Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1984, Side 12
12 DV. MÁNUDAGUR 2. JANUAR1984. Frjálst,óhá6 dagblað Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF. stlórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoftarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSK AR MAGNUSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn. SIOUMULA 12—14. SÍMI 8MU. Auglýsingar: SIÐUMULA 33. SlMI 27022. Afgreiósla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda og plótugerð: HILMIR HF„ SÍOUMÚLA 12. P rentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Askriftarverð á mánuði 250 kr. Verö i lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Fastirí forneskjunni Þessa dagana er Björn Einarsson raftæknifræðingur að flytjast til Danmerkur. Ástæðan er sú, að danska tækni- stofnunin og danskt fyrirtæki hafa áhuga á að nýta upp- finningar hans á sviði rafkerfa og koma þeim á alþjóðleg- an markað. Fyrir hálfu ööru ári fluttist Jóhannes Pálsson upp- finningamaður til Danmerkur. Ástæðan var sú, að danska tæknistofnunin og ýmis fyrirtæki höfðu áhuga á| að nýta uppfinningar hans á borö viö rafgeymaklemmur og lyf jaglasalok. Næst má búast við, að erlendir aðilar taki upp á sína arma fiskimjölsþurrkara Hauks Baldurssonar vélaverk- fræðings. Þessir þurrkarar nota gufuna frá hráefninu til hitunar og spara orku í mæli, sem nemur tugum1 prósenta. Um áramótin er okkur umhugsunarefni, hve erfitt er að virkja hugkvæmni manna hér innanlands til eflingar margvíslegum nýiönaöi. Uppfinningamenn verða að hrekjast úr landi til að finna peninga til að framkvæma, hugmyndirnar. Sums staðar í útlöndum er þessu á annan veg farið. I Danmörku hafa menn til dæmis lengi vanizt að þurfa aö halda uppi nútímaþjóðfélagi án þess að hafa auðlindir á borð við málma, kol og olíu. Þeir nota heilabúiö í staðinn. Hvergi er nýting uppfinninga þó öflugri en í Bandaríkj- unum. Þar starfa um 600 fyrirtæki aö því að sóa fjármun- um í áhættusamar hugmyndir. Þessi fyrirtæki fara jafn- vel á mannaveiðar í háskólum til að finna uppfinninga-j menn. Þar í landi gerast enn draumarnir um blaðsöludreng- inn, sem varð aö milljónamæringi. Ekki eru ýkja mörg ár síöan upphafsmenn Apple tölvunnar voru í bílskúr að dunda við aö koma saman fyrsta eintakinu af hinni mögn-! uðu söluvöru. Skynsamir braskarar í bandarískum áhættuiðnaðij reikna með að tapa peningum á fjórum verkefnum af1 hverjum tíu og halda jöfnu í fimm þeirra. I einu tilviki af[ tíu vænta þeir ofsagróöans, sem knýr allt þetta upp- finningastarf. Sem dæmi um áhættuna, sem tekin er í Bandaríkjun- um, má nefna, að tölvuverkfræðingurinn Gene Amdahl hefur samtals fengið sem svarar fimm milljörðum ís- lenzkra króna til aö framleiða nýja tölvu, sem ætlað er að skáka IBM. I Evrópu eru menn að byrja að reyna að líkja eftir Bandaríkjamönnum, þótt hefðir frumkvæðis og brasks séu þar ekki eins öflugar. I Svíþjóð eru til dæmis komnir til skjalanna tólf áhættusjóðir, flestir stofnaðir í fyrra. Hvort sem þetta brask í nýjungum og uppfinningum er á vegum einstaklinga, fyrirtækja, sjóða eða opinberra stofnana, þá er hugsunin