Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983. 21 „Eins og að standa sig að ljótum hlut'* lega menningararfinn út fyrir land- steinana en ekki á þann hátt sem hann ætlaði.” Fór að rigna fijótlega Af hverju heitir myndin Skilaboð til Söndru? Báðar í kór: „Myndin er skilaboö frá JónasitilSöndru.” Var handritið lengi í vinnslu ? Guðný: „Upprunalegahandritiðfór í gegnum þr já hreinsunarelda.’ ’ Kristín: „Já, þaö voru haldnir heví handritafundir sem Guöný, ég og Arni Þórarinsson sátum. Viö tókiun inn setningar, settum aðrar í staðinn. Guðný: „Tókum út persónur og það var ýmislegt stokkaö upp til að fá meiri aksjón og fleira.” Kristín: „Síöan uröu mjög litlar breytingar á handritinu eftir aö við byr juðum á upptöku. ” Hvers vegna varö þessi bók, Skila- boð til Söndru, fyrir valinu? Kristín: „Jökull skrifar svo lifandi. Góðar samræður.” Guðný: „Hann er mátulega írónísk- ur á lífið og tilveruna. Svo var bókin svolítið myndræn líka. ” Kristín: „Þessi bók höfðaði mikið tilokkar.” Bókin var ekki sérlega vinsæl þegar hún kom út. Kristín: „Nei, en bók er bók og mynd er mynd. Guðný: „Og við getum ekki svarað fyrir þetta pakk sem hefur ekki lesið bókina og finnst hún hundleiðinleg.” Kom eitthvaö skemmtilegt fyrir viö upptökuna? Báðar: „Já, það fór aö rigna fljót- lega eftir að viö byrjuöum aö kvik- mynda og stytti ekki upp fyrr en viö vorum búin. Upptökuliðiö þurfti því að verja ófáum matartímum í vegargerð svo aö kvenbílarnir kæmust að sumar- bústaönum þar sem myndin var tek- in.” SGV „Ég leik nokkurs konar glæpa- mann, sem er meira og minna útúr- vímaður á meðan á heimsókn hans stendur hjá rithöfundinum í mynd- inni,” segir Bubbi Morthens. „Jú, jú. Þetta var heilmikil reynsla út af fyrir sig. Það var gaman að sjá hvernig þessir hlutir fara fram. En ég var dálítiö svekktur yfir því að ekkert yfimáttúrlegt gerðist viö upptökurn- ar eins og maður var búinn að heyra að gerðist við allar íslenskar myndir. En það hreyfðist ekki inniskór eða kaffi- kanna. Ég var dálítið svekktur yfir því. Þetta er eins og að setja skóinn út í gluggann og fá ekki neitt. Það var mjög gott aö vinna með fólkinu sem gerði myndina. Þetta er indælt fólk í alla staöi.” Ertu búinn að sjá myndina? „Já, ég sá útkomuna ígær. Egverð að dæma eins og Pélur og Páll utan af götunni sem fer í bíó en mér fannst þetta bara gott. Mér fannst hálffífla- legt aö koma og sjá sjálfan mig þarna á breiðtjaldinu. Mér fannst þarna eins og maöur væri aö standa sjálfan sig að ljótum hlut. Maður hálfroönaði við að horfaásjálfansig.” Þú syngur í myndinni? „Já. Ég syng blúsað stef einhvers staðar inni í myndinni. Svo syng ég jasslagið Maður hefur nú, eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Það minnir svolítið á Frank Sinatra — svona eitthvaö í þeim stíl.” Þú hefur ekkert fengið áhuga á því aö fara að leika í kvikmyndum, stærri hlutverk kannski? „Ég veit það ekki,” segir Bubbi. „Jú, ég hef ailtaf haft mikinn áhuga á kvikmyndavélinni. Þetta er alls ekki svo ólikt því sem maður er að gera. Það eru tiltölulega ólík vinnubrögð en samt margt ótrúlega líkt með þessum hlutum.” Hvaö ertu annars aö gera núna? „Eg er aö vinna með Egó. Við erum að undirbúa spilamennsku um jólin og ætli við förum ekki svo að vinna að plötu hvaö úr hverju. ’ ’ Þú ert sem sagt þrælhress fyrir jól- in? „Já, ég næ kannski ekki gleði kaup- mannanna en hress er ég,” segir Bubbi. SGV mmcrQFTHE ccca-coucö* wmw m eodAComrawM®

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.