Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 8
8
Frjáist,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. '
Sfiómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
, Aöstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI8M1L Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI27022.
Afgreiösla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11.SÍMI27022. I
Sími ritstjómar: Sóóll.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. P rentun:
Árvakur hf„ Skeifunni 1».
Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblað25kr.
Klúöra þeir kvótunum?
Deilurnar um kvótakerfi fiskveiða eru farnar að taka á
sig broslega mynd. Sérstaklega er gaman að kenningunni
um, að verið sé að þjóðnýta þorskinn og að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi þannig svikið málstað frjálshyggjunnar.
Þetta hlýtur að vekja hugsun um, hver eigi þorskinn
um þessar mundir, rétt áður en hann verður „þjóðnýtt-
ur”. Ekki er ljóst hvort það eru sjómennirnir, skipstjór-
arnir, skipin eða framsóknarhafnirnar. Og hvað með
Sölumiðstöðina?
Ef tekið er mið af öðrum fiskistofnum, sem miðstýrðir
hafa verið á vegum þjóðnýtingarhugsjónar Sjálfstæðis-
flokksins og nokkurra annarra flokka, sýnist ljóst, að í
þjóðfélaginu sé þegjandi samkomulag um kvótastefnu.
Þegar ríkisstjórnin leggur til, aö útvegsmönnum sé
gefin þessi þjóðareign í hlutfalli við veiði skipstjóra
þeirra og sjómanna á undanförnum þremur árum, er hún
ekki að þjóðnýta þorskinn, heldur gefa hann mönnum úti
íbæ.
Nær væri að selja það, sem eftir er af þorskinum, eftir
að sjómenn, skipstjórar, framsóknarhafnir, útgerðar-
menn, sölumiðstöðvar, sjávarútvegsráðherrar og stjórn-
málamenn hafa klappað honum mildilega í lögreglubíl-
um sínum, skuttogurunum.
Langt er síðan Kristján Friöriksson benti greindastur
manna á, að rétt væri að selja gamansömum útgerðar-
mönnum þessa lands hinn sögufræga þorsk á uppboöi,1
þar sem hnossið fengju þeir, sem bestan hefðu reksturinn
og hæst gætu boðið.
Enginn hefur haldið fram, að Kristján hafi í þessu frek-
ar en öðru veriö að ganga erinda Sambands íslenzkra
samvinnufélaga. Hins gæti þó meðal einkaframtaks-
manna, að ekkert óttist þeir meira en framtak þeirrar
stofnunar.
Engu máli ætti aö skipta, hvort miðstýringin heitir
kvóti, veiðileyfi eða auðlindaskattur, bara ef hún er ekki
miðstýring. Og það er einmitt kjarni vandamálsins, að
þjóðin veit ekki, hvort verið sé að opna nýja skömmtunar-
stofu.
Grundvallargallinn að baki kvótafrumvarpsins, sem
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram, að því er
virðist gegn eigin vilja, er, að í sjálfu sér fjallar frum-
varpið ekki um málið sjálft, of stóran fiskiskipaflota.
Grínistana í hópi útgerðarmanna má grisja á annan
hátt, til dæmis með því að leyfa þeim að verða gjaldþrota,
eins og þeir eiga margfaldlega skilið. Og eru þá ekki und-
anskildar útgerðir kaupfélaga og sveitarfélaga.
Hitt væri fáránlegt að lögfesta hverju skipi afla, sem
gulltryggir, að það geti ekki staðið undir sér. Þess vegna
er kvótakerfið stórhættulegt, nema það feli í sér, að
þorskurinn geti gengið kaupum og sölum, leigum og
lánum.
Gagnrýnendur spyrja réttilega, hvort ekki sé nær að
miða kvótann við sjómenn eða skipstjóra, hafnir eða
stjómmálaflokka. Af hverju á að gefa skipunum einum
hina sameiginlegu, fyrrverandi auðlind þjóðarinnar?