sú, að framtíðin felist í nýjum hlutum, en ekki í því gamla, sem of margir vasast í. Auðvelt er að sjá, að grónar auðframleiðslugreinar á borð við smíði bíla, heimilistækja og véla eru að verða til' vandræða. Og langt er síðan framleiðsla kola og smíði stáls og skipa varð að ómaga í mörgum löndum heims. Við höfum í að minnsta kosti fimm ár sóað f járfestingu og erlendu lánsfé í þegar ofvaxinn fiskiskipaflota. Og ára- tugum saman höfum við sóað forgangsfé í hringavitlausa framleiðsluaukningu á kindakjöti og mjólkurvörum. Vegna forgangs úreltra verkefna að f járfestingu hér á landi er ekkert aflögu til annarra og merkari hluta, svo sem aö koma upp nýjungum, nýiönaði, — gera uppfinningar að alþjóðlegri markaðsvöru. Við horfum aftur á bak, en ekki fram á við. Jónas Kristjánsson. HálendisleiðirV: Landmannaleið A Landmannaleið eða Fjallabaks- vegi nyrðri er fjölmargt að skoða fyrir ferðamenn. Það er því engin furða, aö þessi leið skuli nú vera orðin mjög f jöl- farin. A svona leiðum verða þaö gjarna einhverjir fáir staðir, semdraga aðsér alla eða næstum alla athyglina. Þannig eru það Landmannalaugar og Eldgjá á þessari leið, sem eru aöaláningar- staðirnir. Þegar komið er aö vestan er um tvær leiðir að velja, svokallaða Dóma- dalsleið og Sigölduleið. Sú síðarnefnda er nýleg og tilkomin vegna virkjunar- framkvæmda á þessu svæði. Þessir virkjanavegir þurfa aö vera góðir og upphækkaðir, þannig að þeir veröi fær- ir mestan hluta ársins. Mestur hluti umferðarinnar til Landmannalauga fer því óhjákvæmilega um þessa Sig- ölduleið, en upphækkaöi vegurinn nær ekki nema inn á Sigöldu. Nú legg ég til, að ferðamannavegur verði gerður (upphækkaöur) alla leiö inn í Land- mannalaugar, svo aö þangað verði næstum því heilsársvegur. Þetta kost- ar óhjákvæmilega einhverja peninga en er samt ekki alveg út í hött. Land- mannalaugar eru einstök öræfavin, 600 metra yfir sjo, ug heitar lindir bland- EINAR Þ. GUÐJOHNSEN FRAMKVÆMDASTJÓRI HAFRAFELLS HF. ast þar köldum lækjum, svo að hæfileg- ur baðhiti fæst. Utlendingar heillast yfirleitt mjög af Landmannalaugum vegna litadýröar, vegna heita vatnsins og vegna göngusvæðisins alls. Það hef- ur nokkuð tiökazt að útlendingar stripl- ist við heita lækinn og fer svolítið í taugarnar á sumum, en við skulum bara taka undir með skáldinu og segja: „Uppi á fjalli er synd ei til”. Þaö verður þó aö segjast, að hrein- lætiskröfúm er hveri nærri fullnægt í baölæknum í Laugum. Fjallavin eins og Landmannalaugar er hægt að nýta miklu betur en nú er gert og getur dregið hingaö ómældan straum erlendra gesta, einnig á vetr- um þegar við þurfum helzt að fá hing- að erlenda ferðamenn. Til þess að sinna slíku verkefni nægir ekki núver- andi Ferðafélagsskáli, þó að góður sé. Þama þarf þegar frá líður aö koma heilsárs hótel með allri þeirri þjón- ustu, sem því fylgir. Eg er ekki að segja, að bara þurfi aö gera veg og byggja hótel og svo komi allt af sjálfu sér, aö sjálfsögðu þarf kynningu og sölustarfsemi einnig. Eldg já er hitt aðdráttaraflið á Land- mannaleið og er allt annars eðlis en Landmannalaugar. Þar vantar jarð- hitann en þessi mikla