Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Síða 4
4
DV. MÁNUDAGUR 2. JANUAR1984.
Milljarður í hættu eftir byltingu í
Nígeríu:
Skreidarvið-
skiptin
hiuti af
spilHngunni
—segir Jón Ármann Héðinsson
þá hvað verður um þann milljarö
sem við eigum inni hjá Nigeríu-
mönnum. Það getur brugöið til
beggja átta, e.t.v. slá herforingjarn-
ir striki yfir þessa upphæð og neita
að borga, kannski borga þeir þaö
sem þeim sýnist eða þá allt — það er
ómögulegt að segja á þessari stundu.
Jón Armann sagðist skilja
það svo að bylting hersins í Nígeríu
heföi veriö gerö til að sporna við
þeirri spillingu sem væri í landinu og
þar væri skreiðarinnflutningurinn
engin undantekning. AUur inn-
flutningur á skreiö til Nigeríu væri í
höndum pólitískra gæöinga og
greiðslufyrirkomulag annað en
menn ættu að venjast í alþjóðaviö-
skiptum.
,,Segjum sem svo aö íslenskur
aöUi seldi Nígeríumönnum skreið
fyrir fimm milljónir dollara,” sagöi
Jón Armann. „Þá er fyrirkomulagiö
þannig aö hann þyrfti að skila
fimmta hverjum doUara til baka.
Þannig eru viðskiptahættirnir í land-
inu og mér skUst að þessi spilling og -
önnur sé ástæða þess að herinn tók
völdin.”
Eins og fyrr sagði eiga Islending-
ar nú um 35 milljónir dollara, eöa um
einn milljarö islenskra króna, til
góða í Nígeríu og sagði Jón Ármann
aö of snemmt væri að örvænta um
það fé. „Byltingin getur eins oröiö tU
þess aö skreiöarviðskipti Islendinga
og Nigeríumanna komist á góöan og
heilbrigðari grundvöU en veriö
hefur,” sagði Jón Armann Héðins-
son. -EIR.
„Eg hef veriö að hlusta á erlendar
útvarpsstöðvar á stuttbylgju í aUan
dag og mér skilst helst aö byltingin
hafi komið flestum í opna skjöldu,”
sagði Jón Armann Héöúisson, fyrr-
verandi alþingismaður, aðspuröur
um hagsmuni íslenskra skreiðarút-
flytjenda cftú- byltinguna í Nígeríu.
Jón Armann hefur staöið í skreiðar-
sölu fyrir fyrirtækið I.ýsi hf. undan-
farin þrjú ár. „Það er ómögulegt að
scgja hvaða áhrif þctta hefur á
skreiðarsölu okkar í framtiðúmi eða
Jón Ármann Héðinsson: —
Bylting getur þýtt að skreiðar-
viðskiptin komist á betri og
heiibrigðari grundvöii.
Herinn hefur tekið vöidin i Nigeriu og óvíst um framhaid islensks skreiðarútflutnings þangað. Her-
foringjarnir sitja á einum milljarði sem íslendingar eiga til góða fyrir selda skreið.
Milljarður íhættu íNígeríu:
Vitum ekkert — vonum hið besta
— segir Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri
„Þaö hafa komiö skUvísar anfarnar vikur og núna eftir bylt-
greiöslur frá Nígeríumönnum und- inguna getum viö ekki annað en
íslensk flugvél og 12 manna áhöfn í Kano í
jr Nígerfu:
Ottumst ekki
— á meðan engar fréttir berast af átökum, segir
Sæmundur Guðvinsson hjá Flugleiðum
„Við höfum ekki enn fengiö neúiar
fréttir af okkar fólki í Nígeríu og
getum ekki annað en vonaö aö allt sé
í góðu lagi á meðan ekki berast
fréttir af átökum,” sagöi Sæmundur
Guðvinsson, fréttafulltrúi Flugieiöa,
eftir að ljóst var aö bylting hafði
verið gerö í Nígeríu.
„Nígerska flugfélagið Kabo-Air er
með eina Boeing 727 þotu á leigu frá
okkur og fylgir henni 12 manna á-
höfn. Bækistöðvamar cru í Kano í N-
Nígeríu og þar höfum viö aldrei orðiö
varir viö neina ókyrrö í þau þrjú ár
sem flugiö hefur staöiö,” sagöi
Sæmundur.
Undir þaö tók Jón R. Steindórsson
flugstjóri sem nýkominn er til
landsins eftir þriggja vikna dvöl í
Nígeriu. „Eg hef margsinnis verið
þama niðurfrá og aldrei oröið var
við annaö en slétt og fellt yfirborö,”
sagði Jón. ,dír ég hélt heim núna rétt
fyrir jólin var ekki neitt sem benti til
að bylting væri í aðsigi.”
Eigandi Kabo-Air, flugfélagsúis,
sem er með Flugleiðaþotuna á ieigu,
Mr. Adamo, er staddur hér á landi
um þessar mundir. Kom hann ásamt
6 manna fylgdarliði hingaö til lands
til að upplifa íslensk áramót og
dvelur á Hótel Esju. Brá honum
mjög í brún er hann fékk fregnir af
byltmgu hersins í heimalandi sínu en
var ófáanlegur til að tjá sig nokkuð
um máliö. „Mr. Adamo er kaup-
sýslumaður, ekki stjórnmálamaöur
og því hefur hann ekki áhuga á að
viöra skoöanir sínar um þessa nýju
stöðu mála,” sagöi einn af fylgdar-
mönnum hans í samtali við DV í gær-
kvöldi. -EIR.
sagöi Þórhallur Asgeirsson ráöu-
neytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu
aðspurður um þá 35 þúsund dollara
sem Islendingar eiga útistandandi í
Nígeríu.
