Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 30
Nýjar bækur
o
Nýjar bækur
30
Hvaö segja
stjörnurnar
um þig?
Bókaútgáfan Vaka hefur gefið út
nýja stjömuspárbók í aðgengilegu
formi og þægilegu broti. Grétar Odds-
son tók saman efni bókarinnar en
Gunnar Baldursson myndskreytti
hana.
1 bókinni eru spár fyrir einstök
stjömumerki, nánari spár eftir fæðing-
ardögum og upplýsingar um áhrifa-
stjömur hvers tímabils. Miðað hefur
verið aö því að gera efnið sem
aðgengilegast fyrir fólk á öllum aldri'
þannig að það geti fengið upplýsingar
um sjálft sig og aðra og notaö bókina
bæði til fróðleiks og skemmtunar.
Á bókarkápu er meöal annars
varpað fram þessum spumingum:
Langar þig að skyggnast inn í ókomna
tíð? Viltu kynnast eðlisþáttum þínum
og annarra nánar en þú hefur getað
hingað til? Hefurðu hug á ábendingum
úr stjömuspekinni um ástamál þín,
makaval, störf eða viðfangsefni?
Ef svo er þá er hér komin rétta bókin
fyrir þig og kunningjana, sem gaman
hafa af stjömuspám — vinsælustu spá-
dómum heims um þessar mundir.
Stjömuspárbók Vöku er unnin í
Steinholti hf. en Bókfell hf. annaðist
bókband bókarinnar. Verð hennar með
söluskatti er aðeins 348 krónur.
Vesturfaraskrá
1870—1914
eftir Júníus H. Kristinsson
Hinn 10. desember kom út á vegum
Sagnfræöistofnunar Háskóla Islands
Vesturfaraskrá 1870—1914, A Record
of Emigrants from Iceland to America
1870—1914, eftir Június H. Kristinsson
cand. mag. skjalavörð. Ritið er 516
blaðsíður og í því eru taldir meira en
14000 einstaklingar sem fluttust frá Is-
landi til Vesturheims á þessu 45 ára
tímabili. Við nafn hvers vesturfara er
tilgreint, eftir því sem heimildir
hrökkva til, staða viökomandi og
aldur, útflutningsár, útflutningshöfn,
útflutningsskip auk fyrirhugaðs
ákvörðunarstaðar vestra. I inngangi,
sem bæði er á íslensku og ensku, er
tölfræðilegt yfirlit yfir fjölda vestur-
faranna í skránni, aldur þeirra og kyn,
auk yfirlits yfir það hve mikill
straumurinn var úr landinu sam-
kvæmt skránni ár hvert og hversu
margir fóm úr hverju héraði. Sögu-
félag, Garðastræti 13 b, sér um dreif-
ingu og sölu ritsins.
Sextán dagar
í september
Bókaforlagiö Svart á hvítu hefur
gefiö út unglingabók er nefnist Sextán
dagar í september og er hún eftir Bibi
og Franz Berliner. Bók þessi hlaut bók-
menntaverölaun stórra skandina-
viskra bókaforlaga árið 1980.1 sögunni
segir frá táningum, sem hafa átt erfiöa
æsku vegna heimilisaðstæðna. Þetta
eru heilbrigöir og kraftmiklir krakkar
og hafa áhugamál eins og gengur og
gerist í þeirra aldurshópi. Söguhetj-
umar, Brjánn og Pía, kynnast ástinni
saman og með hana að vopni sigrast
þau á erfiðleikum sínum. Höfundamir
sýna mikinn skilning á hugsunarhætti
unglinga í þessari sögu, sem þýdd er af
Sigurði Á. Friöþjófssyni rithöfundi.
Bókarkápa er hönnuö af Margréti Á.
Auðuns. Ritiö er 160 blaðsiöur að stærö
og unniö hjá GuðjónO og Félagsbók-
bandinu.
Tfu myndir
úr lífi þínu
Sögur um þykjustuleik
og alvörudrauma
Bókaforlagið Svart á hvítu hefur
sent frá sér bókina Tíu myndir úr lífi
þinu. Sögur um þykjustuleiki og
alvörudrauma eftir Vigdísi Gríms-
dóttur. I þessari bók eru tíu smásögur,
tengdar saman með ljóðum. Viðfangs-
efni höfundar eru konur og eru frá-
sagnirnar skrifaðar með ljóðrænu ívafi
og draumkenndu, þótt raunsæjar séu.