gossprunga er eitt af náttúruundrum landsins, sem dregur til sín ferðamenn, innlenda sem erlenda. Ofærufoss er kannski eitt Svartasti bletturinn á fjárlögum fyrir árið 1984 er í mínum huga af- greiösla Alþingis á framlagi til Framkvæmdasjóðs fatlaöra sem skert var um hvorki meira né minna en 56% eða um 51 millj. kr. Aðauki er framlag Erfðafjársjóðs sem renna átti í Fram- kvæmdasjóðinn skert yfir 50% eöa um tæpar 21 millj. kr. Samtals er því skerðingin um 71 millj. kr. Með þessari afgreiðslu á Alþingi var ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Forsagan 1. janúar 1980 tóku gildi lög um aðstoð við þroskahefta og var þá um leið stofnaöur Framkvæmdasjóöur ör- yrkja og þroskaheftra, sem f jármagna átti framkvæmdir samkvæmt þeim lögum. Með lögum um aðstoö viö þroskahefta, sem samþykkt voru 1979 og stofnun Framkvæmdasjóðs öryrkja og þroskaheftra það sama ár var stigið stórt framfaraspor í þágu fatlaðra og þá ekki sist þroskaheftra, en mál- efnum þroskaheftra haföi skammar- lega lítið verið sinnt af stjórnvöldum fram til þess tíma. Það er ótrúlegt en satt að allt fram til ársins 1980 hafði veriö í gildi ómanneskjuleg löggjöf fyrir þroskahefta. Samkvæmt þeim lögum átti allt aö vera undir sama þaki fyrir þessa þjóðfélagsþegna og hét það svo í lögunum aö ríkið skyldi reka hæli sem í senn væri hjúkrunarhæli, uppeld- ishæli, kennsluhæli og vinnuhæli. Þessi löggjöf, svo og allt skipulag og að- búnaður á flestum sviðum fyrir þroskahefta voru orðin til vansa fyrir þjóöfélagiö og sáralitlu fjármagni hafði verið veitt gegnum árin til þessa málefnis. Stöðnun á nýjan leik? Miklar vonir voru því bundnar við lögin um aðstoð við þroskahefta, sem samþykkt voru á Alþingi 1979, svo og stofnun Framkvæmdasjóðs öryrkja og þroskaheftra, sem standa átti undir framkvæmdum í þágu þessara hópa. Það gaf því augaleið, þar sem málefni þroskaheftra höfðu svo lengi veriö vanrækt af stjórnvöldum, að mikið var að vinna upp og mikil og stór verkefni biöu Framkvæmdasjóðsins. Þó miklar framfarir hafi orðið í þágu þroska- heftra á undanfömum þrem árum eöa frá stofnun sjóðsins, þá eru enn mjög mörg verkefni óleyst og segja má aö neyðarástand ríki á mörgum sviöum í þessum málum, ekki síst hjá fjöl- fötluðum börnum. Sú ákvörðun Al- þingis viö fjárlagaafgreiöslu nú aö framlag til sjóðsins skyldi skert um 51 millj. kr. auk tæpra 21 millj. kr. skerðingar á Erföaf jársjóði sem einnig átti að renna til málefna fatlaöra er því forkastanleg. Klukkan hefur verið færð aftur. Viö blasir að óbreyttu stöðnun í framfaramálum þroska- heftraánýjanleik. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ÞINGMADUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN Dauður lagabókstafur A sl. vori voru samþykkt lög um málefni fatlaðra, sem nú um þessi ára- mót eiga aö taka við af lögum um aðstoð viö þroskahefta, en meö þessum nýju lögum eru stóraukin öll verkefni Framkvæmdasjóðs öryrkja sem of langt mál yrði aö rekja hér. Við meðferð málsins á Alþingi varaði ég ítrekað við því aö ef ekki fylgdi með þeim lögum aukið fjármagn til Fram- kvæmdasjóðsins, þá væri Alþingi með þeim lögum að vekja