Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 28
DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983. •
'Aí0mi «w
DDDDDDDDDDDDDDDODDDDDDDDQDDD
NÝJASTA
JANEFONDA
BÓKIN.
• Daglegt prógramm fyrir árið 1984 í
leikfimi og mataræði til megrunar
og bættrar heilsu.
• Besta bókin til þessa.
• Sendum í póstkröfu.
192 bls. Verð kr. 395,00
NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐiN.
° LAUGAVEGI25 OG v/ÖÐINSTORG. SÍM110262. g
aDnQDQnDQDOQDDDDDnQBBnnnDDOQDDnDQQQnanQDnnDB
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
O
D
D
D
D
D
Suðurlandsbraut 12 Símar 85277 og 85275
Reiknið með
Canon
Skrifvélin hf
Úrval reiknivéla með
strimli og Ijósaborði.
á gjafverði,
kr. 1.770,-
Gúmmívifinustoían
býdur nú uppá nýtt mynstur í sóludum
dckkjum, sem lieila
NORÐDEKK.
Stórkostlegt mynstur fyrir ekta
íslenskar vetraradstædur.
INý taekni í sólun.
Opld vlrka daga kl. 7.30 - 21.00
Laugardaga kl. 8.00 - 17.00
Sunnudaga kl. 9.30 - 17.00
Ávallt velkomin
Bókakynning DV
D V birtlr kaflabrot úr
bókinni um ELL A og fjölskyldu hans:
Vlált ■öaíjöld -
inn og Læonsræð
an hansi Hla
Hver er Elli? Þeir eru eflaust marg-
ir en einn er þó oröinn frægari en hinir
— sá Elli sem veriö hefur til umræðu í
þáttum þeirra Eddu Björgvinsdóttur
og Helgu Thorberg í útvarpinu, „Á
tali”. Þaö er því hinn eini sanni Elli.
Nú er komin út bók um Ella, vini
hans, fjölskyldu og vandamenn sem
þær stöllur byggja á efni útvarpsþátt-
anna frá síðastliðnum vetri. Mynd-
skreytingar í bókinni eru eftir Ragn-
heiöi Kristjánsdóttur. Utvarpsþættirn-
ir „A tali” uröu sem kunnugt er í efsta
sæti í hlustendakönnun útvarpsins ný-
lega og viröist svo sem efni þeirra
Helgu og Eddu ætli ekki síöur aö hitta í
mark í bókarformi enda mörg hnyttin
smáatriði sem jafnvel komast betur til
skila í prentforminu en á öldum ljós-
vakans. Bókin er tæpar 140 síður aö
stærö.
DV hefur fengiö leyfi bókaútgáfunn-
ar Vöku, sem sent hefur Ella á mark-
aöinn, til þess aö birta svolítið sýnis-
horn úr þessari nýstárlegu bók. Þaðer
símtal sem á aö hafa átt sér staö síöla í
febrúarmánuöi í fyrravetur. Þar ræðir
eiginkona Ella viö vinkonu sína um
málefni líöandi stundar. Gefum þeim
orðiö:
— Sælelskan!
— Hverer þetta?
— Þettaerég!
— Eg ætlaði ekki aö þekkja þig.
Ertu svona kvefuð, manneskja?
— Já, ég er búin aö vera með
smákvef.
— Smákvef! Mér heyrist þú vera
fárveik.
— Neinei. Þaö amar ekkert aö mér,
blessuð vertu!
— Ég held þú ættir nú aö fara betur
meö þig elskan mín, ef þú ætlar aö end-
asteitthvað.
— Blessuö vertu. Þetta er allt i lagi
með mig. Eg verö oröin góö eftir helg-
ina. Eg get tekiö þaö rólega og hvílt
mig.
— Jæja, geturöu það?
— Já, ég þarf ekki aö fara í vinnuna.
— En er ekki nóg að gera heima, þú
ert nú s vo kröfuhörö húsmóðir?
— Þetta er nú ekkert sem maður
gerir heima. Elskan mín, maöur nudd-
ast þetta um húsiö, bakar pínuh'tiö,
eldar auðvitað,tekur svolítiö til. Þetta
er bara smotterí, svo auövitaö þvottur-
inn. Blessuð vertu, þetta er ekkert til
aöminnastá.
— Væri nú ekki ráð aö þú slepptir úr
einni viku í tiltekt og slappaöú- bara
af?
— Hvaömeinaröu? Gera ekkert?
— Eg meina bara að láta hlutina
dankast og sjá til hvort einhverjir
aörir á heimilinu taki ekki af skariö og
hjálpi til.
— Meinaröu aö Elli fari aö taka til?
— Já, eöa stóru krakkarnir. Þaö er
nú algjör óþarfi aö ganga undir þess-
um grislingum fram eftir öllum aldri.
— Grislingum! Meinaröu Dolla litla
ogEllu?
— Eg segi nú bara svona. Eg á viö
aö á þessum 7 árum sem þiö eruö búin
aö vera gift, hefur þú framreitt 7.650
máltíöir. Þannig aö þaö er nú kannski
ekki til of mikiis mælst aö einhver ann-
ar á heimilinu, til dæmis Elli taki aö
sér eina og eina máltíö.
— Hvaö sagöiröu aö þetta væru
margar máltíöir?
— 7.650, takkfyrir!