Að tala hins vegar um kvóta á aflaverð er hins vegar
jafngaman og að tala um þjóðnýtingu þorsksins. Kvóti á
aflamagn, fremur en á aflaverð, hlýtur einmitt að kalla á
mestu hugsanlegu aflagæði til að koma tekjunum upp í
hámark.
Slæmt er, að þingmenn hafa engan tíma til að f jalla um
einstakar hliðar nauðsynjamáls kvótaskiptingarinnar.
Verst er þó, aö þeir eru vísir til að banna einu glóruna í
kvótunum, hina frjálsu verzlun — með klinki í tóman
ríkissjóð.
Þeir geta klúðrað þessu eins og öðru.
Jónas Kristjánsson.
S/Lre.<y~ti*Chsí Æcós
/
Jón, Guima
og glaggar-
byltingin
Ég er löngu oröinn þreyttur á fólki
sem talar um jólin í hneykslunartón
sem „hátíð kaupmannanna”. Mitt
svar við því er það, að allir eigi að
gleðjast um jólin; kaupmenn líka.
Því miður eru ekki allir jafnvíðsýnir
og ég, í hátíðamálum.
Ég er h'ka langþreyttur á fólki sem
heldur því sífellt fram að jóhn séu
„hátíð bamanna”. Hvaö með
unglingana? Hvað með miöaldra
fólk? Er þessum ósmáu þjóðfélags-
hópum þar með bannaö aö hafa
gaman af jólunum? Þessu er auð-
vitað aldrei svarað. Andstæðingar
gleðinnar líta undan og muldra eitt-
hvað um firringu, neysluæði og
„sveitajól”, en reyna síðan að skipta
um umræðuefni.
Einn er sá hópur sem aldrei er
nefndur í jólaumræðunni. Það eru
foreldrar! Jafnvel hörðustu tals-
menn Ufsgleðinnar minnast aldrei á
foreldrana. Það er eins og öUum
komi saman um það, að foreldrarnir
skuU þó, hvað sem öðru Uður, eiga
erfið jól. Þetta er kannski eðUlegt.
Foreldrar eru auövitað fólk á besta
aldri og því öðrum aldursflokkum
betur hæfir til þess að þola langar
vökunætur við hremgemingar og
bakstur, og svefnleysi af fjárhags-
áhyggjum að auki. En þetta er þó
einkennUega púrítanskt viðhorf,
enguaðsíður.
Svo er þó eðli mannskepnunnar
stórkostlegt aö meira að segja í
þessu em andstæöingar lifsgleöinnar
ofurhði bomir, eins og alitaf. Því
sagan sýnh- okkur að lífsgleði mann-
skepnunnar fær alltaf útrás einhvers
staöar, hvemig sem reynt er aö hefta
hana meö lögum, skráðum eða
óskráðum. Og þannig er því varið
meöforeldrana!
Hér á ég að sjálfsögðu við
„glaggarbyltmguna”, sem hingaö
hefur borist erlendis frá (ég beygi
oröið „glögg”, eins og kvenkynsorðiö
„lögg”, sem mér fmnst viöeigandi,
bæði vegna skyldleika í merkingu, og
vegna þess að hvorugkynsbeygingin
erljót).
Að visu má segja að meö glaggar-
byltmgunni hafi jól foreldranna
færst tU í almanaksárinu því að
glögg er drukkin síöustu vUiur fyrU-
jól. En það er ekkert verra fyrir
foreldrana og meö þessu móti hafa
þeir lengri jól upp úr krafsinu. Við
skulum taka hjónin Jón og Gunnu til
ÓlafurB. Guðnason
dæmis og lýsa Þorláksmessunni hjá
þeUn.