„Herúin hefur áöur verið viö völd í
Nígeríu og þá hefur þaö komið fyrir
aö bann hafi verið sett á greiöslur til
okkar fyrir skreið. En ég tel að of
snemmt sé aö fara að bollaleggja
neitt um það. Það næst ekkert sam-
band við Nígeríu, við vitum ekkert
og getum ekki annað en vonaö hið
besta,” sagði Þórhallur.
-EIR.
Þórhallur Ásgeirsson: — Of
snemmt að bollaleggja um mill-
jarðatap.
j dag mælir Dagfari______________j dag mælir Pagfari___________j dag mælir Pagfari
Nútíminn segir skilið við Framsókn
Framsóknarflokkurinn sendi
blaðamönnum Timans svohljóðandi
nýárskveðju daginn fyrir gamlárs-
dag: Þér er hér með sagt upp störf-
um. Farsælt nýtt ár, góð kveðja,
Framsókn.
Einum starfsmanni var hlíft við
þessari uppsagnarkveðju, en það var
Þórarinn Þórarinsson ritstjóri, sem
starfað hefur á blaðinu í hálfa öld. Sú
undantekning mun stafa af því, að
blaöstjórn taldi ekki ástæðu til að
segja upp húsgögnum og innan-
stokksmunum. Þeir munu verða
látnir ganga beint til hinna nýju
eigenda.
Að sögn verður blaðið gefið fram-
vegis út af hlutafélagi, sem myndað
verður af dyggum flokksmönnum,
einstaklingum, sem ganga með
flokksskírteini upp á vasann. Þannig
hyggjast framsóknarmenn leggja
Timann niður sem flokksmálgagn,
án þess að tilgreint sé hvort heldur
það er gert af tillitssemi við flokkinn
eða blaðið.
Nýja útgáfufélagið á að heita
Nútiminn og er það einkar við-
eigandi. í því felst sú túlkun, að
Timinn, blaðið sem Framsóknar-
flokkurinn hefur verið að myndast
við að gefa út í hálfa öld, hafi tilheyrt
gamla timanum. Nú hafa þeir sumsé
eftir langa mæðu viðurkennt, að
Timinn hafi lifað í fornöld, verið
gamaldags og úr tengslum við nú-
tímann, og var mál til komið að sú
staðreynd uppgötvaðist af aðstand-
endum blaðsins. Blaðalesendum var
það löngu ljóst, enda sala Tímans
eftir því.
Timinn hefur um margt gegnt hlut-
verki i íslenskri blaðaútgáfu. Þar
hefur á einum og sama staðnum
verið safnað saman yndislegustu
afturhaldskenningum þess þjóð-
flokks, sem kennir sig við Framsókn,
og blaðiö hefur verið góð heimild um
þjóömálaumræðuna, með því
formerki, að því hefur alltaf mátt
treysta, að skoðanir blaðsins væru
cirka tuttugu árum á eftir tímanum.
Nú ætla þeir sem sé aö stökkva af
Timanum yfir í Nútimann og er það
vel. Gefúr þá augaleið, að óhjá-
kvæmilcgt er að losa sig við þá
déskotans biaðamenn, sem hafa
þvælst fyrir nútímalegri blaða-
mennsku, en halda hins vegar i þann
eina, sem helst er til þess líklegur.
Allar þessar tilfæringar stafa af
þeirri ógæfu, sem hendir sum blöð,
a ð þau hætta að seljast. Nú er það að
vísu ekki nýtt af nálinni, að Tíminn
hafi verið prentaður en ekki lesinn.
Það hefur legið fyrir allt frá þvi, að
kaupfélögin komust ekki lengur upp
með að taka áskrift að Tímanum út
af reikningi bóndans og Jónas á
Hriflu hætti aö skrifa blaðið einhvern
tíinann á miðri öldinni.
Framsóknarflokkurinn hefur liúis
vegar staðiö í þeirri mciningu, að
betra sé að gefa út blað þó það sé
ekki lcsið og er honum vorkunn.
Flokkur sem verður viðskila við
nútimann getur ekki búist við því aö
að fá inni með heilaþvegnar flokks-
kenningar í venjulegum blöðum.
Málið er hins vegar það, að útgáfa
dagblaðs kostar peninga, og þegar
ekki var endalaust hægt að sækja
fjármagn í sjóði SIS og vasa örlátra
flokksmanna er nú gripið til þcss
ráðs að skilja á milli blaðs og flokks.
Það er gert með þeim hætti, aö flokk-
urinn situr uppi með gamla timann,
en Tíminn verður áfram gefinn út af
Nútímanum. Verður fróðlegt að
fylgjast með þeim viðskilnaöi, þcgar
Timinn og Framsóknarflokkurinn
fara hvor sma leið. Satt aö segja cru
það hálfdapurleg örlög fyrir Fram-
sóknarflokkinn að þurfa að lúta í
lægra haldi fyrir nútimanum, en
enginn má sköpum renna, og enn er
von að báðir haldi lífi, meðan innan-
stokksmunirnir standa óhreyfðir.
Dagfari.