vonir hjá fötl- uðum, sem ekki væri hægt aö standa við. Við afgreiðslu þessara laga á Alþingi lét ég m.a. þá skoðun mína í ljós að þar sem þingmenn væru með þessu frumvarpi að veita fötluðum aukinn rétt og meiri þjónustu, þá hlyti að felast í samþykkt þessa frumvarps einnig fjárhagsleg skuldbindlng Al- þingis þannig aö við þessi lög væri hægt að standa. Að öðrum kosti væri hér um dauöan lagabókstaf að ræða. Nú hefur komið í ljós svo að ekki verður um villst að aðvaranir mínar voru á rökum reistar. Lögin um mál- efni fatlaðra sem taka eiga gildi nú um þessi áramót eru dauður lagabók- stafur, a.m.k. að því er áriö 1984 varðar, og færa þroskaheftum og fötluðum ekkert umfram eldri lög. Stuðningsmaður núverandi ríkis- stjórnar orðaöi þetta skilmerkilega á Alþingi við umræðu um frumvarpið en hann sagði: „I raun og veru skiptir af- ar litlu máli hvort frumvarpið veröur samþykkt ef ekki fæst fjármagn til að framkvæma þá nýju liði sem gert er ráö fyrir að þurfi að framkvæma sam- kvæmt frumvarpinu. Þaö er ekki nóg að semja og setja lög um málefni fatlaöra, sem ætlað er að bæta aöbúnaö og aðstööu þeirra ef fjármagn erekkistórlegaaukiö.” Alveg rétt hjá þingmanninum, og því furðulegt að það skuli vera sami þingmaður og þetta sagði sem síðan stendur að stórskertu framlagi til þessa málefnis þannig að ekki er hægt að standa að neinu leyti á næsta ári við lögin sem taka gildi nú um áramótin ,og mikið kapp var lagt á að samþykkja á Alþingisl. vor. Stóraukin verkefni en 0,1% hækkun á framlagi. I þeim lögum sem taka eiga gildi nú um þessi áramót var gert ráð fyrir 55 millj. kr. framlagi í Framkvæmda- sjóðinn, sem að auki áttu aö hækka í hlutfalli við byggingarvísitölu frá 1. janúar 1983 þannig aö framlag á fjár- lögum í sjóðinn fyrir árið 1984 átti að vera 91 millj. kr. Ekki var einu sinni staðið við þá krónutölu sem lögin kveöa á um, þ.e. 55 millj. kr., hvaö þá heldur að staðið væri viö verð- trygginguna. Þrátt fyrir stóraukm verkefni Framkvæmdasjóðsins með þcssum nýju lögum hækkar framlag til sjóðsins á fjárlögum einungis um 40 þús. milli ára eða úr 39 millj. 960 þús. i 40 millj. kr. í fjárlögum fyrir árið 1984 hækkuðu framkvæmdaframlög að jafnaði um 11% milli ára, cn framlag til Framkvæmdasjóðs fatlaðra hækkaði aöeins um 0,1% milli ára. Gott er að hafa tungur tvær Auk þessa framlags á fjárlögum átti að renna til framkvæmda í þágu fatlaöra tekjur Erfðafjársjóös. Aætlaðar tekjur Erfðafjársjóðs á næsta ári eru um 40 millj. kr., en engu að síður er einungis gert ráð fyrir aö um 19,4 millj. af tekjumErföafjársjóös renni til Framkvæmdasjóðs fatlaðra og er því skerðingin þar yfir 50%. Viö fjárlagaafgreiðslu fyrir árið 1983 taldi núverandi formaður fjár- veitinganefndar slíka meðferð á Erfðafjársjóöi ekki Alþingi sæmandi. Hann sagði orðrétt: „Sé talið eðlilegt aö lækka framlög til sjóða með félags- leg markmið, t.d. Erfðafjársjóðs, á að sjálfsögöu að gera það með breytingum á lögum. Sé það ekki gert • „Klukkan hefur verið færð aftur. Við blas- ir að óbreyttu stöðnun í framfaramálum þroskaheftra á nýjan leik.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.