Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1983, Page 10
10 DV. MÁNUDAGUR19. DESEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson Enn eitt vonbrigða- árið fyrir Líbanon I Austurlöndum nær hefur þetta veriö ár sjálfsmorðssprengjunnar, hinna herskáu múslima og athafna- samra gæsludáta. Ekki tókst Líbönum aö losna við hin erlendu herliö úr landi sínu og Palestinuarabar eru enn fjær því en fyrr aö ná settu marki um stofnun sjálfstæðs ríkis. Landgönguliöar Bandaríkjaflota, sem sendir voru til Líbanon aö halda uppi friöi, hafa dregist inn í harða bar- daga viö herskáa múslima sem famir eru aö líta á Bandaríkjamenn sem höfuðóvininn í borgarastyrjöldinni í Líbanon. Þetta ár hefur heldur ekki verið far- sælt fyrir Yasser Arafat eöa hagstætt tilraunum hans til þess aö reisa Þjóöfrelsishreyfingu Palestínuaraba (PLO) úr rústunum eftir stríöið við Israelsmenn í fyrra. Þær tilraunir hafa fariö út um þúfur vegna ósættan- legs klofnings innan raöa PLO-skæru- liöa. Þeir sömu skæruliöar sem börð- ust viö Israela í Beirút 1982 hafa 1983 bariö hver á öörum í Trípólí. Persaflóastríöiö milli Irans og Iraks er nú byrjaö fjóröa áriö og er ekki nóg meö aö því sýnist ekki ætla að linnal bráö heldur viröist þaö ætla aö breiðast út til nágrannaríkja. Þaö sem Sýrland tapaði í áliti meöal araba vegna áfalla í innrás Israels í Líbanon í fyrra hefur þaö endurheimt meö því að taka aö sér forystuhlutverk í ýfingum í Austurlöndum nær. Á árinu hafa Bandaríkin aukiö hemaöarumsvif sín í þessum heims- hluta meö sendingu friöargæslusveita til Líbanon og staðsetningu herskipa úr Miöjaröarhafsflota sínum friöar- sveitunum til halds og trausts. Þau hafa eflt samstarf sitt viö Israel til að sporna gegn útþenslu áhrifa £ovét- manna á þessum slóöum, aö því er segir í Washington. Mannskæöar vítisvélar, venjulega komiö fyrir af sjálfsmorösaðilum, viröast ætla aö setja punktinn aftan viö viöburði þessa árs sem er aö líða. Fórnardýr þessara sjálfsmorös- sprengja eru dátar Bandaríkjanna, Israels og Frakklands og arabískir borgarar. Morðvargarnir, sem í blóð- þorstanum fyrirgera eigin lífi, eru upp- hafnir til píslarvættis í ofstækistrú múslimanna. — Þessar vítisvélar hafa borist út fyrir Líbanon, til dæmis til Kuwait, og var þaö illræöi taliö sprott- iö af Persaflóastríöinu og meint sem viðvömn til Kuwait um aö styöja ekki Irak gegn Iran. Hin stríöandi öfl Líbanon reyndu viö samningaborðiö í Genf í nóvember- mánuöi aö leysa deilumálin sem haldið hafa þeim á sverðsoddunum síöasta áratug. Ásetningurinn var að reyna aftur í árslok en þessar viðræður hafa algerlega horfið í skuggann af vaxandi ofbeldisaögerðum manna þeirra heima fyrir. I ársbyrjun höfðu vonir manna um eygjanlegan friö í Austurlöndum nær tengst tilraunum Bandaríkjastjómar til aö miðla málum í samningaviöræö- um um lausn Palestínuvandamálsins og brottflutning herja Sýrlands og Israels frá Líbanon. Fyrir ári haföi Reagan forseti í bjartsýni boöaö aö beinar samningaviðræöur væru innan seilingar. Um hríö þótti mönnum horfa til þess aö samkomulag gæti tekist milli Jórdaníu og PLO um ríkjasamband Palestínuaraba og Jórdaníu sem gat þá orðiö fyrsti áfanginn í friöartilburð- um Reaganstjórnarinnar. Arafat virt- ist áfjáður aö leita samkomulags viö Hussein Jórdaníukonung en hann reyndist ekki mega