Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 42
DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983. ,n
NÝ BARNABÓK
Hvaða augum
lítur barnið
dauðann?
Hvernig bregst sex
ára drengur við
þegar pabbi hans
deyr?
Hver er skilningur
hans á að lífið
haldi áfram?
Sagan lýsir á raunsæjan hátt hvað hrærist 1
huga sex ára drengs, sem missir pabba sinn 1
bílslysi. Efnið vekur okkur til umhugsunar
um hvaða augum við lítum á dauða náinna
ástvma
Saga sem allir hafa gott af að lesa. HílSlíl M-y 4
m
KREDITKORT
DISKAPLATTAR,
ELDAVÉLAPLATTAR,
JÚLASKREYTINGA
PLATTAR
úr korki og basti.
Glæsilegt úrval.
Gott verð.
HINAR EFTIRSÚTTU HÁTÍSKU HÁLSFESTAR
frá Danmörku - loksins ð íslandi. Takmarkaðar birgðir. Úmissandi
við vetrartískuna. Tilvalin jólagjöf fyrír pjattrófur á öllum aldri. Verð
aðeins kr. 265,-
ÞETTA ER GJÖFIN.
SÍGARETTUBOX
Jólagjöfin fyrir heimasætuna.
Hjá okkur eruð þið
ailtaf velkomin.
MÖNDLUGJÚFIN.
Hver hreppir möndluna?
Jólagetraun???
Gjöfina færðu hjá okkur.
j Munid
af> nota
' ykkur
10%
afsláttai
kortin
Skólavörðustíg 8, Laugavegi 11. Sími 18525.
Poppbókin
eftír Jen§
Guðmimdsson
Tvær stnttar glefsur
Fyrir þessi jól kemur út Poppbókin,
eftir Jens Guðmundsson. Á saurblaði
bókarinnar stendur: Þessi bók er
hvorki fræðiverk af neinu tagi né upp-
sláttarrit. Hún er einfaldlega
afþreyingarlesning.”
Við gripum niður í bókina þar sem
sagt er frá Bubba Morthens og
Change.
Bubbi Morthens
ísbjamarblús *****
(Bubbi 1980)
Plágan * * * * *
(Steinar 1981)
Rngraför * * * * *
(Steinar 1983)
Sjá einnig Vísnavini, Utangarðsmenn og
EGÓ.
„Bubbi er heilagur maöur frá
Austurlöndum,” svaraði Megas er
hann var eitt sinn spurður um Bubba-
æöið. Sæunn diskópæja frá Akureyri
' var svo að segja sammála. „Bubbi er
spámaðurinn okkar, farandverkamað-
urinn sem varð súperstjarna á einni
nóttu,” sagöi hún þegar unglingablaðið
Sextán leitaöi skýringar á Bubbaæð-
inu. „Bubbi þorði að gagnrýna HLH,
Brimkló og diskóið. Hann svarar vel
fyrir sig og okkur unglingana. Hann
vill ekki að við séum fóðruð á rusli eins
og sölumúsík og iðnaðarpoppi,” sagði
Sæunn enn framur.
Þaö má til sanns vegar færa aö
Bubbi hafi tekiö poppbransann og
æskulýöinn meö trompi. I aprílbyrjun
1980 vissi enginn hver Bubbi var. I
apríllok sama ár var Bubbi orðinn
skærasta poppstjarna landsins.
„Það er að koma nýtt Bítlaæði,”
fullyrti Siggi pönkari þegar hann kom
af fyrstu tónleikum Bubba og hljóm-
,sveitar hans, Utangarðsmanna. Skag-
1 Change. Efst er Sigurður. Lengst tH
vinstri er Magnús. Tii hliðar við henn
er Birgir og neðst er Jóhann. Siðar
bættust Tómas Tómasson og
Björgvin Halldórsson i hópinn.
firski poppsérfræðingurinn, Stefán
Guðmundsson, var sama sinnis þegar
hann fór á SATT-kvöld í Klúbbnum
stuttu siöar. Þar heillaði Bubbi alla.
„Þetta minnti á Bítla-æðiö,” sagði
Stefán. „Utangarðsmenn voru klapp-
aðir upp aftur og aftur. Fólkið hrópaöi:
Bubbi! Bubbi!”allantímann.”
