Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 40
40 DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983. Opið alla daga kl. 14-23. KREDIIKORT EunOCAPO Nú er nýja efnið loksins komið! Haf ið þið séð þær? Gone with the wind (Á hverfanda hveli). Poltergeist (Hrollvekjan fræga). Cannery Row (Nick IMolte — Debra Winger). Whose life is it anyway (Er þetta ekki mitt líf). The Hunger (Nýja myndin með David Bowie) eða gömlu góðu Bítlana o.m.fl. Videoklúbburinn — Stórholti 1 sími 35450. BETRI KJÖR EN ÁÐUR TM-HUSGOGN SíSumúla 30 — Sími 86822 SíSumúla 4 — Sími 31900 V7S4 BHÍBH EL Thor Vilhjálmsson þýðir Hlutskipti manns eftir André Malraux: Öll spenna toppsins á sölu- listunum um jafnframt því sem maður nærir sína eigin sál varanlega. Þú getur lesið svona bók aftur og aftur í stað þess að standa tómur og klumsa eins og ef þú kaupir þessar dægurbók- menntir hjá okkur sem ég má ekki nefnaánafn.” „Aðdragandinn að því að ég fór að þýöa bókina? Það verður eiginlega aö skrifa á reikning þessara stórhuga ungu útgefenda. Draumur þeirra um að færa þjóð sinni dýrustu perlur úr bókmenntum sem hafa ■ verið okkur helst til framandi. Eg var í París í fyrra og var dreginn af einhverju afli til þess aö koma við á litlum bar á heimleiö á kvöldin og hugsaöi mér helst aö þaö væri til aö heilsa upp á Malraux. Þaö var ljósmynd af honum sem sat á hillu hjá visnuðum stráum í vasa og einni vekjaraklukku sem aldrei hringdi lengur. Og það var svo mikill andlegur kraftur í svipnum og há spenna í myndinni. Eg komst aö þeirri niðurstöðu að ég ætti einna helst erindi við Malraux. Oraði þá ekki fyrir því aö ég ætti eftir að þýða hann, heyja þessa miklu glímu við einn af fjölgáfuðustu mönnum ald- arinnar. Það kom ekki til tals fyrr en í vor.” Aöspurður sagðist Thor vera að vinna að nýrri skáldsögu. „Annars var ég aö koma úr löngu ferðalagi, endumærður og fullur af hugmyndum. Og ekki spillti það að ljúka feröinni meö íslenskum sjó-' mönnum sem er svo skemmtilegt að tala við og segja allra manna best frá, opna sýn til margra átta,” sagði skáldið. -SGV. Þetta ár er mikið þýðingaár hjá Thor Vilhjálmssyni. Fyrir jólin koma út tvær þýðingar eftir hann: Hlutskipti manns eftir André Malraux og þýðing hans á leikritinu Dagleiöin langa inn í nótt eftir Eugene O’Neill. Þá er verk Thors Fljótt fljótt sagði fuglinn þýtt á norsku og ensku í ár. Við slógum á þráöinn til að for- vitnast um þýðingu hans á verki Malraux. Thor sagðist hafa stuðst við endurskoðaöa útgáfu Malraux frá 1946. Um hvaö f jallar bókin? „Hún segir frá atburðum sem gerðust úti í „Sjanghaí 1926 þegar uppreisn kommúnista í borginni hafði borið þann árangur að borgin var á valdi þeirra. Þegar Kúómintang er á leiö til borgarinnar. Þaö var samvinna með kommúnistum og Kúómintang. Þegar sigurinn blasti við hlaut að skerast í odda meö þeim, hinum fyrri bandamönnum. Og verður blóðugt uppgjör. Það eru miklar bardagasenur og geysispennandi atburöarás. Stór- brotnar fjöldasenur. En svo er kast- ljósinu beint aö nokkrum einstaklingum sem verða í senn eins konar erkitýpur, fulltrúar ákveðinna afla eða eölisþátta, um leið og þeir eru jafnframt svo miklir ein- staklingar að þeir hverfa ekki úr huga okkar aftur. Malraux lýsir þeim af svo mikilli snilld. Bókin er svo spennandi um leiö og hún seilist svo djúpt í manneskjuna. Minnir jafnvel á hina miklu Rússa á öldinni sem leið. Það er hægt aö kaupa þama alla þá spennu sem hefur verið á toppnum á sölulistun- JÓLAKORTIN MED ÞINNI EIGIN MYND Enn er möguleiki — þvf pantanir sem mótteknar eru í dag verða afhentar á mánudag. KRfcUIIKOHT Ath. opnum kl. 8.30. EUBOCABD LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF LAUGAVEG1178 - REYKJAVÍK. - SÍMI 85811. ......................... GLÍMUFÉLAGIÐ ÁRMANN 95 ÁRA iY0C<x' ■ cuO^ „atda'5"6" ttitoo' La°9 dsVtö|ð> o9 O'" fV'B „í,t0'"'°9 „„tsson °0 . „ i oP°N^ Jó1as''e'"joton<iu'sl9ot»u' * „oftlB f0t'' 09 09 - ',o0f Qta't®"' LÁRUSAR BLÖNDAL SKÓUVÖROUSlk: 1 - SlMI 15650

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.