Þetta er fyrsta bók höfundarins og
sýnir hún óvenjulega kunnáttu í stíl og
byggingu. Vigdis Grímsdóttir er
islenskukennari að atvinnu og um
þrítugt að aldri. Filip Franksson
hannaði kápu, bókin er 96 blaösíöur að
stærö og unnin hjá Prentsmiðjunni
Viðey, Félagsbókbandinu og Prent-
þjónustunni Metra.
Krókur á
móti bragði
eftir Agöthu Christie
Bókhlaðan hefur gefið út Krókur á
móti bragði eftir Ágöthu Cristie. I
þessari bók eru tíu smásögur eftir
drottningu sakamálasagnanna. Flest-
ar þeirra hafa verið kvikmyndaðar og
fengu Islendingar smjörþefinn af
þessum sögum í nokkrum þáttum i
islenska sjónvarpinu í vetur.
Sögurnar heita: Engin rós er án
þyrna — Fjórði maðurinn — Krókur á
móti bragði — Oánægði hermaðurinn
— Leyndarmál bláa vasans —
Stúlkan í lestinni — Spegillinn
nöturlegi — Manndómur Edwards
Robinson — Jane leitar sér að vinnu
— Rauða merkiö. Ef þú ert ekki
oröinn aðdáandi Ágöthu, þá verður þú
það í dag. Hún á i dag 50 milljónir
aödáenda i öllum löndum heims.
Þýðandi er Garöar Baldvinsson.
Setning: Prentsmiðjan Roöi. Prentun
Prentsmiðja Árna Valdimarssonar hf.
Bókband: Bókbandsvinnustofan
örkin. Krókur á móti bragði er 163
bls.
' JðN STEINAR RAQNAHSHON
uóo
OPUS
ALFA
Opus Alfa
eftir Jón Steinar Ragnarsson
Ot er komin ljóðabókin „Opus Alfa”
eftir Jón Steinar Ragnarsson.
Eins og nafnið ber með sér, er þetta
fyrsta ljóðabók höfundar en áður hefur
leikrit hans „Hjálparsveitin” komið út
á bók auk þess sem það hefur verið
sýnt á Isafirði og Neskaupstaö.
Jón Steinar er fæddur á Isafirði þann
12. febrúar 1959, og hefur lengi verið
viðloöandi lista- og menningarlíf þar.
Opus Alfa er ljóðabók í léttþunga-
vigt, sem tekur á gaman- og alvöru-
málum liöandi stundar meö kimni, er
kraumar undir niðri í öllum ljóðunum.
Bókin skiptist í tvo hluta, þ.e. „Vond
ljóð” og „Skrautfjaðrir”. Höfundur
myndskreytti öll ljóðin í bókinni með
léttum og lifandi myndum sem gera
hana alla aðgengilegri venjulegu fólki.
Bókin mun að öllum likindum fást í
bókaverslun Máls og menningar,
Eymundsson og í kaffihúsinu Mensu í
Listmunahúsinu fyrir þá sem vilja
nálgast hana í Reykjavík og nágrenni.
DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983.
Nýjar bækur
Kryddí
tilveruna
Bókaútgáfan Vaka hefur nú sent á
markað annað bindi af Kryddi í tilver-
una, en það er safn islenskra skop-
sagna alls staöar að af landinu.
Þeir Olafur Ragnarsson og Axel
Ammendrup hafa safnað efninu og
búið þaö til prentunar en Árni Elfar
myndskreytt bókina. Sérstakur
heiöursgestur í þessari bók er
húmoristinn Leifur Sveinsson, for-
stjóri Timburverslunarinnar Völundar
hf., en hann er einstakur sagnasjór.
Eru rúmar 70 sögur úr safni hans
birtar í bókarauka Krydds í tilveruna.
Umsjónarmenn útgáfunnar segja
meðal annars í inngangi aö bókinni,
sem ber yfirskriftina: „Upplifgun á
erfiðum tímum”: Ljóst er, að þjóðina
hefur bráövantað krydd í tilveruna síð-
ustu árin, því að viðtökurnar sem
upphafsbindiö í þessum nýja bóka-
flokki Vöku hlaut, er það var gefið út
fyrir réttu ári, voru alveg ótrúlegar.
Fyrsta útgáfan seldist upp á örskömm-
um tíma önnur útgáfa fylgdi brátt í
kjölfarið og skömmu áður en þetta
bindi kom út var þriðja útgáfa
upphafsbindisins send á markað.
Krydd í tilveruna, annað bindi, er 164
siður að stærð, ríkulega myndskreytt,
og ér bókin að öUu leyti unnin í Prent-
smiðjunni Odda hf.