sín nóg á móti hinum öfgafyllri Palestínuaröbum sem att var fram af Sýrlendingum. Eftir þau vonbrigði glaönaði á ný yfir mönnum þegar undirritaö var í næsta mánuöi samkomulag milli Israels- og Líbanonstjórna um brottflutninga Israelshers. En aftur strandaöi allt á Sýrlandi sem neitaöi aö kalla burt her- lið sitt úr miö- og norðurhluta Líbanon. I september dró Israel þó her sinn burt úr Aley- og Chouf-f jöllum í Miö-Liban- on en var um kyrrt í Suöur-Líbanon. Viö brottför Israelsmanna úr þessum landshluta varö þó fjandinn fyrst fyrir alvöru laus og þar hefur allt logaö í átökum síðan. Stjórnarher Líbanon, sem nýtur bæði bandarískra hergagna og þjálfunar bandarískra hernaöarsérfræðinga, hefur síöan haft nóg aö gera viö aö reyna aö halda hinum herskáu ættbálkum í skefjum. Drúsar hafa með stuðningi Sýrlend- inga vaðið yfir svæöin sem Israelar yfirgáfu en þegar þeir höföu sótt aö mörkum höfuðborgarinnar sjálfrar og virtust ætla aö ryöjast yfir varnir stjómarhersins tók friöargæslusveit Bandarík janna í taumana. Væringamar í Líbanon hafa leitt af sér fjandskap Sýrlands og Bandaríkj- .anna og í minni mæli Sýrlands og Frakklands. Bandarískar og franskar herþotur hafa fariö í árásarferðir inn á svæði sem eru á valdi Sýrlandshers. Sýrlendingar hafa skotið niöur tvær bandarískar herþotur í einni árásinni en raunar skotið á fleiri og þar á meðal óvopnaöar könnunarflugvélar. Bandaríkin hafa beitt herskipum sínum til stórskotaárása á Sýrlendinga og bandamenn þeirra, múslimana í Líbanon, en Washingtonstjóm heldur því fram aö það sé einvörðungu í sjálfsvarnarskyni fyrir friöargæsluliö- ið. Eftir því sem þessi fjandskapur hefur magnast hafa hinir bresku og ítölsku NATO-samherjar Bandaríkj- anna orðiö æ órólegri yfir athöfnum bandaríska friöargæsluliösins. Bretar og Italir eiga hermenn í 5000 manna friðargæsluliðinu í Líbanon. Raunar veröur um leiö vart vaxandi óróleika meöal Bandaríkjamanna sjálfra vegna aögeröa Reaganstjómarinnar því aö enn og eilíflega kvíöa þeir því aö dragast kannski inn í annaö Víetnam- stríö. Þegar horft er fram á komandi ár spá margir því aö Líbanonófriðurinn eigi eftir aö fléttast enn meir saman við Persaflóastríðið. VALUR GÍSLASON OG LEIKHÚSIÐ Kjörgripur frá í fyrra, gamla verðið, kr. 669. EFTIR JOHANNES HELGA Valur Gíslason hefur framar öörum núlifandi mönnum orpið Ijóma á íslenskt leikhús og um leið sett svip á samtíð okkar. Hann rekur hér æviferil sinn hógværum orðum, áttræður að aldri — og fimm þjóö- kunnir leikhúsmenn fjalla, í samvinnu við Jóhannes Helga, vítt og breitt um listamanninn og manninn — í heimi leikhússins og utan hans. Bókin geymir að auki einstakt myndefni sem sýnir persónusköp- un Vals, öll gervi hans og hlutverk á sviði og í sjónvarpi á meira en hálfrar aldar leikferli, á þriðja hundrað talsins. Valur hefur alla tíð gert gervi sín sjálfur af mikl- um hagleik og er mynd- efnið því, auk leiksögu — og upprifjunargiidis- ins, merkileg heimild. Hefur ekkert veriö til sparað að gera bókina sem veglegasta úr garði og listamanninum sam- boðna í hvívetna. Hún er 232 blaösíður í stóru broti. Valur Gíslason og leik- húsið. Maðurinn. Leikar- inn. Líf hans og list í máli og myndum. Bók hinna vandlátu. ÁRMÚLA 36, SELMÚLAMEGIN, 2. HÆÐ SÍMI: 83195

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.