Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 48
TAL STÖDVARBÍLAR um alla borgina...! SÍMI 85000 NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN KNARRARVOGI2 — REYKJAVfK Skaftamálið: Einn lögreglu- maðurinn búinn að fá sér lögmann Sá lögreglumannanna þriggja sem rætt hefur veriö um að hafi haft sig mest í frammi viö handtöku Skafta Jónssonar blaðamanns hefur fengiö sér sérstakan lögmann til aö annast réttargæslu sína. Lögmaöurinn er Jón Oddssonhrl. Hinir tveir lögreglumennirnir munu ekki hafa beöið um sérstaka lögmenn til aö annast réttargæslu sína. Þess má geta aö lögmaður Skafta Jónssonar blaöamanns er bróöir hans, Gestur Jónsson hrl. -JGH Búðir opnar til tíu Verslanir veröa almennt opnar til klukkan tíu í kvöld eins og tíðkast hef- ur um þetta leyti árs. I tengslum viö þennan opnunartíma, veröur Lauga- vegurinn lokaöur annarri umferö en strætisvagna frá eitt á hádegi til tíu um kvöldið. Leigubílar njóta sömu forrétt- inda og strætó. Rétt er aö vekja athygli á ókeypis bílastæöum í grunni Seðiabankans við Kalkofnsveg og einnig í Tollhúsinu. Umferöarnefnd Reykjavíkur hvetur fólk annars til að nota strætó sem mest til aö létta á umferðinni. óm. Vextir lækka — verðbólga undir 25% Bankastjórn Seðlabankans hefiu- ákveöiö að hinn 21. desember lækki vextir óverðtryggöra innlána og útlána um 3,5—7,0 prósentustig og aö vextir verötryggöra útlána og sparifjár, sem fest er í langan tíma, hækki um 0,5—1,0 prósentustig. Aö meðaltali lækkar ávöxtun inn- og útlána meö þessum ákvörðunum um nálægt 5,5%. Meö breytingunum er stefnt aö því aö sam- ræma kjör verðtryggðra liða og annarra, auk þess sem vextir afuröa- lána vegna birgöa til sölu innanlands eru færðir til samræmis við almenna vexti. Þá segir í fréttatilkynningu um þetta efni frá Seðlabankanum aö örðugt sé aö meta verðbólgustig við núverandi aöstæöur en allt bendi þó til þess aö það sé nú talsvert undir 25% og sé enn á niðurleið. -BH. 27022 AUGLYSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR — AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTl 11 86611 íl RITSTJÓRN SIÐUMÚLA 12—14 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983. Heilbrigðisráðherra um útboð ríkisspítalanna: TEK UTBOÐSGOGN- IN TIL ATHUGUNAR „Eg er mjög óánægður meö út- komuna á þeim útboöum sem hafa veriögerðá ýmsum rekstrarþáttum ríkisspítalanna. Þau mál veröa tek- in til nánari athugunar,” sagði Matt- hías Bjarnason heilbrigöisráðherra er DV ræddi viö hann. Sem kunnugt er hafa ýmsir verk- þættir ríkisspítalanna veriö boðnir út að undanförnu. Fram til þessa hefur öllum þeim tilboðum sem borist hafa í rekstur þeirra verið hafnað þar sem þau hafa reynst miklu hærri en kostnaður spítalanna viö rekstur við- komandi þátta að sögn forráða- manna ríkisspítalanna. Ráðherra sagði aö útboöin heföu alls ekki skilað þeim árangri sem þau hefðu átt að gera. Þá heföi kom- iö fram mikil óánægja meö útboðs- gögn hjá aðilum sem heföu haft hug á aö bjóöa í viðkomandi verk. Út- koman heföi því verið sú aö um hreinan kostnaðarauka heföi veriö aö ræöa. „Við eigum eftir aö fá þessi gögn hjá stjómarnefnd og fara yfir þau í ráðuneytinu,” sagöi Matthias. „Eg er því ekki tilbúinn að ræða í smá- atriðum til hvaöa ráöa veröi gripiö næst en við erum ekkert af baki dottnir í þessu máli þótt svona hafi farið með útboðin. En ég mun tjá mig nánar um þetta mál þegar ég hef athugaö gögnin frá stjórnamefnd ríkisspítalanna.” —JSS Alftirnar og endurnar á Tjörninni i Reykjavik eru ein helsta prýfli höfufl- borgarinnar. Þetta vita borgaryfirvöld og sjá því til þess afl fuglunum sé fært braufl tvisvar á dag yfir vetrarmánuflina til að halda í þeim lifinu. Þetta er mjög til fyrirmyndar fyrir aflra borgarbúa og nú ættu menn að taka með sér glerharðan þrumarann niflur afl Tjörn til afl gefa smáfuglunum í stafl þess afl henda honum i ruslafötuna. DV-mynd GVA. Brot á siðareglum sem gilda í útgáfu segir Mál og menning um útgáf u bréfa Þórbergs Bókaútgáfan Mál og menning telur aö vísvitandi hafi veriö brotin lög og siðareglur sem gilda í útgáfu meö útgáfu bókarinnar Bréf til Sólu. Bókin inniheldur sendibréf frá Þór- bergi Þórðarsyni til Sólrúnar Jóns- dóttur og er hún gefin út af dóttur þeirra, Guöbjörgu Steindórsdóttur, og dreift af Almenna bókafélaginu. I tilkynningu frá Máli og menningu segir aö enginn vafi leiki á aö höfundarréttur aö umræddum bréf- um sé í eigu Margrétar Jónsdóttur, ekkju Þórbergs, enda hafi hann eftir- látið hennl höfundarréttinn aö hverj- um stafkrók sem eftir hann liggur. Margrét hafi hins vegar veitt Máli og menningu forgangsútgáfurétt á öll- umskrifumÞórbergs. Þar sem bókin sé gefin út án vitundar og vilja Mar- grétar og Máls og menningar telur forlagiö að útgáfa bókarinnar brjóti í bága við lög um höfundar- og útgáfurétt. Augljóst er að hvorki sendandi né viðtakandi bréfanna hafi ætlaö þau til útgáfu og hefði útgáfa þeirra því ekki komið til greina af hálfu Máls og menningar enda siðferöilegar for- sendur hennar fyrir neöan þau mörk sem forlagiö setur sér. Hins vegar áskilur forlagiö sér alian rétt í þessu máli fyrir sina hönd og Margrétar Jónsdóttur segir í tilkynningu for- lagsins. OEF. Áttaviljaí þingfréttir ■ r sjonvarps Átta umsækjendur eru um starf þingfréttamanns sjónvarps sem er hálf staða. Umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Tveir umsækjenda hafa óskaö nafn- leyndar. Hinir eru: Árni Bergur Eiríksson framkvæmdastjóri, Birna Þórðardóttir þjóöfélagsfræðingur, Guölaugur Tryggvi Karlsson hagfræö- ingur, Herdís Þorgeirsdóttir blaöa- maður, Jón Sigurgeirsson lögfræðing- ur og Páll Magnússon blaðamaður. Ingvi Hrafn Jónsson verður meö síö- ustu Þingsjá sína í sjónvarpinu næst- komandi þriðjudag. Hann hefur verið þingfréttamaöur sjónvarps í fjögur ár. Hann hóf störf haustið 1979. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.