Jón og Gunna eiga þrjú börn og
vinna þar af leiöandi bæði úti. Bæði
hafa þau farið í þrjú glaggarboö á
aðventunni og nú er komrn Þorláks-
messa. Þau ákveða þess vegna að
taka sér frí eftir hádegi og fara í
búöir meöan börnin eru enn á bama-
heimUUiu. En á hádegi er borin fram
glögg á vinnustaö Jóns og hann fær
sér agnarögn meðan hann ræðir við
vmnufélagana um heUnsmáUn og
jólagjafakaup. Um þrjúleytið rifjast
það upp fyrir honum aö Gunna ætlaöi
með honum í búðir og hann hringir til
hennar. A vinnustað hennar svarar
einhver ókennUeg rödd í símann og
heyrist greUiUega að þar er lífsgleðUi
í algleymUigi. Gunna kemur í sím-
ann og verður steinhissa þegar Jón
mrnnir hana á að þau ætluðu að fara í
búðir.
Þau koma sér þó saman um að
leggja í hann þó seUit sé. Fyrst verða
þau þó að sækja bömin á barna-
heimiUð og koma þeim fyrir hjá afa
og ömmu á meöan. Þegar á barna-
heimUið kemur, bjóða fóstrurnar
þeim glögg áður en þau fara að leita
að bömunum úti í hornum. Ixiks eftir
langa mæðu finna þau börnUi sem
ekki hafa fengið neina glögg og eru
þess vegna í vondu skapi. Börnunum
er komið fyrir hjá afa og ömmu, sem
heldur ekki hafa fengið glögg, og em
dálítið hneyksluð á Jóni og Gunnu.
Síðan halda þau heiðurshjónm í
búðareisu sína. Innkaupm ganga
skínandi vel og það er ekki síst vegna
þess að Jón nennir ekki að reikna
jafnóðum stööuna á ávísanareikn-
Uigi smurn og ekki Gunna heldur. I
^því sem þau em að ljúka innkaup-
unum hitta þau gamla vini, sem
bjóða þeim heUn, upp á glaggarlögg.
Þau þiggja að sjálfsögðu, því aö jól
foreldranna koma ekki nema einu
sinni á ári og þessvegna eru þau
dáh'tið sein fyrir að sækja börnin til
afa og ömmu.
Börnin eru þreytt, afi fúll og amma
móðguð en við því er ekkert að gera
svo að Jón og Gunna drífa börnrn út í
leigubílinn og koma sér heim.
Þegar heim kemur rennur upp
fyrir þeUn aö enn er öllum skreytmg-
um innanhúss ólokið og jólatréð
óuppsett. Undir eölilegum kringum-
stæðum hefði dregið mátt úr þeim
heiðurshjónum við þessa uppgötvun
en nú er runninn á þau glaggar-
móöur. Jón slær létt á afturenda
Gunnu en gildnun þess sama aftur-
enda við endurteknar bameignir
hefur oft á tíðum valdið Jóni nokkru
hugarangri. Þetta Þorláksmessu-
kvöld er hins vegar ekki hægt að
valda Jóni nokkru angri. Meðan
Gunna kemur bömunum í rúmið
sækir hann jólatréð út á svalir og
syngur um leið hástöfum:
„Skreytum hús í einum grænum,
tralalalala.. . .”
Þau hjónin drífa skreytingamar
af, pakka inn gjöfunum og gera allt
klárt á mettíma. Þau fara síðan í
rúmið og það síðasta sem Jón segir,
áður en hann sofnar, er: „Við
verðum að halda glaggarboð næsta
ár.” Og Gunna umlar eitthvaö sem
Jón túlkar sem samþykki.
Aðfangadagur er þeim auövitað
erfiöur. Gunna þarf aö elda og Jón
að baða börnin, auk þess sem hann
þarf að túlka rúnirnar sem hann
letraði í tékkheftiö á Þorláksmessu-
kvöld. En hvað með það? Eru jólin
ekki hátíð barnanna? Foreldrarnir
eiga ekki að skemmta sér á jólum,
það væri næstum því lögbrot.