Monsjör Kíkóti
eftir Graham Greene
Graham Greene er eins og kunnugt
er einn af kunnustu höfundum nú-
tímans og hafa aUmargar af bókum
hans komið út á íslensku. Nú er komin
út hér hans nýjasta bók, Monsjör
Kíkóti, í þýðingu Áslaugar Ragnars.
Utgefandi er Almenna bókafélagið.
I þessari bók tekur Greene fyrir
viðkvæm deUumál nútimans og af-
greiðir þau á sinn sérkennUega hátt og
beitir óspart sinu alkunna háöi.
Sögusviðið er Spánn nútimans og
aðalpersónumar eru Kíkóti og Sansjó
Pansa eins og þeir að dómi höfundar
Utu út ef þeir hefðu verið uppi í dag.
Kíkóti er velvUjaður og saklaus
prestur en Sansjó fyrrverandi bæjar-
stjóri og sanntrúaður kommúnisti.
Bókin er kynnt þannig aftan á kápu:
„Þeir félagar takast á hendur
ferðlag um Spán. Farkoturinn er
gamaU og nokkuð lasburöa Seat-bUl
prestsins, en þeir eru vel nestaðir
ostum og víni af heimaslóðum. Þeir
koma á ýmsa merka staöi, suma heU-
aga, aðra miður heilaga og gerist þar
margt kyndugt. Og svo eru hin
óviðjafnanlegu samtöl þeirra félaga
yfir ljúffengu nesti og hressandi
veigum í áfangastaö fyndin, bráðskörp
og viturleg og snúast vitaskuld einkum
um helstu áhugamál þessara tveggja
MONSJÖR
KiKöfræ'
heiðarlegu manna, kristindóm og póU-
tik. Bókin fjallar m.ö.o. að verulegu
leyti um viðkvæmustu deUumál
nútímans og sýnir þau í skoplegu og
afhjúpandi ljósi einfaldleUcans.”
Monsjör Kíkóti er 225 bls. að stærö og
unnin í Prentstofu G. Benediktssonar.
Karl Blómkvist
í hættu staddur
ASTRID LINDGREN
Karl Blómkvist
íhættustaddur
É
eftir Astrid Lindgren
Hjá MáU og menningu er komin út
önnur bókin um leynUögreglu-
manninn Karl Blómkvist eftir Astrid
Lindgren: Karl Blómkvist í hættu
staddur. Þorieifur Hauksson þýddi
þessa bók sem nú kemur út í fyrsta
sinn á íslensku.
Sagan segir frá spennandi at-
burðum í lífi krakka í smábæ eitt
sumar. Þegar sumarleyfiö er byrjað
getur Rósastriöið hafist líka. Riddar-
ar hvítu rósarinnar eru þrir: Andri,
KalU og Eva Lotta, og riddarar rauöu
rósarinnar eru líka þrír, PalU, Jói og
Beggi, tUbúnir að berjast tU síöasta
manns. Þeir hafa gert gamalt, autt
herrasetur aö bækistöö sinni og þar í
grennd verður Eva Lotta næstum því
vitni að afbroti, heitasta dag
sumarins. Það afbrot verður Karl
Blómkvist aö hjálpa lögreglunni til
að upplýsa.
Bókin er 183 bls., sett hjá Prent-
smiðju Þjóðviljans, útUtshögun og
filmuvinnu annaðist Repró,
Formprent prentaði og BókfeU batt.
Myndir í bókinni eru eftir Evu
Laurell en kápumynd gerði Ilon
Wikland.
Sumarið '69
eftir Indriða Úlfsson
— Indriði Ulfsson sendir nú frá sér
sina fyrstu bók sem er sérstaklega
skrifuð fyrir ungUnga. Þetta er 17. bók
hans en hann er einn vinsælasti höf-
undur ungu kynslóðarinnar á Islandi í
dag. Þetta er ástarsaga og segir frá
því þegar ástin grípur unglingana í
fyrsta sinn.
• Mjög fjölbreytt úrval af gjafavörum.
• Leikföng, gott úrval.
• Allt til jólaskreytinga.
• Jólaskreytingar.
Kynnið ykkur okkar hagstæða verð á
gjafavörum.
Velkomin til Hveragerdis.
Breiðumörk 12 — Hveragerði — Simi 99— 4225.
Jólastjörnur frá kr. 120,-, hýasintur
frá kr. 50,-.
Opið til kl. 21 alla daga,
Þorláksmessu til kl. 24, aðfangadag til kl. 14.
Gledileg jól.