Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Qupperneq 16
16 DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983. ÍVAR - SKIPHOLTI21 - (91) 23188 og (91) 27799 Verðið er ekki eins hátt og þú heldur! Sendum í póstkröfu Kr. 5.220,- stgr. Útrúlegt en satt - Opið laugard. 10—22. Opið sunnud. 14—17. átftrið SETRIÐ - HÚSGÖGN 0G GJAFAVÖRUR, HAMRABORG 12 KÖPAVOGI, SÍMI 46460. SENDUM í PÓSTKRÖFU. KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. s. 86SII GOTT TILBOÐ Mandarínur, 10 kg kassi, kr. 300. * "■ Appelsínukassi, 16 kg, kr. 590. Eplakassi, 21 kg USA, kr. 864. GOTT TILBOÐ: Tilboð, MS skafís, 2 lítrar, 107 kr. dósin. Tiiboð, MS ísblóm, (4 ís- dósir), 41,75 kr. pk. 15% afsláttur af 1 lítra tab, fanta, sprite, freska, kr. 31,40. M ORA grænar baunir, 1/2 dós, kr. 17,90. Svali, 18 pk., aðeins kr. 93. IJ Nýja kjötið. Hangilæri, útbein uðf kr. 228. Hangiframpartar kr. 148. Bókakynning DV IARION eftir Peter Freuehen Hér eru tvœr glefsur úr bókinni Laríon eftir Peter Freuchen. Sagan segir frá frumstœðu lífi indíána íAlaska, er fgrstu hvítu skinnakaupmennirnir komu þangað og frum- byggjarnir komust í fyrstu snertingu við menningu hvíta mannsins. Þetta er frásögn um baráttu náttúrubarnanna gegn þeim aðkomnu, sem endaði með hinu hroðalega blóðbaði við Núlató. Laríon var ókrýndur konungur þessara miklu óbyggða. Hann var litríkur og áhrifamikill persónuleiki, náttúru- barn, sem barðist til hins síðasta til að vernda hið dýr- keypta frelsi sitt. Peter Freuchen, höfundur bókarinnar, hefur ritað marg- ar bœkur og œvintýralegar frásagnir. Laríon hafði safnað timbri eða látið aðra gera það fyrir sig. Þeir reistu nýja og stóra kasímu, og í henni var brúðkaupiö haldið. Laríon var nógu auðugur til að eiga mág, sem engum datt í hug, aö legði neitt að ráöi til framfærslu heimilisins, og gestum var boðiö úr fjarlægum héruðum. Þeir komu frá Nenana og Itútagó og Lofkas, allar götur þarna neðan að, þaöan sem strandbúar voru í næsta nágrenni og vöktu oft viðbjóð fólks með saurugum siðum og skammarlegum lifnaðarhátt- um. Það var vilji Laríons, að nú skyldu menn vera glaöir og í hátíöaskapi. Granir af fimmtán elgdýrum voru soðnar og feitur fiskur bakaöur í furu- nálum. Vissulega lék enginn frægðar- ijómi um þennan nýja mág, en Laríon átti nóg handa báðum, og honum geöjaðist vel að Gissa-Úss, því að hann orti mörg kvæði til heiðurs höfðingjan- um og sagði fram ævintýri, sem kveiktu drauma í hugum manna. Það gat komiö sér vel að eiga þennan mann ífjölskyldunni. Gífurlegt bál logaði framan viö kasímuna. Ungir menn höföu verið að höggva eldivið dögum saman. Konumar, serr; gættu eldsins, hrópuöu í sífellu, þegar þær voru búnar að hita steinana nægilega. Þá voru unglingarnir sendir eftir þeim með stórar tréausur og létu þá detta ofan í seyðiskörfur eða trékassa, þar sem kjöt og fiskur varð meyr og gómsætur matur. Þegar menn höfðu matast mörgum sinnum og dansinn dunaði hæst, þagg- aði Laríon allt í einu niður í öllum, þegar hann hrópaði hátt og snjallt, að báturinn sinn góði, hlaðinn vopnum og skinnum, væri ekki lengur sín eign. Hann væri gjöf til hins nýja mágs. Þar voru hreysikattarskinn, maröarskinn og refaskinn. Enginn hafði vitað til annarrar eins heimanfylgj u. I veislunni voru margir gestir frá Mintó. Þeir tóku að hrópa, að þeir skyldu, þegar heim kæmi, segja öllum frá þessari stórmannlegu gjöf, sem væri nafni Laríons til svo mikils sóma, aö sveitungi þeirra, víökunnur af ör- læti sínu, yröi þaöan i frá frægðarlaus nafnleysingi. Það var s jálfur höfðinginn frá Mintó, sem sagði þetta. Laríon svaraöi ekki einu orði, en gekk út úr kasímunni. Það var alveg andstætt réttum siðum, hann hefði átt að vera inni og hlusta á þá söngva, sem sungnir yrðu, og horfa á þá dansa, sem dansaðir yröu honum til heiðurs. Hann yrði kailaður allra manna örlátastur og ætti sér engan líka. Hann kom fljótlega inn aftur og nú með stóra byröi á bakinu. Þaö voru hin fegurstu vopn og dýrindisáhöld af ýmsutagi. Kuyukuk-indíánar urðu alltaf að fara í hemað til aö afla góðra vopna, því að land þeirra var ekki nógu gjöfult til að veita þeim allt, sem þeir þurftu að nota. Þess vegna voru ungir