Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Qupperneq 31
DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983. Nýjar bækur Nýjar bækur Mínútu-stjórnun Bókaútgáfan Vaka hefur gefiö út bókina Mínútu-stjómun eftir Kenneth Balanchard og Spencer Johnson í þýöingu Grétars Oddssonar. Bókin kennir á einkar aögengilegan hátt nýja stjómunaraöferð, sem nefnd hefur verið mínútu-stjómun. Hún byggist á rannsóknum sem gerðar hafa verið á því hvernig árangursríkast er að haga mannlegum samskiptum á vinnu- stöðum eða í öðm samstarfi fólks. I kynningu á bókarkápu segir: Þessi athyglisverða stjórnunarbók er þegar orðin margföld metsölubók víða um lönd. Ástæðan er einfaldlega sú, að hún hefur ekki brugðist. Hér er kennt hvemig á að stjóma samstarfs- mönnum meö markvissum hætti; hvemig á að virkja áhuga þeirra og hvetja þá til dáða. Allir verða ánægð- ari og árangurinn ótrúlegur. Þetta er bók sem gæti orðið ein besta fjárfesting þín um langt skeið. Hún kynnir þér leiðir til að auka stórlega árangur þinn og samstarfsmanna þinna á örskömmum tima og þaö skiptir engu máli hvort vinnustaðurinn er stór eða lítill. Bókin skorðast ekki einungis við at- vinnulífið, heldur má nota þessa aðferð til dæmis í skólum og á heimilum. Efnið er sett fram í söguformi og sýnt á einfaldan hátt á hvaða meginatriöum aðferðin byggist. I bókarlok áttu svo að geta lagað hana aö þinum eigin aöstæðum. Mínútu-stjómun er sett og prentuð í Steinholti hf., Prenttækni hf. prentaði kápuna, sem Ragnheiður Kristjáns- dóttir hannaði, en Bókfell hf. annaöist bókband. Mínútu st|©mun KennethBlanchard SpencerJohnson VAKA Vængjasláttur í þakrennum eftir Einar Má Guðmundsson Ut er komin ný skáldsaga eftir Einar Einar Már Guðmundsson IÆNGJASLNTUR í MKRENNUM Má Guömundsson og heitir hún Vængjasláttur í þakrennum. Þetta er fjórða bók Einars en hann hefur áður sent frá sér tvær ljóða- bækur og svo skáldsöguna Riddara hringstigans, sem vakti mikla athygli í fyrra og hlaut fyrstu verðlaun í bók- menntasamkeppni Almenna bóka- félagsins. önnur ljóðabókin hefur verið þýdd á dönsku og hlaut góða dóma, og nú er verið að þýða Ridd- arana og munu þeir koma út í Dan- mörku á næsta ári. Um Vængjaslátt í þakrennum segir svo í forlagskynningu: „Hún er ólík öllum öörum íslenskum skáldsögum, og þó svo kunnugleg, og auk þess er hún létt og gáskafull. Hún er kunnugleg af því að hún segir frá því sem við höfum sífellt í kringum okkur, léttleika sinn fær hún frá fólkinu sem hún fjallar um, gáskinn liggur í stíln- um. Kannski er hún líka dálitið háðsk. Hver og einn sem les þessa bók um drengina í Reykjavík, dúfnasöfnun þeirra, hársöfnun og lífsbaráttu, mun una sér vel við lesturinn. Og svo ætti hver lesandi aö dæma söguna eftir eigin höfði því að hún býður aug- sýnilega upp á fleira en eina túlkun — eins og allar góðar skáldsögur.” Vængjasláttur í þrakrennum er 190 bls. að stærð. Kápumyndin er mjög sérkennileg og er hún gerð af Steingrími Eyfjörð Kristmundssyni. Bókin er sett, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda. Týnda brúðurin eftir Aðalheiði Karlsdóttur Aðalheiður Karlsdóttir frá Garði sendir frá sér sína fjórðu bók sem heitir Týnda brúðurin. Fyrri bækur hennar eru Þórdis á Hrauná, Fornar rætur og Kona vitavarðarins. Bækur Aðalheiðar njóta sívaxandi vinsælda. íslensk bókamenning er verómæti Franz Kafka Réttarhöldin Ein frægasta skáldsaga heimsbókmenntanna í þýöingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar gefin út í tilefni af aldarafmæli höfundar. Fá skáldrit hafa haft eins mikil áhrif á skáldsagnagerð Vesturlanda og RÉTTARHÖLDIN. Verk þetta geymir ótæmandi sannleika um líf nútímamannsins og samfélag okkar daga. SKÁLHOLTSSTlG 7— REYKJAVÍK — SÍMI 13652 ^ JÚLASKEMMTUN SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA I REYKJAVÍK Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efna til jólaskemmtunar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, sunnudaginn 18. desember frá kl. 15—18. Boðið er upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna í 3 sölum. Salur I frá kl. 15—17. Kaffiveitingar. Ki. 15.15 Jólahugvekja: Séra Ingólf- ur Guðmundsson. Upplestur úr nýútkomnum bókum: Matthías Johannessen les úr bók- inni Bjarni Benediktsson. Björg Einarsdóttir les úr bók Guðmundar í Víði, Með viljann að vopni. Upplestur úr bókinni Krydd í tilver- una. Nemendur frá Tónlistarskólanum í Garðabæ koma í heimsókn. itiMBiijy Salur II frákl. 17-18. Jólatréssamkoma. Jólasveinarnir Askasleikir, foringi jólasveinanna, og Stekkjastaur mæta gal- vaskir og heilsa upp á börnin. Salur III frákl. 15-17. Barnaefni — barna- gæsla. Þættir úr Brúðubílnum (15—16) fluttir af Helgu Steffensen og Sigríði Hannesdóttur. Tommi og Jenni skemmta á tveimur rás- um í sjónvarpi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.