— 7.650! Ja, þaöer þá ekkert skrítiö
aö Elli tæki af mér tékkheftið þama
foröum. Þaö var ekkert venjulegt hvað
fór í mat! Nei, eiskan mín, ég vil ekki
aö Elli þurfi aö vera eins og einn af
Edda Björgvinsdóttir og Helga
Thorberg hafa slegið i gegn með
símtölum sinum um Eiia og fjöl-
skyldu hans i utvarpinu. Nú hafa
þær sniðið þessu landskunna fólki
nýjan stakk, — komið þvi i bók.
Hún heitir auðvitað ELLi.
þessum kúguðu eiginmönnum. Þeir
eru svo óhamingjusamir. Þá vil ég
heldur hafa minn mann eins og hann
er. „Maður veit hvað maður hefur,
ekki hvaö maður fær”, eins og Elii
segir svo réttilega. Þær ættu aö athuga
þaöþessarfrenjur.
— Já, segir Elli það. En ég á nú
bara viö svona rétt á meðan þú ert aö
ná úr þér þessari flensu.
— Elskan mín, ég læt þaö ekki koma
niður á heimilinu. Eg fer nú ekki aö
vanrækja börn og minn mann. Eg bara
hnerra þetta úr mér. Maöur veröur
bara slappari af því aö liggja, þaö er
alveg rétt hjá honum Ella. Enda segist
hann viss um aö ég veröi allra kerlinga
elst.
— En hvar náöiröu í þetta kvef ?
— Þaö var örugglega á þessari árs-
hátíö hjá Læons.
— Heyrðu, þú hefur ekkert sagt mér
frá henni. Hvernig tókst þaö, átti Elli
ekki að halda ræöu og allt?
— Jú, þaö var nú ekkert smáræöi
semtilstóð.
— Og fórstu í græna kjólnum?
— Guö, nei, sem betur fer. Hvað
heldurðu? Þegar ég er komin þarna
inn í fordyriö á Sögu, hverri heldurðu
þá aö ég mæti?
— Égveitþað ekki.
— Öllu allsstaöar! Og hún var í
nákvæmlega sama kjólnum, grænum
— alveg eins og minn! Helduröu aö ég
hafi verið heppin!
— Ja,það vargott.
— Þaö var svo skrýtiö. Þaö var bara
eins og þaö væri hvíslaö aö mér þar
sem ég stóð fyrir framan spegilinn í
græna kjólnum: „Faröu heldur í rauða
shiffonkjólinn.” Og ég bara eins og í
leiöslu fram í fataskáp og er bara kom-
in í þann rauða áöur en ég veit af.
Helduröuaöþaðsé?
— Skrýtiö! Ja þaö var nú ágætt því
þaö er nú ekkert eins pínlegt ems og
tvær konur í nákvæmlega eins kjólum.
— Nei en þetta var samt ailt eitt-
hvaö svo slysalegt.
— Nú?
— Já, því þegar ég kom heim úr
vinnunni þarna á föstudeginum þá var
Elli farinn á árshátíöina.
— A undan þér?
— Já, þeir höfðu nefnilega ætlaö aö
hittast aöeins fyrr strákarnir, aöeins
aö f á sér kokteil, svo Elli haföi ekki vit-
aö í hvaöa buxur hann átti að fara, af
því aö ég var ekki komin heim. Enda
þegar ég kem upp á Sögu og sé Ella þá
segi ég! „Guö, lét ég þig í þessar
buxur?”, en þá hafði hann farið í tein-
óttu buxurnar sem áttu að fara í
hreinsun.
— Nei, hvaö segiröu!
— En þaö var allt í lagi því ég
svippa mér bara heim og sæki svörtu
buxurnar og hann fer bara inn á
klósett og skiptir um þegar ég kem
aftur.
— Svo þetta hefur bjargast?
— Jájá og þetta gekk allt vel til aö
byrja með. Viö sátum viö háboröið
meö stjórninni af því Elli átti aö halda
hátíðarræðuna og allt boröhaldiö gekk
svona ægilega vel.
— Og maturinn góöur?
— Svona lika. Þessi fíni forréttur,
hörpuskeldiskur í karrí, ægilega góöur
og svona slegiö lambalæri eöa lamba-
geiri í aöalrétt. Meö brokkóli og rauð-
vínssósu og allt. Nema hvað, aö ég
missi servéttuna mína í gólfiö og sé
þaö aö Elli hefur í flýtinum gleymt aö
renna upp buxnaklaufinni.
— Guðminngóöur!
— En ég næ aö skrifa skilaboö á
miöa til hans um aö renna upp.
— Mikið var það gott.
— Jæja, nema hvaö, þegar
desertinn er búinn, voöa gott frómas
meö rjómarönd, þá stendur Elli upp og
ætlar aö fara í pontu til aö halda ræö-
una.
— Já.
— Helduröu aö dúkurinn hafi ekki
fest í rennilásnum þegar hann var aö
renna upp og hann dregur bara allan
dúkinn meö sér af boröinu, glösin og
diskarnir og allt frómasiö í gólfiö —
takkfyrir!
— Eg á ekki orö! Þvílík óheppni!
— Ja, helduröu! Eg bara ætlaöi
niður úr gólfinu, manneskja mín, og
augnaráöið sem ég fékk! Því gleymi ég
aldrei! Og allt háboröiö bara autt og
stjórnin sat þarna bara með glösin og
matseöilinn bara í kjöltunni!!
— Aumingja Elli aö lenda í þessu!