Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983. 25 14 *ld ir- ía ekki komið fram iðri leið inn í sin þess að irtekt? dýpra í hinn slungna vef samtíöarinn- ar en þeir sem ekki hafa lesið hana. Tvískinnungur Vesturlandamanna „1984”, nafngift bókarinnar, er þannig fengin aö síðustu tölustöfum ár- talsins 1948 er vixlað en um þær mundir var Orwell að leggja síðustu hönd á verkiö. Orweli valdi þar með sögusviðinu ákveðna tímasetningu og ekki yfrið fjarlæga og með því móti öölaðist sagan einskonar nálægð, ægilega og ásækna nálægö og mynd hennar hefur nú í hálfan fjórða áratug vofað yfir hugum Vesturlandamanna eins og sú vábeiða sem tortímir yndi mannsand- ans og ógnar raunar öllu mannsæm- andi lífi. En hefur spásögnin ræst? Sagan er vissulega ótrúlega snjöll en hefur ekki framtíðarsýn Orwells reynst hugar- burður? Svo mikið er víst að nútíöarsamfélag Vesturlanda er harla ólíkt þeirri martröð mannlífsins sem Orweli grein- if frá, en getur ekki hugsast að ávæn- ingur af henni hafi samt sem áöur sl'æðst inn í tilveruna og sé að hreiöra um sig án þess aö við veitum því beinlínis eftirtekt? Tungumál harðstjóranna í „1984, kallað nýlenska, hefur eignast vissa hliðstæðu í þeirri málfarsófreskju sem opinberar stofnanir og ráðuneyti hafa búið sér til á liönum árum víða um heiminn og þá ekki síst hér á okkar litla landi. Ást er hatur, stríð er friöur, segir í bókinni og óneitanlega gætir víöa tví- skinnungs í viðhorfum Vesturlanda- manna og reyndar hinu daglega lífi: samskipti karls og konu verða sífellt frjálslegri en jafnframt losnar um hjónabandið og fjölskylduböndin og yfir samförum kynjanna vofir hinn hræðilegi skuggi fóstureyðinganna; við njótum frelsis og lýðræðis en handzjii járntjalds lepja systkini okkar dauð- ann úr skel undir gaddakylfum sósía- lismans; við viljum afnema boð og bönn og stuðla að óheftu athafnafrelsi, en samtímis f jölgar ofbeldisverkum og hverskyns glæpum en börn og ungling- ar tortímast og veslast upp af áti eitur- lyfjanna; við leggjum áherslu á góöa heilbrigðisþjónustu en spillum heil- brigði vorri með áfengi, tóbaki og óhollu mataræði; viö höfum einatt mannúðarstefnu á vörum en látum það viðgangast aö sálarlíf saklausra barna er ótrúlega víöa lagt í rúst vegna drykkjuskapar foreldranna; við boð- um sanngirni og réttlæti en búum við óheyrilega pólitíska spillingu og svo andstyggilegt hugarfar í veitingu opin- berra starfa að engu tali tekur. Fulltrúar valdsins Erum við kannski á hraðri leið inn í ófremdarríkiö án þess aö hreyfa and- mælum? Erum við kannski orðin of samdauna óþverranum til þess að reisa viö rönd eins og vert væri? Ég hef leitað til nokkurra valin- kunnra íslendinga og beðið þá að skrifa upp hvaö helst kemur í hugann þegar bókina „1984 ber á góma”. Þessir menn eru ekki valdir af handahófi. Þorsteinn Gylfason heim- spekingur skrifar um nýlenskuna og þaö sem að henni lýtur, en auk hans taka til oröa þrír menn sem allir gegna eða hafa gegnt vissum áhrifastöðum innan þess valdakerfis sem snýr aö þjóöfélagsþegnunum. Gylfi Þ. Gylfason er einn af okkar djúpvitrustu stjómmálamönnum, Ein- ar Bjarnason lögregluþjónn hefur for- ystu fyrir samtökum reykvískra lög- reglumanna og Baldur Möller, ráðu- neytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, þekkir og skilur innviði embættisvalds- ins flestum betur. Vitaskuld mætti tína til fleiri valda- þætti þjóðfélagsins en stjómmálin og lögregluna, en þetta eru nú samt þeir þættir sem þjóðfélagsþegnarnir kom- ast helst í snertingu við og þetta eru reyndar líka þeir þættir sem segja má að hafi runnið saman í eina allsherjar ófreskju í bókinni „1984” Baldur