sveinar vandir við vopnaburð frá barnæsku. Grjótið í námunda við Kuyukuk var stökkt. Það hafði oft komið fyrir, að hermenn voru sigraðir og drepnir, af því að stríðsaxir þeirra kubbuöust um þvert í bardaga, jafnvel þegar þeir áttu í höggi við veikari andstæðinga. Brýni þeirra voru líka gróf, svo að þeir gátu ekki brýnt eggjarnar nógu hvassar. Ef þeir vildu eiga vopn, sem dygðu, urðu þeir að hertaka þau hjá öðrum. Nú stóð Laríon hér með tvíeggjaðar axir, sem búnar voru til langt, langt suöurfrá. Hann var með þess konar spjót, sem aðeins voru smíðuð af þjóðum, sem bjuggu hinum megin viö hafiö mikla. Aldrei haföi hann sýnt þau nokkrum manni fyrr. Þetta voru vopn og gripir, sem hlutu að hafa verið teknir herfangi hvað eftir annaö í orustum og gengið höfðu frá einum ættstofni til annars, þvert yfir höf og fjallgarða. Þetta var svo verð- mætt safn gersema, aö enginn hafði augum litiö því líkt áður. Laríon gaf veislugestunum hvern einasta grip aö skilnaði. Eftir það gekk hann út úr kasímunni, en kom aftur með búsáhöld. Þar voru lampar frá strandbúum, sem bjuggu þá til með mildum bogalínum úr mjúkum, sterkum steini. Þar voru líka pottar úr brenndum leir, sem var vel hnoðaöur og brenndur í feitu, áferðarfallegu efni. Indíánarnir sjálfir urðu að blanda fiðri í leir sinn til að fá hann til þess að loða saman. Þessir voru gjörólikir þeim og miklu betri, og þá gaf Laríon einnig gestum sínum. Að lokum hrópaði hann hátt, aö allir skyldu heyra, hvaö hann vildi segja. Fram að þessu hafði hann verið afar fáorður í brúðkaupinu, því að hann vildi ekki draga úr virðuleik sínum meðmælgi. Þegar hann fékk hljóð, sagði hann, að nú ætti hann ekki nokkum skapaðan hlut nema fötin, sem hann stæði í. Því næst tók hann ilskóna sína og gaf þá vesalingi nokkrum, sem vafið hafði næfrum um fætur sér. Leðurskyrtu sinni smeygði hann fram yfir höfuðið og kastaöi henni upp í loftið. Hann snéri sér undan, svo að enginn skyldi halda, að hann léti sér ekki á sama standa, hver fengi hana. Það var höfð- ingi frá Kosna, sem varö hinn heppni, og sá bar skyrtuna sem hátíðarbúning til æviloka. Laríon var nú eins fáklæddur og blygðunarsemi hans leyfði. Þegar hann hafði staðið kyrr nokkra stund og hlýtt á lofsyrði brúökaupsgestanna, snérist hann á hæli og gekk út. Svo búinn gat hann ekki tekið þátt í hinni miklu átveislu nema vanvirða alla viðstadda, og þess vegna hvarf hann á brott, en veislan stóð áfram og varð nú til heiðurs honum. Brúðkaupið sjálft, sem verið hafði tilefni hátíðar- innar í fyrstu, var nú gleymt. Þó að Laríon hefði orðið hundgamall án þess. að aðhafast fleira um ævina, heföi ■ hann með þessari höfðinglegu og stór- mannlegu framkomu sinni getið sér, ættbálki sínum og fjölskyldu hans svo mikinn orðstír, að nafn hans hefði ver- iö lofsungið um alla framtíð. Framvegis yrði dansað með grímur hans og veitt með vopnum hans, — sjálfur átti hann ekkert. Hann var nú allra manna snauðastur, en þó hélt hann af stað upp með Yukon, þessari miklu þjóðbraut úr vatni, sem enginn vissi, hvar ætti sér upptök, og rann alla leið út í hið salta haf, þar sem strandbúamir áttu heima og óttuðust indíánana. Laríon hvarf nú burt frá byggðum ættstofns síns við Kuyukuk með frægð- ina eina i nesti, en því fylgdu óneitan- lega ýmsir erfiðleikar. Hann hafði ekkert meöferðis sér til hjálpar, og sjálfsvirðing hans bannaöi honum að leita aðstoðar nokkurs manns. Laríon leiddi það alltaf til lykta, sem hann byrjaöiá. — Að duga eða deyja — og með fullum sóma! Það var lífsregla og lög- mál Laríons. — Kona, þegi þú! Þú veist, að ég vil njóta þín hvenær sem er, og ég kæri mig ekki um að leggjast með beina- grind. Ég vil hvíla hjá hraustlegri konu og bústinni. Ettu það, sem ég færi þér, og gleymdu þinum gamla vana aö hugsa sjálf! Það var fjarri því, aö þau semdu neinn frið. Hann nauðgaði henni á hverri nóttu, og óbeit hennar á karlmönnum lét hann sér í léttu rúmi liggja. Vilji karlmannsins var sterk- ari. Hann gat verið hjálpfús og stilltur allan daginn, en á nóttunni blossuðu hvatirhansupp. Dag nokkum fann hann dálitið af þurrum mosa í holu tré. Þá gat hann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.