Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 10
10 Píill Pálsson, höfundur Beöiö eftir strætó: pqar rf’var*snrrirtrf r»r cTrm a /títa rtTit r vrr DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983.: „Persóinirnar eru allar á sama báti og báturinn er efni bókarinnar" Fyrir þessi jól kemur út bók sem heitir Beðiö eftir strætó. Bókin er eftir Pál Pálsson og fjallar um líf afskiptra unglinga í Reykjavík. I fyrra sendi' Páll frá sér bókina Hallærisplaniö og viö ákváöum að fá að yfirheyra hann örlitið um þessa nýju bók. — Tengist þessi bók Hallærisplan- inu á einhvern hátt? „Þær eru tengdar lauslega að því leyti aö þær f jalla báðar um unglinga í dag. Svo koma tvær persónur úr fyrri bókinni í eitt skipti inn í biðskýlið sem er aöalsöguvettvangurinn í Beðið eftir strætó. Það eru engar aöalpersónur í þess- ari bók í eiginlegum skilningi. Persónumar eru allar á sama báti og það er eiginlega báturinn sem er efni bókarinnar.” Bækur þínar fjalla báðar um ungl- inga. Eru þeir þér sérstaklega hug- stæðir? „Eg var einu sinni í popphljómsveit sem gerði plötu þar sem ein plötuhliðin fjallaði um Hallærisplanið. Þetta var 77 þegar aðstæður unglinga til aö koma saman voru algerlega i lág- marki hér í borginni. Þegar ég byrjaði að fikta viö að skrifa fékkst ég aðallega við aö skrifa smásögur. Ein æfingin var að færa fyrrnefnda plötuhlið yfir í smásögu sem síöan óx upp í skáldsög- una Hallærisplaniö sem mætti líka al- veg eins kalla langa smásögu. Það á raunar líka við um Beöið eftir strætó. Bækurnar eru ekki stórar að blaö- síðutali. Ætlaði ekki að fjalla um unglinga Eftir Hallærisplanið var ég ákveð- inn í því að ég ætlaöi ekki að fjalla um Páll Pálsson rithöfundur. unglinga. Eg var orðinn þreyttur á því efni. 1 byrjun þessa árs kynntist ég svo unglingum sem eru fyrirmynd að persónunum í þessari bók. Mér fannst heimur þeirra mjög ólíkur heimi hinna unglinganna sem ég hafði verið að skrifa um. Mér fannst þessi heimur líka afskiptur og fólk lítið vita um líf krakkanna. Ég var svo kominn á kaf í efnið áður en ég vissi af. I gegnum bókina Hallærisplanið og eigin reynslu er þetta svið sem ég þekki best. Eg held aö það sé alveg frumskilyrði fyrir menn sem eru að skrifa að þeir þekki ofan í kjölinn þá hluti sem þeir eru að fást við. Annars verða verkin ekki sönn.” — Hvers vegna skrifar þú bækur? „Eg get ekki svarað þvi nákvæm- lega. Mér þykir þaö einfaldlega svo skemmtilegt að skrifa. Það er sérstak- lega gaman að fást við svona hluti sem eru persónulegri heldur en ritgeröir í skóla og greinar í blöð. Eg get ekkert sagt meira um það. ” — Hvað um boðskap í bókunum? „Mér finnst nýja bókin hafa mikla upplýsingu fyrir fólk almennt um lítinn hóp i þjóðfélaginu sem ég held aö það viti nákvæmlega ekkert um. Ég reyni í bókinni að draga fram þeirra sjónarhom, afstöðu þeirra til annarra og hið manneskjulega í þeim. Eg skrifa meira eftir tilfinningum og skynjunum heldur en skilgreining- um. Eg skoöa fyrirbærið sem ég er að fjalla um og fæ ákveðna tilfinningu fyr- ir því hvernig fyrirbærið er. Síðan reyni ég að flytja þessa tilfinningu yfir íorð.” íslensk bókamenning er verómæti , ._Óla/urBriem: Utilegumenn og auðar tóttir Utilegumenn og auðar tóttir Ný útgáfa endurskoðuð og aukin. Bókin lýsir úti- legumannabyggðum á íslandi fornum og nýjum og lýkur upp hulduheimi þjóð- trúar og þjóðsagna. Gísli Gestsson og fleiri eiga í ritinu fjölda Ijósmynda. MENNINGARSjOÐUR SKÁLHOLTSSTI'G 7— REYKJA7ÍK — SÍMI 13652 Leiðir úr biðskýlinu? — Hvernig vannstu efnið? „Eg kynntist þessum krökkum í byrjun þessa árs og fljótlega eftir að ég fór að sjá þetta efni í hendi mér fór ég að taka viðtöl við þessa krakka upp á segulband, einn í einu. Það voru um 20 klukkutímar sem ég stóð uppi með aö lokum. 