Hermaunsson. Gamlenska og nýlenska George Orwell skrifaði ekki bara . tvær af víðlesnustu skáldsögum 20stu aldar; hann var satt að segja ritgerða- höfundur öðru fremur. Frægasta rit- gerð hans svo að af ber var samin árið 1946 og heitir Politics and the English Language; hún mætti kannski heita Stjóramál og mælt mál ef hún væri þýdd á íslenzku. Þar rífur hann í sig, með beizkju og skerpu, margvísleg dæmi um málnotkun í stjórnmálum enskumælandi þjóða. Þaö er óþarfi að f jölyröa um niðurstöðuna. Hún er nán- ast hin sama og Einar Benediktsson hafði áður fellt í eina línu um aðra þjóð á öðrum tíma, hina fornu Rómverja: Oflátsmælgi hröraun þankans skýlir Þessi ritgerð og tilefni hennar er ein kveikjan að framtíðarsýn Orwells í 1984. Þess er þar með rétt að minnast að Orwell þótti miður að Ráðstjórnar- ríkin væru talin eini skotspónn hans í bókinni: söguefniö er allt í kringum okkur allsstaöar, sagði hann. Ein uppi- staðan í sögunni er lýsing Orwells á tungu Eyjaálfubúa: nýlensku sem þar er kölluö til aðgreiningar frá gaml- ensku sem er venjuleg enska eins og hún nú er töluð. Sögunni fylgir raunar bókarauki — honum er því miður sleppt í íslenzku þýðingunni — um megineinkennin á nýlensku, og mun- inn á henni og gamlenskunni. Og þegar grannt er lesið kemur í ljós að nýlensk- an er ekki annað en ýkt mynd — eins og hæfir í heimsádeilu — af þeirri ensku stjórnmálanna sem Orwell hafði sjúkdómsgreint í ritgerð sinni þremur árum áður en sagan var skrifuð. Stjóramál og mælt mál er frægasta ritgerð Orwells, sagði ég. Víða um lönd Þorsteinn Gylfason segir frá gamiensku og nýlensku. enskumælandi manna er hún höfö að skyldulesi menntaskólanema eða há- skólastúdenta. Kannski hún hafi ein- hverju breytt þótt lítið beri á. Og kannski rankar einhver nýlenskumæl- andi íslendingur við sér ef hann hug- leiðir eitt af dæmum Orwells í ritgerð- inni. Á íslenzkri gamlensku hljóðar staöur í Predikaranum svo: Enn sá eg undir sólinni, aö hinir fljótu ráða ekki yfir hlaupinu, né kapp- arnir yfir stríöinu, né hinir hyggnu yf- ir auðnum, né vitsmunamennirnir yfir vinsældinni, því að tími og tilviljun mætir þeim öllum. Á nýlensku — eða stjórnmáli — er þessi staður á þessa leiö: Hlutlægt mat á núverandi ástandi mála sýnir, að mínu mati, að jákvæður eða neikvæður árangur viö sam- keppnisaöstæður sýnir enga tilhneig- ingu til fylgni viö raunhæfa möguleika, heldur verður að taka tillit til ófyrir- sjáanlegra atriða í þessu sambandi. Þorsteinn Gylfason. Lögreglan er einn af hinum áber- andi valdaþáttum samfóiagsins. Einar Bjarnason gegnir formanns- embætti í Lögregiuféiagi Reykja- vikur. voru teknar úr umferð? Einstöku út- gerðarmenn telja skilyrði fyrir haf- færisskírteinum alltof ströng — en er það óhugsandi aö sá strangleiki hafi bjargað mannslífum? Sumir lögreglumenn hafa kvartað yfir aðhaldi og gagnrýni á störf sín. Eg held að borgarinn sé á öðru máli. Væri ekki hætta á að sumir blaða- menn sniögengju sannleikann ef þeir vissu ekki að lygin kæmist upp? Á sumum vinnustöðum er skylt að nota hjálma. Mörgum manninum finnst þaö frelsisskerðing en mörgum kollinum hafa þeir samt hlíft. En er ekki öll þessi upptalning dæmi um frelsisskerðingu? Er ekki Stóri Bróðir á leiðinni? Svar mitt er nei. Við höfum misst mikiö en margfalt meira hefur unnist. Við þurfum öll að erfiða en draugur beinnar vinnuþrælkunar hefur verið kveöinn niður og hungrið hefur kvatt. Næringarskortur þekkist varla. Tóm- stundum hefur fjölgað — tómstundum ráöum við sjálf og í því er mikil frelsis- aukning fólgin. Án eftirlitsins hefðum við þurft að erfiöa fleiri vinnustundir fyrir skatt- svikarann. Viö hefðum