Fyrstu plötu Bubba, Isbjarnarblús,
keyptu þeir Siggi og Stefán báðir á út-
gáfudegi, 17. júní 1980. Slíkt hið sama
geröu 2000 aðrir.
Isbjarnarblús var settur saman af
f jölbreyttum blúslögum pönkuðu rokki
og Guthrie/Dylanballööum. Bubbi
hafði auöheyranlega kynnt sér laga-
smíðar Woody Guthries, Pete
Seegers og Dylans. Lögin byggðu á ein-
földum, auðlærðum og sterkum lag-
linum. Textamir stóðu á svipuðum
grunni. Að auki voru þeir óheflaðir og
kjaftforir. I þeim speglaðist líf og starf
farandverkamannsins.
Bubbi stillti hlustandanum upp að
vegg. Það gat enginn skorast undan að
taka afstöðu: Til „gömlu” poppar-
anna; til nýbylgjunnar; til diskómenn-
ingarinnar; til dægurlagasöngtexta;
til allra þátta er tengdust íslenskri
poppmúsík.
Með Utangarðsmönnum flutti Bubbi
„rytmahblús”, hart rokk og reggi.
Keyrslan var gífurleg. Sumarið 1981
hætti Bubbi í Utangarðsmönnum.
Hann fór hring um landið með Jakobi
Magnússyni. Sér til aðstoðar höföu
þeir kassagítar og hljóðgervla. Þeir
gerðu stormandi lukku hvar sem þá
bar niður. Undir lok ársins ’81 hóaði
Bubbi saman í nýja hljómsveit EGO.
Nafnið var grín á goðsögnina um egó-"
istann Bubba Morthens.
I fyrstu flutti EGO bárujárnsrokk af
„Detroit” -gerðinni. Síðan mýktist
músíkin út í léttari rokkgerðir.
Bubbi er ófeiminn við að leita nýrra
leiða í músíksköpun sinni. Hann liggur
heldur aldrei á skoðunum sínum.
Sama hvort um viðkvæm mál eða ann-
að er að ræða. Hann er einlægur friðar-
sinni og herstöðvaandstæðingur. Hann
hefur opinberlega stutt þrjá stjórn-
málaflokka: Kvennaframboöið,
Bandalag jafnaöarmanna og Alþýðu-
bandalagið. En hann er jafnfljótur að
gagnrýna þessa flokka og snúa viö
þeim bakinu þegar honum sýnist svo.
Það er dæmigert fyrir heiöarleik og
hreinskilni Bubba að hann strikar
aldrei í handrit aö viötölum. Hann sér
aldrei eftir neinu sem hann segir.
Hann lætur allt flakka. Hræsni og
smjaður eru hugtök sem eiga betur við
aðra en Bubba. Fyrir bragðið er hann
eftirsóttur í fjölmiölaspjall. Samt
stjómar hann ferðinni. Frægt er sam-
tai hans við vinsælt tískublaö. Þar
endaði Bubbi spjallið á því að segja að
blaðið væri ómerkilegt. Það væri að-
eins fyrir þreyttar húsmæður og biss-
nesskalla í flugvélum. Það fylgir sög-
unni að Bubbi hafi sett þessi ummæli
sem skilyrði fyrir því að samtalið yrði
birt. Ef blaöið treysti sér ekki til að
birta gagnrýnina þá skyldi sleppa við-
talinuöllu.
Það fór með þessi ummæli eins og
annað sem Bubbi segir. I stað þess að
móðgast yfir ummælunum tók rit-
stjóm blaðsins mark á þeim. „Þetta er
rétt hjá Bubba,” var sagt. „Við
verðum að lagfæra blaðið.”
Vitaskuld sætir Bubbi einnig gagn-
rýni. Hann er enginn óskeikull guð.
Aftur á móti virðist gagnrýni aðeins
styrkja stööu hans í hásæti íslenskrar
poppmúsíkur.
Change
Changa* ★
(Chango 1974)
Sykursætt popp sem átti að leggja
vestræna vinsældalista að fótum
Sigurður Karlssonar trommuleikara,
Birgis Hrafnssonar gítarleikara, Tóm-
asar Tómassonar bassaleikara og
söngvaranna Magnúsar Thors og
Jóhanns Helgasonar.