Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Síða 17
DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983. Bókakynning DV 17 kveikt eld með mikilli þolinmæði. Hann var lengi að því, en það tókst, og sá eldur slokknaði aldrei, meðan þau höfðust við í eynni. Ylurinn var þægilegur, og indiánar kunna lagið á því að beita eldinum, svo að honum tókst að svíða niður mörg tré, sem hann gat notað. Svo sveið hann þau um þvert í styttri búta, og nú gat hann grafið holu í leirbakkann og raðað timburstokkum sínum framan við, svo að þau fengu þar skjól að skriða í. Þau brugðu víðigreinum um stokkana og milli þeirra og þéttuðu með leir. Á þakinu var reykop. Það var ekki laust við, að Tjoxwullik fyndi til gleði, þegar þau fluttu inn í hreysið. Hún varð að taka á til að muna, aö hún ætlaði aö flýja frá Laríon og segja föður sínum 'til hans, en siðan yrði hann tekinn af líf i á k valafullan hátt. Það var að minnsta kosti gott að hafa þak yfir höfuöið og þurfa ekki að rennblotna í næturregninu. Laríon fól henni að reyta gras og þurrka við eldinn. Hann lét hana líka halda undir þyngri endana á trjábolun- um til þess að styrkja hana og stæla, svo að konan unga naut ekki mikillar hvíldar. Hann fann líka steina sem hægt var að kljúfa, svo að hún fékk nokkrar sköfur, og hann bjó líka til nokkrar steinaxir, sem hann notaði til þess að flá með börkinn af trjánum, sem hann felldi með eldi. Ur berkinum gerði hann fötur, sem hún átti að fylla af berjum. Annars varð hún að þola meiri barsmíðar, eftir að föturnar urðu til, því aö hann skipaði henni að hafa þær fullar, og ef þær voru ekki alveg barmafullar, lamdi hann hana. Jafnvel þótt hún hefði keppst við og verið fljót að fylla, lamdi hann hana líka. Hún vissi það fyrir, en óttaðist það ekki. Hún vissi, að það var þeim báðum fyrir bestu, að þau ættu sem mest af berjum, þegar færi að snjóa. Hún örvænti ekki, öðru nær. Tjozwullik saknaöi nærveru hans og fann til leiðinda, þegar hún var ein. Tjoxwullik hafði breyst mjög í útliti, frá því sem var daginn, sem hún réri aö heiman í berjaleiðangurinn, þó aö það hefði ekki verið fyrir löngu. Nú var hún kona, sem þrælaði fyrir mann sinn, og enginn kom til liðs við hana. Þau bjuggu ein á þessari eyju, sem var miðja vegu milli veiðisvæða tveggja ættbálka. Milli þeirra stóð ekki beinlínis ófriður, en þaö voru heldur engir kærleikar með þeim. Yukon- fljótið aöskildi þá. Fáir stigu fæti á þessa eyju, því að hvorugur ættbálkur- inn gat staöið fast á yfirráðarétti sínum þar. Af því fóru engar sögur, hvað þessar tvær mannverur urðu að þola á eyju þessari, þar sem þær höföust við einar. Stórlátir menn segja fátt af neyð og skorti, sem þeir hafa sigrast á. Lífið var harðneskjulegt, en Laríon gafst ekki upp, og Tjoxwullik var kjarna- kvenmaður. Tími hennar kæmi ekki, fyrr en fljótið hefði lagt, þá gæti hún flúið heim gangandi og komist til annarra manna: En þegar sá tími kom, fann Tjox- wulik, að hún var með barni, og fram- koma Laríons var öll orðin mildari. Þau höfðu vaxið saman, og þau höfðu búið vel í haginn fyrir sig. Margt til gjafa prýöir verslun okkar.... ^ og gjafakort fyrir þann sem vill að þiggjandi velji sína gjöf sjálfur. Strandgötu 34 220 Hafnarfirði Sími 50080 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 BOKMENNTIR Hannes Pétursson HAGFRÆÐI Ólafur Björnsson ISLANDSSAGA Einar Laxness ÍSLANDSSAGA II Einar Laxness ÍSLENSKT SKÁLDATALI Hannes Pétursson Helgi Sæmundsson ÍSLENSKT SKÁLDATAL II HannesPétursson Helgi Sæmundsson ÍÞRÓTTIR I Ingimar Jónsson ÍÞRÓTTIR II Ingimar Jónsson LÆKNISFRÆÐI Guösteinn Þengilsson STJÖRNUFR. RÍMFRÆÐI Þorsteinn Sæmundsson TÓNMENNTIR I Hallgrímur Helgason TÓNMENNTIR II Hallgrímur Helgason LYFJAFRÆÐI Vilhjálmur G. Skúlason LYFJAFRÆÐI, er 13. bindi í ALFRÆÐUM MENNINGARSJÓÐS og í því að finna skilgreiningar á helstu lyfjum og lyfja- flokkum, eiginleikum þeirra og notkun til þess að fyrirbyggja, greina eða lækna sjúkdóma í mönn- um og dýrum. Þá er í mörgum tilvikum minnst á helstu hjáverkanir lyfja og lyfjaformin sem þau eru notuð í. Einnig eru helstu lyfjaform skilgreind, bent á geymsluþol þeirra ef það er mjög takmarkað og minnst á nokkra vís- indamenn sem fyrr eða síðar hafa lagt mikið af mörkum til framfara á sviði lyfjavísinda. LYFJA- FRÆÐI er prýdd mörgum myndum. Bókaúfgöfa yMENNING4RSJÓÐS Skálholtsstíg 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.