þurft að vinna meira til þess aö greiða sjúkrakostnaö eiturlyfjasjúklingsins og mannsins sem lenti undir hemlalausa bílnum. Við hefðum líka þurft að sjá fyrir pilt- inum sem tók af sér hjálminn áður en plankinn féll. Og þannig mætti lengi telja. í okkar losaralega góðvildarþjóð- félagi er Orwell langt í fjarska — þar hefur stóri bróðir gætur á þér, en þó að ég vilji ekki láta gæta mín, enda ein- fari í eðli mínu, viðurkenni ég að mér hefur hlotnast meira en það sem ég missti. Viö verðum að standa dyggan vörð um frelsið en allt er takmörkum háð. Allir verða að taka eitthvert tillit til annarra og ef við gætum okkar verður lífið áfram dásamlegt. Einar Bjarnason. Prag ogaðvörun Orwells Á sinni tíö, þegar þessi fræga bók Or- wells kom út, las ég hana ekki. Náði því aðeins að líta í hana og sé nú, þegar ég renni í gegnum hana, að ég hef að minnsta kosti í gegnum tíðina fengið ranga mynd af henni. I huga mér hefur hún staðið sem þjóöfélagsádeila, en jafnframt sem spádómur og aövörun. Bókin kom út 1949 og er þá væntanlega skrifuö áriö áöur — 1948. Stríðinu er þá nýlega lokið, nasistamir lagöir að velli aö vísu en ofurvald ennþá í austrinu og tilefnið til aðvörunar ennþá brýnt — en aðvörunin sýnist mér fyrst og fremst beinast aö því að lýsa hættunni á út- þurrkun einstaklingsins, á skef jalausri kúgun, á múgsefjuninni, en umfrain allt hinni skef jalausu lygi og hugtáka- brenglun, samfara hættum hins tak- markalausa valds, valdsins sem spillir og verður sjálfkrafa grimmara og grimmara. Orwell hefur enn fyrir augunum rústir heimsstyi-jaldarinnar í Lundúna- borg, hina tilgangslausu eyðileggingu stríðsvitfirringarinnar. En jafnframt er hann að aðvara, frekar en að spá, hvert ofurvaldið geti leitt, valdið vegna valdsins. Hann sér fýrir sér Stjórnarráðið er af mörgum talið eins konar riki i rikinu. Baldur Möller er ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu og þekkir innviði embættis- valdsins betur en flestír aðrir. risaveldin þrjú, sem hann spáir (e.t.v.) en sem við sjáum móta fyrir í dag. Hann sér fyrir sér kynngikraft lyginnar með kjörorðum Flokksins og Stóra Bróður. Stríð er friður. Frelsi er þrælkun. Fáviska er styrkur... en umfram allt ofurefli hins spillta valds sem framlengir sig sjálft og eirir engu. Eg get ekki stillt mig um aö rif ja upp „vor í Prag”. Það var ekki 1967, það var 1948. Eg kom þangað til að tefla í skákmóti og ég, fávis útskersmaður, var alveg óviðbúinn því að mæta því sem ég mætti, sem ef til vill hefur ekki verið svo merkilegt: gjallarhom á strætum og torgum sem stöðugt voru hamrandi einhvern boðskap sem ég ekki skildi en snart mig með óhugnaði sínum. Eg var einnig í Prag í skákmótslokin þegar „Sokol”, ungmennafélags- hreyfingin tékkneska, ein sú sterkasta í heiminum, kom í tugþúsundum eða hundruöum þúsunda þrammandi og fyllti göturnar og þær ómuðu af takt- föstuh: ópi: Benes — Benes — Benes. Herr.ienn voru á gangstéttum. Ekk- ert var aðhafst þá en mjög skömmu síðar var „Sokol” leyst upp — Benes dáinn. Síðan hafa komið vor sem fljótt urðu aftur að hausti. En stöldrum við — þrátt fyrir allt sem miður hefur farið, þrátt fyrir her- foringjastjórnir, pyntingar og mann- rán, endalaust hugtakabrengl, ótrú- lega grimmd og vald sem vill í lengstu lög framlengja sig sjálft, þá sleppir, held ég, mannkynið aldrei voninni og mjakast þrátt fyrir allt áfram. Eg held að aðvörun Orwells hafi, þrátt fyrir allt, einmitt byggst á von um að maðurinn, gegnum allar þrautir, myndi halda áfram að hugsa og eygja vonina og afneita hiö innra kúguninni og blekkingunni. Baldur Möller.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.