90% af bókinni eru unnin beint upp úr þessum viðtölum og reynt að koma krökkunum sjálfum sem mest til skila. Það er í sjálfu sér ekki mikill skáldskapur í þessu ef menn vilja skil- greina skáldskap sem uppdiktun. Þetta eru raunverulegar pælingar sem eru settar fram í skáldsögulegu formi. Þaö má þess vegna alveg kalla söguna heimildaskáldsögu þótt hún sé kannski dálítið sérstök h'ka í þeirri deildinni. Eg gaf viömælendum mínum loforð um að segja aldrei frá því viö hverja ég talaði og hve þeir voru margir. Þeir vita ekki einu sinni sjálfir hvað hópur- inn var stór. Meö því að taka krakkana einn og einn fyrir og sýna þeim algeran trúnað þá fengust þeir til að opna sig. Það var ekkert sem ég gat ekki spurt þá um. Sama hve nærgöngul spuming- in var. Eg held að þaö hafi ekki endi- lega verið trúnaðurinn sem hafði mest aö segja hjá mörgum þeirra heldur það að þarna var þeim veitt athygh. Sumir eru mjög afskiptir og geta sjaldan létt á sér. Þarna var þeim veitt athygli og þá braust fram þörf þeirra til aö tjá sig um eigin mál og sína eigin persónu. Á götunni hafa þeir Utía möguleika tilþess.” „Það er alveg á hreinu aö þessi bók er mjög dökk. Það er vegna þess að raunveruleikinn sem fyrirmyndir þessarar bókar búa viö er mjög dökk- ur. Það er ekki hægt að fegra það neitt. Það er til dæmis engin von í þessari bók eða neitt slíkt. Leiöimar sem persónurnar hafa farið úr biðskýUnu eru jafnvonlausar og þaö ástand sem þær búa við.” Ádeila beinist að umhverfi — Hefuröu einhverja lausn fyrir fólkiö? „Þegar verið er að tala um þessi mál er mjög erfitt aö gera það nema taka þetta í víðu þjóðfélagslegu sam- hengi. Hvaðan koma þessir krakkar til dæmis? Þetta er spuming umforeldra, skóla, heimilisaðstæður, þjóðfélagiö í heild. Ef einhver ádeila er í bókinni þá beinist hún ekki að ungUngunum sjáUum og því Ufi, sem þeir Ufa, heldur því umhverfi sem hefur sett þá í þessaraðstæður.” — Hefur ástandið snöggversnað undanfarið? „Það hefur kannski ekki snögg- versnað, en það fer hinsvegar síversn- andi. Krakkamir fara fyrr út í þetta og neysla sterkari efna eykst. Svo gengur þetta Uka í bylgjum, sbr. sniffbylgj- urnar. Eftir að kvikmyndin um Dýra- garðsbörnin var sýnd, en andstætt bók- inni fegrar hún eiturlyfjaneyslu, þá varð mjög vinsælt að leysa upp pill- ur og sprauta í æð. Svo er þetta líka spuming um þróun neysluþjóðfélags- ins. Neysla á vímugjöfum vex alveg í sama hlutfaUi og neysla ahnennt.” — Hvernig pælirðu í bókmenntum yfirleitt? ,,Ég er lítt fróður í þeim efnum enn sem komið er. Ég er ekki mikið lesinn í teoríum og sennilega lítið lesinn í bók- menntum almennt. Eg hef t.d. bara stúderað einn höfund rækUega og það er náttúrlega voða neyðarlegt að upp- lýsa hver það er eftir að Pétur Gunn- arsson skrifaði Persónur og leikendur. Sá eini maöur sem ég hef stúderaö er nefnUega Hemingway. En ég vU taka þaö fram að mínar hugmyndir um hann eru allt aðrar en þær sem Andri Haraldsson hefur í bók Péturs.” — Þú syngur ekkert lengur? „Nei. Ekki nema bara í baði og svo- leiöis.” — Hvenær hættiröu því? „Ég hætti því 78. Núna syng ég á prenti,” segir PáU og hlær. SGV afsláttur í heilum kössum Gos IdrykkirJ verðlækkun á gosdrykkjum í lítraumbúðum verðlækkun Sanitasgosdrykkjum ÁRMÚLA 1a EIÐISTORG111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.