsbankans víðsvegar annarsstaðaríheiminum. UITI landÍÖ. LANDSBANKtNN Bcuíki allra landsmanna þá horft til sterks árgangs þar frá 1977. ,Einnig er til í dæminu aö þorskurinn þyngist meö batnandi skilyrðum i sjón- um, en hann hefur rýmaö ár frá ári undanfarið og meðalþyngdm er nú 3,33 kíló á móti 3,65 kílóum fyrir þrem árum. I ár er reiknað meö að 87 milljónir þorska veiðist, þessi 290 þús- und tonn. Þeir verða þá ekki nema 66 milljónir sem veiða má á næsta ári, breytist ekki meðalþyngdin. Ákvörðunin um hámarksveiðar tekur einnig til annarra botnfiskteg- unda. Er alls staöar farið nokkuö yfir tillögu Hafrannsóknastofnunar. Há- mark ýsuafla er sett 60.000, tonn, ufsa 70.000 tonn, karfa 100—110.000 tonn, 'skarkola 17.000 tonn, grálúöu 30.000 tonn og steinbíts 15.000 tonn. Þar sem þorskurinn er langverð- .mætasti fiskurinn fýrir utan skarkol- ann og langmest er af honum þýðir -minnkun þorskveiðanna tiltölulega 'mun meiri tekjurýrnun af fiskveiðum en þaö sem vinnst á móti með auknum veiðum á öðrum fiski. En samtals er ■sett 512—522 þúsund tonna þak á veiðar á þessum sjö botnfisktegundum 'á næsta ári samanborið viö áætlaða veiði í ár, 580 þúsund tonn. Útflutningsverðmæti þessara fisk- tegunda er talið í samanburöi og mið- að viö 1,00 á þorski, 0,87 á ýsu, 0,80 á karfa, 0,63 á ufsa, 1,02 á skarkola, 0,66 á grálúðu og 0,76 á steinbít. Þannig eru verðhlutföllin nú á fisktegundunum sjö. HERB Matarolía: Alagningin var rétt Á neytendasíðunni í gær var sagt frá himinhárri álagningu á matarolíu í loftþrýstihylkjum í nokkrum verslun- um. Álagningin var fundin út miðað við núverandi heildsöluverð. Innflytjandi viökomandi vöru haföi samband við okkur og sagði að heild- söluverðið hefði lækkað mikið nýlega þegar felldur var niður 80% tollur á vörunni. Er því líklegt að þær verslan- ir sem höfðu háa álagningu hafi keypt inn matarolíuna á verðinu eins og það var áður en toUurinn var felldur niður. Sú var að minnsta kosti raunin með Vörumarkaðinn. Stefán Friðfinnsson, framkvæmdastjóri þar, sagði í samtali við DV að álagning á þessari vöru væri 24,2% hjá þeim, varan hefði verið keypt inn á 109,50 en seld á 136 krónur. I Vörumarkaðnum á Eiðistorgi kostar mataroUan hins vegar kr. 90,55 enda keypt inn þangaö eftir niöurfellinguna á toUinum á kr. 72,95. APH. Konurgef a út bókamerki 1 bókaflóðinu gefur framkvæmda- nefnd um launamál kvenna út bóka- merki. Með kveðju kvennanna fylgir áletrunin „Róum jafnt á bæði borð”. Bókamerkið kostar fimmtíu krónurog er gefið út til styrktar og kynningar á starfi launamálanefndarinnar. Jónína Leósdóttir,Vonarstræti 8, hefur merkið tU dreifingar fyrir áhugamenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.